Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002
?
Utgáfufélag: Utgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiosla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerb og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hótun borgarfulltrúans
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi meirihlutans í
Reykjavík og stjórnarformaður Linu.Nets, hótaði DV
þegar blaðamaður þess leitaði upplýsinga hjá honum um
misræmi sem hafði komið fram í fréttum af viðræðum
Línu.Nets og Columbia Ventures Corporation, fyrirtækis
Kenneth Petersons. Um leið dró hann í efa hlutleysi
blaðsins í fréttaflutningi af málinu.
Vegna þessa er rétt að ítreka að vinnubrögð DV voru
eðlileg og fagleg. Fram hafði komið í sjónvarpsviðtali við
Alfreð Þorsteinsson að Kenneth Peterson hefði fyrir
hönd fyrirtækis síns haft samband við Línu.Net að fyrra
bragði um aðkomu og hugsanleg kaup í Línu.Neti. Vegna
fréttaflutnings af málinu birti Kenneth Peterson yfirlýs-
ingu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði sem fyrr
áhuga á að fjárfesta á íslandi, fyrst og fremst í áliðnaði
en einnig í öðrum greinum. Síðar í yfirlýsingunni sagði:
„Lína.Net og móðurfyrirtæki þess buðust að fyrra bragði
til að láta okkur í té vissar upplýsingar um það fyrirtæki
fyrir meira en mánuði. Ekki hefur komið til neinna al-
varlegra samningaviðræðna á þessari stundu. Aðeins er
um að ræða eitt af mörgum tilboðum sem við höfurn
fengið um að kanna upplýsingar um íslensk fyrirtæki
sem gætu haft áhuga á fjárfestingum af hálfu CVC. Vilja
okkar til að kanna slíkar upplýsingar ætti ekki að skilja
sem endanlega vísbendingu um að við munum ákveða að
fjárfesta."
Upplýsingarnar voru misvísandi og því eðlilegt að DV
kannaði málið. Verulegu máli getur skipt um framgang
málsins og áhuga CVC á Línu.Neti hvor hafði frumkvæð-
ið. Til þess að fá skýringar á misræminu hafði blaðið
samband við Alfreð Þorsteinsson. Hann taldi misræmið
ekki skipta meginmáli heldur þá staðreynd að óformleg-
ar viðræður hefðu átt sér stað. Þegar gengið var eftir
svörum spurði Alfreð hvort DV ætlaði að láta pólitísk
sjónarmið ráða för í fréttaflutningi, blaðið réði því vitan-
lega sjálft hvernig það héldi á málum, en bætti við: „Þið
verðið að lifa af eftir þessar kosningar eins og við."
Fjölmiðlar fá stundum hótanir við fréttaöflun. Sá sem
hótar hefur yfirleitt vondan málstað að verja og reynir
með hótun sinni að hafa áhrif á blaðamanninn og koma
þannig í veg fyrir birtingu fréttar. Blaðamenn verjast
þessu. í tilviki Alfreðs, og vegna stöðu hans sem borgar-
fulltrúa Reykjavíkur, stjórnarformanns Orkuveitu
Reykjavíkur og stjórnarformanns Linu.Nets, þótti DV
rétt að birta hótunina. Hann hótar blaðinu ekki sem ein-
staklingur heldur í krafti embætta sinna sem kjörinn
fulltrúi Reykjavíkurborgar og valdamikill í stjórnum
fyrrgreindra fyrirtækja á vegum borgarinnar.
Borgarfulltrúinn og stjórnarformaðurinn segir blaðið
verða að lifa, sem sagt hafa tekjur. Tekjur dagblaðs verða
i meginatriðum til með sölu þess og sölu auglýsinga. Hót-
un Alfreðs verður ekki skilin á annan veg en þann að
hann ætli sér, í krafti embættanna, að beita sér gegn DV
og þá með þeim hætti að blaðið fái ekki eðlilegan skerf
borgar og borgarfyrirtækja í auglýsingum.
Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa og stjórnarmanni
í borgarfyrirtækjum, er treyst fyrir ábyrgð. Hann er kjör-
inn fulltrúi Reykvíkinga og fer með fé skattborgaranna.
