Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						f
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002
11
Skoðun
dansarar stóöu sig með mikilli
prýði miðað við mitt leikmannsmat.
Það fór saman við dóm þeirra sem
skil kunnu á dansinum, sporunum
og túlkuninni. Hópsenur voru frá-
bærar. Ég viðurkenni að ég gleymdi
mér í áhrifaríkustu senunum. Þegar
minna gekk á skáskaut ég augunum
á konuna. Hún sat sem bergnumin.
„Fannst þér þetta ekki æðislegt?"
sagði konan þegar við gengum að
bílnum eftir sýninguna. Hún beið
ekki eftir svari
heldur hélt
áfram að lýsa
dönsurun-
um     og
hvernig þeir
dönsuðu  af
krafti í mestu
átakasenun-
um þar sem ná-
kvæmni, tækni og
styrkur skiptu öllu.
„Það var flott þeg-
ar þau dönsuðu
ÖU  í
Þarna hœtti ég enda nóg
að gert. Konan horfði
orðlaus á mann sinn sem
stýrði bílnum af öryggi
heim af ballettsýning-
unni. Ýmsu hafði sú góða
kona kynnst ífari hans
en öngvu sem þessu. Hún
vissi fyrir víst að hann
hafði ekkert vit á ballett
en lýsingarnar báru þó
vott um annað.
Eins og í bæn
Það var ekki fyrr en í bílnum að
ég lét ljós mitt skína. „Hreyfingar
stúlknanna voru auðmjúkar, undir-
gefnar eins og í bæn," sagði ég spek-
ingslega og hélt áfram, „hend-
ur þeirra teygðust til him-
C|  ins um leið og karldans-
«   ararnir lyftu þeim á
axlir sér en sigu síðan
niður í krossfesting-
arstellingu."  Konan
horfði á mig í for-
undrari.  Víst  var
það óvænt að
ég kom með
á  ballett-
inn  en
fyrr
hringi
með
gulu svunt-
urnar," hélt
hún áfram. Þaö
virtist ekki skipta
miklu að ég lagði fátt til um-
ræöunnar. Hún fór í gegnum lýs-
ingu, búninga og hreyfimynd í bak-
grunni sýningarinnar þar sem
brimið ólmaðist og sjófuglar sýndu
listir. „Mér fannst súlan flott," sagði
ég og átti við súlu sem ég sá svífa
tignarlega í þessum sama bak-
grunni. „Ha?" sagði konan og virtist
ekki átta sig á samhenginu. Ég er
alls ekki viss um að hún hafi ver-
ið að horfa á þann sama fugl. Lík-
legt er að dansararnir hafi átt
athygli hennar óskipta.
má rota en dauðrota. Nú var ég far-
inn að lýsa ballett af þekkingu
sem hún vissi af langri
reynslu að ég bjó ekki yfir.
Hún opnaði munninn og ætl-
aði að segja eitthvað þegar ég
hóf upp raustina á ný og lýsti
með þrótti innra lífi Sölku:
,Sagan er ekki bara ytri atburð-
ir," sagði ég og bætti við handa-
hreyfingu til þess að leggja
áherslu á mál mitt: „Tiifinningar
stúlkunnar sem ólga innan við
harða skelina eru áhrifamikill part-
ur af sögunni. Með dansinum skap-
ar maður stemningu. Fannstu
hvernig sú stemning skilaði okkur
sögunni um Sölku Völku, móður
hennar, ástina, girndina og vonleys-
ið?"
Þarna hætti ég enda nóg að gert.
Konan horfði orðlaus á mann sinn
sem stýrði bílnum af öryggi heim af
ballettsýningunni. Ýmsu hafði sú
góða kona kynnst í fari hans en
öngvu sem þessu. Hún vissi fyrir
víst að hann hafði ekkert vit á ball-
ett en lýsingarnar báru þó vott um
annaö. Það var eitthvað bogið við
þetta allt saman. Ég lét sem ekkert
væri.
Varla á þá næstu
Samviskan hefur aðeins nagað
mig síðan. Auðvitað á maður ekki
að skreyta sig með annarra manna
fjóðrum en ég féll fyrir freisting-
unni. Ég vissi að konan hafði lesið
leikdóminn um Sölku Völku og var
vel heima í honum.
