Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002
13
jor%r
Menning
Glíman við ástina
Það er ekki á hverjum degi sem
maður situr með tárin í augunum
á danssýningum en sú var raunin
á frumsýningu íslenska dans-
flokksins á Sölku Völku í dans-
búningi Auðar Bjarnadóttur.
Dansverkið var opnunarviðburð-
ur Listahátiðar 2002 og hefði vart
verið hægt að opna hátíðina með
meiri glæsibrag.
Auði Bjarnadóttur danshöfundi
hefur tekist það erfiða verkefni
að semja verk án orða upp úr
skáldsögu Halldórs Laxness,
Sölku Völku. Hún velur þá leið að
beina kastljósinu að persónulegu
lifi Sölku og samskiptum hennar
við það fólk sem stendur henni
næst, Sigurlínu, Steinþór og Arn-
ald. Áhorfendur fylgjast með lífi
stúlkunnar sem kom í þorpið með
móður sinni á barnsaldri og tókst
með dugnaði og kjarki að sigra í
baráttunni við fátækt og verald-
arsmán en mátti sín lítils í
glímunni við ástina - ástina á
móður sinni, ástina á piltinum
sem kenndi henni að dreyma og
sjá ljósið i myrkrinu og ástina á
manninum sem var bæði vel-
gjörðamaður hennar og versti
fjandmaður.
Óháð stað og stund
Undirtónninn í verkinu er kyn-
ferðislegur, enda er kynferðið eitt
af því sem skapar Sölku hvað
mesta kvöl því hún uppgötvar
snemma að vald kvenna yfir lífi
sínu og líkama er af skornum
skammti. Hún berst vonlausri
baráttu gegn því að verða kona,
meðal annars með því að ganga í
buxum, og er lif móður hennar
henni víti til varnaðar í þeim efn-
um.
Fyrir okkur sem þekkjum sög-
una er dansverkið Salka Valka
fyrst og fremst saga Sölku. Dans-
höfundurinn skapar að sjálfsögðu sína eigin sögu
í verkinu en hún er skáldsögunni trú. Dansverk-
ið býr samt einnig yfir sinni eigin sjálfstæðu sögu
sem er óháð~stað og stund. Það er saga um stúlku
sem er að breytast í konu og hremmingar og ham-
ingjustundir hennar á þeirri leið. Svo og saga
konu sem vegna ástar á manni og veikrar stöðu
verður ófær um að vernda sig og dóttur sína gegn
vélum hans.
Auður velur leikræna leið til að segja sögu
Sölku. Hún notar líkamann og tjáningarform
hans til hins ýtrasta til að koma boðskap verksins
til áhorfenda. Verkið er af þessum sökum mjög
aðgengilegt fyrir hvern þann sem á annað borð
hefur gaman af að fara í leikhús. Töfrar dans-
formsins standa þó upp úr þrátt fyrir þessa leik-
rænu nálgun. Það er eftir tjáningarleiðum þess
sem danshöfundurinn leiðir áhorfendur í gegnum
nauðgun Steinþórs á Sölku, sem og ljúfar ástir
Sölku og Arnalds. Auði tekst einnig á einstakan
hátt að koma til skila táknmyndum sögunnar,
eins og hringnum, nistinu og móðurmynd Arn-
alds.
Dansverkið hefur mjög fjolbreytta en sterka
byggingu. Það sveifiast frá því að vera fullt af ofsa
og átökum yfir í að vera hugljúft og hljótt. Skipt-
in á milli atriða eru oft á tíðum skörp en sérlega
vel gerð og algjörlega passandi. Hópsenur, sem
gefa mynd af lífinu í þorpinu, brjóta á skemmti-
legan hátt upp annars persónubundna sögu og
var öll uppsetning þeirra skemmtilega taktföst og
kröftug. Auður sýnir mikla fagmennsku við
samningu þessa verks og er greinilega í fiokki
með bestu danshöfundunum sem unnið hafa með
íslenska dansflokknum síðustu misseri. Það eru
aðeins frábærlega góðar danssýningar sem halda
athygli áhorfenda algjörlega fanginni i rúmlega
klukkustund.
Umgjörðin áhrifamikil
Það sem gerir Sölku Völku að eftirminnilegum
listviðburði er ekki síður hvað tónlist, sviðs-
mynd, búningar og lýsing eru faglega unnin og
skapa verkinu áhrifamikla umgjörð. Notkun lita í
lýsingu vakti ekki síst athygli. Við lýsinguna eru
hreinir og sterkir litir notaðir á eftirtektarverðan
hátt til að skipta á milli atriða og skapa viðeig-
andi stemningu í hverju þeirra og tóna litir í bún-
ingunum jafnan við. Lýsingin er einnig notuð á
snilldarlegan hátt til þess að afmarka og mynda
mismunandi rými. Sviðsmyndin er einfóld - felst
einungis í tjöldum sem mynda horn innarlega á
sviðinu, auk nokkurrar upphækkunar á gólfinu
upp að þessum tjöldum. Á þeim voru svo sýndar
lifandi myndir af náttúru íslands, aðallega hafi og
strönd, eins og vera ber þegar saga Sölku Völku
Ástarþríhymingurinn Sigurlína, Salka og Steinþór:
Lára Stefánsdóttir, Hlín Diego og Trey Gillen dönsuöu aflífi og sál.
