Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl 2002
27
Sport
Tölfræði úrslitanna
Valur 2
Mörk/vlti: (skot/vltl)
Bjarki Sigurðsson .........16 (28)
Freyr Brynjarsson  ........14 (18)
Sigfús Sigurðsson  .........13 (18)
Snorri Steinn Guðjónsson . 13/3 (31/4)
Markús Máni Michaelsson 11/2(33/3)
Ásbjörn Stefánsson..........3 (5)
Geir Sveinsson............, 3 (5)
Einar Gunnarsson  ..........3 (5)
Skotnýting: .........___53*/S;
Skipting markskota: (nýting)
Langskot___63 skot/18 mörk (29%)
Gegnumbrot ..........14/9 (64%)
Horn ...............20/15 (75%)
Lina................21/14 (67%)
HraðauppUaup .......18/15 (83%)
Vitaskot ..............7/5 (71%)
Varin skot/viti: (Skot á sig/viti)
Roland Eradze.......53/4 (127/19)
Pálmar Pétursson...........0 (2)
Markvarsla:.............41%.
Skipting markvörslu (hlutfall)
Langskot ... 46 skot/29 varin (63%)
Gegnumbrot.........22/10 (45%)
Horn................13/4 (31%)
Lina ................12/2 (17%)
Hraðaupphlaup.......17/4 (24%)
Vítaskot.............19/4 (21%)
Stoðsendingar: (inn á linu)
Markús Máni 13 (5), Bjarki 13 (4),
Snorri Steinn 12 (3), Freyr 7 (1), Ein-
ar 3 (2), Sigfús 3, Geir 2, Eradze L.
Fiskuó vttu
Bjarki 2, Snorri Steinn 2, Fréyr, Ás-
björn, Sigfús.
Sendingar sem gáfu viti:
Freyr 2, Bjarki 1, Markús Máni 1.
Fiskaðir brottrekstrar:
Bjarki 3, Snorri Steinn 2, Freyr 2, Sig-
fús 2, Geir 1, Einar 1.
Boltum náð:
Bjarki 6, Markús Máni 3, Sigfús 3,
Freyr 3, Snorri Steinn 3, Ásbjörn 1.
Varin skot í vörn:
Sigfús 13, Geir 11, Markús Máni 2.
Hraðaupphlaupsmörk........15
(Freyr 5, Sigfús 4, Snorri 3, Bjarki 2,
Geir).
Tapaðir boltar..............29
M1
Mörk/víti: (skot/viti)
Halldór Sigfússon.....29/15 (42/17)
Andrius Stelmokas ........16 (20)
Heiðmar Felixson.........8 (32/1)
Heimir Örn Árnason........6 (24)
Sævar Árnason.............5 (8)
Jónatan Þór Magnússon .... 5 (13/1)
Einar Logi Friðjónsson.......3 (5)
Baldvin Þorsteinsson ........2 (3)
Jóhann Gunnar Jóhannsson ... 2 (6)
Ingólfúr Axelsson...........0 (1)
Skotnýting: .............49%.
Skipting markskota: (nýting)
Langskot___76 skot/17 mörk (22%)
Gegnumbrot..........16/12 (75%)
Horn................16/9 (56%)
Lina................12/10 (83%)
Hraðaupphlaup  .......15/13 (87%)
Vítaskot.............19/15 (79%)
Varin skot/vlri: (Skot á sig/viti)
Egidijus Petkevicius . . . 48/2 (122/6)
Hans Hreinsson  ..........0 (2/1)
Markvarsla:.............39%.
'Skipting markvörslu: (hlutfaU)
Langskot ... 47 skot/29 varin (62%)
Gegnumbrot..........15/6 (40%)
Horn................19/4 (21%)
Lina ................19/5 (26%)
Hraðaupphlaup.......17/2 (12%)
Vítaskot: .............7/2 (29%)
Stoðsendingar: (inn á línu)
Jónatan 10 (3), Heiðmar 8, Halldór 6
(1), Heimir 6 (1), Sævar 5 (4), Einar
Logi 1, Hreinn 1 (1), Jóhann 1, Pet-
kevicius 1, Stelmokas 1.
