Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002
Menning
DV
Listveruleikinn í Rússíá
Umsjón: Sifja Aðalsteinsdóttír silja@dv.is
Ég held að æðimargt áhugafólk um myndlistar-
söguna hér á Vesturlöndum, jafhvel fólk með fag-
lega þekkingu á henni, geri sér tæpast grein fyrir
þeim ótrúlega fjölda listaverka frá öllum heimsins
hornum og tímaskeiðum sem rússneskir valdhafar
og safnarar hafa dregið saman í tímans rás. Vestur-
landahúum hefur einnig þótt ríkuleg og margþætt
myndlistarhefð Rússa sjálfra fremur óárennileg,
auk þess sem hún var til skamms tíma ekki að-
gengileg. En með hverju árinu sem líður kemur
betur í ljós mikilvægi þess sem átti sér stað í menn-
ingarlífi Rússa frá seinni hluta 19. aldar og fram til
1930, og sú atburðarás hlýtur að kalla á endurskoð-
un á ýmsum menningarsögulegum forsendum sem
við höfum gefið okkur til þessa.
Myndlist
Til dæmis hefur verið til siðs að skoða framvind-
una i myndlist 20. aldar nánast eingöngu út frá for-
sendum módernismans og þeirri uppstokkun veru-
leikans sem á sér stað í verkum Cézanne og nokk-
urra annarra listamanna i Frans. En umgengni
Rússa við veruleikahugtakið er ekki síður áhuga-
vert. „Alvöru veruleiki er æðri veruleikanum eins
og hann birtist í myndlist," er haft eftir Sjernisjev-
ski, talsmanni andófshóps sem kallaði sig „Samtök
um farandsýningar" á sjöunda áratug 19. aldar.
Sextíu árum seinna lögðu rússneskir konstrúktíf-
istar, helstu myndbrjótar síns tíma, til atlögu und-
ir kjörorðunum „Tökumst á við veruleikann með
nýjum aðferðum".
Félagslegt afl
Allan þennan tíma er að finna í rússnesku menn-
ingarlífi viðleitni til að gera myndlistina að félags-
legu afli til alvöru-uppbyggingar samfélagsins, og
þetta á jafnt við um áðurnefnd samtök um farand-
sýningar sem konstrúktífista - byggingarsinna.
Þessi viðleitni, og umræðan sem henni fylgdi, er
öllu áhugaverðari en flest það sem á sama tíma er
haft eftir mannvitsbrekkum í París eða Miinchen
um hlutverk myndlistarinnar.
Sífrjó umræða Rússanna um hlutverk listarinn-
ar nær síðan hámarki i verkum þeirra Malevitsj og
Tónlist
Marc Chagall: Gluggi á sumarhúsl. 1915
Sýningin fyllir ótvírætt upp í eyður í þekkingu okkar
lendinga á evrópskri myndlist.
Tatlin, svokallaðra súprematista, og áðurnefndra
konstrúktífista. Þar mættust stálin stinn, prestur-
inn og verkfræðingurinn; annar hélt þvi fram að
listin ætti að vera andleg iðja, praktíseruð af inn-
vígðum, hinn leit á listina sem áróðurstæki fyrir
betri nútíð og lífshamingju fjöldans. Þessi umræða
hafði ekki verið leidd til lykta þegar Stalín lét
skrúfa fyrir hana í nafni sósíalískrar raunsæis-
stefnu.
Við fáum vissulega smjörþefinn af listþróuninni
í Rússíá og þessari umræðu á sýningu Listasafhs
íslands, „Hin nýja sýn 1880-1930", þar sem er að
finna málverk úr Tretjakov-safhinu í Moskvu. Sýn-
ingunni fylgir ágætlega fróðleg og prýðilega þýdd
skrá þar sem gerð er grein fyrir flókinni atburða-
rásinni í rússneskri myndlist á umræddum tíma.
Ásamt með sýningunni „Nátturusýnir" frá Frakk-
landi og fyrri sýningum safnsins á aldamótalist
frá Norðurlöndunum fyllir „Hin nýja sýn" ótvi-
rætt upp í eyður i þekkingu okkar Islendinga á
evrópskri myndlist. Því er óhætt að hvetja sið-
menntað fólk með snefil af sjónlistaáhuga að láta
hana ekki fram hjá sér fara.