DVMYND E.ÓL
er sögð. Myndirnar undirstrikuðu i öllum tilfell-
um atburði sögunnar, eins og ofsafengið brimrót
hafsins þegar mæðgurnar koma í plássið og speg-
ilsléttur hafflöturinn þegar Salka og Arnaldur eru
að kynnast yfir lestrarnáminu. Búningarnir eru
mjög skemmtilegir, nútímalegir en með sterka
vísun í samtima Sölku. Þannig má sjá útgáfu af ís-
lenskum peysufötum og upphlut, auk ullarsjals
sem einkenndi klæðaburð íslenskra kvenna fyrr á
tímum.
Tónlist Úlfars Inga Haraldssonar var meistara-
verk; fjölbreytt blanda af kórsóng, drungalegum
veðurhljóðum, slaghörpuleik, kirkjutónlist og
hverju því sem þurfti til að gera dansinn sem
áhrifamestan.
Stjörnum prýdd sýning
Dansinn í verkinu er kröftugur og krefst mik-
illar tæknilegrar færni og styrks og ekki síst mik-
ils trausts á milli dansaranna þar sem þeir dansa
Hann sýnir henni Inn í aora heima
Guömundur Elías og Hlín sem Arnaldur og Salka.
af miklum ofsa og hraða í mestu átakaköflunum.
Allir dansararnir standa sig með glæsibrag og vel
hefur verið valið í hlutverkin. Við sjáum persón-
urnar sem Laxness skóp úr orðum verða að lif-
andi manneskjum af holdi og blóði á sviðinu.
Trey Gillen er hinn fullkomni Steinþór. Hann
hefur ekki aðeins útlitið meö sér, stór og kröftug-
ur eins og hann er, hann geislar einnig af þessari
dýrslega óhefluðu (kyn)orku sem einkennir lýs-
ingar Laxness á Steinþóri. Hann dansar af þokka,
þungur, sterkur og jarðbundinn, en er á sama
tíma mjúkur og liðugur. Guðmundur Elias Knud-
sen er léttur og skemmtilegur dansari, nær vel
strákslegu æði Arnalds og er yndislegur í atrið-
inu með bókina. Hann kemur einnig vel til skila
togstreitunni í huga Arnalds mflli raunveruleik-
ans og draumanna. Þegar kemur að því að tjá
Arnald sem fuflorðinn verkalýðsfrömuð, sérstak-
lega í baráttu hans við Steinþór, vantar þó dýpt í
persónusköpunina. Arnaldur var jú, andstætt
Steinþóri, maður orða og hugsana en ekki líkam-
legra gerða.
Lára Stefánsdóttir er þroskaður og flottur dans-
ari og var persónusköpun hennar á Sigurlínu
sterk. Hún túlkar á sannfærandi hátt aumkunar-
verðan vanmátt Sigurlinu gagnvart Steinþóri og
þrá hennar eftir að vera elskuð sem kona og kyn-
vera og hljóta stöðu við hæfi í lífinu. Hún nær
einnig að túlka mótsagnakenndar tilfinningar
hennar til dóttur sinni sem hún bæði ann og vfll
vernda en sér einnig sem keppinaut um hylli elsk-
hugans.
Hlín Diego er óumdeflanlega stjarna sýningar-
innar. Hún er á sviðinu nær allan tímann og túlk-
ar allar hliðar Sölku - styrkinn, vanmáttinn, blíð-
una, gleðina, sorgina, samviskubitið og svo má
endalaust telja - af sterkri sannfæringu. Það þarf
ótrúlegan líkamlegan styrk til að standast þessa
þrekraun og ekki síður mikla faglega breidd sem
dansari að geta spilað á alla strengi hreyfiforðans,
allt frá því ljóðræna til hins ofsafengna.
Þegar á heildina er litið er hugsanlegt að hægt
sé að tína til eitthvað neikvætt við sýninguna á
Sölku Völku. Undirrituð getur þó ekki séð neitt
sem nær að lýta þessa fagurlega sniðnu og fag-
mannlega unnu flík sem dansarar dansflokksins
bera af aðdáunarverðri reisn. Salka Valka er ynd-
islegt verk sem lætur engan ósnortinn.
Sesselja G. Magnúsdóttir
íslenskl dansflokkurinn frumsýndi í Borgarleikhúslnu
laugardaginn 11. maí dansverkið Salka Valka. Danshöf-
undur: Auöur Bjarnadóttir. Tónlist: Úlfar Ingi Haraldsson.