Því gat ég ekki vitnað í hann án
þess að koma upp um mig. Ég tók
hins vegar þá áhættu að vitna nær
orðrétt í viðtal menningar-
stjóra DV við Auði Bjarna-
dóttur og gerði orð þeirra og
túlkun á verkinu að mínum.
Það lukkaðist. Sjálfur var ég
engu nær.
Konan er enn að furða sig
á djúpum skilningi mínum á
nútímaballett og óttast að
hún hafi gengið of nærri
mér með því að fara með
mig á sýninguna. Það er því
ólíklegt að hún bjóði mér
með á þá næstu.
Skuldir og bjartsýni
Ólaf ur Teitur
Guðnason
blaðamaður
Ritstiórna
U-iM
Það er brostið á sumar. Það fer
ekki fram hjá neinum - allra sist
þeim sem vinna berskjaldaðir við
stóra glugga mót suðri liðlangan
daginn. Nú sem endranær fylgir
sumrinu bjartsýni og tilhlökkun.
Tíðin er betri.
En um leið og við horfum björt-
um augum fram glymur í eyrum
drungalegt orð: skuldir. Flestir
reyna sjálfsagt að hnykkja til höfð-
inu svo að orðið lendi ekki inni í
eyranu heldur á bak við það. Það
fer svo ljómandi vel um það þar.
Úps!
Skuldir hafa sem kunnugt er ver-
ið eitt aðalumræðuefni kosninga-
baráttunnar í Reykjavík. En það
hefur víðar skotið upp kollinum.
Seðlabankinn minnti okkur nýlega
á að íslensk heimili eru einhver þau
skuldsettustu í heiminum. Þau
skulduðu um áramót 160% af ráð-
stöfunartekjum sínum. Þetta hlut-
faO var aðeins 20% fyrir tuttugu
árum og 80% fyrir áratug. Á Vestur-
löndum er algengt að það sé
100-120%.
Það er misjafnt eftir löndum í
hvað lántökurnar hafa farið. Þannig
virðast Bandarikjamenn hafa tekið
lán til að fjármagna neyslu en Þjóð-
verjar fremur til húsnæðiskaupa.
Það getur hver svarað því fyrir sig
hvernig þessu hefur verið farið hér
á landi.
Línuritin segja okkur að heimilin
hafi farið heldur hressilega fram úr
sjálfum sér; neysla jókst í nokkur ár
meira en sem nam vexti kaupmátt-
ar. Hún hefur að vísu dregist saman
aftur eftir margra ára samfelldan
vöxt - en framúrkeyrsla fyrri ára
hvílir á heimilunum í formi skulda.
Annað línurit ber að sama brunni:
það sýnir að eignir heimilanna eru
hættar að aukast í takt við auknar
skuldir.
Staöan er óneitanlega viðkvæm
og margt heimilið hefur lítið borð
fyrir báru. Stærri biti launakökunn-
ar en áður fer í afborganir af lánum.
Það er bragðgóður biti og sárt að
þurfa að fleygja honum til að stoppa
í skuldagatið - sem ofan á allt ann-
að fer sífellt stækkandi vegna verð-
bólgu. Það reynir á réttlætiskennd-
ina að skuldirnar skuli hækka sjálf-
krafa þegar matarkarfan verður
dýrari. Það dregur úr fólki þrótt.  ,
Sólgleraugun
Þegar bera fór á þessum og öðr-
um skyldum blikum í efnahagslíf-
inu fyrir nokkrum misserum gerð-
ust svartsýnisraddir háværar. Einn
maður hélt merki bjartsýninnar á
lofti öðrum fremur og birtist fyrir
vikið ekki af honum teiknuð mynd
núorðið  nema  með  sólgleraugu.
Mörgum þótti bjartsýnin tilefnis-
laus og til vitnis um einhvers konar
meinloku. Vilji menn nota það orð
er ljóst að það var góð meinloka.
Ein með öllu.
Menn skyldu nefnilega ekki van-
meta bjartsýnina eða gera lítið úr
henni. Hún er forsenda flestra
góðra verka og framtaks, mikilvæg-
ur drifkraftur þegar á móti blæs og
getur aukið fólki þrótt. Svartsýnin
er að sama skapi ávísun á deyfð og
stöðnun.
