Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002
29
Sport
Keflavík
10. Þóf A
DV-Sport telur nú dagana þar
til Símadeildin hefst 20. maí
næstkomandi. Fram að því
munum við birta spá blaða-
manna DV-Sports um loka-
stöðuna í haust og í dag er
komið að 2. sætinu.
Heimavöllvir: Akranesvöllur.
Tekur 5000 manns. 570 í sætum í
stúku og stæði á grasbökkum.
íslandsmeistaratitlar:
18  (1951,  1953,  1954,
1957-58, 1960,  1970,
1974-75,    1977,
1983,     1984,
1992-96, 2001).
Bikarmeistaratitlar: 8 (1978, 1982-84,
1986, 1993, 1996, 2000).
Stærsti sigur i tiu lióa efstu deild:
10-1 gegn Víkingi 1993,
Stœrsta tap í tiu liða efstu clcild: 1-5
gegn Val 1992, 0-4 gegn Fram 1988 og
gegn KR 1997.
Flestir leikir i efstu deild: Guðjón
Þórðarson 212, Árni Sveinsson 203, Jón
Alfreðsson 191.
Flest mörk í efstu deild: Matthías
Hallgrímsson 77, Ríkharður Jónsson 68,
Haraldur Ingólfsson 55.
Árangur i efstu deild: 692 leikir, 370
sigrar, 133 jafntefli, 189 töp. Markatala:
1366-B64.
Skagamenn lenda í ööru sætinu:
Sama sigur-
uppskriftin?
DV-Sport bíður spennt eftir að ís-
landsmótið í knattspyrnu hefjist að
nýju og mun í næstu þremur tölublöð-
um telja niður fram að móti. Blaða-
menn DV-Sports hafa spáð og spekúler-
að í styrkleika og veikleika liðanna og
út úr þeim rannsóknum hefur verið
búin til spá DV-Sports fyrir sumarið.
Fram að móti mun-
um við birta hana, eitt
lið bætist við á hverjum
degi. Við hófum leikinn
á botnsætinu og endum
síðan á því að kynna
það lið sem við teljum
að muni tróna á toppi
Símadeildar karla þeg-
ar flautað verður til
leiksloka í haust.
Við metum nokkra
þætti hjá hverju liði og gefum einkunn
á bilinu 1 til 6 eins og sjá má sem hlið
á teningi hér á síðunni.
Skagamenn komu öllum á óvart síð-
asta sumar og unnu íslandsmeistaratit-
ilinn 118. sinn á 50 ára afmæli þess að
þeir urðu fyrsta landsbyggðarliðið til
að vinna titilinn 1951. Þessi titill sker
sig þó nokkuð frá hinum enda voru
það fáir sem spáðu Skagamönnum í
meistarabaráttuna í fyrra.
Skagamenn endurskipulögðu knatt-
spyrnudeildina, rifu sig upp úr slæmri
fjárhagsstöðu af mikilli skynsemi og
samheldni og lögðu linurnar um leið
fyrir mörg félög sem fyígt hafa þeirra
fordæmi.
Nú er aftur á móti annað hljóð í
Síðustu átta ár:	
1994:  .	
1995:  .	
1996:  .	
1997:  .	
1998:  .	
1999:  .	
2000:  .	.. 5. sæti í úrvdeild
2001:  .	.. 1. sæti í úrvdeild
strokknum. Skagamenn mæta núna
sem meistarar, með allri þeirri pressu
sem því fylgir, og þar sem liðið hefur
frekar veikst heldur en hitt er ljóst að
það gæti orðið erfitt fyrir það að fylgja
eftir sigrum síðasta sumars.
Vissulega er pressa á liðinu nú og
krafa er til staðar um að fylgja eftir ís-
landsmeistaratitli frá
2001 og bikarmeist-
aratitli frá 2000 en það
er ekki eins og Skaga-
menn hafi tjaldað til
einnar nætur í fyrra.
Ungu strákarnir eru
einu ári eldri og bítast
af enn meiri krafti um
hvert laust sæti og þar
er af nógu að taka.
Tveir af bestu leik-
mönnum islandsmótsins í fyrra, Gunn-
laugur Jónsson og Hjörtur Hjartarson,
eru enn í lykOhlutverkum og við
stjórnvölinn er sem fyrr Ólafur Þórðar-
son, drifinn áfram að þvílíkum sigur-
vilja og eldmóði sem duga myndi heilu
byggðarlagi.
