Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002
Fréttir
DV
Mikill viðbúnaður fíkniefnalögreglu á Austurlandi eftir hleranir íslendinga á Spáni:
Skúta átti að koma með
hundruð kílóa af hassi
- lagði af stað f rá Ibiza en komst ekki alla leið - f slendingar héldu áf ram að reyna
Islenska fíkniefnalögreglan átti
von á að skúta kæmi til eyðifjarðar
á Austurlandi með hundruð kilóa af
hassi, jafnvel tonn, í ágúst 1998. Lög-
reglan hafði vissu fyrir því að skút-
an lagði af stað frá Ibiza - fyrir til-
stilli íslenskra manna. Lögreglu-
menn komu sér þvi fyrir við strand-
lengjuna, meðal annars í Loðmund-
arfirði, og dvöldu þar svo dögum
skipti, á meðan komu skútunnar
var beðið. Reiknað var með að hún
kæmi að næturlagi, samkvæmt sím-
hlerunum. Þetta kom fram við rétt-
arhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær.
í dómsalnum
Ottar Sveinsson
blaðamaöur
Um þetta leyti fylgdust fíkniefna-
lögreglumenn frá Reykjavík með
ferðum íslendings á Ibiza en einnig
á meginlandi Spánar. Lögreglan
hleraði síma hans í á annað ár.
Maðurinn átti i viðræðum við tvo
aðra íslendinga um mál sem fikni-
efnalögreglan taldi greinilega tengj-
ast hassinnflutningi til íslands, ekki
síst á umræddri skútu.
íslendingur átti að fara meö
Fíkniefnalögreglumaður sem
kom fyrir dóm í gær í svokölluðu
hurðamáli í Barcelona, þar sem
sömu íslendingar eru ákærðir,
sagði að skútan hefði farið af stað
frá Ibiza. Raunar liggja upplýsingar
fyrir um að fjórði íslendingurinn
fór til Ibiza og átti að vera í áhófh
hennar til íslands. Af því varð þó
ekki því spænskir aðilar treystu
honum ekki til ferðarinnar. En
skútan lagði af stað frá Ibiza, sagði
fikniefnalögreglumaðurinn, en sið-
an var henni snúið við. Hvers vegna
hafði lögreglumaðurinn ekki vissu
fyrir. Á skútunni var hins vegar er-
lend áhöfn að því er talið er - menn
á vegum eigenda efnanna. Eigend-
urnir voru grunaðir um að hafa ætl-
að að markaðssetja hassið hér á
landi.
Lögreglan og ríkissaksóknari
hafa undir höndum upptökur af
símtölum þar sem fram kemur að
skipstjóri skútunnar var talinn hafa
veikst er hún var á móts við norð-
anveröar Bretlandseyjar. Því hefði
DV-MYND HARI
Skútumáliö varb áb hurðamáli
í á annaö ár hleraöi fíkniefnalögreglan síma manna sem eru ákærðir fyrir
ýmsa aðild að því að reyna að smygla hurð fullri af hassi til íslands. Áður en
það gerðist hafði verið rætt um að flytja hundruð kílóa, ef ekki tonn, til ís-
lands með skútu.
með," sagði lögreglumaðurinn.
Hleranir stóðu yfir svo mánuðum
skipti, einkum á sima mannsins
sem hafði verið fylgst með á Ibiza og
annars staðar á Spáni. í febrúar
1999 var haldinn „fundur" í Hegn-
ingarhúsinu. Lögreglan fylgdist þá
með þegar maðurinn fór að hitta
vin sinn sem þá var í afplánun en er
nú ákærður með hinum I hurðamál-
inu. Eftir að manninum var sleppt
út barst leikurinn m.a. til Frakk-
lands. Þar áttu íslendingarnir tveir
í miklum samskiptum sem íslenska
lögreglan fylgdist með. Hún taldi
alltaf víst að mennirnir myndu
halda áfram að reyna að smygla
miklu magni af hassi til Islands.
Hundruð kílóa eoa tonn
„Það var talað um hundruð kílóa,
ef ekki tonn." „Þetta voru einhver
mannalæti - eitthvert bull," sagði
Frá Ibiza
Lögreglan fylgdist með meintum
fíkniefnasmyglurum á eyjunni.
þurft að sigla henni í land þar sem
maðurinn komst undir læknishend-
ur. Ekki er talið að skútunni hafi
verið siglt lengra norður á bóginn
að sinni en ekki liggur fyrir hvaö
varð um hassið.
