Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						iilLL iL'iáJjJá 'JUD'J Si J-JJzJjjJj
J JaJJJJJdJJ^liiJ
Ríkiö áhugalaust um kaup á Hrauni í Öxnadal:
Óðal Jónasar til sölu á
12-17 milljónir króna
Hraun í Öxnadal hefur verið til
sölu í nokkur misseri án þess að
kaupandi hafi fengist. Landeigend-
ur buðu nýverið sveitarfélaginu
Hörgárbyggð jörðina til kaups en
fram til þess tíma höfðu þeir lagt
höfuðáherslu á að ríkið keypti jórð-
ina. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar
kom saman í gærkvöld til að ræða
málið en hafnaði kaupunum. Oddur
Gunnarsson, oddviti Hörgárbyggð-
ar, segir aö hreppurinn hafi varla
bolmagn til að kaupa en sveitar-
stjórn hafi hins vegar lagt til að eig-
endur sendu erindi til Héraðsnefnd-
ar Eyjafjarðar og fleiri aðila sem
—  gætu sinnt erindinu sameiginlega.
Hallur Jónasson, einn landeig-
enda, segir að jörðin hafi ekki verið
auglýst opinberlega til sölu vegna
þeirrar hugsjónar eigenda að al-
menningur geti sótt Hraun heim
sem safn og menningarsetur í fram-
tíðinni. Hann segir söluverð ekki
fastmótað en talað hafi verið um
12-17 milljónir fyrir jörðina. Hallur
telur heppilegast að ríkið kaupi en
reksturinn verði í höndum heima-
manna.
Bjarni Guðleifsson náttúrufræð-
fOte ingur er sammála Halli um að æski-
legast væri ef ríkiö keypti Hraun.
Bjarni telur brýnt að koma upp
menningarsetri til að heiðra Jónas
Hallgrimsson þjóðskáld, bæði vegna
skrifta hans og náttúruvísinda
skáldsins. Hallur hefur talað við
ýmsa ráðherra vegna málsins en
lýsir yonbrigðum með undirtektirn-
ar. „Ég hef fengið geysilega jákvæð
viðbrögð hjá almenningi en afskap-
lega dauf viðbrögð frá ráðamónn-
um. Það væri skelfilegt ef einhver
einstaklingur myndi kaupa Hraun
og misnota þessa jörð," segir Bjarni.
Helgarveðrið:
m  Léttskýjuð
hvítasunna
yl/ Næsta sólarhringinn
"\?~b spáir Veðurstofan fremur
^N-^ hægri austlægri eða breyti-
legri átt og víða léttskýjuðu veðri á
landinu. Skýjað verður að mestu við
austurstróndina í dag. Lítið eitt
hvassari átt af austri við suður-
ströndina á morgun og skýjað með
köflum. Hlýnandi veður og hiti 6 til
16 stig á morgun og hæst stígur hit-
inn i innsveitum norðan heiða. Þeg-
ar litið er svo til veðurspár helgar-
innar er gert ráð fyrir fremur hægri
austlaegri átt og víða bjartviðri á
laugardag og sunnudag og nokkuð
** hlýju veðri. Heldur mun svo kólna
eftir helgina og þá fer jafnframt að
rigna.                    -sbs
STYRKJUM
BYGGPIRNAR!
Hann telur að um eitthvert álitleg-
asta útivistarsvæðið við Eyjafjörð
sé að ræða. Þá séu miklir möguleik-
ar fólgnir í því fyrir erlenda ferða-
menn að nú hafi Jónas verið þýdd-
ur mestallur á enska tungu.
Bjarni segir auðvelt að bera sam-
an Hraun i Öxnadal og Gljúfrastein
í Mosfellsbæ en eins og kunnugt er
eignaðist ríkið hús nóbelsskáldsins
fyrir skömmu. Þá töldu ýmsir að
sögulegt slys væri í uppsiglingu þeg-
ar erlendur auðkýfingur bauð í Val-
höll en Jónas er einmitt jarðsettur í
þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.
Á náttúruverndarþingi árið 2000
var samþykkt að skora á umhverfis-
ráðherra að gangast fyrir friðlýs-
ingu á Hrauni en síðan hefur ekkert
þokast. Þrjú ráðuneyti hafa með
máliö aö gera eftir því sem DV
kemst næst. Þetta eru menntamála-
ráðuneytið, umhverfisráðuneytið og
landbúnaðarráðuneytið.
DV reyndi að ná tali af Tðmasi
Inga Olrich menntamálaráðherra
en án árangurs.            -BÞ
DV-MYND HILMAR ÞÓR '
Slade komnlr!