Hann hótar fjölmiðli mismunun í krafti þessa valds
vegna þess að honum mislikar upplýsingaöflun miðils-
ins. Það er ólíðandi þegar fjölmiðillinn er að sinna sínu
hlutverki á fullkomlega faglegum nótum.
Þess vegna greindi DV frá hótun hins kjörna fulltrúa.
Jónas Haraldsson
J>V
Skoðun
Miðbærinn er dauður,
lengi lifi miðbærinn
Stefán Jón
Hafstein
frambjóðandi
Kjallarí
A uppstigningardag mátti
fyrst greina alvöruvor í
lofti í Reykjavík. Seinna
en vænta mátti, en samt.
Þaö var vor. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur lýst mið-
bæinn dauðan og jarðað
með blessunarorðum um
„vonda lykt". Það kom í
Ijós þennan dag að fregn-
ir af andláti miðbæjarins
voru stórlega ýktar.
Allir Reykvíkingar fá sömu hug-
mynd og ég fékk klukkan fjögur
þennan dag: „fara i bæinn og kaupa
ís". Hvers vegna? Vegna þess að
allt í einu skein sólin, allt í einu
varð hlýtt. Og það er hluti af til-
veru Reykvíkings nokkrum sinn-
um á sumri að fara í bæinn og
kaupa ís. Það var ekki nokkur leið
að kaupa is í miðbænum dauða.
Langar biðraðir á Ingólfstorgi. í
Kolaportinu var jafn litríkt líf og
alltaf er. Það kallast „iðandi mann-
líf' í blaðagreinum. Ég fékk hákarl
að austan í staöinn fyrir ís.
í nýuppgerðu Austurstræti siluð-
ust búar, fullir af fjölskyldum, „nið-
ur í bæ" til að sýna sig og sjá aðra.
Ungir athafnamenn voru á þönum
að gera upp veitingastað sem bráð-
lega verður opnaður aftur í þessu
stræti sem Tómas orti um. Á horni
Póstuhússtrætis og Austurstrætis
staðnæmdist ég til að fara úr gamla
regnstakknum. Horfði inn á Kaffi
París: Stappað. Á Austurvelli var
eins og þjóðhátíð. Ös í Pennanum.
Fólk streymdi fram hjá með barna-
vagna og naut þess að vera til.
Kunningi stoppaði mig á götunni
og kveikti hugmynd að þessari
grein: „Heyrðir þú pistil Dluga um
miðbæinn og lygina um að hann
væri dauður?" Nei, sagði ég, hef
líklega of mikið að gera. Hugsaði
mig svo um: „Er þetta þessi dauði
miðbær?" spurði ég náungann og
við hlógum báðir að mannmergð-
inni. Á Austurvelli mátti greina
þjóðskáld með fjölskyldu sinni sem
kallaði glaðlega á kunnan kjaftask
úr sjónvarpsþáttum: „Hvar eru all-
ar gleðikonumar og glæpamenn-
irnir?"
Bankastræti sem nýsleginn...
Á Lækjartorgi sat fólk á bekkj-
um, andspænis nýja Kaffihúsinu
sátu dömur og borðuðu McDon-
ald's af bakka sem þær höfðu feng-
ið lánaðan út. Á ljósunum voru all-
ar akreinar fullar af bónuðum bíl-
um, fullum af fólki. Börn í barna-
stólum og sváfu; fullorðna fólkiö
búið að rúlla niður rúðum og með
músík í græjunum. Niður Banka-
stræti liðuðust barnavagnar með
ung hjón i eftirdragi. Ég stoppaði
Kaupfélaginu, sat fólk og sötraði
bjór og kjaftaði.
í bókabúð Máls og menningar
var kunnur þáttastjórnandi mættur
að ná sér í eitthvað að lesa, erlend
blöð, með barnavagninn I slagtogi.
„Er þetta þessi dauði miðbær?"
spurði ég. Fólkið streymdi hjá eins
og á Þorláksmessu. Hann hló. Var
að koma af kaffihúsi; hafði beðið
um borð út á stétt. „Nú sitja 40
manns úti á stétt þarna," sagði
hann og hló eins og hann gerir þeg-
ar stjórnmálamenn ærast í þættin-
um hans. Og svo gekk ég upp Skóla-
vörðustíg þar sem vinnuvélarnar
hömuðust við að betrumbæta á
sjálfum uppstigningardegi og
verkamenn börðust um með skófl-
um.