Búningar: Sigrún Úlfarsdóttir. Sviðsmynd: Sigurjón Jó-
hannsson. Lýslng: Elfar Bjarnason. Listrænn ráöunautur:
Gucrún Vilmundardóttir. Aöstoðarmaöur danshöfundar:
Lauren Hauser.
Listahátíð hafin
Ekki hef-
ur farið
fram hjá
Reykvíking-
um og öðr-
um lands-
mönnum að
Listahátíð er
hafin, um
það sáu
meðal    ann-
arra skrautlega búnir franskir
trommuleikarar sem skemmtu við
Borgarleikhúsið fyrir setninguna á
laugardaginn og voru sendir út
beint í sjónvarpi, áhorfendum til
mikfllar kátinu, og létu svo hífa sig
hátt upp yfir Jón Sigurðsson á Aust-
urveUi í gær. Líklega hefur verið of
hættulegt að láta þá dingla yfir
Tjörninni eins og áætlað var vegna
roksins. Ekki létu hinir suðrænu
fuglar kuldann og trekkinn á sig fá
en börðu trumbur sínar og léku list-
ir í rólu þarna í fimmtíu metra hæð
yfir sjávarmáli, þúsundum barna og
Mlorðinna tU mikfllar skemmtun-
ar.
Heitum aðdáanda skáldsögu HaU-
dórs Laxness um Sölku Völku var
það sérstakt gleðiefni að sjá hana
ltfna tvisvar sinnum á gerólíkan
hátt á opnunardegi Listahátíðar.
Annars vegar í leiklestri á Borgar-
bókasafninu í Kringlunni þar sem
Nína Dögg FUippusdóttir, Gísli Örn
Garðarsson og Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir gáfu persónum hennar
sannfærandi svip og rödd og hins
vegar í dansverki Auðar Bjarnadótt-
ur sem sagt er nánar frá hér á síð-
unni. Það var merkUegt að upp-
götva hvernig annars vegar þurfti
ekkert annað en orð HaUdórs, frá-
bærlega flutt að vísu en engan
sviðsbúnað eða frekari áhöld, og
hins vegar engin orð, aðeins ltfandi
og sterkar persónurnar og sögu
þeirra sem skUaði sér með hreyfing-
um og öðrum líkamstjáningum
dansaranna.
100 bestu
skáldverkin
Það fer vel á því að Don Kíkóti,
skáldsagan um manninn sem varð
vitlaus af því að lesa skáldsögur,
skuli vera valin merkUegasta skáld-
verk heimsins í þúsund ár. Þar með
skaut Cervantes mönnum eins og
Shakespeare, Hómer og Dostojevskí
aftur fyrir sig. Dostojevskí hafði það
hins vegar af að koma fjórum bók-
um á hundrað bóka listann og hlýt-
ur þar með að teljast áhugaverðasti
höfundur aUra tíma; Shakespeare er
með þrjá titla inni eins og Kafka og
Tolstoj.
Þeir sem völdu voru 100 af bestu
rithöfundum heims, búsettir í aUs
54 löndum í fjórum heimsáflum,
munstraðir tU þess af Norsku bóka-
klúbbunum. Meðal þeirra var
Astrid Lindgren sem náði aö skUa
atkvæði sínu áður en hún lést. Sjálf
á hún bók á listanum, ein af aðeins
eUefu konum, því þar er Lína
langsokkur - en ekki nein bók eftir
August Strindberg eða neinn annan
Svía yfirleitt. Norðmenn eiga tvær á
listanum, Sult Hamsuns og Brúðu-
heimUi rbsens. Danir eiga ævintýri
H. C. Andersens, Finnar og Færey-
ingar enga. ísland á tvö stórvirki á
listanum sem skrífuð voru með
nærri sjö alda mUlibUi, Brennu-
Njáls sögu og SjáUstætt fólk HaU-
dórs Laxness. Það er ekki ónýtt fyr-
ir skoplitla þjóð.
Bókamaður kannast við nöfn
þessara verka langflestra en um-
hugsunarefni er hversu fáar er
hægt fuUyrða að maður hafi lesið,
a.m.k. í hefld sinni en ekki bara
kafla í sýnisbókum. Obbi þessara
verka hefur verið notaður enda-
laust í óðrum miðlum, sýndur á
sviði, í sjónvarpi, í bíó - auk þess
sem skrúaðar hafa verið um þau
greina- og bókafjold. Goriot gamla
eftir Balzac þýddi ég fyrir sjónvarp-
ið á sínum tíma - en las ég einhvern
tíma bókina? Leikgerð eftir Jakob
og meistaranum eftir Diderot sá ég
í Tjarnabíó - en las ég bókina? Las
ég einhvern tíma Réttarhöldin eða
sá ég bara bíómyndina? Þetta eru
ekki aUtaf þægilegar spurningar!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40