Fiskuð viti:
Heimir 6, Halldór 3, Jónatan 2,
Stelmokas 3, Jóhann 3, Einar Logi,
Hreinn.
Sendingar sem gáfu viti:
Heiömar 6, Halldór 5, Jónatan 1.
Fiskaðir brottrekstrar:
Stelmokas 3, Heimir 2, Sævar 2, Hall-
dór, Heiðmar.
Boltum náó:
Stehnokas 3, Heimir 3, Jónatan 3,
Heiðmar 2, Sævar 2, Jóhann, Halldór.
Varin skot i vörn:
Hetmir 5, Stelmokas 4, Hreinn.
Hraöaupphlaupsmörk........13
(Stelmokas 8, Heiðmar 2, Sævar 1,
Jónatan 1, Heimir 1).
Tapaöir boltar..............27
Sex leikja sigurganga Valsmanna í
úrslitakeppninni var stöðvuð í gær:
Lokaúrslitapunktar
Hinn frábæri leikmaður Vals Markús
Máni Michaelsson hefur verið liði sinu
mikilvægur í úrslitakeppninni og hann
á vísa bjarta framtíð í handboltanum.
Markús gerir þó fleira en að spila hand-
bolta, hann hefur talsvert fengist við
módelstörf og leikur meðal annars í aug-
lýsingu þar sem verið er að kynna orku-
drykk auk annarra auglýsinga annars
eðlis. Greinilega fjölhæfur piltur þar á
ferð.
Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta-
málaráðherra og borgarstjóraemi Sjálf-
stæðisflokksins, var mættur á leikinn í
gærkvöldi. Hann sat á fremsta bekk KA-
megin, umvafmn Akureyringum, og
virkaði hálf einmana. í síðari hálfleik
settist Guðlaugur Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi og samflokksmaður
Björns við hlið hans og veitti honum
líklega einhverja huggun því væntan-
lega heldur Björn með Val, þó hér skuli
ekkert fullyrt.
Það lá við að upp úr syði á milli Heið-
mars Felixsonar og Geirs Sveinsson-
ar þegar rétt rúmar þrjár minútur voru
eftir. Heiðmar var ekki sáttur með þá
meðferð sem sá gamli veitti honum en
gengið var á mUli og þeir kældir niður.
/ gœrkvöldi var nokkrum sinnum spil-
að lagið, I'm a survivor, með hh'óm-
sveitinni Destiny's Child, en óhætt er að
segja að lagið hafi átt miklu betur við
gestina sem voru komnir upp að vegg
fyrir leikinn, enda fór svo að þeir þrauk-
uðu.                   -SMS
Sigurviljinn
- færði KA fjórða leikinn og stöðvaði sigurgöngu Valsmanna
- Ekki sjálfgefið að vinna fyrir norðan, segir Atli Hilmarsson
„Ég verð að bíða og sjá hvernig
mannskapurinn verður á morgun, ég
held að menn hafi gefið allt það sem
þeir áttu I dag og vonandi getum við
komið mönnum í stand fyrir miðviku-
daginn því við erum ákveðnir í að
selja okkur dýrt - við skulduðum
áhorfendum okkar að tapa ekki 3-0,"
sagði Atli Hilmarsson, sigurreifur
þjálfari KA, eftir sigurinn á Val í gær.
