Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUCARDAGUR 18. MAf 2002   f~é& lCf Ct f'tj lCt CJ  JLJ' \f    51   .'
I

x\StlIl eða dauðinn
9
i
,
l
ÞESSI SAGA HEFST I RAUNINNI þegar ungur
rennismíðanemi kynntist stúlku af Teigunum vorið
1962. Hann var að læra rennismíði í Héðni og var um
tvitugt. Hann var alinn upp í Vesturbænum í stórum
systkinahópi og stundaði sveitastörf og verkamanna-
vinnu að loknu gagnfræðanámi.
Hún var átján ára gömul þegar þau kynntust og var
með annan fótinn í Danmörku. Þau kynntust vorið
1962 og skemmtu sér allmikið saman þá um sumarið
og veturinn eftir. Eigi bundust þau þó festum og þótt
neminn bæði stúlkuna að giftast sér neitaði hún bón-
orði hans og fannst ekki koma til greina að binda
trúss sitt við hann til hjónabands. Hún fór til Dan-
merkur vorið 1963 og þegar hún kom heim á ný vildi
hún ekki lengur hafa neitt með piltinn að gera og
neitaði að fara með honum á dansleiki og þess háttar
þótt hann sæktist talsvert eftir því.
Þannig var sambandi þeirra i raun lokið frá sjón-
arhóli stúlkunnar en hún virtist vera ein um þá
skoðun. Pilturinn sagði fyrir dómi að frá vorinu
1963 hefði stúlkan verið stöðugt i huga hans og
hann hafi ekki getað hugsaö sér að annar nyti
hennar. Hann kvaðst hafa séð stúlkuna í fylgd með
öðrum manni þá um veturinn og hafi hann þá
ákveðið með sjálfum sér að annaðhvort yrði um-
rædd stúlka eiginkona hans eða hann myndi stytta
henni aldur.
Það var síðan þriðjudagur 12. maí sem pilturinn
valdi til þess að fremja ódæðið. Hann fékk leyfi úr
vinnu sinni um hádegisbil, keypti sér eina flösku af
brennivíni og tók hana með sér heim og hóf að
neyta hennar. Frændi hans ungur kom og sat með
honum part úr deginum og varð ljóst að eitthvað
hvildi þungt á honum en ekkert var minnst á
ástæður þess. Seint um daginn hringdi pilturinn í
bónda í Vatnsdal þar sem hann hafði verið í vinnu-
mennsku og var ákveðið að hann kæmi til starfa
hjá bóndanum fljótlega.
Ást eða dauði
Hann ákvað nú að láta til skarar skríða og freista
þess að fá stúlkuna með sér norður í vinnumennsk-
una en deyða hana ella. Hann setti afganginn af
brennvininu á maltflösku, tók skeiðahníf og setti í
vasa sinn. Hann hélt síðan að heimili stúlkunnar
við Hraunteig og hitti hana þar fyrir ásamt vin-
konu sinni. Þau settust öll þrjú inn á herbergi
stúlkunnar og spjölluðu saman langa stund.
Um klukkan 10 fór vinkonan af vettvangi og þá
gafst tækifæri til þess að ræða við stúlkuna og bað
pilturinn hana að koma með sér norður í land. Hún
kvaöst þá vera því alvg fráhverf og kom fram að
hún væri farin að vera með ákveðnum manni. Þá
lýsti pilturinn því yfir að enginn skyldi njóta henn-
ar nema hann, dró fram skeiðahnífinn og lagði til
hennar mörgum stungum. Hann taldi hana örenda
þegar hann yfirgaf staðinn og mætti vinkonunni í
stiganum og sló hana þéttingsfast í höfuðið. Hann
komst svo út á götu og lét leigubíl aka sér vestur á
Grandagarð. Þar tæmdi hann vasa sína og fyllti þá
af steinum og kastaði sér í sjóinn í þeim tilgangi að
drekkja sér. Hann guggnaði hins vegar á því þegar
í sjóinn var komið og buslaði að landi aftur og
kraflaði sig á þurrt við Kaffivagninn. Þar komst
hann í sima og hringdi í lögregluna og sagði til sín.
Lögreglan fékk símtalið um klukkan 11 um kvóld-
ið og þegar hún kom á vettvang í Kaffivagninum
sat pilturinn þar á bekk rennblautur, alldrukkinn
og grét og hljóðaði og lýsti atburðum kvöldsins fyr-
ir lögreglunni. Hann var fiuttur á lögreglustöðina
og þaðan í fangageymslu en var fyrst gefin róandi
sprauta.