„Ég gleymdi að líta eftir nýja staðnum sem á að fara
að opna, leiðbeiningar- og þjónustusetri fyrir erlenda
ferðamenn sem koma hingað unnvörpum og vita
ékki betur en miðbær Reykjavíkur sé „the coolest
place". Er miðbærinn dauður?"
fyrir utan Sævar Karl. Hann var
sjálfur þar og hallaði sér upp að
stöðumæli — stór flutningabíll fyr-
ir utan. „Er það vorsendingin,
Sævar Karl?" spurði ég. „Nei,
þetta fólk er að fara að opna sýn-
ingu hjá mér." Við spjölluðum um
endurbæturnar á Bankastræti og
hann vonar að áfram verði haldið
næsta ár. Á nýja veitingastaðnum,
Ég gleymdi að líta eftir nýja staðn-
um sem á að fara að opna, leiðbein-
ingar- og þjónustusetri fyrir erlenda
ferðamenn sem koma hingað unn-
vörpum og vita ekki betur en mið-
bær Reykjavíkur sé „the coolest
place". Er miðbærinn dauður? Að-
eins í augum þeirra sem ekki sjá.
Með kveðju frá frambjóðanda sem
hefur ekki áhyggjur. X-R.
Sandkorn
Klár í slaginn?
Mönnum þykir nú
ljóst að Valgerður
Sverrisdóttir ætli að
láta sverfa til stáls gegn
Kristni H. Gunnarssyni
í formennsku Byggða-
stofnunar. Hefur hún
enda sagt að ekki megi
lengur búa við þær erj-
ur sem einkenna sam-
skipti hans og Theódórs A. Bjarnasonar, formanns
stofnunarinnar. Raunar er bent á að það hafi ekki
síst verið fyrir tilstilli Valgerðar að Kristinn kom á
sínum tima í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubanda-
laginu. Kristinn þarf þó ekki að órvænta. Rifja má
upp að Steingrímur Hermannsson hafði á sínum tíma
það hlutskipti að húkka Ólaf Ragnar Grímsson inn í
Framsóknarflokkinn - og reka hann úr honum aftur.
Á endanum varð Ólafur forseti lýðveldisins. Hvert er
þá framtíðarhlutverk Kristins?
Rifist um rennibraut
Verklegar framkvæmdir eru hitamál á Selfossi
þessa dagana og það sem í flestum tilvikum teldist
smáræði hefur orðið að stórmáli. í bæjarblöðum
eystra segir nú frá því að mörgum hafi orðið fóta-
skortur í tröppunum við vatnsrennibraut sundlaug-
arinnar þar í bæ, enda séu þær hálar. Þrýst er á um
aðgerðir en Sigmundur Stefánsson sundlaugarstjóri
segir að tröppurnar séu i samræmi við reglugerðir.
Málið verði því skoðað af lögfræðingi áður en lengra
verði haldið. Sundlaugargestir skyldu því ekki láta
sér bregða ef skýluklæddur maður með skjalatösku
sést bogra yfir tröppunum.
Austur og norður
Umsóknarfrestur um
starf forstööumanns Rás-
ar 2, sem sitja mun á Ak-
ureyri, hefur verið fram-
lengdur eins og fram hef-
ur komið. Að sögn vildu
menn í Efstaleiti fá aukna
breidd i hóp umsækjenda,
en fimm sóttu um starfið í
fyrstu lotu. Þeir sem gerst
til þekkja fara þó ekki í
grafgótur um að hér sé
fiskur undir steini. Ætl-
unin sé að fá Jóhann
Hauksson til þess að
sækja um starfið, en hann
hefur undanfarin misseri
verið         forstöðumaður
svæðisútvarpsins á Egilsstöðum og var áður frétta-
maður á Útvarpinu um langt skeið. Jóhann er einn
þeirra sem sátu í nefndinni sem útfærði Akureyrar-
hugmyndirnar um Rás 2 og er því öllum hnútum
kunnugur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32