Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
FTMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002
Tilvera
I>V
1 í f i ft
Norðlenskt
handverk
Opnuð verður sýning á list- og
handverki í Ketilhúsinu á
Akureyri í kvöld kl. 20. Þar
getur að líta fjölbreytt verk m.a.
skraut og nytjamuni úr hinum
ýmsu efnum. Sýningin verður
opin alla hvítasunnuhelgina og
fram til 20. maí á mUli kl. 13-18.
Aðgangur er ókeypis.
• Krár
¦ Buff á Vídalín
Súperbandið Buff veröur á Vídalín í kvöld og
er hægt að treysta á firnagóða skemmtun.
• Listir
¦ Glœsileg tangósvning
Cenizas de tango er glæsileg tangósýning
beint frá Argentínu. Tólf dansarar taka þátt
í sýningunni en þeir skipa danshópinn El
Escote. Sýnd í islensku óperunni kl. 20.30.
¦ Leikrit í Banka
Örleikverkiö Norrænt samstarf verður sýnt í
Landsbankanum við Austurstræti kl. 17.05.
Verkið er eftir Kristján Þórö Hrafnsson og
Guðlaug Valgarðsson
• Klassík
¦ Lifandi tónlist á Kiarvalstöoum
Kl. 12.30 flytja Marta Gu&rún Halldðrsdótt-
ir sópransöngkona og Örn Magnússon pí-
anóleikari verkið Appartlon eftir bandaríska
skáldið George Crumb í Listasafni Reykja-
vikur a Kjarvalstöðum.
¦ Raddir þjó&ar
Kl. 12 bjóða tónlistarmennirnir Sigur&ur
Flosason og Pétur Grétarsson upp á tðn-
listardagskrá þar sem tónlistararfur ís-
lensku þjóöarinnar er tekinn til skoöunar á
nýstárlegan hátt. Tónleikarnir eru I Llsta-
safni Reykjavíkur Hafnarhúsi.
¦ Tríó Cracovia í Salnum
Tríó Cracovia er með tónleika í Salnum í
Kópavogi í kvöld. Gleðin hefst upp úr kl.20.
• Böll
¦ Tangóball í Hafnarhúslnu
Það verður dansaður tangð frá kl. 22 T
Listasafni  Reykjavíkur,  Hafnarhúsinu,  í
kvöld. Suöræn sveifla með gítarspili og öllu
tilheyrandi.
• Sveitin
¦ KK í Reykjanesbæ
Hinn þjóðþekkti tónlistarmaöur KK verður
með tónleika á Kaffi Duus i Reykjanesbæ í
kvöld. Þar mun hann flytja mörg af sínum
þekktustu lögum í bland viö aðra góða
• Leikhús
¦ Pansandi Salka Valka
Salka Valka verður sýnd í Borgarleikhúsinu
kl. 20. Dansarar eru úr islenska dans-
flokknum en miöaverð er 2400 kr.
¦ Veislan
í kvöld sýnir Þjó&leikhúsl& leikgerð af Velsl-
unnl eftir Bo hr. Hanssen. Sýnt er á Smí&a-
verkstæ&inu og hefst sýningin kl. 20.
¦ Sellofon
Hafnarf]arðarleikhúsi& sýnir í kvöld einleik
eftir BJörk Jakobsdóttur a& nafni Sellöfon.
Sýningin hefst kl. 21 en leikstjóri er Ágústa
Skúladóttir.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikrit með langan titil:
Ástarsaga úr engri veröld
eftir rúmenskan höfund
í kvöld, fimmtudagskvöld, frum-
sýnir Leikfélag Akureyrar leikritið
„Saga af pandabirni, sögð af saxó-
fónleikara sem á kærustu í Frank-
furt". Verkið verður jafnframt sýnt
á föstudags- og laugardagskvöld.
„Ég velti fyrir mér hvort ekki væri
hægt að fá leyfi höfundarins eða
rétthafa til þess að finna verkinu
nýjan titil annan en þennan ofur-
langa, en féll frá þvi. Af anda og inn-
taki verksins má greina að titillinn
sé höfundinum býsna kær," sagði
Sigurður Hróarsson leikshússtjóri í
samtali við DV um leikritið. Sem
hann einmitt bæði þýddi og leik-
stýrir. Þetta er jafnframt svanasöng-
ur hans hjá leikfélaginu þar sem
hann er nú að láta af störfum eftir
þrjú ár í þessari síðustu lotu.
