Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
FIMMTUDAGUR 16. MAI 2002
Utlönd
DV
Jimmy Carter á Kúbu
Carter hvetur til þess að við-
skiptabanninu á Kúbu verði aflétt.
Viðskiptabannið
áfram gegn Kúbu
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst
vanþóknun sinni á hugmyndum
Jimmys Carters, fyrrum Banda-
ríkjaforseta, um að létta viöskipta-
banninu af Kúbu, þar sem það
myndi aðeins þjóna hagsmunum
stjórnvalda en ekki fólksins, en
þessi vilji Carters, sem nú er í sex
daga heimsókn á Kúbu, kom fram í
sjónvarpsávarpi hans til kúversku
þjóðarinnar í gær.
Að sögn Ari Fleischers, tals-
manns Hvíta hússins, er það stað-
föst stefna stjórnvalda að halda
viðskiptabanninu gegn Kúbu áfram.
Hann notaði þó tækifærið til að
hæla Carter fyrir að hvetja í
ávarpinu til aukins lýðræðis og
frjálsra kosninga á Kúbu.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum veröur háð á þeim sjálf-
_____um sem hér segir:_____
Dalvegur 16b, 0104, þingl. eig. Heild-
arnæring ehf., Reykjavík, gerðarbeið-
endur Frjálsi fjárfestingarbankinn
hf., Kópavogsbær, Prentsmiðjan Oddi
hf. og Sparisjóður Kópavogs, þriðju-
daginn 21. maí 2002, kl. 13.00.
Gullsmári 3, 0302, þingl. eig. Þóra
Björg Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. maí
2002, kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
Hollensku þingkosningarnar:
Ekkert lát á hægri
sveiflunni í Evrópu
Þriggja mánaða gamall flokkur
hægri öfgamannsins Pims Fortuyns,
sem skotinn var til bana fyrir tíu dög-
um, náði öðru sætinu i hollensku
þingkosningum í gær, fékk um 17%
fylgi og 26 þingsæti af 150 og gjörbylti
þar með pólitisku landslagi í Hollandi
þar sem vinstri- og miðflokkar hafa
farið með völdin í áratugi.
Verkamannaflokkur Wim Koks,
fyrrum forsætisráðherra, sem síðustu
áratugi hefur verið stærsti flokkur
landsins og setið í samsteypustjórn
með Frjálslynda flokknum, D66 og
Miðflokknum, WD, síðustu tvö kjör-
tímabil eða þar til ríkisstjórnin sagði
af sér í síðasta mánuði vegna friðar-
gæsluklúðursins í Bosníu, hlaut
mesta afhroð i sögu flokksins og tap-
aði um það bil helmingi fylgis síns frá
síðustu kosningum.
Flokkurinn náði þriðja sætinu,
fékk aðeins um 16% atkvæða og þar
með 23 þingsæti. Miðflokkurinn og
Frjálslyndi flokkurinn töpuðu einnig
nokkru fylgi, en Miðflokkurinn er nú
Sigurvegarínn Balenende
Jan Peter Balenende, leiðtogi
Kristilegra demókrata, er ótvíræður
sigurvegari kosninganna í Hollandi.
jafhstór Verkamannaflokknum með
23 þingsæti.
Ótviræður sigurvegari kosning-
anna er þó Jan Peter Balkenende, for-
maður Kristilega demókrataflokksins,
en hann bætti við sig verulegu fylgi,
fékk um 26% og 43 þingsæti. Stór sig-
ur þeirra kemur nokkuð á óvart þar
sem leiðtogi flokksins, hinn 44 ára
gamli Balkenende, þykir frekar þung-
ur á bárunni, en er aftur á móti lýst
sem mjög traustum og trúverðugum
stjórnmálamanni.
Aðspurður hvort hann muni bjóða
flokki Fortuyns til srjórnarsamstarfs
sagði hann skilaboð kjósenda augljós.
„Við eigum þó eftir að skoða stöðuna
betur og sjá hvaða kostir eru í henni,
en vilji fólksins er ljós," sagði
Balkenende.
Úrslit kosninganna eru nokkuð í
takt við það sem verið hefur að gerast
annars staðar i Evrópu siðasta árið og
má þar minna á nýlegar kosningar á
ítalíu, Danmörku, Portúgal, og nú síð-
ast í Frakklandi.
Edmund Joensen
kjörinn forseti
lögþings Færeyja
Edmund Joensen, fyrrum leiðtogi
Sambandsflokksins og fyrrum lög-
maður, var kjörinn forseti lögþings
Færeyja í gær, á fyrsta fundi þess
eftir kosningarnar í apríllok.
Greiða þurfti atkvæði þrisvar áð-
ur en Joensen var kosinn í embætt-
ið. Hann fékk sextán atkvæði. Að
sögn færeyska útvarpsins var það
formaður Jafnaðarflokksins sem
stakk upp á Joensen.
Atkvæðagreiðslan í lögþinginu í
gær þykir til marks um þá óvissu
sem ríkir í færeyskum stjórnmál-
um. Landstjórnin og srjórnarand-
stæðingar fengu jafnmarga þing-
menn i kosningunum og ítrekaðar
tilraunir Anfinns Kallsberg lög-
manns til myndunar meirihluta-
stjórnar hafa runnið út í sandinn.