KA-menn skoruðu fyrstu tvö mörk
leiksins og leyfðu Valsmönnum aldrei
að taka forystuna í leiknum. Greini-
legt var að þeir voru komnir 1 höfuð-
staðinn til að berjast fyrir fjórða
leiknum og leyfa Valsmönnum ekki
að vinna einvígið svo glatt. KA-menn
stilltu upp í 6:0 vörn og áttu Valsmenn
í miklum erfiðleikum að brjóta hana á
bak aftur. Taugar leikmanna voru þó
greinilega þandar í botn og tók það þá
nokkrar mínútur að fmna almenni-
lega taktinn. Gestirnir voru þó fyrri
til og fylgdu eftir góðum varnarleik
sínum með skasðum sóknum.
Um miðbik fyrri hálfleiks kom lík-
lega besti leikkafii Vals í leiknum þeg-
ar þrjú mörk komu á skömmum tíma
og tókst þeim að jafna leikinn í stöð-
unni 6-6. Gestirnir létu þó ekki slá sig
út af laginu og fór þar fremstur í
flokki Halldór Sigfússon, sem fann all-
ar smugur á Valsvörninni, og kom
Roland Eradze markvörður engum
vörnum við. Þegar Snorri Steinn Guð-
jónsson var farinn að láta til sín taka
í sókninni tókst Valsmönnum að
halda i við andsta?ðinga sína en alltaf
náðu KA-menn að svara jafnóðum.
Þegar hins vegar 10 mínútur voru
eftir færðist aftur líf í leikinn þegar
heimamönnum tókst að minnka mun-
inn í tvö mörk og tóku stuðnings-
menn Valsara afar vel við sér þá en
frábær stemning var á Hlíðarenda í
gær enda troðfullt hús. Norðanmenn
voru hins vegar ekkert á því að
hleypa þeim nær og það var vel að
Halldór skoraði síðasta mark þeirra
með góðu gegnumbroti.
Lið KA lék frábærlega í gær og
voru þar þrír menn í fararbroddi.
Halldór var afar skæður í sókninni,
Heimir Örn Árnason var sem klettur
í vörninni og Egidijus Petkevicius var
mjög góður í markinu. Hjá Val var
fyrirliðinn, Snorri Steinn, góður og
lék sinn besta leik það sem af er þess-
ari úrslitarimmu og þá áttu horna-
mennirnir Bjarki Sigurðsson og Freyr
Brynjarsson einnig góðan leik. Vörn-
in hefur oft verið sterkari og þegar
menn eins og Markús Máni Mikaels-
son ná sér alls ekki á strik eins og
raunin var í gær má muna um minna.
Þurfum tvo toppleiki
„Við þurfum að ná tveimur topp-
leikjum í viðbót til að vinna þetta ein-
vígi og það er aUs ekkert sjálfgeflð að
vinna heima, við töpuðum jú þar síð-
ast og við þurfum á öllu okkar að
halda til að ná sigri á miðvikudaginn.
Fyrstu tveir leikirnir hefðu getað
farið á hvorn veginn sem var, við vor-
um í framlengingu í báðum leikjum
og það var oft spurning um hvort það
var stöngin inn eða stöngin út sem
réð úrslitum leiksins. Leikurinn í
kvöld vannst samt með góðum mun
og það var jafnt hugarfarsbreyting
strákanna og taktísk breyting á leik
okkar sem réð þvi. Við stilltum upp í
6:0 vörn sem þeir áttu í miklum erfið-
leikum með hérna fyrr í vetur þegar
við unnum hérna á Hlíðarenda í deild-
inni. En þetta var auðvitað mikið hug-
arfarið líka. Valsmenn voru farnir að
fagna og bíða eftir titlinum hér í
kvöld og við ætluðum alls ekki að láta
það gerast. Við vorum mjög einbeittir,
léttir og kátir og það reyndist vel í
kvöld," sagði Atli að lokum.    -esá
Lokaúrslitapunktar
Sigfús Sigurðsson hefur oft átt betri
leik en að þessu sinni og kannski má
rekja slakan leik hans til þess að eftir
aðeins fjórar minútur og þrettán sek-
úndur var hann bæði kominn með
gult spjald og brottvikningu og segja
má að hann hafi aldrei komist al-
mennilega i gang eftir það.
