Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR IS. MAÍ 2002 Helcjarblaö H>V 45 Þetta hús er við Haukanes og þarna býr þekkt kaupkona í Reykjavík. Kjartan teiknaði húsið fyrir fyrri eiganda. „Ég vorkenndi alltaf fólki sem átti erfitt og vildi hlusta á það sem það vildi. Það þýddi ekki endilega að ég vildi leyfa viðskiptavininum að ráða öllu. Stundum hætti ég við verk í miðju kafi ef ósætti kom upp en það var afar sjaldgæft. Mínir bestu viðskiptavinir voru venjulegt íslenskt millistéttarfólk sem lagði sál sína og krafta í að byggja sér falleg og stór hús. íslendingar eru bjartsýn- ir og áræðnir." Hvað er fallegt hús? Við ökum um Skerjafjörð, Arnarnes og Garðabæ og það er margt skrafað og horft á mörg hús. Sumt af því sem sagt er fer ekki út fyrir hliðar og topp Lincolns og Kjartan er afar tregur til þess að tala um hús sem aðrir hafa teiknað til þess að segja álit sitt á því hvað sé fallegt og hvað ekki. Þó verður ljóst að hann er hallur undir það hefðbundna en lítt hrifinn af fúnkisstíl og einfaldleika nútimans. Hann segir að fallegasta hús Reykjavíkur sé gamla Lands- bókasafnið við Hverflsgötu en finnst ekki mikið til Hallgrímskirkju koma. Kjartan segist hafa farið að hafa hægt um sig fyr- ir um 10 árum þegar hann fékk aðkenningu að hjartveiki og upp úr því flutti hann vinnustofuna heim og smátt og smátt dró hann úr umsvifum sín- um og er nú endanlega hættur. Hann segist eyða tíma sínum í ýmis störf en Kjartan á bílaþvottastöð við Sigtún og sinnir rekstri hennar nokkuð. Kjartan hefur töluverðan áhuga á veiðiskap og hefur árum saman átt hlunnindajörð norður á Ströndum þar sem heitir í Kaldbaksvík og þangað fer hann til veiða. Þar er jarðhiti, silungsveiði og gríðarleg náttúrufegm-ð. „Þar finnur maður þennan einstaka frið.“ Kjartan segist stundum fá sér ökuferð um bæinn og þá blasa handverk hans við honum hvert sem lit- ið er. „Ég er sáttur við sjálfan mig og það sem ég hef gert. Peningar eru ekki allt þótt þeir geri manni kleift að njóta lífsins. Það eru önnur auðævi mikil- vægari og ég hef fengið minn skerf af þeim líka.“ PÁÁ Þetta hús stendur við Bakkavör á Seltjarnarnesi og Kjartan segist vera sérlega ánægður ineð það. Þegar horft er á súlurnar, bogagluggann í stofunni og þakið sjást glöggt það seni kalla má skýrustu höfundareinkenni Kjartans. Sjálfur segir hann að þetta hús sé dæmigert fyrir sinn stíl. Þetta hús stendur við Súlunes í Arnarnesi. f munni almennings er það stundum kallað South fork eins og heimabær Ewing-fjölskyldunnar í Dallas og þess munu vera dæmi að rútur með ferðamenn í skoðunarleiðöngrum taki á sig krók til að líta á slotið. Kjartan teikn- aði það og hann segist vera afspvriiu ánægður ineð þetta hús og þar hafi ekkert verið til sparað enda eigandinn „einstakur fagur- keri". Kjartan Sveinsson undir stýri á R-1960 sem er Lincoln Continental Mark V Diamond Jubilee Edition af árgerð 1978. Sjaldgæfur eðalvagn sem var að- eins framleiddur í rúmlega 5000 eintökum í tilefni af 75 ára afmæli Ford. Kjartan segist helst vilja láta grafa sig i bílnum í fyllingu tímans. GLÆDIR -áburðarvökvi úr klóþangi! GLÆÐIR er mjög næringarríkur áburðar- vökvi sem hentartil notkunar á grasflatir, íþrótta-og golfvelli, tré, runna, úti- og inni- plöntur, kartöflur og flestan annan gróður. GLÆÐIR erseldur í 5,10 og 20 lítra brúsum, 120 lítra tunnu og 1000 lítra tanki. Nánari upplýsingar á útsölustöðum. GLÆÐIR er seldur í blóma- og garðvöruverslunum. Framleiðandi Guðjón D. Gunnarsson Reykhólum. S: 434 7785 og 866 9386 Smáauglýsingar DV 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.