Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 DV Fréttir Leiðtogi VG á Akureyri segir fólk liggja hjálparvana út um allan bæ: Bæjarstjórinn ósáttur við ummæli ráðherra - imi sofandahátt bæjarstjórnar - fyrst og fremst mál ríkis, segir Kristján Þór Forgangsröðun gagnrýnd Vinstri hreyfingin - grænt framboð er ósátt við forgangsröðun bæjaryfirvalda á Akureyri. Meðal þess sem VG gagnrýnir er nýtt fjölnota íþróttahús en þeir segja kostnað við byggingu þess hafa verið vanmetinn. Valgerður Bjarnadóttir, leiðtogi Vinstri grænna á Akur- eyri, segir að gera þurfi stór- átak í velferðar- málum í bæn- um. „Fólk liggur hjálparvana út um allan bæ,“ segir Valgerður og á þar einkum við sjúka og aldraða en tugi hjúkrunarrýma vantar í bænum fyrir þann hóp. Valgerður gagnrýndi for- gangsröðun bæj- aryfirvalda þeg- ar Vinstri græn- ir kynntu stefnuskrá sína á dögun- um og sagðist ósátt við sumar framkvæmdir bæjaryflrvalda á síðasta kjörtímabili. Þar nefndi hún byggingu fjölnota íþróttahúss á Þórssvæðinu sem dæmi um vafa- sama fjárfestingu. Kostnaður hefði verið vanmetinn og íþróttahúsið gæti kostað allt að 700 milljónir í stað 500 á áætlun. „Á sama tíma hafa bæjaryfir- völd hreinlega gleymt sjúkum og öldruðum," segir Valgerður og heitir því að flokkurinn muni ekki beita sér fyrir ámóta „lúx- Jón usverkefnum". Kristjánsson. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri og oddviti D- listans, bendir á að fulltrúar Vinstri grænna geti ekki komið sér undan ábyrgð í stefnu bæjar- ins þar sem hluti núverandi fram- bjóðenda VG-framboðsins hafi áður tekið þátt í Akureyrarlistan- um, sameiginlegum lista vinstri manna og kvennaframboðs. „Val- gerður verður líka að líta í eigin barm þegar hún er að skensa aðra,“ segir leiðtogi sjálfstæðis- manna. Hann segir að ætíð megi deila um forgangsröðun en vöntun á öldrunarrýmum sé fyrst og fremst vandi ríkisins. Ef bærinn eigi að útvega 30 öldrunarrými strax kosti það hálfa milljón á dag eða milli 180 og 190 milljónir ár- lega en þar sé fyrst og fremst um ákvörðun ríkisvaldsins að ræða. Viðræður milli rikis og Akur- eyrarbæjar um þjónustusamninga hafa gengið hægt og fyrir skömmu var haft eftir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að ákveðinn sofandaháttur hefði ríkt hjá bæjarstjórn Akureyrar. Hinn 24. apríl sl. sendi Kristján Þór heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann getur m.a. um þennan meinta sofandahátt. Bæjarstjórinn er ósammála því að bærinn hefði getað unnið betur og auglýsir í bréfinu eftir skýrari samnings- vilja ráðuneytis um úrbætur í þessum málaflokki. „Allt forræði í málefnum aldr- aðra varðandi hjúkrun og pláss á dvalarheimilum er á hendi ríkis- valdsins og það er blekking að halda öðru fram,“ segir Kristján Þór. -BÞ Valgerður Bjarnadóttir. Kristján Þór Júlíusson. BFGoodrScH Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi BFCoodrich mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmDekk - veldu aðeins það besta Skoða fjárhúsin Ásta Einarsdóttir, Veðramóti, Haildóra Björnsdóttir, Ketu, og Halla Guðmunds- dóttir, Steini, virða fyrir sér aðstöðuna í fjárhúsunum á Holtsmúla í Skagafirði. Bændur læra að byggja fjárhús Á dögunum gengust Leiðbeininga- miðstöðin á Sauðárkróki, Rannsóknar- stofhun landbúnaðarins og Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri iyrir nám- skeiði um fjárhúsbyggingar og vinnu- hagræðingu í sauðfjárbúskap. Alls tóku fimmtán skagfirskir bændur þátt i námskeiðinu sem stóð í tvo daga. Á því var fjallaö um ýmsar gerðir fjár- húsbygginga og hvernig bændur hafa á síðustu árum breytt gömlum bygg- ingum. í flestum tilfellum felast breyt- ingamar i að komið er fyrir gjafagrindum og tækni til að flytja rúll- ur um byggingamar. Með því losna bændur við að bera heyið eða keyra það fram á garðann. Með gjafagrindum er heil rúlla sett í grindina í einu og hún skorin og þannig er grindin full af fóðri sem endist í tvo til þrjá daga eft- ir þeim fjölda sem hefúr aðgang að fóðrinu, en ekki er talið heppilegt að fleiri en 60-70 kindur hafi aðgang að sömu gjafagrindinni. Þessi útbúnaður hefúr mjög mtt sér rúms á síðustu árum enda verður fjárbúskapur í sí- fellt fleiri tilvikum hlutastarf þar sem bændur stunda ýmsa vinnu með bú- skapnum og þá vilja menn vera fljótir að koma fóðrinu í skepnumar. -ÖÞ Fordæmir akstur utan vega Ferðaklúbburinn 4x4 fordæmir utan- vegaakstur vamarliðsmanna við Grænavatn á Reykjanesi. Landspjöll sem þar vom unnin og rannsókn á þeim hefúr verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfama daga. f yfirlýs- ingu aðalfundar ferðaklúbbsins segir að háttsemi sem þessi sé í fullkominni andstöðu við stefnu klúbbsins, en hann hefur barist gegn utanvegaakstri frá stofnun árið 1983. -aþ Dæmdur fyrir ofsaakstur Héraðsdómur Norðurlands hefur dæmt 18 ára Ólafsfirðing til greiðslu 300.000 króna sektar og árs sviptingu öku- réttar fyrir margvisleg umferðarlagabrot. Ýmsar ákærur vom sameinaöar gegn manninum en hann var m.a. ákærður fyrir að hafa í tvígang ekið norður Hval- fjarðargöng á 115 og 117 km hraða og fyr- ir að hafa ekið á 152 km hraða á Ólafs- fjarðarvegi og allt að 170 km hraða skammt frá Akureyri. Þá fannst lítilræði af hassi í bifreiö sem maðurinn velfi á Lágheiði fyrir utan Ólafsfjörö. -BÞ ✓ m Við Faxafen • Austurstræti • Kringlunni • Esso-stöðinni Ártúnshöfða • Esso-stöðinni Borgartúni • Spönginni Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.