Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002
Helgarblað
ny
Lygar og Lillian
Llilian Hellman var fyrsta konan til aö hljóta alþjóðlega
frægð sem leikritaskáld. Enn meiri frægð hlaut hún fyrir
endurminningar sínar en þá reis upp skáldkonan Mary
McCarthy og sagði að allt sem Hellman hefði skrifað
væri lygi.
Lillian Hellman fæddist árið 1905 í New Orleans.
Móðir hennar var af auðugum ættum og faðirinn
stundaði viðskipti með litlum árangri. Lillian var
einkabarn og dáði föður sinn en lýsti móður sinni
sem bjána. Hún var nítján ára þegar þegar hún fékk
vinnu hjá virtu bókaforlagi í New York og hélt því
síðar fram að hún hefði þar uppgötvað William
Faulkner sem var haugalygi. Hún giftist Arthur
Kober, sem var umboðsmaður, og flutti með honum
til Hollywood þar sem hún kynntist sakamálahöf-
undinum Dashiell Hammett. Þegar hann hitti Hell-
mann hafði hann gefið út fjórar sakamálasögur, þar
á meðal Möltufálkann sem var besta bók hans.
Árin með Hammett
Hammett var alkóhólisti og frægðin sem Móltu-
fálkinn færði honum var eitt þaö versta sem gat
hent hann. Hann græddi peninga og þurfti ekki að
vinna og var fjögur ár að ljúka við næstu bók, The
Thin Man, sem færði honum enn meiri peninga. Eft-
ir það hætti hann að skrifa, lokaði sig af inni á hót-
elherbergjum með viskíflöskur og drakk þar til
hann leið út af. Hann átti eiginkonu og tvö börn en
virtist sjaldan muna eftir þeim. I bréfi til útgáfu-
stjóra hans skrifaði eiginkona Hammetts: „Síðustu
sjö mánuði hefur Hammett einungis sent mér
hundrað dollara. Ég er örvæntingarfull, börnin
þurfa fót og borða ekki rétta fæðu og ég fæ ekki
vinnu og bý hjá foreldrum mínum sem eru að verða
gömul og geta ekki hjálpað okkur."
Lióð vikunnar
Nú skil ég stráin
- eftir Davíö Stefánsson
Nú skil ég stráin. sem fönnin felur,
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þelr vlta það best, sem vln slnn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þlg slgla burtu,
og svo kom hlnn langl vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna ...
Þeir vita það best. hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á helmlelð og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
Hellmann skrifaði mikið um samband þeirra
Hammetts og þá í mjög rómantísku ljósi. Sannleik-
urinn var nöturlegri. Vín gerði Hammett ofbeldis-
fullan, ekki sist gagnvart konum. Stuttu eftir að
hann hitti Hellmann kýldi hann hana í boði. Þau
Hellmann rifust stöðugt vegna sambanda hans við
aðrar konur. Ást þeirra var þó sterk, þau skildu við
maka sína og bjuggu saman með hléum þar til
Hammett lést.
Róttækar stjórnmálaskoðanir
Hellmann öðlaðist frægð fyrir leikrit sitt, The
Children's Hour, sem fjallaði um illgjarna skóla-
stúlku sem eyðileggur líf tveggja kennslukvenna
meö slúðursögum um að þær séu lesbiur. Önnur
fræg leikrit hennar eru The Little Foxes, um valda-
baráttu i Suðurrikjafjölskyldu, og The Watch on the
Rhine, um andspyrnumann sem neyðist til að drepa
útsendara nasista. Allt þjóðfélagsleg leikrit með
sterkum siðaboðskap.
Hammett var fangelsaður fyrir að neita að bera
vitni hjá óamerísku nefndinni og árið 1952 var
Hellman, sem hafði mjög róttækar stjórnmálaskoð-
anir, kölluð fyrir nefhdina. Hún var beðin um að
nefna þá vini sína sem væru kommúnistar og svar-
aði: „Ég get ekki og vil ekki sníða samvisku mína að
tískustraumum þessa árs." í endurminningum sín-
um sagði Hellman að maður úti í sal hefði kallað.
„Loksins sýndi einhver hugrekki!" en það var bara
notaleg ímyndun hennar sjálfrar. Það er lífseig saga
að Hellman hafi komist nálægt því að verða gjald-
þrota vegna lagakostnaðar hennar og Hammetts en
sannleikurinn var sá að bæði stóðu ekki skil á
tekjuskatti sem reyndist þeim að lokum dýrt.
Hammett lést árið 1961 og Hellman stóð vörð um
minningu hans. Hún skrifaði endurminningar sínar
sem færðu henni meiri frægð og meira fé en leikrit-
in. Þetta eru þrjár bækur, einstaklega vel skrifaöar,
áhrifamiklar og sérlega skemmtilegar aflestrar en
meinið er að þær byggjast á mestum hluta á lygi.