Fyrir og eftir umbrotatíma
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig staðið var
að vali verka á sýninguna, sem kemur hingað
með millilendingu í Osnabriick í Þýskalandi, en
miðað við það sem Tretjakov-safnið á i fórum sin-
um má e.t.v. segja að úrval eldri verkanna sé öllu
markverðara en þau sem við fáum að sjá eftir
framúrstefnufólkið. Nokkur portrett eftir Repin,
Súrikov, Vasnetsov og Grabar eru framúrskar-
andi; málverk Levítans, „Sumarkvöld", nægir
næstum því til að sannfæra okkur um yfirburði
hans í rússnesku landslagsmálverki og verk
þeirra Korovins, Kustnetsjovs og Vrubels eru öll
augnayndi.
I  framúrstefnudeildinni  er  eins  og vanti
herslumuninn; allir helstu forkólfar eru að sönnu
til staðar en verkin sem hér eru sýnd eru ýmist
ís- frá því fyrir eða eftir aðalumbrotatímann í rúss-
neskri myndlist, 1913-20. Annað verkið eftir
Maljevitsj er t.d. frá 1904, hitt er endurgerð svarta
ferningsins frá 1929; sem er synd því Tretjakov-
safnið á gott úrval verka frá blómaskeiði Malje-
vitsj. Sama gildir um nokkra aðra stórmeistara:
Chagall,  Kandinsky,  Gontsjarovu,  Popovu  og
Larionov; verk þeirra eru vissulega góð fyrir sinn
hatt en gefa tæplega til kynna hvers vegna þeir
þóttu frumkvöðlar og umbyltingarmenn í myndlist-
um. Á móti kemur að dregin eru saman ágæt verk
eftir minni spámenn, t.d. Mashkov, Kontsjalovski,
Údaltsovu, sem við fengjum annars ekki að kynn-
ast.                 Aðalsteinn Ingólfsson
Hin nýja sýn stendur til 16. júní. Listasafn íslands er
opið kl. 11-17 nema á mánudögum.
Aldrei betri
Það er kannski stórt upp í sig tekið að fullyrða
að listamaður hafi aldrei verið betri þegar jafh
þekktur og reyndur söngvari á í hlut og Bergþór
Pálsson. Hann hélt ásamt Jónasi Ingimundar-
syni píanóleikara tónleika í Salnum í Kópavogi
fyrir síðustu helgi. Þrátt fyrir yfirvofandi hol-
skeflu listviðburða sóttu þessa tónleika margir
gestir. Það ætti þó engan að furða því þessir
listamenn eiga báðir fjölmarga aðdáendur.
Bergþór hefur áður ráðist í flutning á ljóða-
sveigum Schumanns og að þessu sinni var það
flokkurinn Ástir skáldsins, eða Dichterliebe,
sem fluttur var i heild sinni fyrir hlé. Hugsan-
legt er að sumir gestanna hafi komið vegna ást-
ar sinnar á viðfangsefninu því fátt er í heimi
ljóðasöngsins áhrifameira en þessi lagaflokkur. í
einræðu elskandans ferðast tónskáldið með
skáldinu gegnum dýpsta sársauka og æðstu gleði
þess sem elskar. Óendurgoldinni ástinni er þó að
lokum sökkt í sæ viðkvæmrar vitundar sem leit-
ar óminnisins.
Bergþór og Jónas náðu afburðavel saman í
túlkun sinni á þessu ljóðum. Eftir aðeins of
ákveðna byrjun voru t.d. styrkleikabreytingar í
fjórða laginu frábærlega vel unnar. Smitandi ást
Bergþórs á efhinu skilaði sér yndislega I fimmta
laginu og sveiflan í lokalínunni var persónuleg
og hrífandi. Það þarf ekki lítinn listamann til að
skila persónulega unninni túlkun á svo þekktu
efhi. Jafnframt er það ómetanlegt þegar lista-
menn geta gefið hlustendum sfnum jafn rikulega
... mannsgaman
af gleði sinni yfir verðugum
viðfangsefnum og Bergþór
gerði  þarna.  Jónas  náði
einnig að gefa hinum mörgu
eftirspilum sérstaka töfra;
fjórða lagið mjög gott og
einnig þungstígur og skýr
kontrapunkturinn  i  eftir-
málanum  um  dómkirkju-
myndina, svo eitthvað sé
nefht. Snilld Schumanns í
tónsetningu  ljóða  Heines
vekur alltaf nánast furðu.