Fjórmenningarnir í Slade eru komnir til landsins og halda tónleika á Broadway í kvöld. Þeir hafa engu gleymt þótt liðin j
séu þrjátíu ár frá því þeir slógu í gegn og tuttugu síöan þeir létu síðast að sér kveða á vinsældalistum. Sjálfsagt
verða á tónleikunum margir þeirra sem sáu Slade þegar þeir komu síðast til landsins fyrir aldarfjórðungi. Þeir sem
fæddust um það leyti ólust svo upp við ógleymanlega slagara á borð við „Run Runaway" og „My Oh My."
Deilt um launamál hjá Byggðastofnun á síðasta ári:
Stjórnarformaður fékk
38% launahækkun
- og aukaþóknun vegna álags við flutning stofnunarinnar
Theodór Agnar
Bjarnason.
Þrátt fyrir að ekki
hafi reynst unnt að
leysa deilur um
kjaramál forstjóra
Byggðastofnunar á
síðasta ári þá tókst
samkvæmt heimild-
um DV farsællega að
bæta kjör srjórnar-
formanns og ann-
arra stjórnarmanna
stofnunarinnar um
38%. Formaður er með tvöföld laun
óbreytts stjórnarmanns og eftir launa-
hækkun fær hann 138.000 krónur á
mánuði, eða 1.656.000 krónur á ári.
Auk þess fékk srjórnarformaður sér-
staka þóknun vegna álags við flutaing
á stofnuninni til Sauðárkróks á síð-
asta ári.
Harðar deilur yfirmanna Byggða-
stofnunar hafa verið mjög i sviðsljós-
inu síðustu daga og hefur Kristinn H.
Gunnarsson nefht það sem hluta af
ágreiningi hans við Theodór Arnar
Bjarnason forstjóra vera deilur við
þann síðarnefnda um launakjör. Þar
er m.a. átt við kaup stofnunarinnar á
húsi fyrir forstjórann á Sauðárkróki
og 5% þátttökuhlutdeild hans í kaup-
Kristinn H.
Gunnarsson.
unum sem stofnunin
hafl innt af hendi.
Vitnað er til afskipta
viðskiptaráðherra af
málinu og athuga-
semda Ríkisendur-
skoðunar. Bendir
Kristinn á að for-
stjórinn hafl veriö
áminntur um að
halda aðskildum eig-
in fjárhag og fjárhag
Þessu hefur forstjór-
þeim forsendum að
stofnunarinnar.
inn mótmælt á
gengið hafi verið frá því að fyrirhug-
uð launaleiðrétting gengi upp í 5%
hlut hans í húsakaupunum, auk þess
sem hann ætti inni óuppgerða kostn-
aðarreikninga. Stjórnarformaðurinn
hafi átt að ganga í að leysa þau mál en
ekki gert.
Athyglisvert er i þessu sambandi
að skoða launakjör stjórnarmanna
stofnunarinnar á sama tíma og for-
stjórinn segist ekki fá það sem honum
ber. Samkvæmt heimildum sem DV
telur áreiðanlegar nema laun stjórn-
arformanns Byggðastofnunar nú
138.000 krónum á mánuði. Er þaö eft-
ir að gengið var frá launahækkun á
síðasta ári upp á 38%. Miðast launa-
kjör við laun bankaráðsmanna í
Landsbanka íslands. Laun stjórnar-
formanns eru tvöföld laun óbreytts
srjórnarmanns sem fær þá 69 þúsund
krónur á mánuði.
Þó stjórnarsetu í Byggðastofnun
fylgi eflaust töluverð vinna, þá eru
stjórnarfundir hins vegar ekki mjög
tíðir. Sem dæmi um fundahöld sið-
ustu sex mánuðina að maí meðtöldum
þá var haldinn einn srjórnarfundur
21. desember 2001. Næsti fundur var
haldinn 22. febrúar á þessu ári. Þá var
srjórnarfundur 12. apríl sl. og síðan 7.
maí. Sem sagt fjórir fundir á sex mán-
uðum sem srjórnarformaður fær 828
þúsund krónur i laun fyrir að sitja
auk vinnu milli funda. Aðrir stjórnar-
menn fá 414 þúsund hver fyrir sama
hlut.
Vegna meints álags sem tengt er
flutningi stofnunarinnar til Sauðár-
króks fékk Kristinn H. Gunnarsson
einnig greidda sérstaka þóknun, sam-
þykkta af iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra á síðasta ári. Nam sú greiðsla
samtals 344.000 krónum og tekur
reyndar til fyrstu sex mánaða siðasta
árs.                    -HKr.
