Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 24
36
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002
Tilvera I>V
lif ið
■ Dansandi Salka Valka
Salka Valka er dansverk eftir Auöi Bjarna-
dóttur, byggt á sögunni um Sölku Völku eft-
ir Halldór Laxness, sem sýnt verður í Borg-
arleikhúsinu kl. 20 í kvöld. Dansarar eru úr
íslenska dansflokknum. Miðaverð er 2.400
kr.
Tónleikar
Listahátíð 2002 hafin:
Mikið um
dýrðir í
borginni
Listahátíð 2002 í Reykjavík hefur
farið vel af stað. Hún var sett á laug-
ardag í anddyri Borgarleikhússins
og var sú athöfh hátíð út af fyrir sig.
Úti á hlaði tóku hinir glaðværu
Mobile Homme á móti gestum. Önn-
ur stúlkan í hópnum gerði sér dælt
við karlmennina og rak forsetanum
rembingskoss á báðar kinnar, að
viðstaddri unnustu hans. Ingibjörg
Sólrún borgarstjóri setti hátíðina og
Þórunn Sigurðardóttir listahátíðar-
stjómandi flutti snjallt ávarp,
kryddað setningum eftir Kiljan.
Tónlistarmennimir Pétur Grétars-
son og Sigurður Flosason léku brot
úr spunaverki sínu, Raddir þjóðar,
og Scola Cantorum frumflutti nýtt
lag eftir Bára Grímsdóttur við Vor-
kvæði Halldórs Laxness. Dansarar
úr argentínska danshópnum E1
Escote dönsuðu ekta suður-amerísk-
an tangó og gangsett var hljóðverk
Finnboga Péturssonar myndlistar-
manns, tileinkað Halldóri Laxness.
I gær, sunnudag, voru fjölmörg at-
riði á dagskrá hátíðarinnar. Öll
hrifu þau gesti en fjölmennust var
sýning hinna fljúgandi óróaseggja,
Mobile Homme, yfir Austurvelli. í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi,
var opnuð viðamikil sýning á ís-
lenskri samtímalist og einnig var
dans- og myndverkið Brakraddir
þar á dagskrá. Listahátið stendur út
mánuðinn svo sannkölluð menning-
arveisla er fram undan í höfuðborg-
inni. -Gun.
■ F.U.C.K. NATO rpkkhátíð í Tjarnarfaíói
Nokkrar rokkhljómsveitir hafa tekið sig
saman um aö mótmæla fundahaldi NATO
hérlendis með tvennum tónleikum í Tjarnar-
bíói, í kvöld og á morgun. I kvöld koma fram
Reaper, Citizen Joe, Dys, Brain Police,
Snafu og Andlát. Tónleikarnir standa frá
19-23 og kostar 500 krónur inn. 16 ára
aldurstakmark.
■ Thirteen á Cauknum
Hallur Ingólfsson skipar einn hljómsveitina
Thirteen sem nýverið gaf út sína þriðju
breiðskífu, Magnifico Nova. Hallur, með aö-
stoð valinkunnra listamanna, verður með
tónleika á Gauknum í kvöld og er vert aö
tékka á því.
Klassík_______________________________
■ 18. aldar tónlist í Ráðhúsinu
Guömundur Kristmundsson og Hávarður
Tryggvason flytja verk frá 18. öld fyrir víólu
og kontrabassa í Ráöhúsi Reykjavikur.
■ Burtfarartónleikar i Salnum
Jóhanna Marín Óskarsdóttir pianóleikari
heldur burtfarartónleika sína frá Tónskóla
Sigursveins i Salnum klukkan 20 i kvöld.
Síðustu forvöð_________________________
■ 3 spgmskir listmálarar í Revkiavik
Þrir spænskir listmálarar Ijúka sýningu sinni
i Galleri Reykjavik. Listmálararnir Carmelo
Hldalgo, Marijo Murlllo og Rocío Gallardo
eru Spánverjar sem búsettir eru í Reykjavík
og starfa hérlendis að list sinni. Allir vel-
komnir, aðgangur er ókeypis frá 12-18 i
dag.
Listir________________________________
■ Örleikverk á SkólavóröMbgBLKI. 17.05
veröur flutt örleikverkið Hvers vegna elskar
mig enginn? eftir Karl Ágúst Úlfsson og
Fjölni Björn Hlynsson.
■ Gtosfleg tangósvning
Cenlzas de tango er glæsileg tangósýning
beint frá Argentínu. Tólf dansarar taka þátt
í sýningunni en þeir skipa danshópinn El
Escote. Sýnd i íslensku óperunnl kl. 20.30.
■ Fótboltasógur í Uikhúskiallaranum
í tilefni af því aö íslandsmótið í fótbolta fer
að hefjast er dagskrá Listakiúbbs
Lelkhúskjallarans helguð fótbolta. Flutt
verður leikgerð unnin upp úr
Fótboltasögum eftir Elísabetu
Jökulsdóttur. Leikstjóri er Helga E.
Jónsdóttlr, höfundur leikgeröar er Elísabet
Rónaldsdóttir og leiklestur annast þeir
Björn Jörundur Friöbjörnsson, Hllmar
Jónsson og Stefán Jónsson. Dagskráin
hefst klukkan 20.30 og kostar 1.000 kr.
inn.
DVMYND HILMAR ÞÓR
Llsthneigðar mæðgur
Sjónvarpsstjarnan Eva María og dóttirin Matthildur voru mættar viö
opnun hátíðarinnar.
Hollendingur-
inn fliúgandi
Óperan HolTendingurinn fljúgandi
eftir Richard Wagner verður sýnd
á Stóra sviði Þjóðleikhússins í
kvöld kl. 20. Uppfærslan er sam-
starfsverkefni Islensku óperunnar,
Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og Listahátíðar í
Reykjavík. Hollendingurinn fljúg-
andi er rómantísk ópera í þremur
þáttum. Óperan gerist við strend-
ur Noregs og fjallar um Hollend-
inginn fljúgandi, sem að eilífu var
dæmdur til að sigla um heimsins
höf þar til hann fyndi konu sem
sýndi honum sanna ást og sviki
hann ekki.
Leikhús
DV-MYND HARI
Við opnunina
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Tessa Biackstone voru meöal gesta
við opnun Listahátíðar.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Blóðheitur tangó
Dansflokkurinn Ei Escote frá Buenos Aires sýndi tilþrifamikinn tangó við
setningu listahátíðarinnar. Það var fyrsta sýning hans af fimm og hann
mun líka halda námskeið í Kramhúsinu áður en hann fer af landi brott.
DV-MYND HARI
Ahrifamesti kvenljósmyndari allra tíma
Mary Ellen Mark opnaöi sýninguna American Odyssey á Kjarvaisstöðum.
Þargetur að líta bandarískar myndir frá 36 ára tímabili, 1963-1999.
DV-MYND HARt
Á Kjarvalsstöðum
Ljósmyndir Mark eru flestar af fólki sem orðiö
hefur undir í hinu bandaríska þjóðfélagi og gefa
því innsýn í heim sem mörgum er hulinn.