Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						I
LAUCARDAGUR 18. MAÍ2002   f~l & t Cf Ci f t> l C3 <3  Aj^\T   49   -^.
Guðjón Þórðarson fagnar ekki fleiri sigrum með Stoke City. Hann er mjög óhress með framvindu mála síðustu dagana. Hann mun eflaust taka við nýju liði áður en langt um Iíður.
Ekki var allt sem sýndist
Það er ekki ofsögum sagt að þessi vika, sem senn er að
baki, hafi verið viðburðarík hjá enska knattspyrnufélag-
inu Stoke City, í tvennum skilningi þó. Félagið náði um
síðustu helgi langþráðu takmarki sínu að komast upp um
deild þegar liðið lagði Brentford i hreinum úrslitaleik um
laust sæti í 1. deild. Áhangendur liðsins réðu sér varla
fyrir gleði og menn hlökkuðu til haustsins þegar lið
þeirra hæfi keppni að nýju í nýrri deild. Ekki var allt sem
sýndist því að tjaldabaki voru hlutir að gerjast, sem voru
síðan gerðir opinberir sl. miðvikudagskvöld, en þeir
fólust í því að stjórn félagsins með íslendinga i meirihluta
óskuðu ekki lengur eftir kröftum Guðjóns Þórðarsonar,
knattspyrnustjóra liðsins, mannsins sem stýrði liðinu
upp í 1. deild. Þetta virtist koma flestum í opna skjöldu
en alveg ljóst að þetta gerðist ekki á einni nóttu. Þetta
hafði lengri aðdraganda og víst að það andaði köldu á
milli Guðjóns og stjórnar félagsins.
Þetta sem gerst hefur skyggir óneitanlega á sigurgleð-
ina en áhangendur liðsins vissu ekki betur en allt væri í
stakasta lagi og Guðjón Þórðarson myndi stýra skipinu i
1. deild að hausti. Lífið er hverfult og það sannaðist held-
ur betur í þessu dæmi. Hvað gerðist í raun spyrja eflaust
margir en þeirri spurningu verður kannski aldrei al-
mennilega svarað.
Guðjón Þórðarson var ráðinn til félagsins í nóvember
1999 þegar íslenskir athafnamenn eignuðust meirihluta í
þessu fornfræga félagi. Það var ekki auðvelt fyrir Guðjón
að detta inn i heim knattspyrnunnar á Englandi enda
kom á daginn að þetta fyrsta tímabil hans var erfitt. Hann
tók við liðinu af Gary Megson sem í vor stýrði West
Bromvich Albion upp í úrvalsdeildina.
Guðjón hafði ekki mótað lið eftir sínu höfði en að loknu
fyrsta tímabilinu var markvisst stefnt að því að komast
upp í 1. deild. Þau áform gengu ekki eftir heldur þótt lið-
ið hafi ekki verið langt frá því takmarki.
Samningur Guðjóns við Stoke var stokkaður upp sl.
Tiaust og samdi hann við félagið til eins árs. í upphafi ný-
afstaðins tímabils sáu menn teikn á lofti þess efnis að nú
væri tími Stoke runninn upp og stefhan var tekin á að
komast upp um deild. Staðreyndin liggur fyrir og Stoke
leikur í 1. deild á næsta tímabili.
Árangurinn talar sínu máli
Það verður aldrei tekið af Guðjóni Þórðarsyni að hann
er maður fylginn sér, stundum harður í horn að taka en
hann hefur mikinn metnað í þeim störfum sem hann tek-
ur sér fyrir hendur. Árangur hans með félagslið hér á
landi talar sínu máli og síðar þegar hann tók við stjórn-
inni á landsliðinu. Undir hans stjórn náði íslenska lands-
liðið mjög merkum árangri og segja má að hann hafi skot-
ið Guðjóni í sviðsljós evrópskrar knattspyrnu.
Það er engum vafa undirorpið að Guðjón var maðurinn
á bak við gott gengi landsliðsins og frægt er jafnteflið við
heimsmeistara Frakka svo eitthvað sé nefnt í því sam-
bandi. Það var vitað að Guðjón horfði til vettvangs á er-
lendri grundu og þar langaði hann að spreyta sig. Sagt er
að Guðjón hafi viðrað þá hugmynd fyrir fjárfesta hér á
landi að eignast meirihluta í félagi á Englandi. Mál þró-
uðust síðan með þeim hætti að það varð að veruleika. ís-
lendingarnir keyptu eitt elsta félag Englands, Stoke City,
sem lifði á fornri frægð.
