Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
MÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002
Tilvera
I>V
Veisla í
Þjóðleikhúsinu
í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið leik-
gerð af Veislunni ef tir Bo hr.
Hanssen. Með aðal hlutverk fara
Rúnar Freyr Gíslason, Arnar Jóns-
son, Tinna Gunnlaugsdóttir, Hilmir
Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafs-
dóttir, Erlingur Gíslason og Kjart-
an Guðjónsson. Leikstjóri er Stef-
án Baldursson en sýnt er á Smíða-
verkstæðinu í kvöld kl. 20.
Klúbbar
¦ Teknókvöld á Gauknum
Eftir mjög vel heppnað opnunarkvöld heldur El-
ektroLux klúbburlnn áfram göngu sinni.
Næsti gestur klúbbsins er ítalska teknó-bomb-
an Misstross Barbara. Þótt hún sé þekkt sem
grjðtharður teknó-snúður segist hún eiga sér
fleiri hliðar. Heima hjá sér hlustar hún t.d.
mest á djass, bossanova og aöra
suðurameriska tónlist. Við eigum s.s. von á
góðu og unnendur góðrar danstónlistar geta
ekki látiö þá ítölsku fram hja sér fara. Herleg-
heitin fara fram í dag á Gauki á Stöng en það
eru félagarnir Grétar G. og Bjössi brunahani
sem hita upp.
Krár
¦ Léttir tnrettir í Grafarvoginum
Hljðmsveitin Léttlr sprettlr verður með dans-
leik á Champion's Café I kvöld og er óhætt að
lofa góðri skemmtun við Gullinbrúna.
¦ MJgNES Á VÍDALJN
Það er heldur betur boðið upp á veislu á
Vidalín í kvöld þegar eðalrokkbandið Mlðnes
sér um að halda uppi stemningunni. Staðurinn
er opinn til 3 og má búast við góðu stuöl.
¦ Buttercup í Kópavogi
Hin svakalega og kynþokkafulla sveit Butt-
ercup verður með dansleik á Players í Kópa-
vogi í kvöld. Gaman, gaman.
¦ Ufandi tónlist á Kaffi Revklavik
Björgvln, Slgga, Grétar og öll hin verða með
skemmtun á Kaffi Reykjavik í kvöld. Þaö verö-
ur rosalegt
Klassík
¦ Fórtbraour i Langholtskirkiu
Vortónlelkar Fóstbrætra verða haldnir í kvöld
kl. 20 í Langholtsklrkju. Fóstbræðrum til halds
og trausts á vortónleikum að þessu sinni eru
þrír frábærir listamenn. Fyrst skal fræga telja
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu,
Diddú, sem varla þarf aö kynna fyrir tónleika-
gestum, svo rækilega hefur hún sungið sig inn
að hjartarótum þjóðarinnar undanfama áratugi.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanöleikari er
þjóðinni löngu kunn, en hún mun sjá um píanó-
leik á tðnleikunum. Þriðji tónlistarmaðurinn
sem kemur nú til liðs við kórinn er slagverks-
leikarinn Steef van Oosterhout sem slær á pák-
ur í tveimur verkum.
¦ TÓNLEIKAR í AKUREYRARKIRKJU
Kór Menntaskólans á Akureyrl heldur tónleika
í Akureyrarkirkju í kvöld klukkan 20. Á
efnisskrá kórsins eru íslensk þjóö- og
dægurlög. Stjórnandi er Guimundur Óli
Gunnarsson og aðgangseyrir er 1.000 krðnur
en ðkeypis er fyrir skólafólk og börn.
Bíó
¦ ÞYSK KVIKMYND I GOETHEZENTRUH
Þýska kvikmyndin Im Jull verður sýnd í Gothe-
Zentrum, Laugavegl 18, f kvöld klukkan 20.30.
Myndin er í senn rómantísk gamanmynd og
vegamynd. Hér segir frá sómakærum kennara
sem eltir ókunnuga konu til Istanbúl en er
sjálfur eltur þangað af konu sem er ástfangin af
honum á laun. Á leiðinni lendir hann í fyrstu
alvöruævintýrum lífs síns.