Tólfta lagið er hrein perla
þar sem síðrómantikin er
boðuð án nokkurs hávaða.
Draumalagið númer þrettán
varð í höndum þeirra Berg-
þórs óg Jónasar hápunktur
flutningsins - sterk sena sem þeim tókst aö
magna mjög.
Auðvitað má yfirleitt alltaf eitthvað aðeins
betur fara og var óróleiki í undirleiknum í átt-
unda og aftur í níunda laginu dæmi um það. Svo
má líka deila um léttleikaim í pianóhlutanum i
síðasta laginu. Bergþór hefur þétta og fallega
rödd sem hann hefur aldrei beitt betur. En
ákveðnar ýkjur geta farið út fyrir mörk þess
fagra, eins og gerðist bæði í sjöunda og tíunda
laginu. Textaframburður er afburðaskýr en of
ýktur. Oft færi meira látleysi betur, án þess að
það þyrfti að vera á kostnað skýrleika.
Eftir hlé fluttu þeir frönsk sönglög eftir Chaus-
Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson
Þeir eiga marga aðdáendur - og ekki ófyrirsynju.
DV-MYND E.ÓL
son, Gounod, Duparc og Ravel. Verkefnavalið
var ótrúlega skemmtilegt og fóru listamennirnir
á kostum í flutningnum. Örlitið óperusmitaðir
taktar Bergþórs í bæði fasi og raddbeitingu í
sumum lögunum komu lítið að sök. Ekki voru
það síst lög Ravels viö ljóð sem hinn spænski
Don Kíkóti syngur til Dulcineu sem dilluðu sál-
inni. Bergþór var frábær í síðasta erindi fyrsta
lagsins, örveikt amenið í næsta lagi djarft og
hrifandi og leikur hans, eins og svo oft, fullur
smitandi glaðværðar í því síðasta. Saman náöu
þeir Jónas hinni hæðnu, spænsku sveiflu þannig
að menn hreinlega dönsuðu út.
Sigfríður Björnsdóttir
' ^
Að horfa á heiminn
Get engan veginn gleymt þeim degi þegar ég
sat með einsetumanni uppi á fjallsbrún. Hún er
kölluð Nónhæð og sér þaðan yfir Breiðafjörð all-
an. Skiptir ekki máli hvort það var 1980 eða 1990.
Og gæti allt eins verið að gerast.
Bóndinn hafði alla sína tíð átt heima á Barða-
strönd. Og kvaðst aldrei hafa kært sig um að
fara út fyrir sveitina sína; hefði jú farið að Reyk-
hólum upp úr tektinni, sem sér hefði þótt langt,
en aldrei lengra. Og til hvers sosum í ósköpun-
um tautaði hann í bland við fussum sitt og suss-
ið. Og svo bretti hann upp á vörina, sem var
kækur hans, og horfði út á breiðasta fjörð á land-
inu sem er þakinn eyjum og fugli og fiski.
Man að það hreyfði ekki vind þenna dag, ekki
hár á höfði okkar - og þyturinn þegar fuglinn fór
hjá sat í hlustum okkar. Einmuna dagur. Eins og
maður gæti heyrt i sólinni. Einn þessara daga
sem endast.
Hann sagöist ekki geta ímyndað sér betra há-
sæti í heiminum en einmitt Nónhæðina sína í
sumarveðri. Og bretti enn upp á vörina. Ég
þagði - hafði yftr fáum orðum að ráða.
Haföi fyrr um daginn tekið eitt þessara dæmi-
gerðu einsetuviðtala við kallinn heima í húsi.
Hann bauð mér upp á kaffi sem hann sauð í potti
og hellti í þykka fanta gegnum siu. Óvenjulegt,
fannst mér, eins og svo margt annað á heimili
þessa áttræða manns sem gekk um sperrtur eins
og unglingur og hafði það þykkasta hár sem ég
hafði séð; flóka, mikinn flóka sem efalitið hafði
ekki kynnst kambi í árafjöld. Ef nokkurn tima.
Við skokkuðum upp á hæðina í dagslok þegar
birtan verður hvað áleitnust á Islandi. Hann
kvaðst fara þangað daglega, stundum áleiðis en
oftast alla leið. Verstu veður héldu orðið aftur af
sér. Það væri aldurinn.