Margir af þekktustu knattspyrnumönnum Englands
hafa leikið með félaginu og liðið átti á sjötta og sjöunda
áratug síðustu aldar marga stuðningsmenn og þeir leynd-
ust allmargir hér á landi. íslendingar hafa alltaf borið
taugar til Stoke og þau bönd styrktust til muna þegar at-
hafnamenn frá Islandi keyptu meirihluta í félaginu. Allir
áhugamenn um knattspyrnu óskuðu íslendingaliðinu alls
hins besta og fylgst var með gangi mála af áhuga í dag-
blöðum og ekki var verra að fá beina sjónvarpsútsend-
ingu frá leikjum þess beint heim í stofu.
Á þessari stundu hefði maður haldið að menn sæju
fram á bjarta tíma með blðm í haga. Guðjón Þórðarson
hafði skilað sínu, því að koma liðinu í 1. deild, og nú
væru verkefnin ærin og hann tilbúinn sem aldrei fyrr að
takast á við þau.
Naut ekki góðs af sölu leikmanna
En ekki er allt gull sem glóir, segir gamalt máltæki.
Guðjón hefur yfirgefið Brittania í Stoke. Það kemur í hlut
annars framkvæmdastjóra að stjórna liðinu þaðan sem
Guðjón Þórðarson skildi við það. Það er margt skrýtið i
kýrhausnum en einhvern veginn hefði maður aldrei trú-
að þessari þróun mála. Það er eins og eitthvað stórt væri
að gerast á bak við tjöldin. Þetta merktu þeir sem komust
í snertingu við atburðarásina, þar kraumaði undir niðri,
og ekki var vitað hvaða stefnu málið myndi taka. Menn
voru ekki samstiga í verkefninu og fyrir vikið fjarlægðust
aðilar hvor annan smám saman, Guðjón og stjórnin.
Það kom fram í vetur að Guðjón vildi meira fé til um-
ráða sem hann gæti m.a. nýtt til leikmannakaupa og ann-
arra þarfa sem kæmi liðinu til góða í baráttunni við að
komast upp i 1. deild. Það var ljóst og kom fram í fréttum
að fjárlagarammi félagsins var knappur, ekki voru til
peningar til leikmannakaupa, þvert á móti skyldu leik-
menn seldir. Félagið seldi um síðir tvo af sterkustu leik-
mönnum sínum, þá Peter Thorne og Graham Kavanagh.
Ekki voru allir á einu máli um þessar sölur og komu áköf
mótmæli frá áhangendum liðsins sem og Guðjóni sjálfum.
Stjórnin var á bak við þessa ákvörðun. Hún réði að lok-
um enda fengust peningar í kassann og ekki þótti af veita.
Gott verð fékkst fyrir umrædda leikmenn en ekki var sjá-
anlegt að liðið nyti góðs af og þá Guðjón til að kaupa ein-
hverja leikmenn í staðinn.
Merkum áfanga náð
I þessari stöðu var ekkert annað fyrir Guðjón að gera
en að spýta í lófana, sigla skipinu áfram með þá áhöfn
sem hann hafði um borð. Ekki skyldi horfið frá fyrirhug-
aðri stefnu, að reyna að koma liðinu upp um deild. Að
visu fékk hann einn nýjan liðsmann á seinni stigum þeg-
ar Arnar Gunnlaugsson gerði skammtíma samning við fé-
lagið sem skyldi gilda út tímabilið. En Guðjón fékk að
kynnast ólgusjó þegar nokkrir leikmenn heltust úr lest-
inni vegna meiðsla. Það þýddi ekki að gefast upp þrátt
fyrir þessar mótbárur, liðið hélt sjó og eftir þvi sem á leið
var takmarkið ekki svo langt undan. Það hafðist á endan-
um og bæjarbúar í Stoke fögnuðu merkum og langþráðum
áfanga.
Það vita allir sem standa í viðskiptum að gott samband
og trúverðugleiki verður að ríkja í allar áttir. Rekstur á
knattspyrnufélagi er þar ekki undanskilinn en svo virðist
sem einhver skortur hafi verið á því í þessu dæmi. Hér
verður ekki lagður dómur á hver á sök en hjá því verður
ekki litið að einhver alvarlegur ágreiningur hefur verið í
gangi. Menn urðu varir við hann strax eftir leikinn við
Brentford þar sem sætið í 1. deild var innsiglað. Á þess-
ari sigurstundu hefðu allir aðilar eðlilega átt að kætast og
fagna settu marki. Svo var ekki og undir niðri kraumaði
mikill ágreiningur sem einungis Guðjón Þórðarson og
stjórnarmenn Stoke vissu ástæðuna fyrir.