Héldu áfram að hlera
„Við héldum svo áfram að fylgjast
einn sakborninganna í gær. „Það
var alltaf talað um að efnin kæmu
með skútu," sagði fíkniefnalögreglu-
maðurinn og vísaði í símhleranirn-
ar. Lögregumaðurinn rakti síðan
þegar hurðamálið svokallaða varð
til. Haustið 1999 stöðvaði fiutnings-
miðlun í Barcelona hurðasendingu
sem stíluð var til íslands um megin-
land Evrópu. Ágalli var á tollpappír-
um. Spænsk yflrvöld höfðu sam-
band við fyrirtækið sem reikningur-
inn virtist kominn frá. Þar kannað-
ist enginn við hurðir sem áttu að
fara til islands. Þegar spænska lög-
reglan skoðaði hurðirnar kom ekk-
ert í ljós. íslenska lögreglan hafði þá
samband við aðila í Evrópu sem sáu
til þess að hurðirnar yrðu betur
skoðaðar - líklegast væri hass í
þeim. Það kom svo á daginn, i einni
hurðinni voru 32 kiló af hassi.
A.m.k. tveir erlendir menn eru tald-
ir tengjast málinu ytra. Þeir voru
handteknir en hefur verið sleppt.
Þrír íslendingar voru svo hand-
teknir hér heima, mennirnir tveir
sem höfðu fundað í Hegningarhús-
inu og þriðji maðurinn sem hafði
fengið kunningja sinn til að lána
nafn fyrirtækis sins fyrir hurðainn-
flutninginn sem aldrei varð af.
Clinton lítill í samanburði...
Maður sem nefndur hefur verið
höfuðpaur í hurðamálinu, sá sem
lögreglan telur að hafi komið
meintu skútumáli á, ýmist neitar
sök í hurðamálinu eða kveðst ekki
muna eftir ýmsum símtölum sem
leikin voru fyrir dóminum. Hinir
tveir neita einnig sök. í málinu, sem
nú hefur verið frestað, verður m.a.
tekist á um það atriði hvenær brot
telst fullframið, ekki síst þegar haft
er í huga að efnin komust aldrei frá
Spáni og hefðu að óbreyttu ekki gert
það vegna ágalla pappíra.
Málið kostaði lögregluna í
Reykjavík margar milljónir króna á
meðan rannsóknin stóð, í rúmt heilt
ár.
Þegar Guðrún Sesselja Arnardótt-
ir, fulltrúi rikissaksóknara, spilaði
símtal í dóminum í gær sagði
meintur höfuðpaur við félaga sinn
að hann væri kominn í samband við
stórmenni þar sem hann var stadd-
ur ytra. Hann sagði að Clinton væri
smákarl miðað við þann mann.
Allt vaðandi í hundaskít á útivistarsvæðum í Reykjavík:
Kvörtunum vegna hundahalds fjölgar
meira en ein kvörtun á hvern hund að meðaltali á ári
1.125 kvartanir bár-
ust til Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur vegna
hundahalds í höfuð-
borginni árið 2000 og er
útlit fyrir að kvartanir
í fyrra hafi verið ná-
lægt 1.500. Útgefin
hundaleyfi í höfuðborg-
inni eru nálægt 1.300 og
því berst meira en ein
kvörtun á hvern hund
að meðaltali á ári.
Drjúgur hluti kvartana
er vegna óþrifa s.s.
hundaskits á víðavangi
og segir Hrannar B.
Arnarsson, formaður
umhverfis- og heil-
brigðisnefndar Reykja-
víkurborgar, að hugar-
farsbreytingu þurfi til
hjá hluta hundaeig-
enda.
„Við fáum talsvert af
kvörtunum bæði vegna
sóðaskapar og hunda-
halds að öðru leyti.
hundaeigendastéttinni
Sóbaskapur í Oskjuhiíöinni
Hluti hundaeigenda kemur óorði á stéttina alla að sögn formanns
umhverfisnefndarReykjavíkurborgar.
Sleðamir í   áhrif á orðspor hundaeigenda og ég
hafa mikil   er ekki í vafa um að það er þessi
hópur sem gerir það
að verkum að ekki er
meiri sátt um hunda-
hald," segir Hrann-
ar.
Geirsnefið og hluti
Öskjuhlíðarinnar
eru sérstök hunda-
svæði og kannast
Hrannar við að mik-
ið álag sé á þeim
stöðum. í nýjasta
blaði Hundaræktar-
félags íslands, Sámi,
kemur fram að svo
mikill hundaskítur
sé í Öskjuhlíðinni að
ef hundur skíti þar
viti enginn hvaða
hrúgu hann eigi.
Þórdís Sigurðardótt-
ir hundaeigandi lýsir
hvernig hundaeig-
endur hafi ekki einu
sinni getað þrifið upp
eftir hundana sína
þegar  farið  var  í
skipulagða göngu niður Laugaveg-
inn sl. haust. „Við áorkuðum engu í
þeirri göngu nema að sýna fram á
að hundaeigendur eru sóðar og þess
vegna er hundahald eðlilega bannað
í Reykjavík," segir Þórdís í blaðinu.
Þarf hugarfarsbreytingu
„Við höfum reynt að grípa til
þeirra úrræða sem við höfum í sam-
vinnu og sátt við fulltrúa hundaeig-
enda en til að veruleg breyting
verði hjá almenningi þarf hugar-
farsbreytingu til. Ég leyfl mér að
vona að hún muni eiga sér stað,"
segir formaður umhverfisnefndar.
