Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 16. MAI 2002
11
I>V
Utlönd
Arafat boðar kosningar í ávarpi í palestínska þjóðþinginu:
Sammála Ariel Sharon um
I að uppstokkunar sé þörf
ísraelskar skriðdrekasveitir réðust
í morgun til atlögu í tveimur hverfum
í bænum Ramallah á Vesturbakkan-
um, að eigin sögn til þess að hafa
hendur I hári meintra hryðjuverka-
manna. Að sögn palestínskra stjórn-
valda i Ramallah, var einn palestínsk-
ur öryggisvörður skotinn til bana í
innrásinni, auk þess sem að minnsta
kosti fjórir voru handteknir.
Þá bárust fréttir af innrás í þorpið
Tallousa í nágrenni Nablus og munu
ísraelskar hersveitir hafa gengið þar
hús úr húsi í leit að meintum hryðju-
verkamönnum. Að sögn sjónarvotta
munu að minnsta kosti tólf liðsmenn
palestínskra öfgasamtaka hafa verið
handteknir í þorpinu.
Að sögn talsmanna hersins verður
slíkum skyndiaðgerðum haldið áfram
á meðan minnsti grunur er á hugsan-
legum hryðjuverkum.
Ariel Sharon, sem varð undir í at-
kvæðagreiðu á miðstjórnarfundi
Likud-bandalagsins um helgina, þar
Arafat ávarpar þjóöþingiö
Arafat ávarpaói palestínska þjóðþingið ígær, í fyrsta skipti síðan hann varð
laus úr fimm mánaða gíslingu ísraelsmanna í Ramallah.
sem meirihluti miðstjórnarinnar
greiddi atvæði gegn stofnun palest-
ínsks ríkis, sagði í sjónvarpsviðtali í
gær að hann væri nokkuð viss um að
stofnun Palestínuríkis yrði að veru-
leika. Hann sagði þó ekki rétta tím-
ann til að ræða það nánar og bætti við
að fyrst yrði ofbeldinu að linna og
gagnger uppstokkun að fara fram hjá
palestínskum stjórnvöldum.
Sjálfur hefur Arafat, leiðtogi Paest-
ínumanna, viðurkennt að uppstokk-
unar sé þörf og lofað að boðað verði til
kosninga fyrr en seinna. Þetta kom
fram í ávarpi Arafats í palestínska
þinginu í Ramallah í gær, en þá
ávarpaði hann þingið í fyrsta skipti
síðan hann varð laus úr gíslingu ísra-
lesmanna.
Arafat sem verið hefur undir auk-
inni pressu bæði heúnafyrir og er-
lendis sagði einnig að algjör aðskiln-
aður dóms- og framkvæmdavalds
væri í bígerð, en sagði að sú aðgerð
tæki tíma.
Indverjar íhuga að svara
fyrir stórárásina í Kasmír
Æðstu embættismerm öryggis-
mála á Indlandi komu saman til
fundar í morgun til að ræða áform
um að svara fyrir mannskæða árás
í Kasmír á dögunum þar sem 34
féllu, aðallega eiginkonur og börn
hermanna. Indversk stjórnvöld hafa
kennt íslömskum harðlínumönnum,
með aðsetur í Pakistan, um árásina.
Innanríkisráðherra Indlands og
landvarnaráðherra voru í forsæti
fundarins sem ber upp á sama tíma
og Bandaríkjamenn þrýsta mjög á
Indverja og Pakistana að reyna að
komast hjá allsherjarstríði. Löndin
ráða bæði yfir kjarnorkuvopnum.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hringdi í Atal Behari Vajpayee,
forsætisráðherra Indlands, í gær og
fordæmdi árásina á þriðjudag. Colin
Powell utanríkisráðherra hringdi
aftur á móti í Pervez Musharraf,
forseta Pakistans, til að reyna að
draga úr spennu milli landanna.
REUTERSMYND
David Duncan
Vitnar gegn gamla fyrirtækinu sínu,
Arthur Andersen, og fær vægari
dóm fyrir vikið.
Höfuðvitni játaði
sekt sína vegna
ótta og þrýstings
David Duncan, höfuðvitni ákæru-
valdsins, í réttarhöldunum yfir end-
urskoðunarfyrirtækinu Arthur
Andersen vegna hindrana á fram-
gangi réttvísinnar, sagði fyrir rétti i
gær að þrýstingur, ótti við rann-
sókn og túlkun yfirvalda á lögum
hefðu valdið því að hann játaði á sig
glæp.
David Duncan var háttsettur inn-
an endurskoðunarfyrirtækisins sem
fór yfir reikninga orkusölufyrirtæk-
isins Enron sem varð gjaldþrota í
desember sl. Duncan var rekinn frá
Arthur Andersen eftir að upp komst
ólöglegt athæfi fyrirtækisins. Fyrir
vitnisburð sinn fær Duncan vægari
dóm en hann hefði ella fengið.
Spáð í trúlofun
Friðriks krónprins
Hávær orðrómur er um það í
Danmörku um þessar mundir að
Friðrik krónprins muni innan
skamms opinbera trúlofun sína með
þrítugri ástralskri stúlku, Mary
Donaldson. Dönsku blöðin birtu
mörg hver í morgun mynd af skötu-
hjúunum í jeppa prinsins og mun
það vera fyrsta myndin af þeim
saman á danskri grundu.
REUTERSMYND
Sveittir ferðamenn í Aþenu
Heitt hefur verið í veðri í Aþenu, höfuðborg Grikklands, síðustu daga. Hitinn
fór í 26 gráður ígær og á eftir að hækka næstu daga. Ferðamenn hafa því
þurft að skýla sér fyrir heitum sólargeislunum eftir mætti, eins og þessi
kona sem var á vappi á Akrópólishæð, með slæðu um höfuðið.
Colin Powell vill
verulega stækkun
Colin Powell, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
stjórnvöld í Washington vildu all-
verulega stækkun NATO, eins og
hann orðaði það á fundi í Reykjavík
með utanríkisráðherrum tíu landa
sem hafa óskað eftir inngöngu.
Reiknað er með að sjö ríkjum
verði boðin innganga í NATO á
fundi þess sem haldinn verður í
Prag í Tékklandi í haust.
„Hann sagði okkur að stækkunin
ætti að vera allveruleg, án þess þó
að segja hvað það þýddi í tölum,"
sagði austur-evrópskur stjórnarer-
indreki við fréttamann Reuters á
NATO-fundinum. „En skilaboðin
voru skýr."
ígor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði á þriðjudag að
Rússar væru enn andvígir stækkun
NATO. Að öðru leyti fór vel á með
honum og ráðherrum NATO.
DV-MYND ÞOK
Colin Powell
Bandaríski utanríkisráðherrann ræddi
við austur-evrópska kollega ígær.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32