Hellmann gerði þar sjálfa sig að dýrlingi á mjög
sannfærandi hátt. Verðlaun og viðurkenningar
hlóðust á hana. Kvikmynd var gerð eftir einum
hluta minninga hennar, Juliu, þar sem Jane Fonda
lék Hellmann og Jason Robards lék Hammett svo
sannfærandi að hann fékk óskarsverðlaun fyrir leik
sinn.
Lygar afhjúpaðar
Árið 1980, þegar Hellman var orðin Iifandi goð-
sögn, mætti rithöfundurinn Mary McCarfhy í sjón-
varpsþátt og sagði að allt sem Lillian Hellman hefði
skrifað væri lygi, þar á meðal samtengingar og
ákveðinn greinir. Hellmann gerði nú stærstu mistök
á ferli sínum. Hún ákvað að fara í meiðyrðamál við
McCarthy. Þar sannaðist eina ferðina enn að slíkur
málarekstur vekur enn meiri athygli en ella á ásök-
ununum. Og svo er heldur ekki sérlega vel til vin-
sælda fallið fyrir rithöfund að fara í mál við annan
rifhöfund. Hellmann var rík en ljóst var að ef
McCarfhy tapaði málinu yrði hún að selja hús sitt.
McCarthy var eiturskörp og stundum kölluð „konan
með rakvélarblaðið". Hún setti nú allt sitt vit í
málsvörnina og lagðist yfir verk Hellmann í leit að
lygum. Henni barst hjálp viða að. Martha Gellhorn,
fréttaritari og fyrrum eiginkona Hemingways, opin-
beraði í timaritsgrein átta vegamiklar lygar Hell-
mann um veru hennar á Spáni. Og Stephen Spend-
er beindi athygli McCarfhy að hinu einkennilega
máli Muriel Gardiners. Muriel hélt því fram að hún
væri fyrirmyndin að Juliu sem Hellmann hafði í
endurminningum sínum sagt vera bestu vinkonu
sina. Áhrifamesti kafli í æviminningum Hellman
fjallar einmitt um Juliu, bandaríska auðmannsdótt-
ur sem gerðist sósíalisti og gekk í andspyrnuhreyf-
inguna en var siðan tekin af lifi af nasistum.
Muriel hafði sent Hellmann bréf eftir að hafa les-
ið sögu hennar um Juliu og bent henni vinsamlega
á líkindin milli sín og Juliu en fékk aldrei svar frá
Hellman. Þær Hellman höfðu aldrei hist en saga
Muriel var þekkt í vinahópi Hellmann og þaðan
hafði hún heyrt sögu hennar. Hellmann hélt því
fram í endurminningum sínum að Julia væri dul-
nefni vinkonu sinnar. Nú var hún beðin um að gefa
upp fullt nafn hennar til að sanna raunverulega til-
vist Juliu en þá varð lítið um svör. Muriel kom end-
urminningum sínum snarlega á blað og líkindin
með sögu hennar og sögu Julíu voru með ólíkind-
um. Blaðamenn fóru að spyrja Hellmann óþægilegra
spurninga. Kennari í háskóla í Boston, Samuel
McCracken, lagðist siðan í rannsóknir á endur-
minningum Hellmann um Juliu og sýndi fram á
með óyggjandi rökum að sagan var uppspuni, byggð
á sönnum atburðum úr lífi konu sem Hellmann
hafði aldrei hitt.
Skömmu áður en málflutningur átti að hefjast í
máli McCarthy og Hellman, og mánuði eftir að grein
McCrackens birtist, lést Lillian Hellman. Þá var æv-
intýraheimurinn, sem hún hafði byggt líf sitt á, að
hrynja í kringum hana.
Umsjón:
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Hrifning
unglingsáranna
Snorrl Már Skúlason fjölmiðlamaður segir frá uppáhalds-
þókunum sínum.
„Það hefur einhvern veginn æxlast þannig að
bækur sem ég las sem unglingur eru þær eftirminni-
legustu sem ég hef lesið. Þá var maður móttækileg-
ur, áhrifagjarn og tapaði sér í taumlausri hrifningu
af listinni. Tvær bækur koma sérstaklega upp í hug-
ann i þessu sambandi. Þrúgur reiðinnar eftir John
Steinbeck sem bæði er full af heimspekilegum
vangaveltum og segir sögu eins mesta erfiðleika-
tímabils í bandarískri sögu. Hin er Hamskiptin eftir
Franz Kafka sem hafði mikil áhrif á mig.
