Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 7. MAÍ 2002
13
DV
Utlönd
Þingkosningarnar í Hollandi í uppnámi:
Leiðtogi hægri ofgamanna
skotinn til bana í gær
Pim Fortuyn, leiötogi hægri öfga-
manna i Hollandi, var skotinn til
bana á bílastæði í bænum Hiiversum
í miðhluta Hollands í gærdag þegar
hann var að koma út úr útvarpshúsi í
bænum þar sem hann hafði verið í
viðtali vegna þingkosninganna sem
fyrirhugaðar eru í Hollandi þann 15.
maí nk.
Tilræðismaðurinn, 33 ára gamall
Hollendingur, hvítur á hörund, var að
sögn sjónarvotta einn að verki og
skaut hann Fortuyn sex skotum í höf-
uð, háls og brjóst þar sem hann var á
leið inn í eðalvagn sinn sem beið á
bílastæði utan útvarpshússins.
Að sögn lögreglunnar var tilræðis-
maðurinn handtekinn strax eftir
verknaðinn eftir að sjónarvottar og
lögregla höfðu yfirbugað hann á bíla-
stæðinu en þar var fjöldi fólks saman-
kominn og varð vitni að morðinu.
Wim Kok, forsætisráðherra Hol-
lands, kallaði ríkissrjórn sína og for-
ystumenn hægri öfgaflokks|Fortuyns
þegar saman til fundar í morgun, þar
Morðinu á Fortuyn mótmætt
Tugir stuðningsmanna hægri öfgamannsins Pims Fortuyns, sem skotinn var
til bana ígær, mótmæltu ígærkvöldi og kom til óeirða við þinghúsið í Haag.
sem ákvörðunar var að vænta um það
hvort þingkosningunum yrði frestað i
kjölfar morðsins en flokknum hafði
verið spáð mikiili velgengni i kosn-
ingunum og mældist með um 15%
fylgi í nýlegri skoðanakönnun.
Kok forsætisráðherra sagði morðið
ekki aðeins harmleik heldur væri það
tilræði við lýðræðið í Hollandi og bað
hann fólk að halda ró sinni.
Til óeirða kom við þinghúsið i
Haag strax í gærkvöldi þar sem nokk-
ur hundruð reiðir stuðningsmenn
Fortuyns mótmæltu morðinu og var
flöskum og grjóti kastað að óeirðalög-
reglunni.
Talið er að morðið geti haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar um alla Evrópu
og hafa sfjórnmálaleiðtogar víða um
heim fordæmt verknaðinn. Sagði Gay
Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu,
það með ólíkindum að svona nokkuð
gæti gerst á 21. öldinni.
Bresk og bandarísk stjórnvöld eru
meðal þeirra sem fordæmt hafa morð-
ið og varaði Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, við hugsanlegum af-
leiðingum þess.
Sjálfur hafði Forfuyn í síðustu viku
lýst áhyggjum sínum yfir því að á
riann kynni að verða ráðist og sagðist
hafa fengið fjölda hótana.
REUTERS-MYND
Norsku konungshjónin i Kanada
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hans eru nú í opinberri heimsðkn í Kanada og sjást hér í opnum hestvagni í
fylgd kanadísku riddaralögreglunnar á leið til Rideau-hallar í Ottawa þar sem þau hittu kanadíska ráðamenn.
Enn ríkir óvissa eftir kosningarnar í Færeyjum:
I Stjórnarmyndunarviðræður
• Kallsbergs sigldar í strand
Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær-
eyja, viðurkenndi seint í gærkvöld
að tilraunir hans til að mynda nýja
landstjórn væru sigldar í strand.
„Það er ekki gerlegt að mynda
breiða samsteypustjórn nú," sagði
Kallsberg í viðtali við færeyska
blaðið Sosialurin skömmu eftir mið-
nætti í nótt.
Vika er nú síðan Færeyingar
gengu að kjörborðinu og kusu nýtt
lögþing. Úrslit kosninganna voru á
þann veg að fylkingar stjórnar og
stjórnarandstæðinga fengu jafn-
marga þingmenn, sextán hvor. Sam-
bandsflokkurinn, sem hefur verið í
stjórnarandstöðu og er andvígur
sjálfstæðisáformum Kallsbergs og
félaga, var hins vegar sigurvegari
kosninganna.
Hvorki hefur gengið né rekið í
þreifingum Kallsbergs frá því á
föstudag þegar stjórnarflokkarnir
þrír,  Fólkaflokkurinn,  sem Kalls-
Anfinn Kallsberg
Lðgmanni Færeyja hefur lítið orðið
ágengt í tilraunum til stjórnarmynd-
unar eftir lögþingskosningarnar.
berg veitir forystu, Þjóðveldisflokk-
ur H0gna Hoydals og Sjálfstýris-
flokkurinn, ákváðu að standa sam-
an að myndun nýrrar stjórnar.
