Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 13. MAI 2002
r>v
Landið
Óley ehf. hættir starfsemi:
Loforð ríkisvalds-
ins stóöust ekki
Fjarvinnslufyrirtækið Óley ehf.
hætti aö starfa um síðustu mán-
aðamót en fyrirtækið rak starfs-
stöðvar á Ólafsfirði og í Hrísey.
Óley var stofnað fyrir ári, upp úr
íslenskri miðlun Ólafsfirði ehf. og
tslenskri miðlun Hrísey ehf. For-
ráðamenn fyrirtækisins segja
ástæðuna vera svikin loforð ríkis-
valdsins.
Ekki hafi fengist næg verkefni
til að standa undir rekstrinum og
ekki voru horfur á því að aflað
yrði nýrra verkefna. Stjórn félags-
ins ákvað því í mars að skynsam-
legast væri að hætta starfsemi og
fmna leiðir til þess að semja við
þjónustuaðila sem fyrirtækið er í
skuld við þannig að ekki þurfi að
fara í gjaldþrotameðferð. Skýrist á
næstu vikum hvort það tekst. Fyr-
irtækið skuldar einnig starfs-
mönnum laun fyrir marsmánuð.
Að sögn forráðamanna fyrirtæk-
isins eru þetta mikil vonbrigði því
væntingar voru miklar um  að
Sauðburðurinn hafinn
Systkinin Rebekka Hekla og Ófeigur Númi á Molastööum í Fljótum meö eitt
afþrjátíu lömbum sem þar voru komin þegar vika var afsumri. Að taka þátt í
sauöburöi er í flestum tilfellum mikil upplifun fyrir börn og unglinga, einkum
þá sem koma aö slíku í fyrsta skipti.
Veðurklúbburinn telur maí verða í kaldara lagi:
Gæti orðið slydda á
kosningadaginn nyrðra
Félagar í Veðurklúbbnum á Dal-
bæ á Dalvík eru mismunandi bjart-
sýnir á veðráttuna í maí. Fyrsti
sunnudagur í sumri lofaði ekki
góðu og margir hafa hann sem við-
mið fyrir sumarbyrjun. Hugsanlega
er eftir smá-kuldakast með ein-
hverri lenju, þó ekkert á við það
sem kom i lok apríl.
Einhver minntist á hvítasunnu-
hret eða hvítasunnusnas, annar
sagði að það yrði slydda á kosninga-
daginn 25. maí. Það ætti nú vel við,
en sá yngsti í klúbbnum spáði ein-
muna blíðu þennan dag, enda væru
þá meiri líkur á því að menn mættu
á kjörstað með bros á vör og kysu
örugglega rétt.
Þann 12. maí kviknar maítunglið
í suðaustri. Flestir klúbbfélaga eru
á því að upp úr því fáum við veður
sem hægt er kalla sumarlegt. Samt
gera þeir ráð fyrir að hitastig í mán-
uðinum verði jafnvel undir eða um
meðallag. Kúbbfélagar segjast vona
að úrkoma verði emhver og þá helst
í formi rigningar en samt gæti hann
slyddað aðeins.
Allir voru sammála að það versta
væri búið og veðrið yrði í heildina
ágætt í maí, en kannski ívið kaldara
heldur en í meðalári. Hér áður fyrr
var sú trú að veðrið 1. maí myndi
standa til 4. í hvítasunnu. Ef illviðri
er um hvítasunnu boðar það ekki
gott fyrir sumarið.          -hlá
Framsóknarmenn í Dalvíkurbyggð:
Oddvitinn snýr
til baka
Valdimar Bragason ráðgjafi kem-
ur aftur inn í bæjarmál Dalvíkur og
sest að nýju í efsta sæti á
lista framsóknarmanna
samkvæmt ákvörðun upp-
stillingarnefndar. Hann sat
átta ár í bæjarstjórn og var
oddviti 1990 til 1994 og bæj-
arsrjóri. Krisrján Ólafsson,
núverandi oddviti, vill
hægja á og tekur þriðja sæti
listans. Sveinn Jónsson
bæjarfulltrúi lætur af störf-
um í bæjarpólitíkinni og
þiggur heiðurssæti listans,
það átjánda. Tengdadóttir Sveins,
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, kem-
ur í annað sætið en Katrín Sigur-
jónsdóttir, sem var i því sæti, fer í
það fjórða.
„Þetta er vonandi fyrir góðu,"
sagði Valdimar í samtaii við DV í
Valdimar
Bragason
gær. Hann hafði skroppið út á sjó og
rennt færi. Um leið og blaðamaður
hringdi beit boltaþorskur á
hjá honum.
Framsókn er með fjóra
bæjarfulltrúa og í meiri-
hluta bæjarstjórnar, i sam-
vinnu við Sameíningu sem
fékk tvo bæjarfulltrúa
kjörna í síðustu kosning-
um. Efstu sæti lista fram-
sóknarfólks skipa Valdimar
Bragason ráðgjafi í fyrsta
sætið. í öðru sæti er Guð-
björg Inga Ragnarsdóttir
skrifstofumaður, í þriðja sæti er
Kristján Ólafsson umboðsmaður,
Katrín Sigurjónsdóttir skrifstofu-
maður í fjórða, Gunnhildur Gylfa-
dóttir bóndi í fimmta sæti og Þor-
steinn Hólm Stefánsson bóndi í því
sjötta.                   -hlá
hægt væri að treysta grundvöll
undir þessa starfsemi þegar fyrir-
tækið var endurreist með samein-
ingu fyrir ári. Það er ljóst að lof-
orð ríkisvaldsins að flytja störf í
fjarvinnslu út á land hafa ekki
staðist og fyrirtæki landsins hafa
ekki enn komið auga á þessa leið
til að hagræða hjá sér.
Óley stóð 1 samingum við Al-
þingi um að taka að sér að verk-
efni fyrir Alþingi sem skapa átti
þrjú störf í þrjú ár. Verkefni þetta
verður unnið á Ólafsfirði og hefur
einn starfsmaður verið ráðinn, en
það er Magnús Sveinsson, bg
væntingar eru um að annar starfs-
maður verði ráðinn um næstu
mánaðamót. Verða þeir þá starfs-
menn Alþingis og mun Alþingi fá
húsnæði það sem Óley hafði á
leigu í húsnæði Sparisjóðs Ólafs-
fjarðar. Þessa dagana er Alþingi
að ganga frá kaupum á þeim tækj-
um sem þarf til að hefja verkefhið
en það snýst um að skanna inn Al-
þingistíðindi frá því fyrir aldar-
mótin 1900 til ársins 1992 og eru
það um það bil 400 þúsund siður
alls.
-hiá
Verðlækkun á
MASTERCRAFT
jeppadekkjum
SOinfin/C
(ontineiiJaF
Kópavogi - Njarðvík - Selfoss
eM.  Akureyri
Cuggu ráð:
Nú er rétti tíminnfyrir
Casoron
Heldur trjábeðum og
gangstlgum lausum vlð lllgresl
GARÐHEIMAR   SSuSaÁ
Stekkjarbakka 6 * Mjódd » Simi: S40 33 00 • Veffang: www.gardheimar.is
Viltu auka hreinlætið
og lækka kostnaðinn?
Setuhreínsir
liimkammtari
Lotus WC pappírsskammtari f. 2 rl.
Nú 1 .591 kr.
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Rrykpvik
Simi S20 6666 Brííasími 520 666S • saUsirv.is

Sölumenn okkar eru við slmann frí kl. 8-17. Hringdu f iíma 520
littu á úrvalið I stórvcrslun okkar að Réttarhálsi 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40