149 sinnum var kvartað til lög-
reglu árið 2000 sem er svipaður
málafjöldi og árið 1999. Þá bárust
1.127 kvartanir til heilbrigðiseftir-
litsins og 160 til lögreglu. Flestar
kvartanir eru vegna lausagöngu
hunda og voru á annað hundrað
hunda færðir í geymslur. 276 kvart-
anir bárust vegna óskráðra hunda,
267 vegna ónæðis, 108 vegna óþrifa
og 43 vegna áreitni. 21 kvörtun
barst á árinu 2000 vegna illrar með-
ferðar en 11 kvartanir vegna hunds-
bita. Fjögur hundsbit voru kærð til
lögreglu.                  -BÞ
Komur skemmtiferðaskipa:
Hryðjuverkin
hafa áhrif
Vegna hryðjuverkaárásanna á
Bandarikin 11. september sl. hafa
þónokkur skemmtiferðaskip afbók-
að komur sínar til Islands þetta
sumar. Að sögn Péturs Ólafssonar
hjá Akureyrarhófn hefur verið
erfitt að fá Bandaríkjamenn til að
ferðast eftir þennan atburð. Skipa-
komum til Akureyrar fjölgar frá ár-
inu 2001 um sex en hefði fjölgað um
12 ella. Alls eru 36 skip væntanleg í
sumar.
Reikna má með að farþegar verði
um 20.000 með skemmtiferðaskipum
í sumar en í fyrra komu 17.542 far-
þegar með 28 skipum. Þjóðverjar
eru fjölmennastir en næst koma
Bretar.
Von er á fyrsta skemmtiferða-
skipinu 25. maí nk. og verða ýmsar
uppákomur vegna komu skipanna í
sumar.                   -BÞ
Lögleiðing ESB-reglna:
ísland í 4. sæti
í nýrri skýrslu frá Eftirlitsstofn-
un EFTA kemur fram að ísland er í
4. sæti EES-ríkjanna 18 við aö lög-
leiða reglur sem koma frá ESB í
samræmi við ákvæði EES-samn-
ingsins. ESA, Eftirlitsstofnun
EFTA, gaf í gær út 10. samanburðar-
skýrsluna um lögleiðingu gerða frá
ESB sem gilda eiga á EES-svæðinu.
Þar kemur fram að EES-ríkin
standa sig að mörgu leyti betur en
ESB-ríkin sjálf. Þegar rikin 18 eru
skoðuð kemur í ljós að Noregur
stendur sig best við að lögleiða regl-
ur en síðan koma Svíþjóð, Danmörk
og Island.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum iðnaðarins þurfa íslendingar
aðallega að bæta sig á sviði vinnu-
markaösmála. Hins vegar standa
þeir sig best aUra EES-ríkjanna 18
við að greiða úr ágreiningsmálum
um lögleiðingu þegar á upphafsstigi
og án þess að mikinn málatilbúnað
þurfi tU af hálfu ESA.        -BÞ
Kópavogur:
Herferð gegn
tóbakssölu
Samstarfshópur um forvarnir i
Kópavogi er að fara af stað með her-
ferð gegn því að börnum undir 18
ára aldri sé selt tóbak. Herferðin
hófst formlega í Snælandsvideói við
Furugrund í gær þegar bæjarstjóri
og fulltrúi lögreglunnar afhentu
fyrstu eintökin af veggspjöldum,
hilluspjöldum og límmiðum sem
setja á upp í verslanir í Kópavogi. Á
þessum veggspjöldum verða skila-
boð þess efnis að viðkomandi versl-
un hafi hreina samvisku, fari að
lögum og selji ekki unglingum yngri
en 18 ára tóbak.
í framhaldinu munu lögregla og
forvarnarfulltrúi bæjarins fara í
þær verslanir sem vilja vera með í
þessari herferð og afhenda þeim
þessi skilaboð.              -HI
Síldarvinnslan:
Hlaut hvatníngar-
verðlaun Þróun-
arfélagsins
Síldarvinnslan í Neskaupstað
hlaut hvatningarverðlaun Þróunar-
félags Austurlands í ár. Verðlaunin
voru veitt á aðalfundi Þróunarfé-
lagsins sem haldinn var á Hótel
Framtíð á Djúpavogi á miðvikudag.
Voru verðlaunin veitt „fyrir for-
ystuhlutverk sitt í íslenskum sjáv-
arútvegi og stórhuga verkefni á
sviði fiskeldis", eins og segir í um-
sögn dómnefndar. Þar segir einnig:
„Síldarvinnslan hf. er um þessar
mundir eitt af stærstu og öflugustu
sjávarútvegsfyrirtækjum landsins
og ein af skrautfjöðrum atvinnulífs-
ins á Austurlandi og því vel að því
komin að hljóta hvatningarverð-
laun Þróunarfélags Austurlands
árið 2002."                -GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32