Á milli okkar voru meira en fimmtíu ár. En
það var ekki að sjá upp hæðina.        -SER
Aldrei of seint
Nafnlausi leikhópurinn í Kópavogi er
10 ára í ár og í tilefni af því hefur hann
tekið höndum saman við Smellara í
Hana-nú og „frjálsan" danshóp úr Gjá-
bakka og sett á svið nýtt íslenskt verk
eftir Jóninu Leósdóttur undir stjórn Ás-
dísar Skúladóttur. Meðalaldur leikara er
tæp 78 ár fyrir utan einn drenghnokka
rétt yfir fertugt.
Sýningin heitir Smellur 2 - aldrei of
seint! Sýningar eru daglega kl. 14 til og
með 18. maí. Miðapantanir í simum 554-
3400 og 899-5508.
List fyrir Palestínu
Menningarhátíðin List fyrir Palestínu
verður haldin á stóra sviði Borgarleik-
hússins í dag kl. 17-21. Á dagskrá eru
ljóð, söngur, leiklist, tónar og dans auk
myndlistarsýningar í anddyrinu þar sem
seld verða verk eftir fjölda islenskra
myndlistarmanna með 40% afslætti
þennan eina dag. Að hátiðinni standa
einstaklingar, hópar og samtök íslenskra
listamanna, auk Félagsins Island-Palest-
ína. Kynnir er Tinna Gunnlaugsdóttir
leikari og formaður Bandalags íslenskra
listamanna.
Aðgangseyrir er kr. 1800 sem renna
óskertar til hjálparstarfa í Palestínu.
Var Laxness
vont leikskáld?
Fimmta fyrirlestur-
inn á vegum Vöku-
Helgafells í tilefni ald-
arafmælis Halldórs
Laxness heldur Hrafn-
hildur Hagalín Guð-
mundsdóttir leikskáld
og nefnir hann „Var
Laxness vont leik-
skáld?" Fyrirlesturinn
verður í Norræna húsinu á morgun kl.
17.15. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Hrafhhildur Hagalín Guðmundsdóttir
kom eins og stormsveipur inn í íslenskt
leikhúslíf þegar verk hennar Ég er meist-
arinn var frumsýnt árið 1990. Hún hlaut
Menningarverðlaun DV árið 1991 fyrir
leikritið og Norrænu leikskáldaverð-
launin árið eftir. Árið 2000 var Hægan,
Elektra sett upp eftir hana. Sýningin var
tilnefhd til Menningarverðlauna DV og
verkið sjálft til Norrænu leikskáldaverð-
launanna í ár. Ég er meistarinn hefur
verið sett upp víða um lönd, m.a. í New
York og Sydney við góðar undirtektir.
Snert hörpu mína
I síðustu viku var opnuð sýningin
„Snert hörpu mína..." hjá Handverki og
hönnun í Aðalstræti 12, 2. hæð. Þar eru
sýnd fjölbreytt handgerð hljóðfæri sem
smiðuð eru á íslandi, fiðlur, óbó, selló,
víóla, viola da gamba, rafmagnsgitarar,
kassagítar, jazzgítar, bassi, langspil, jarð-
hörpur, lýrur og spiladósir.
Þeir sem sýna eru Eggert Már Marin-
ósson, George Hollanders, Hans Jó-
hannsson, Jón Marinó Jónsson, Kristinn
Sigurgeirsson, Lárus Sigurðsson, Mar-
grét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir,
Nobuyasu Yamagata og Sverrir Guð-
mundsson. Sýningin stendur til 20. maí
og er opin alla daga kl. 12-17.
Fótboltasögur
^^——|   Fótboltaáhugamenn
athugiö: í kvöld kl. 20.30
» A verður flutt leikgerð El-
k^jPjM ísabetar Rónaldsdóttur
kvikmyndagerðarmanns
á Fótboltásögum Elísa-
betar Jökulsdóttur í
Listaklúbbi leikhús-
kjallarans. Fótboltasögur komu út um
síðustu jól og hlutu fádæma góðar við-
tökur lesenda og gagnrýnenda enda ekki
á hverjum degi sem út kemur skáldskap-
ur um líf fótboltamannsins. Nú er ís-
landsmótið í fótbolta alveg á næstu grös-
um og því upplagt að fara að hita upp.
Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir og
leiklestur annast Björn Jörundur Frið-
björnsson, Hilmar Jónsson og Stefán
Jónsson. Ekki ónýt skemmtun!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40