Skoðanakönnun DV:
Gott veganesti
„Þetta er mjög gott veganesti fyrir
okkur í lokaviku kosningabaráttunn-
ar og sýnir að málstaður okkar og já-
kvæð kosningabarátta hafa fengið
hljómgrunn meðal Reykvíkinga. Við
munum halda áfram að hitta seml
flesta kjósendur og kynna stefnuskrá
okkar, allt fram á kjördag þann 25.
maí næsfkomandi," sagði Björn|
Bjarnason, oddviti D-listans, um nið-
urstöður skoðanakönnunar DV sem
gerð var í gærkvöld og sýnir að mun-
ur á milli D-lista og R-list er ekki leng-
ur marktækur.
„Þessi munur er of lítill fyrir minn.
smekk. Nú verður allt okkar fólk að J
einhenda sér i baráttuna til að koma í
veg fyrir að borgarbúar vakni upp 26.
maí við að Sjálfstæðisflokkurinn fari
með landstjórnina og sfjórni borginni,'
stærstu fjölmiðlunum og stærstu fyr-
irtækjum landsins. Það væri óholltl
fyrir lýðræðið í landinu," sagði Ingi-1
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
og oddviti R-listans.
„Við höfum fundið fyrir stöðugri|
fylgisaukningu og nú vantar aðeins
dálítinn herslumun til að ná inn.
manni og komast í oddaaðstöðu. Það
væri fengur fyrir Reykvíkinga að fá
óspillt afl í borgarstjórn sem gæti
veitt  stóru  fylkingunum  tveimurl
nauðsynlegt aðhald. Ég hvet Reykvík-
inga eindregið til að nýta þetta tæki-
færi," sagði Ólafur F. Magnússon, |
oddviti  F-listans,  um  niðurstöðurl
könnunarinnar. Sjá bls. 2
-aþ/HI/hlh (
Pólitíkusar á Akureyri neituðu að fara til Reykjavíkur í Kastljósþátt:
Mótmæli skiluðu árangri
Mótmæli tveggja oddvita stjórn-
málaflokka á Akureyri hafa orðið til
þess að allar líkur eru á að Sjónvarp-
ið muni hætta við að taka upp Kast-
ljósþátt í Reykjavík en komi þess i
stað norður og taki upp þáttinn þar.
Bjarni Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sjónvarps, sagði í samtali við
DV í morgun að enn ætti eftir að
kanna ákveðna praktiska þætti slíkr-
ar tilhögunar en mjög líklega yrði af
þessu. Ákvörðunin væri ekki bara
tekin vegna mótmælanna heldur væri
Sjónvarpið með þessu að sýna í verki
að Akureyri væri mótvægi höfuðborg-
arsvæðisins.
Sjónvarpið hafði áður boðað leið-
toga stjórnmálaaflanna fimm á Akur-
eyri til Reykjavíkur fimmtudaginn 23.
maí nk. en framþjóðendunum þótti
það slæm tímasetning til ferðalaga
svo skömmu fyrir kosningar. Oddur
Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi á Ak-
ureyri og efsti maður L-listans, ritaði
þáttastjórnendum bréf þar sem hann
afþakkaði boðið og Kristján Þór Júlí-
usson, bæjarstjóri og oddviti sjálf-
stæðismanna, ákvað einnig að mæta
ekki.
í yfirlýsingu sem Oddur Helgi
óskaði eftir að lesin yrði upp í þættin-
um kemur fram að honum flnnist óá-
sættanlegt að sjónvarp allra lands-
manna skuli ætlast til að akureyrskir
frambjóðendur komi til Reykjavíkur á
lokaspretti kosningabaráttunnar. Sárt
sé að trúa því að þjónusta sjónvarps-
ins við Akureyringa sé ekki betri en
svo en hins vegar bjóði hann Kastljðs-
fólkið velkomið norður og muni taka
vel á móti því. Vel sé gerlegt að taka
upp þáttinn þar.
Þegar DV bar Oddi Helga þau tíð-
indi í morgun að allar líkur væru á að
Sjónvarpið kæmi norður sagðist hann
fagna því mjög. Með slíkri ákvörðun
sýndi stofnunin að hún væri sjónvarp
allra landsmanna.            -BÞ
Sérfræðingar
í fluguveiöi
gar  ÍA
Sportvörugcröin  hf..
Skipholt 5.  s. 562 8383.
FRETTASKOTIÐ
SÍMIWN SEM ALDfiEI SEFUB
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í sírna 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotio
í hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar
er gætt. Vio tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32