Vel skrifuö ástarsaga
Þetta leikrit er hið fyrsta sem Sig-
urður leikstýrir, enda þótt hann sé
þaulvanur leikhúsmaður og hafi
starfað á þeim vettvangi um ára-
langt skeið. Verkið er eftir rúm-
Leikstjórinn og leikarahjónin
Lengst til vinstrí á þessarí mynd er Sigurður Hróarsson leikhússtjórí en
svo leikarahjónin Þorsteinn Bachmann og Laufey Brá Jónsdóttir. Verkiö
hefur heimspekilega dýpt og vekur spurningar meöal áhorfenda. Er í öllu
falli ótrúlega vel skrifaö leikrit, segir Þorsteinn.
Af sviöinu
„Þetta leikrit sem viö erum nú með á fjölunum er
gullfalleg ástarsaga, vel skrifuð ogjafnframt áleit-
in, * segir leikstjórínn Sigurður Hróarsson.
enska höfundinn Matéi Visneiec, en
hann býr nú í Paris. Þar í borg sett-
ist hann að árið 1987 eða tveimur
árum fyrir byltinguna sem gerð var
í heimalandi hans. Fyrir tíma henn-
ar var hann á svörtum lista stjórn-
ar Ceausescus og var því ekki vært
í Búlgaríu. í Frakklandi blómstrar
Visneiec hins vegar, að sögn Sigurð-
ar Hróarssonar, og er afar framsæk-
inn höfundur.
„Þetta leikrit sem við erum nú
með á fjölunum er gullfalleg ástar-
saga, vel skrifuð og jafnframt áleit-
in. Og umhverfið sem það gerist í á
sér kannski ekki neina beina sam-
svörun í neinni veröld. Það gerist á
eins konar brú milli heima," segir
Sigurður. Hann segir jafnframt að
verkið sé óvenjulegt að efnistökum
og efnisuppbyggingu. Óráðið og
opið  og  veki  meðal  áhorfenda
spurningar sem liggi til
allraátta.
Laufey og Þor-
steinn
Leikritið „Saga af
pandabirni, sögð af saxó-
fónleikara sem á kærustu
í Frankfurt" var skrifað
árið 1994. Hefur það á síð-
ustu árum verið fært upp
allvíða og fengið góða
dóma gagnrýnenda og
áhorfenda. Leikarar í
þessari uppfærslu Leikfé-
lags Akureyrar á þessum
leikriti eru hjónin Laufey
Brá Jónsdóttir og Þor-
steinn Bachmann, en
hann tekur einmitt við
starfi leikhússtjóra LA nú
á haustdógum. Sigurður
Hróarsson segir þau
standa sig vel í þeim hlut-
verkum og það meini
hann alveg frá hjartanu.
Jafnvel þótt skylda sín sé
að lofa leikaralið sitt.
En hvað segja leikar-
arnir sjálfir? „Mér finnst
Sigurður vera afburða-
góður leikstjóri og það er
lærdómsríkt að starfa
með honum," segir Þor-
steinn Bachmann og hætir við að
verkið hafi heimspekilega dýpt sem
þannig veki spurningar meðal áhorf-
enda. Þetta sé í öllu falli ótrúlega vel
skrifað leikrit.
Þorsteinn Bachmann tekur form-
lega við starfi leikhússtjóra þann 1.
september á hausti komanda. Hann
segir enn of snemmt að greina frá því
hverjar áherslurnar í starii sínu
verði, en í öllu falli sé verkefnið sem
sín bíði spennandi. Það sé þó ætlun
sín að færa á fjalirnar leikrit og segja
þá hluti sem hreyfi við áhorfendum.
Að öðru leyti kveðst Þorsteinn munu
kappkosta að hafa efhisskrána fjöl-
breytta þannig að enginn telji sig af-
skiptan hjá Leikfélagi Akureyrar,
hvorki þeir mllorðnu né þeir sem
yngri eru.                 -sbs
Bíógagnrýni
Sambíóin - The Majestic: irici.