FJOLSKYLDU-OO
HÚSDÝRAGARÐUMNN
Við erum búin að opna
Fjölskyldugarðinn
og taka tækin út.
Nýir klessubátar á tjörninni.
Hestateyming alla virka daga
frákl. 14.00 til 14.30 og
Cocoa Puffs lestin verður
í áætlunarferðum alla daga
frá 11.00 til 17.00
Opið 10.00 tiM 8.00
Verið velkomin
Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
REUTERSMYND
Kofi Annan á Kýpur
Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er nú staddur á
Kýpur þar sem hann reynir að miðla málum milli þjóðarbrota Tyrkja og
Grikkja sem eldað hafa grátt silfur síðustu áratugina. Myndin hér að ofan er
tekin þegar hann hitti leiðtoga þjóðarbrotanna, þá Glafcos Cleride, leiðtoga
Kýpur-Grikkja, til vinstri, og Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja til hægri, á
Bush var sagt f rá
flugránsáformum
George W. Bush
Bandaríkjaforseta var
sagt frá þvl nokkrum
mánuðum fyrir 11. sept-
ember að hryðjuverka-
samtok Osama bin
Ladens kynnu að ræna
bandarískri farþegavél.
Að sögn talsmanns Hvíta
hússins voru stomanir al-
rfkisins varaðar við en
almenningur ekki.
Ari Fleischer, talsmað-
ur forsetans, sagði að Bush hefði
fengið upplýsingar frá bandarísku
leyniþjónustunni síðastliðið sumar
en hann hefði ekki fengið neinar
upplýsingar sem bentu til að
hryðjuverkamennirnir  ætluðu  að
George W.
Varaður
fljúga farþegavélum á
World Trade Center í New
York og landvarnaráðu-
neytið í Washington.
„Ég held að óhætt sé að
segja að enginn hafi séð
þann möguleika fyrir,"
sagði Ari Fleischer.
Vangaveltur hafa verið
uppi að undanförnu hvort
bandarísk yfirvöld hafi
brugðist með því að átta sig
ekki á þeim viðvörunum
sem höfðu verið gefhar um hugsan-
lega árás hryðjuverkamanna. Blað-
ið New York Times sagði frá því að
starfsmaður FBI hefði varað yfir-
menn sína við því að bin Laden
kynni að senda flugnema vestur.
Stuttar fréttir
Hægrimenn með forystu
Jacques Chirac,
sem nýlega var end-
urkjörinn Frakk-
landsforseti, og
hægrimenn munu
sigra í þingkosning-
unum í næsta mán-
uði, ef marka má
nýja skoðanakönn-
un. Hægrimenn fá samkvæmt henni
41 prósent atkvæða en vinstriflokk-
arnir aðeins 39 prósent.
Ekki þjóöaratkvæöi
Grænlenska þingið hefur fellt til-
lögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um
stöðu Grænlands innan danska
ríkjasambandsins. Flokkurinn Inuit
Ataqatigiit lagði til að kjósendur
yrðu spurðir hvort þeir vildu sjálf-
stæði, lausara samband við Dan-
mörku eða núverandi skipan.
Akærður fyrir sjö morð
Breska lögreglan hefur ákært
asiskan mann fyrir sjö morð vegna
íkveikju þar sem sjö manna fjöl-
skylda brann til bana í bænum
Huddersfield. Ellefu aðrir eru í
haldi lögreglu vegna málsins.
Samið í málmiðnaði
Þýska verkalýðsfélagið IG Metall
og vinnuveitendur komust í gær áð
samkomulagi um nýjan samning í
Baden-Wúrttemberg þar sem starfs-
menn í málmiðnaði höfðu verið i
verkfalli í tíu vikur.
írak efst á blaði vestra
Paul Wolfowitz,
aðstoðarutanríkis-
ráðherra Banda-
rikjanna, sagði í
gær að undirbún-
ingur fyrir að
steypa Saddam
Hussein íraksfor-
seta af stóli væri
efst á blaði ráðamanna vestra, enda
þótt þeir ættu fullt í fangi með deilu
ísraela og Palestinumanna.
Sendur í geðrannsókn
Dómari í Maryland ákvað í gær
að 26 ára maður sem viðurkenndi
að hafa skotið og sært kaþólskan
prest, sem hann sagði hafa misnot-
að sig, skyldi sitja í gæsluvarðhaldi
þar til niðurstöður geðrannsóknar
lægju fyrir.
Annan lofar Sierra Leone
Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna,
bar i gær lof á íbúa
Sierra Leone sem
flykktust á kjörstaði
til að kjósa sér nýja
srjórn. Forseti lands-
ins, Ahmad Tejan
Kabbah, sem er þakkað fyrir að fá
sveitir SÞ til að binda enda á illvígt
borgarastrið, tók afgerandi forystu í
gær.
Gerum okkar besta
Forsætisráðherra Japans sagði í
morgun að japanskir diplómatar
gerðu það sem þeir gætu til að fá
fimm norður-kóreska flóttamenn í
haldi Kínverja afhenta.
Dularfullur sjúkdómur
Átján breskir starfsmenn herspít-
ala í Afganistan hafa veikst af
óþekktum sjúkdómi, að því er yfir-
maður breska heraflans í Afganist-
an greindi frá í gær. Tveir menn
eru alvarlega sjúkir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32