Sýningar
IINN8ETNING í GALLERÍ NEMA HVAO
Kristin   Helga   Káradóttlr,   nemandi   í
Llstaháskóla íslands, verður með innsetningu i
Galleri Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag
frá 17-21. Innsetningin samanstendur af vídeó-
skjámynd,  hljóði  og  texta.  Hún  verður
endurtekin á morgun kl. 14-18.
¦ HANDRITASÝNING í ÁRNAGARÐI
Handrttasýnlngin er enn opin í Stofnun Árna
Magnússonar, Árnagar&i við Suðurgötu. Opið
er frá 14-16 þriöjudaga til föstudaga fram til
15. maf en frá 1. júní kl. 11-16 daglega fram til
31. ágúst.
íslandsmet
í hópkeyrslu
DV-MYND G. ZEBITZ
Hersingin á leiö vestur Miklubrautlna
Hópurinn náði frá göngubrúnni upp mestalla Ár-
túnsbrekkuna.
Bíógagnrýni
Bifhjólasamtök lýð-
veldisins, Sniglar,
halda alltaf 1. maí há-
tíðlegan á þann hátt
að aka í hópkeyrslu
um bæinn og var dag-
urinn í ár engin und-
antekning. Að þessu
sinni söfnuðust um
180 mótorhjól saman,
sem er íslandsmet i
hópakstri á mótor-
hjólum. Að sögn Dag-
rúnar Jónsdóttur,
varaoddvita Snigla,
er þessi hópkeyrsla
farin til að minna
ökumenn í umferð-
inni á að mótorhjólin
séu komin á götuna.
„Við höfum einnig
hafið auglýsingaher-
ferð sem sjá má aftan
á strætisvögnum og á
síðum blaðanna til að
minna á það sama,"
segir Dagrún. Á eftir
var grillað í sólskini
og bliðu við nýtt fé-
lagsheimili Snigla í
Skerjafirði þar sem
olíustóð Shell var
áður. Dagrún vildi
einnig koma á fram-
færi þökkum til um-
ferðardeildar lögregl-
unnar sem stjórnaði
hópkeyrslunni af
myndarskap.
-NG
DVMYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON
Létt og llpurt
Áheyrendur sem komu og hlýddu á Léttsveitina voru sammála um ágæti
sveitarinnar, hún er létt og lipur og gleður eyrun.
Maraþon hjá Léttsveitinni:
Spiluðu í sex
klukkutíma
Léttsveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar hélt maraþontónleika 1.
maí á sal skólans til fjáröflunar en
sveitin er á leiðinni til Spánar í tón-
leikaferðalag og hefur söfnun áheita
gengið vel og fyrirtækin á svæðinu
tekið vel á móti unga listafólkinu,
enda eru íbúar Reykjanesbæjar mjög
stoltir af Léttsveitinni.
Það er Karen Sturlaugsson, tón-
listarkennari og aðstoðarskólastjóri,
sem stjórnar sveitinni en hún hefur
haft veg og vanda af Léttsveitinni
sem hún stofnaði 1988. Nú er þriðja
kynslóðin undir hennar stjórn að
leika og er Karen sérstaklega ánægð
með þann hóp en það eru krakkar á
mjóg líkum aldri, eða frá 15 til 19
ára, og ná mjóg vel saman.
Léttsveitin hefur haft í nógu að
snúast í vetur og komið fram við
margvísleg tækifæri. Nú nýverið
lék sveitin í Ráðhúsi Reykjavíkur í
boði Stórsveitar Reykjavíkur og um
hvítasunnuhelgina tekur Léttsveit-
in svo þátt í árlegri djasshátíð í
Vestmannaeyjum en til Spánar
verður haldið 18. júní.
Maraþontónleikarnir stóðu frá kl.
13-19 og spilaði Léttsveitin mjög
fjölbreytta tónlist. Margir komu við
og nutu tónleikanna og fengu sér i
svanginn því boðið var upp á köku-
hlaðborð sem var að sjálfsögðu
einnig til að safna í ferðasjóðinn.
