Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAU0ARDACURI8.MAÍ2OO2   H' <2 l Q O A"Ö i'd Ö  !!D"V
sérstaklega skemmtilegt við Píkusögur er umræðan
um að við konur tökum ábyrgð á okkur sjálfum og töl-
um um píkuna, sem er yfirfærð merking fyrir konur,
á jákvæðan hátt í stað þess að vera alltaf að segja þeir
þetta og þeir hitt. Þá stendur maður upp og segir:
hver leyfir þeim þetta? Við breyttum einum kafla
leikritsins sem við köllum Píkan mín er reið. Við
nenntum ekki að tala alltaf um hvað þeir væru ömur-
legir en við æðislegar."
Píkusögur hafa verið sýndar víða um land, verð-
urðu vör við mismunandi viðbrögð úti á landi og hér
í borginni?
„Sumt virkar betur úti á landi. Halldóra Geirharðs-
dóttir talar á einum stað í verkinu um konu sem er að
skoða á sér pikuna og likir því við að slægja fisk í
fyrsta skipti. Þetta hefur fengið rosaleg viðbrögð úti á
landi en minni í Reykjavík. Við vorum líka með sýn-
ingu fyrir lesbíur í Samtókunum 78. Það var mjög
skemmtilegt og mikið hlegið á stöðum þar sem aldrei
hafði verið hlegið áður."
Hefur þessi sýning gert eitthvað fyrir þig sjálfa?
„Já, mér finnst ég hafa þroskast mjög. Sigrún Edda
leikstjóri, Halldóra Geirharðsdóttir og Sóley Elías-
dóttir eru frábærar; við höfum kynnst mjög vel. í
þeim hef ég eignast vinkonur fyrir lifstíð. Á æfinga-
tlmabilinu vorum við svo miklar dömur, við máluð-
um okkur og komum alltaf smart klæddar í vinnuna.
Við leyfðum okkur að vera konur.
Eftir Píkusögur fór ég að pæla meira 1 þessum mál-
um. Núna er ég ábyrgari og ber meiri virðingu fyrir
sjáifri mér."
Þú hefur haldið einkalífi þínu fyrir utan fjölmiðla,
„Já, þess vegna heitir það einkalíf."
Faðir þinn er einn þekktasti lögmaður landsins,
„Eg hef alltaf haft áhuga á
leiklist og bakterían kviknaði
fyrir alvöru þegar ég tók þátt í
Hárinu árið 1995. Þegar ég
var í MR langaði mig alltaf
að taka þátt í leiklist í Herra-
nótt en það stangaðist á við
píanótímana; ég var komin
langt í náminu og æfðifimm
tíma á dag. Eg sótti umfram-
haldsnám í sö'ng hjá söngkonu
á Italíu enfékk aldrei svörfrá
henni þótt ég hefði sent henni
gögn og söngþrufur. Eg settist
niður og hugsaði hvað ég ætti
gera og ákvað að sækja um í
Leiklistarskólanum."
Örn Clausen, og móðir þín hæstaréttardómari, Guð-
rún Erlendsdóttir. Ákvaðstu strax þegar þú fórst leið-
ina inn í listina að þú myndir halda einkalífinu frá
kastljósi fjölmiðla?
„Nei, þetta er alls ekki meðvitað. Þetta atvikaðist
þannig."
Fullir bflskúrar
Hvað réð því að þú hófst söngnám þegar þú byrjað-
ir í Háskólanum?
„Snæbjörg Snæbjarnardðttir sagði við mig að ég
ætti að læra söng en hún kenndi í Tónlistarskóla
Garðabæjar þar sem ég lærði á píanó. Ég fór því í
söngnám og lærði óperusöng þótt ég kæmist að því að
það ætti ekki við mig."
Af hverju á óperusöngur ekki við þig?
„Það er ekki mín rödd. Ég fann ekki mína rödd fyrr
en í Leiklistarskólanum með hjálp Elínar Sigurvins-
dóttur sem kennir söng í Leiklistarskólanum og er al-
veg frábær. Hún reynir að þroska rödd hvers og eins
og það er ótrúlegt hvað hún getur gert fyrir fólk. En
óperusöngur er of uppskrúfaður fyrir minn smekk."
En óperusöngnámið kemur sér vel í Boðorðunum
níu?
„Já, það kemur sér vel að hafa lært óperusöng þvi
ég leik óperusöngnema. Ég þurfti því að setjast niður
og rifja upp hvaða arlur ég kunni."
Þú hefur aldrei verið í hljómsveit?
„Nei, en mig langaði rosalega að verða heimsfræg
poppsöngkona þegar ég var unglingur. Það var
draumurinn."
Hvað klikkaði?
„Æi, þú veist, þetta var fjarlægur draumur sem
mér datt ekki I hug að gæti ræst."
Voru fá bilskúrsbönd á Arnarnesinu?
„Þau voru ekki mörg. Nóg af bílskúrum en þeir
voru allir fullir af jeppum."
Af því bara
Hafðirðu einhverja fyrirmynd?
„Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Diddúar og svo
á ég frænku sem er óperusöngkona, Signý Sæmunds-
dóttir. En það var ekki út af því sem ég hóf söngnám
heldur vegna þess að mér fannst ég ekki fá nógu mik-
ið út úr frönskunáminu."
En eru systkini þín á svipaðri línu og þú?
„Systir mín syngur að vísu afskaplega vel en hún er
lögfræðingur hjá rikissaksóknara. Bróðir minn vinn-
ur hjá Lehman Brothers í London."
Þannig að þú ert kannski svarti sauðurinn í fjöl-
skyldunni?
„Já, en ég hef alltaf verið hvött áfram í mínu. Á
einu skeiðinu þegar ég var að velta því fyrir mér hvað
ég ætti að gera þá spurði ég mömmu hvort ég ætti
ekki bara að fara í lögfræði. „Nei, það held ég ekki,"
sagði mamma."
Heldurðu að lögfræði myndi ekki eiga við þig?
„Nei, ég held ekki. Það er einhver rökhugsun í lög-
fræðingum sem ég kemst ekki alveg inn í. Og ég hef
þrjú eintök til að dæma um. Ég verð stundum að fá að
segja af því bara en hjá þeim eru alltaf einhverjar
skýringar á hlutunum."
Og í leiklist er mikið af afþví bara.
„Já, stundum verður algjör kúvending á persónum.
Þannig er það líka í lífinu sjálfu. Þá verður maður að
geta sagt afþví bara."                   -sm
„Ég ætlaði að verða píanó-
leikari en sá fljótt fram á að
ég myndi ekki nenna að vera
ein heima að æfa mig alla
daga. Ég fór því í háskóla til
að læra eitthvað. Ég hafði
áhuga á frönsku. Hún kemur
að góðum iiotmii."
„Eftir Píkusögur fór ég að
pæla meira í þessum málum.
Núna er ég ábyrgari og ber
meiri virðingu fyrir sjálfri
„[...] ég hef alltaf verið hvött
áfram í mínu. Á einu skeiðinu
þegar ég var að velta því fyrir
mér hvað ég ætti að gera þá
spurði ég mömmu hvort ég
ætti ekki bara að fara í lög-
fræði. „Nei, það held ég
ekki," sagði 111:1111111:1."
„Það er einhver rökhugsun í lögfræðingum sem ég kemst ekki alveg inn í," segir Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir leikkona. „Og ég hef þrjú eintök til að dæma um. Ég verð stundum að fá að
segja af því bara en hjá þeim eru alltaf einhverjar skýringar á hlutunum."
DV-mynd E.Ól.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80