Það sem skapar þó mesta óvissuna í
kringum liðið eru þau meiðsli sem
Ólafur Þórðarson hefur þurft að glíma
við hjá sínum leikmönnum að undan-
förnu. Verði Skagamenn lengi án
sterkra leikmanna gætu þeir misst af
lestinni í upphafi móts en þrátt fyrir
fjarveru þessara lykilmanna í upphafi
tímabils má aldrei afskrifa Skaga-
menn. Það sýndu þeir og sönnuðu síð-
asta sumar.             -ósk/ÓÓJ
Hvað segja Skagamenn um spá DV-Sports
„Ég er hissa á því hvað okkur er spáð ofarlega miðað við það að við hófum
misst nokkra leikmenn frá því i fyrra og tveir af lykilmönnum okkar eiga í
langtímameiðslum. Ég er með ungt lið sem stóð sig vel í fyrra en menn gera
sér grein fyrir því að það getur brugðið til beggja vona. Ég tel hins vegar að við
séum með það sterkt lið að við eigum að geta verið að berjast á toppnum. Mótið
verður mjög jafht og menn verða að mæta í hvern einasta leik eins og hann sé
þeirra síðasti. Það verður okkar vopn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA.
Markíð
Ólafur Þór Gunnarsson
+ átti stórgott tímabil í fyrra
og er einn af betri
markvörðum landsins.
Stór, sterkur og mjög góður á milli
stanganna. Ágætur í teignum og talar
vel auk þess að vera mikill vitabani.
Ólafur er mikill keppnismaður.
___   Ólafur Þór á það til að
missa einbeitinguna og
gera slæm mistök. Hann er stundum
klaufskur þegar hann er
með boltann á tánum.
ðá
Vörnin
Gunnlaugur Jónsson er
+   sterkur í loftinu,  mikill
karakter   og   grimmur.
Hann og Reynir ná mjög
vel  saman  i  miðju  varnarinnar.
Bakverðirnir eru sterkir í sókninni.
— Bakveróirnir eru ungir og
ekki eiginlegir bakverðir
heldur miðjumenn að upplagi. Það
kemur lítið spil frá miðvörðunum
tveimur. Reynir getur látið skapið
hlaupa með sig í gönur og
missir þá stundum
einbeitinguna.
Símadeild karla í sumar:
Gengi IA i vor
Deildabikarinn:
15. febrúar.........Reykjaneshöll
ÍA-Fylkir ...............2-0
Hálfdán Gíslason, Garðar Gunnlaugs-
son.
24. febrúar.........Reykjaneshöll
lA-FH  ..................2-3
Baldur Aðalsteinsson, sjálfsmark.
2. mars...........ReykjaneshöH
ÍA-Þór A.................3-2
Hjörtur Hjartarson 2, Guðjón Sveins-
son.
17. mars ..........Reykjaneshöll
lA-KR  ..................1-2
Hjörtur Hjartarson.
6. aprfl................Ásvellir
ÍA-Breiðablik  ............1-2
Grétar Rafn Steinsson.
9. apríl  ...........Víkingsvöllur
ÍA-Víkingur..............1-0
Reynir Leósson.
14. apríl .... Gervigras i Laugardal
ÍA-Stjarnan..............3-1
Hjörtur Hjartarson 2, Garðar Gunn-
laugsson.
8-lioa úrslit
25. apríl .... Gervigras í Laugardal
ÍA-KA ..................1-0
Hjórtur Hjartarson.
Undanúrslit
2. mai ................Egilshöll
ÍA-Fylkir................1-2
Ellert Jón Björnsson.
Skagamenn spiluðu níu leiki í
deildabikarnum, unnu flmm og töp-
uðu fjórum.
Skagamenn skoruðu 15 mörk. Hjört-
ur skoraði sex, Garðar 2, Grétar 1,
Guðjón 1, Reynir 1, EUert Jón 1, Bald-
ur 1, Hálfdán 1 og eitt sjálfsmark.