-ÞGK
Sam-bíóin - Bubble Boy  ic
Ánægður í sinni kúlu
Ekki er öll vitleysan eins, segir
máltækið og þessi setning passar
vel við Bubble Boy. Aðalpersóna
myndarinnar er ungur maður sem
lifir í plastkúlu. Að gera kvikmynd
um mann í plastkúlu er vandmeð-
farið, en annað eins hefur nú verið
gert. Hér er fáránleikahugmyndin
færð í farsastíl og eins og oft hefur
sannast þá er ófyndinn farsi eitt-
hvert það leiðinlegasta afbrigði
skemmtunar sem til er og slíkur
farsi er Bubble Boy. Eiginlega geri
ég mér ekki grein fyrir hvort
nokkurn tímann hefði verið hægt
að gera fyndna mynd úr emiviðn-
um. Það er helst ef Farrelly-bræður
hefðu farið höndum um
söguna að útkoman hefði
kannski verið skemmti-
legri en raunin er. Leik-
stjórinn Blair Hayes, sem
kemur úr auglýsinga-
bransanum, hefur færst of
mikið í fang og nær alls
ekki að nýta sér þau fáu
atriði sem gefa tilefni til
góðs farsa.
Aðalpersónan er Jimmy
Livingston (Jake Gyllen-
haal) sem fæðist án þess
að vera með neitt ónæmis-
kerfi. Hann er til fjögurra
ára aldurs á sjúkrahúsi og
Plastkúlan hreinsuo
Jimmy (Jale Gyllenhaal) nýtur verndar móður sinnar
(Swoosie Kurtz) sem meðal annars sér um aö halda kúl-
unni hreinni.
í beinni í kvöld kl.19.00 Man. UTD - Arsenal og Liverpool - Blackbum
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
fer síðan til síns heima
þar sem móðir hans, trú-
uð kona, tekur við stjórn-
inni og elur hann upp
samkvæmt sínu höfði.
Jimmy fær sem skiljan-
legt er enga tilsögn í
neinu öðru en því sem
móðir hans telur rétt og
þar vantar mikið upp á
fræðslu um mannleg sam-
skipti. Það verður því
mikill vandræðagangur á
heimilinu þegar Jimmy
finnur fyrir ástarfiðringn-
um. Það er nefnilega sæt
stelpa, Chloe, í næsta
húsi. Samskipti þeirra,
þegar þau kynnast, eru eðlilega
platónsk og þegar Chloe tilkynnir
Jimmy að hún ætli að gifta sig við
Niagara-fossana er honum öllum
lokið. Hann er þó ekki á því að gef-
ast upp og smíðar sér „ferðaplast-
kúlu" og fer í fyrsta sinn út fyrir
dyrnar á heimili sínu ...
Það er voðalega fátt sem hægt er
að hrósa í Bubble Boy. Myndin er
mjög yfirborðsleg þegar kemur að
plastkúlustráknum og i eitt skiptið
þegar mótorhjólatöffari spyr hvern-
ig hann fari að að kúka í kúlunni þá
er honum ekki einu sinni svarað, en
það eru einmitt spurningar á þessa
vegu sem koma upp hjá okkur sem
erum að horfa á myndina. Það segir
okkur aðeins eitt, farsinn- er mis-
heppnaður. Ef um vel heppnaðan
farsa væri að ræða þá væru ekki
slíkar hugsanir í gangi. Það má þó
segja myndinni til hróss að hún er
aldrei ósmekkleg á kostnað þeirra
sem mega sín lítils. Bubble Boy er
einfaldlega hlutlaus á alla kanta,
hefur ekkert við sig sem hrífur.
Leikstjóri: Blair Hayes. Handrit: Cinco
Paul og Ken Daurio. Kvlkmyndataka:
Jerzy Zielinski. Tónlist: John Ottman. A6-
aileikarar: Jake Gyllenhaal, Swoozie
Kurtz, Marley Shelton og Danny Trejo.
1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32