Um tíma var útlit fyrir að Jafhað-
arflokkurinn. myndi taka þátt í
stjórnarsamstarfinu en eftir að
Fólkaflokkurinn og Sjálfstýrisflokk-
urinn ákváðu að mynda bandalag
saman drógu jafnaðarmenn sig út
úr viðræðunum.
Joannes Eidesgaard, leiðtogi jafn-
aðarmanna, sagði að hann vildi
ekki vera eins konur björgunarfleki
fyrir sirjandi landsrjórn.
Stjórnarandstæðingar krefjast
þess að Kallsberg hætti stjórnar-
myndunartilraunum sínum. Þeir
vilja að formenn allra flokka verði
boðaðir til fundar við forseta lög-
þingsins og að hann feli síðan þeim
manni stjórnarmyndun sem líkleg-
astur þykir til að takast að ljúka
verkinu og mynda stjórn.
Bandaríkin saka
fleiri lönd um að
reyna að smíða
gjöreyðingarvopn
Bandarísk stjórnvöld sökuðu í
gær þrjú riki til viðbótar um að
reyna að koma sér upp gjöreyðing-
arvopnum og vöruðu við því að
tryggt yrði að þau létu þau ekki 1
hendur hryðjuverkamönnum.
Ríkin þrjú sem hér um ræðir eru
Líbýa, Sýrland og Kúba. Það var
John Bolton aðstoðarutanríkisráð-
herra sem nafngreindi þau í ræðu
sem hann kallaði „Handan öxul-
velda hins illa". Þar vísaði hann í
fleyg orð Georges W. Bush forseta
sem í vetur kallaði írak, íran og
Norður-Kóreu „öxulveldi hins illa".
„Bandaríkin eru staðráðin í að
koma i veg fyrir næstu öldu hryðju-
verka," sagði Bolton aðstoðarutan-
ríkisráðherra í ræðu sem hanh
flutti hjá Heritage Foundation,
ihaldssamri rannsóknarstofhun.
Bolton sagði engan vafa leika á
þvi að Líbýumenn héldu áfram að
reyna aö koma sér upp kjarnorku-
vopnum, svo og bæði efna- og sýkla-
vopnum. Þá sagði hann að of lítið
væri gert úr ógninni sem öryggi
Bandaríkjanna stafaði af Kúbu.
REUTERS*IYND
Vill ekki vera meö
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hafnar þátttöku í föstum alþjóöleg-
um stríðsglæpadómstól.
Bush hafnar al-
þjóðlegum stríðs-
glæpadómstól
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti og stjórn hans hafa kosið að
hunsa ráð helstu bandamanna
sinna og hafna því að vera með í
stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadóm-
stóls, mannréttindasamtökum til
mikillar armæðu. Bandaríkjamenn
vilja ekki að dómstóllinn verði mis-
notaður til að ofsækja bandaríska
embættismenn og hermenn.
Bandarísk stjórnvöld hafa til-
kynnt afstöðu sína formlega með
bréfi til Sameinuðu þjóðanna. Sú
ákvörðun þýðir að Bandaríkjamenn
áskilja sér rétt til að virða að
vettugi fyrirskipanir dómstólsins,
fyrsta fasta dómstóls sinnar tegund-
ar sem ætlað er að sækja menn til
saka fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð
og glæpi gegn mannkyninu.
Srjórnvóld í Kanada og rikjum
Evrópusambandsins lýstu í gær
vonbrigðum sínum með afstöðu
stjórnar Bush.
Stjórn Bills Clintons, fyrrum
Bandaríkjaforseta, undurritaði
samninginn árið 2000 til að Banda-
ríkfn gætu verið með í undirbún-
inginum.
Barni rænt af
fæðingardeild
Tveggja daga gömlu stúlkubarni
var rænt af fæðingardeild í Stour-
bridge á Englandi á sunnudag á
meðan móðir þess svaf. Barnið
fannst síðan heilt á húfi aðeins
nokkrum klukkustundum síðar, að
því er lögregla greindi frá i gær.
Litla stúlkan fannst í húsi i ná-
grenni bæjarins Dudley eftir að
ábendingu hafði verið komið til lóg-
reglunnar. Tvær konur og karlmað-
ur voru handtekin í húsinu.
Tvær grunsamlegar konur höfðu
sést á fæðingardeildinni skömmu
áður en litla stúlkan hvarf.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32