Fjölmiðlar geta hér gegnt mikil-
vægu hlutverki. Það er auðvitað
klisja að fjölmiðlar séu óþarflega
uppteknir af vondum fréttum á
kostnaö hinna góðu - en það er
sjálfsagt að hafa hana á bak við
eyrað (eins og skuldirnar).
Það má ekki vera þannig að það
þyki fréttnæmara að efnahags-
ástandið breytist til hins verra en
að jákvæð merki geri vart við sig.
Ef einhverjum virðist vera tilhneig-
ing í þá átt er líkleg skýring sú að
fjólmiðlar eru - með réttu - dálítið
uppteknir af því hlutverki sínu að
veita ráðandi öflum aðhald. Þeir
vilja benda á veika bletti, halda yf-
irvaldinu við efnið, láta það ekki
sleppa of auðveldlega.
Menn skyldu nefnilega
ekki vanmeta bjartsýn-
ina eða gera lítið úr
henni. Hún er forsenda
flestra góðra verka og
framtaks, mikilvœgur
drifkraftur þegar á móti
blœs og getur aukið fólki
þrótt. Svartsýnin er að
sama skapi ávísun á
deyfð og stöðnun.
Jákvæðar fréttir eiga hins vegar
sem betur fer oft greiða leið í fjöl-
miðla. Góðar fréttir eru nefnilega
oft góðar fréttir. Nærtækustu dæm-
in eru vaxtalækkanir Seðlabankans
undanfarið, styrking krónunnar og
hratt minnkandi verðbólga.
Dæmi um jákvæðar fréttir sem
ekki hefur farið mikið fyrir eru
hækkanir á gengi hlutabréfa undan-
farið. Skýringin á því kann að vera
sú að fjólmiðlum finnist þeir hafa
farið fram úr sjálfum sér í fréttum
af uppsveiflunni á sínum tíma og
þannig stuðlað að óhóflegri bjart-
sýni. Það getur vel átt við einhver
rök að styðjast, en óþarfi samt að
fara í „meðferð". Ef þessi tilhneig-
ing verður að reglu er hætt við að
fjölmiðlarnir verðskuldi að teiknuð
séu á þá sólgleraugun; sem sagt að
þeim sýnist allt vera dekkra en það
er í raun.
Skynsemin ræður
En skyldi vera samband milli
skulda og bjartsýni? Það fyrsta sem
kemur upp í hugann er auðvitað að
bjartsýni auki líkur á að fólk steypi
sér í skuldir og skuldirnar dragi úr
bjartsýni.
Fyrir nokkrum árum var í tísku
að vitna til rannsókna sem sýndu
að íslendingar væru bjartsýnasta
þjóð heims. Þar er þá væntanlega
komin skýringin á því að skuldir ís-
lenskra heimila eru á heimsmæli-
kvarða. Þetta stenst þó ekki nema
menn leggi bjartsýni og glám-
skyggni að jöfnu. Bjartsýni sem
styðst við almenna, heilbrigða skyn-
semi er hins vegar þvert á móti ein
af mikilvægustu forsendum þess að
hagur manna vænkist.
Hitt virðist miklu líklegra að or-
sakasamhengið virki í hina áttina
og að skuldirnar geti -dregið úr
bjartsýni. Við því er litið annað að
gera en að herða upp hugann og
hugga sig við sumarið og sólina.
Það kann að vera skammgóður
vermir - en sem betur fer er oft líka
hægt að hugga sig við blákaldar
staðreyndir. Svo vitnað sé í þá
skynsömu menn sem Seðlabankann
skipa: „E.t.v. var tilhneiging til of
mikillar svartsýni á liðnu ári, en
rétt er að vara við of mikilli bjart-
sýni nú."
Það er nefnilega það! Ætii það sé
ekki einmitt á endanum þannig, að
rétt er að láta skynsemina ráða.
Raunar voru helstu merkisberar
þeirrar stefnu menn sem töldu að
öruggasti og besti fararskjótinn
væri lítill, skrýtinn bíll frá Austur-
Evrópu. Það minnir okkur á að rétt
er að blanda við skynsemina hæfi-
legum skammti af bjartsýni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80