Ég get nú ekki sagt að Halldór Laxness höfði
sterkt til mín en samt er Gerpla á meðal minna upp-
áhaldsbóka. Þar er ógleymanlegur kafli sem lýsir ís-
lenskri þrjósku og stolti betur en flestir aðrir sem ég
hef lesið. Það er kaflinn þegar Þorgeir Hávarsson og
svarbróðir hans, Þormóður, sigu í björg eftir eggj-
um. Þorgeiri gekk eggjatakan vel og varð svo bráður
að hann rann á steini. Þverhnípið blasti við þegar
hann náði taki á hvönn sem stóð út úr berginu og
tókst þannig að bjarga sér frá bana. Ekki náði hann
að hífa sig upp og hékk því ósjálfbjarga utan í
bergstálinu. Á meðan kláraði Þormóður, sem var
þar í hvarfi skammt fyrir ofan, sína vinnu og lagði
sig að því loknu. Svaf hann lengi dags en alltaf hékk
Þorgeir á hvönninni og datt ekki í hug að leggjast
svo lágt að kalla á hjálp. Þegar Þormóður vaknaði
undraðist hann um vin sinn og fór að kalla á hann
en Þorgeir bað hann vinsamlegast að vera ekki með
læti, það styggði fuglana. Að lokum sá Þormóður
hvernig komið var fyrir Þorgeiri og bjargaði honum
upp. Fannst Þorgeiri það hið versta mál og var
aldrei gott með þeim svarbræðrum eftir þetta. Þessi
kafli er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Af nútímahöfundum er Einar Már Guðmundsson
í mestu uppáhaldi. Ég tók mig til fyrir 2-3 árum og
las allar skáldsögurnar hans í tímaröð sem var mjög
skemmtilegt. Af hans bókum eru Riddarar hringstig-
ans, Vængjasláttur í þakrennum og Englar alheims-
ins í mestu uppáhaldi. Einar Kárason og Hallgrímur
Helgason eru líka í uppáhaldi."
Óborganleg
Lína
Sögurnar um Línu Langsokk
eru nú komnar í eina bók. Þess-
arsögureru
Lína
Langsokkur,
Lína
Langsokkur
ætlar til sjós
ogLína
Langsokkur í
Suðurhöfum -
uppáhalds-
lesning
flestra barna og þeirra fullorðnu
llka. Hln sjálfstæða og andfé-
lagslega Lína á engan sinn líka í
kostulegum uppátækjum og
frumlegri hugsun. Eftlr lestur-
inn saknar maður þess sárlega
að sögurnar skuli ekki vera
fleiri.
Kvótið
Þvígáfaðri setn maður er
því fleiri frumlega menn
finnur maður. Venjulegt
fólk sér engan mun áfólki.
Pascal
Bókalistinn
Allar bækur__________________
1. UEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG.
Anna Valdimarsdóttir_________
2. HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA.
Dave Pelzer___________________
3. EYÐIMERKURBLÓMIÐ. Waris
Dirie__________________
4. KONAN i KÖFLÓTTA STÓLNUM.
Þórunn Stefánsdóttir     _________
5.  PABBI - BÓK FYRIR VERDANDI
FEÐUR. Inqólfur Gíslason_________
6.  ÞINGVALLAVATN. Pétur M. Jónas-
son oq Páll Hersteinsson_________
7. AF BESTU LYST II. Ýmsir höfundar
8.  HÁLENDISHANDBÓKIN. Páll Ás-
qeir Ásqeirsson________________
9. GARÐURINN - HUGMYNDIR AÐ
SKIPULAGI. Ýmsir höfundar_______
10. ÞJÓÐSÖGUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN.
Jón R. Hjálmarsson
Skáldverk___________________
1. HRINGADRÓTTINSSAGA l-lll.
J.R.R. Tolkien__________________
2. UÓÐASAFN TÓMASAR GUÐ-
MUNDSSONAR. Tómas Guðmunds-
son_________________________
3. HEIMSUÓS - kilja. Halldór Lax-
ness_________________________
4. ALVEG DÝRLEGT LAND - kilja.
Frank McCourt________________
5. STÚDÍÓ SEX - kilja. Lisa Mark-
lund__________________
6. BARN NÁTTÚRUNNAR. Halldór
Laxness______________________
7. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA - kilja.
Hallqrímur Helqason____________
8.  PASSI'USÁLMAR. Hallgrímur Pét-
ursson_______________________
9. HÖFÐINGJAHÓTELIÐ. Agatha
Christie______________________
10. Mýrin - kilja. Arnaldur Indriða-
son_________________
Metsölulisti Eymundsson 9.5. - 15.5.
Kiljur_______________________
1. ON THE STREET WHERE YOU
LIVE. Mary Higgins Clark_________
2. THE SUMMERHOUSE. Jude
Deveraux_____________________
3. CHOSEN PREY. John Sandford
4. ON A WICKED DAWN. Stephanie
Laurens______________________
5. THE VILLA,. Nora Roberts______
Listinn er frá New York Times
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80