Frá því að ákvörðun stjórnar Stoke City lá fyrir hafa
áhugamenn um knattspyrnu spurt sig margra spurninga
þessu máli tengdu en fátt er um svör. Úr því að Guðjón
kom liðinu í 1. deild, hvers vegna í ósköpunum fær hann
ekki að halda áfram að stjórna liðinu? Það er fátítt að
knattspyrnustjóri, sem kemur liði sínu upp um deild sé
ýtt til hliðar. Ágreiningurinn var djúpstæður beggja meg-
in borðsins, höggva þurfti á hnútinn og það kom í hlut
eigenda liðsins, skiljanlega, að gera það. Það eru þeir sem
ráða ferðinni hvort sem mönnum líkar það betur eða
verr. Eftir því sem næst verður komist voru stjórnar-
menn ekki einhuga í ákvörðunartökunni að gera ekki nýj-
an samning við Guðjón. Fjórir voru því fylgjandi og tveir
á móti á stjórnarfundi sem haldinn var í Reykjavík á mið-
vikudagskvöldið. Guðjóni var í framhaldinu kynnt niður-
staðan og þegar hann mætti á skristofu sína á Brittania
sl. fimmtudagsmorgun lá uppsagnarbréfið á skrifborði
hans. Sögur hafa verið á kreiki þess efnis að ákvörðun
um framtíð Guðjóns hafi legið fyrir áður en leikur Stoke
hófst gegn Brentford en ekkert skal fullyrt í þeim efnum
á þessum vettvangi.
Fólkið í Stoke vildi halda Guðjóni
Á blaðamannafundi, sem Guðjón Þórðarson hélt í
Stoke, sagði hann þetta viss vonbrigði en það var samt
ekki að heyra á hans orðum að hann legði árar í bát, síð-
ur en svo. Guðjón ætti í öllu falli ekki að þurfa að mæla
göturnar lengi og hans bíður eflaust nýtt starf handan við
hornið. Það hefur löngum verið sagt að heimur knatt-
spyrnustjórans sé harður og því hefur Guðjón fengið að
kynnast. Þegar allt virtist leika í lyndi var ekki allt sem
sýndist að tjaldabaki.
Hver svo sem tekur við starfi Guðjóns hjá Stoke má
víst telja að hans bíði krefjandi verkefni. Meirihluti al-
múgans i Stoke vildi halda Guðjóni og kröfur til nýs
knattspyrnustjóra verða miklar. Hinu má ekki gleyma að
töluvert skilur að því að leika í 2. deild og þeirri fyrstu og
því má alveg ljóst vera að stjórnendur Stoke standa
frammi fyrir því að þurfa að styrkja liðið allnokkuð. Lið-
ið fer ekki langt á þeim mannskap sem fyrir er í dag
þannig að það kostar töluverð fjárútlát að leika í nýrri og
sterkari deild.
Situr ekki lengi með hendur í skauti
Hvort stjórendur félagsins eru tilbúnir til þess er ekki
vitað eða þá hitt hvort peningar séu til þess á annað borð.
Staðreyndin eru engu að síður sú að Stoke City sér fram
á harðari og sterkari andstæðinga en áður og líklega
verður ekki komist hjá þvi að styrkja mannskapinn. Það
kemur í hlut nýs þjálfara að skipuleggja hlutina með hlið-
sjón af liðinu, efla það og gera það samkeppnishæft.
Úr því að mál hafa tekið þessa stefnu, Guðjón horfinn
á braut, hvað gera þeir íslensku leikmenn sem hafa verið
á mála hjá félaginu? Sonur Guðjóns, Bjarni, hefur verið á
sölulista um allnokkrun tíma svo ætla má að framtið
hans sé óráðin. Samningur Arnars Gunnlaugssonar er
runninn út þannig að staða hans er í lausu lofti, alla veg-
ana þessa stundina. Brynjar Björn Gunnarsson, Ríkharð-
ur Daðason og Stefán Þórðarson eru allir á samningi.
Tíminn einn mun leiða i ljós hver framtíð umræddra leik-
manna innan félagsins verður.
Guðjón Þórðarson leggur árangur sinn í dóm næsta at-
vinnurekanda. Hann talar sínu máli. Nokkur liö á Eng-
landi og í Skandinaviu hafa haft augastað á Guðjóni. Það
tekur eflaust einhvern tíma fyrir Guðjón að átta sig á
orðnum hlut en það er mín trú og sannfæring að hann
sitji ekki lengi með hendur í skauti.            -JKS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80