Leikmanna-
Hópurinn
Markverðir:
12. Ólafur Þór Gunnarsson . . 25 ára
30. Páll Gísli Jónsson  ......19 ára
Varnarmenn:
1. Þorsteinn Gíslason.......18 ára
3. Andri Karvelsson  .......23 ára
4. Gunnlaugur Jónsson.....27 ára
6. Reynir Leósson .........22 ára
17. Sturlaugur Haraldsson ... 29 ára
20. Kristján Hagalín Guðjónsson 18 ára
22. Hjálmur Dór Hjálmsson .. 20 ára
24. Lúðvík Gunnarsson .....21 árs
25. Stefán Þórðarson.......29 ára
Miðiumenn:
2. Jón Þór Hauksson.......24 ára
5. Ellert Jón Björnsson.....20 ára
7. Baldur Aðalsteinsson.....22 ára
8. Pálmi Haraldsson  .......27 ára
11. Kári Steinn Reynisson ... 28 ára
14. Jóhannes Gíslason......20 ára
15. Ólafur Þðrðarson....... 37 ára
16. Grétar Rafn Steinsson ... 20 ára
18. Guðjón Heiðar Sveinsson . 22 ára
23. Sturla Guðlaugsson.....25 ára
28. Helgi Valur Kristinsson .. 19 ára
Sóknarmenn:
9. Hjörtur Hjartarson  ......27 ára
10. Hálfdán Gíslason.......23 ára
21. Garðar B. Gunnlaugsson  . 21 árs
Þiálfari:
Ólafur Þórðarson..........37 ára
Farnir: Haraldur Hinriksson hættur,
Sigurður Þór Sigursteinsson hættur
og Unnar Valgeirsson hættur.
Komnir: Lúðvík Gunnarsson frá
Skallagrími, Stefán Þórðarson frá Val.
Míðjan
Grétar  Rafn  Steinsson
átti frábært tímabil í fyrra
_j_ og skorar mjög mfkið mið-
• að við aðra miðjumenn. Ell-
ert Jón Björnsson og Baldur
Aðalsteinsson eru leiknir og fljótir og
Kári Steinn Reynisson er duglegur og
reynslumikill. Líklegt er að Olafur
Þórðarson með allan sinn karakter
spili með.
Ólafur hefur ekkert spilað
með liðinu í vor og því
kannski  ekki  í
leikæfmgu. Pálmi, sem var,
lykilmaður  í  fyrra,  er
meiddur.

Sóknín
Hjörtur Hjartarson var
-j-   óstöðvandi í fyrra. Hann er
snöggur á fyrstu metrun-
um, ótrúlega þefvís á færi
inni í teignum og fylginn sér. Garðar
Gunnlaugsson er mikið efni og Hálf-
dán er stór og sterkur.
__ Hvaö gerist ef Hjörtur
meiðist? Skagamenn virð-
ast vera mjög háöir honum
og erfitt að sjá hver á að taka við af
honum ef hans nýtur
ekki við.
_fcj
Bekkurinn
Ungir og uppaldir strákar
sem hafa staðið sig vel í
-f-   yngri  flokkunum.  Stur-
íaugur gæti hjálpað til ef
hann verður i lagi.
Ungu  strákarnir  hafa
—   margir hverjir ekki mikla
reynslu. Bekkurinn hefur
þynnst mikið frá því í fyrra með
brotthvarfi leikmanna eins og Har-
alds Hinrikssonar og Sigurðar Sigur-
steinssonar.
jL
Þjálfarinn
+
Ólafur Þórðarson hefur
náð frábærum árangri
sem þjálfari. Hann er
gífurlegur karakter og
hefur náð að smita leikmenn sína af
honum. Hefur gífurlegan metnað og
sigurvilja og er vel menntaður. Hefur
verið duglegur við að gefa ungu
strákunum tækifæri og hefur tekist
að eQa sjálfstraust þeirra.
___   Ólafur    er    mikill
keppnismaður og á þaö til
að skamma leikmenn sina
ótæpilega sem getur stundum haft
neikvæð áhrif. Gæti átt i erfiðleikum
meö að stjórna liðinu ef hann fer að
spila á ný.
ÍW
Að auki
Skagamenn hafa gífurlega
-L.   ríka knattspyrnuhefð. Þeir
hafa framleitt góða knatt-
spyrnumenn á færibandi
undanfarin ár og það hefur gert liðiö
sigursælasta liði Islands undanfarin
tíu ár. Liðið gekk í gegnum fjárhags-
legar þrengingar fyrir tæpum tveim-
ur árum en komst út úr þeim, þökk
sé skilningsríkum lánardrottnum og
samstöðu  leikmanna.  Liðið  fór
kannski fram úr sjálfu sér með því að
vera Islandsmeistari i fyrra en liðs-
andinn bar liðið langt og gerir það ör-
ugglega í ár.
Það eru litlir peningar til
á Skaganum þannig að
menn geta ekki keypt sig
út úr vandræðum. Það hlýtur að vera
meiri pressa á liðinu nú heldur en í
fyrra því það hefur titil að verja og
kröfuharöir Skagamenn vilja ekkert
annað en góðan árang-
ur
&
-stig: 29
u.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32