Áhorfendastœði á Hliðarenda voru
strax orðin full kl. 19.30 í gær, um 45
minútum fyrir leikinn og voru ahorf-
endur beðnir raargsinnis að þjappa
sér saman svo fleiri gætu komist að.
Rúmum stundarfjórðungi fyrir leik
var svo farið að vísa fólki frá, það var
einfaldlega orðið uppselt á leikinn.
Valsmenn heiðruöu fyrir leik Jón
Karlsson, fyrrum formann hand-
knattleiksdeildar Vals, fyrir óeigin-
gjarnt starf í þagu félagsins.
Þegar 20 mínútur voru liðnar af leikn-
um stöðvaði Gunnar Viðarsson, ann-
ar dðmara leiksins, leikinn þar sem
einn áhorfenda leiksins var með eigin
flautu til að slá leikmenn út af laginu.
Var sá beðinn að hætta því samstund-
is og virtist hann sinna þvi.
Valsmenn höfðu unnið sex leiki og 13
heimaleiki í röö 1 úrslitakeppninni
fyrir tapið á Míðarenda í gær. KA-
menn urðu fyrsta liðiö i sex ár til að
vinna leik i úrslitakeppni á Hlíðar-
enda og þetta var aðeins þriðja
heimatap Valsmanna í keppninni frá
upphafi-         -SMS/esá/ÓÓJ
Við viljum meira
Halldór Jóhann Sigfússon spilaði eins og engill í gærkvöldi og þessi
leikur er órugglega einn af hans bestu hingað til á ferlinum: „Ég er
búinn að finna mig vel í þessum leikjum á móti Val og sérstaklega þá í
þessum en þaö sem skipti öllu fyrir okkur var að við vorum að spila vel
saman og liðsheildin var alveg frábær en það hrjáði okkur í tveimur
fyrstu leikjunum að hún var ekki eins góð. Við gátum ekki hugsað okkur
að verða fyrsta liðið tO þess að tapa 3-0 í lokaúrslitum og það gaf okkur
auðvitað aukakraft og við sýndum mikinn styrk i leiknum auk þess sem
breytingin á vörninni gekk vel upp. Nú höfum við sýnt virkilega hvað í
okkur býr og við viljum meira og höfum fulla trú á þvi að við getum
meira," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, besti leikmaður KA í leiknum
í gærkvöldi. Halldór hefur nú skorað 29 mörk úr 48 skotum í leikjunum
þremur til þessa sem gerir 9,7 mörk að meðaltali og frábæra 69%
skotnýtingu. Þar af hefur Halldór nýtt 88% víta sinna.          .sms
Bara til að breyta
Heimir Örn Árnason var frábær í vörn KA-liðsins. Athygli vakti að
hann lék í treyju númer átján að þessu sinni en hann er vanur að vera
númer þrettán. Aðspurður hvernig á þessu stæði sagði hann:
„Þetta var nú bara til að breyta eitthvað til því það er búið að ganga
frekar illa í sókninni hjá mér en það gekk nú ekkert betur í dag
reyndar," sagði Heimir og hló.
„Þó vannst sigur og það er fyrir öllu og dálítið gaman af því að það
skyldi gerast þegar við spiluðum þessa 6-0 vörn sem margir hafa talið
vera okkar sístu vörn. Við ætluðum svo sannarlega ekki að verða fyrsta
liðið til þess að tapa 3-0, fjándinn hafi það, sérstaklega lika ef það er haft
i huga hversu áþekk þessi tvö lið eru að styrkleika. Þaö er allt hægt í
þessu og við ætlum okkur ekki að tapa öðrum leik fyrir norðan, það er
á hreinu," sagði Heimir Örn Árnason sem varði þrjú skot Valsmanna og
stal tveimur boltum.                                   ^SiíS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32