Aftur til fortíðar
í The Majestic leikur Jim Carrey
handritshöfundinn Peter Appleton
sem er á barmi heimsfrægðar;
nýjasta myndin hans er í bíó, hann
á ljóshærða kærustu og er á föstum
samningi hjá kvikmyndaveri. Þetta
er sjötti áratugurinn og kommún-
istaveiðar í fullum gangi, ekki
minnst í þeirri syndum spilltu borg
Hollywood. Peter hafði einu sinni
farið á sellufund til að ganga í aug-
un á stelpu og hann er kallaður til
yfirheyrslu. Þótt hann sé allur af
vilja gerður að koma upp um allt og
alla til að hvitþvo sjálfan sig er
hann rekinn úr vinnunni, hætt er
við nýjustu myndina hans og
kærastan segir honum upp.
Peter bregst karlmannlega við.
Hann dettur í það og ekur bílnum út
af brú og ofan í á. Hann vaknar
minnislaus næsta dag á strönd sem
hann þekkir ekki.
íbúar í nærliggjandi smábæ eru
hins vegar ekki í vafa um hver
hann er - hann heitir Luke Trimble,
einn af 62 sonum bæjarins sem
börðust í heimsstyrjöldinni síðari
og sneru ekki aftur. Lík Lukes hafði
aldrei fundist og bæjarbúar taka
honum opnum örmum. Luke þessi
var hlýr maður og vænn og óllum
þótti ofurvænt um hann og Peter
minnislausi verður að sjálfsögðu
betri maður í lífi Luke, hann finnur
hjarta sitt og heiðarleika og kemst
að því að hin gömlu gildi um rétt-
læti, bræðralag og náungakærleika
Yfirheyröur af kommúnistaveiðurum
Jim Carrey í hlutverki handritshöfundaríns Peters Appletons.
rista dýpra en óskir um skjótfeng-
inn frama og vasa fulla af pening-
um. En ekki trúa allir á upprisu
Luke og einhvers staðar eru and-
kommúnistar að leita dyrum og
dyngjum aö Peter Appleton.
The Majestic hefði hæglega getað
verið gerð fyrir fimmtíu árum og þá
hefði kannski Frank Capra setið í
leikstjórastólnum og James Stewart
leikið Peter/Luke. Darabont sýnir
okkur smábæjarheim sem varla hef-
ur nokkurn tima verið til. Allir eru
vinir, treysta hver öðrum og hjálpa
orðalaust.
Gagnvart þessum heimi verður
yfirborðskennt glanslif Hollywood
innantómt og ómerkilegt. Að sjálf-
sögðu gerir Peter/Luke sér grein
fyrir þessum mun í lokin og stend-
ur með hinum gömlu gildum í
væmnu atriði sem gengur skrefi of
langt.
Darabont hefur áður leikstýrt
myndunum The Shawshank
Redemption og The Green Mile sem
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
daðra líka við væmni en handritin
þar eru þó þéttari en hér og standa
betur undir tilfinningarikum loka-
atriðum. En leikurinn í Majestic er
óaðfinnanlegur. Carrey geiflar sig
aldrei og gerir ekkert til að sníkja
fliss og það kemur í ljós að hann er
sannfærandi dramatískur leikari.
Holden, sem leikur kærustuna, er
eins og klippt út úr kvikmynda-
heimi sjötta áratugarins og ég er
viss um að Hitchcock hefði elskað
hana, myndarleg og ljóshærð sem
hún er, og ágætisleikkona líka.
The Majestic er rómantísk mynd
um mann sem kemst óvænt að því
að hann er betri en hann hélt um
leið og hann verður ástfanginn af
góðri stúlku og heilum smábæ af
fólki sem elskar sitt föðurland af
ástríðu. Sem útlendingi finnst
manni dálítið nóg um föðurlands-
ástina en ef til vill er þetta nákvæm-
lega það sem amerískir biógestir
hafa þörf fyrir eftir 11. september.
The Majestic minnir okkiu- á aö þótt
kommagrýlan sé dauð er önnur
komin í staðinn og aðrir þjóðfélags-
hópar ofsóttir eins og vinstri sinn-
aðir voru fyrir 50 árum.
Leikstjórl: Frank Darabont. Handrit:
Michael Sloane. Kvlkmyndataka: David
Tattersall. Tónllst: Mark Isham. Aðalleik-
arar: Jim Carrey, Martin Landau, Laurie
Holden, David Ogden Stiers, Jeffrey
DeMunn, Hal Holbrook, James Whitmore
o.fl.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32