Stúlkan sem fyrir stungunum varð bar fyrir rétt-
inum að hún hefði fyrst haldið að ákærði væri að
sækja flösku i vasa sinn þegar hann dró upp hníf-
inn. Hún fann síðan hnífstungurnar dynja á sér
eina af annarri. Þegar hún reyndi að bera fyrir
hendina og hljóðaði af hræðslu og sársauka, tók
ákærði svo harkalega í hönd hennar að hún fór úr
liði um öxl. Stúlkan bar fyrir réttinum að hún hefði
verið stungin átta sinnum alls. Þegar ákærði flýði
af vettvangi kom faðir stúlkunnar og móðir og þeim
tókst að stöðva blæðingar úr sárum hennar, sem
voru allmiklar, og koma henni undir læknishend-
ur.
Vinkonan sem slegin var bar fyrir réttinum að
ákærði hefði verið nokkuð drukkinn þegar hann
kom á staðinn en verið rólegur. Hún sagðist hafa
skilið vinkonu sína þannig að hún víldi siður vera
ein með piltinum og því hefði hún hraðað för sinni
en hún þurfti nauðsynlega að skreppa í næsta hús.
Þegar hún kom til baka eftir stutta stund brá henni
verulega því á tröppunum heyrði hún hræðilegt
neyðaróp að innan og þegar hún hraðaði sér upp
stigann gekk hún í flasið á hinum ákærða með fyrr-
greindum afleiðingum.
í vitnisburði lækna kemur fram aö stúlkan hefði
ekki verið með lifshættulega áverka en næstu daga
eftir komu á sjúkrahúsið hafi hún verið í tauga-
áfalli, sofið illa, hrokkið upp með andfælum og end-
urlifað árásina hvað eftir annað. Læknar sögðu að
stúlkan hefði legið á sjúkrahúsi í tæpa tvo mánuði
eftir þennan atburð og verið búin að ná sér að
mestu líkamlega þegar hún var útskrifuð en töldu
að andleg eftirköst yrðu umtalsverð. Vinkona henn-
ar, sem árásarmaðurinn veitti þungt höfuðhögg á
leiðinni af vettvangi glæpsins, átti við veruleg eftir-
köst að stríða, bæði líkamleg og andleg, og þurfti
meðal annars að hætta við að ljúka prófi úr 3. bekk
Menntaskólans í Reykjavík.
Hraunteigurinn er friðsæl gata og hefur alltaf verið.
Hún varð samt sögusvið hörmulegra atburða á
sjöunda áratugnum þegar ungur maður hugðist bana
unnustu sinni.
Sérkennileg ástríða unqs manns íReukjavík
leiddi hann til óhæfuverka ímaí 1964. Þá
ætlaði hann að bana unnustu sinni frekar
en að sjá á eftir henni íarma annars manns.
Að loknum þeim verknaði huqðist hann
stutta sér aldur með þvíað stökkva ísjóinn.
Hvort tveqqja mistókst sem beturfer oq
bæði fórnarlambið og ódæðismaðurinn
lifðu.
Á vettvangi glæpsins fann lögreglan skeiðahníf,
18 sentlmetra langan, með 8,3 sentímetra löngu
blaði sem var blóðugt. Miklir blóðflekkir fundust á
staðnum. Daginn eftir verknaðinn fundust á
Grandagarði hvítur vasaklútur, blóðflekkaður og
slíður utan af skeiðahníf ásamt veski ákærða.
Greindur en dulur
Tómas Helgason yfirlæknir rannsakaði árás-
armanninn í aðdraganda réttarhaldanna og segir í
skýrslu sinni:
„Hér er um að ræða vel greindan en dulan og
innilokaðan mann, sem getur ekki tjáð tilfinningar
sínar á eðlilegan hátt og á erfitt með að ræöa sín
eigin vandamál við aðra. Hann er frekar kaldlynd-
ur og vill helst ekki þurfa að taka mikið tillit til
annarra, þó honum sé ljóst vegna hinnar góöu
greindar sinnar að slíkt ber mönnum að gera og
hafi yfirleitt gert það. Hann hefur orðið mjög hrif-
inn af ungri stúlku, þeirri fyrstu sem honum hefur
orðið nokkuð ágengt við, talið sig hálftrúlofaðan
henni, þó ekki væri beint talað út um það en
kannske haft gilda ástæðu til að ætla að svo væri
m.a. vegna tíðra bréfaskrifta er stúlkan dvaldi er-
lendis. Það er því eðlilegt að það yrði jafninnilukt-
um manni og sambándslausum mikið áfall er stúlk-
an sleit sambandi þeirra.
Vegna skapgerðargalla sinna gat X ekki
leitað til annarra til að hjálpa sér að yf-
irstíga erfiðleikana sem hann átti í eftir
þetta heldur lokaði allt inni i sjálfum
sér.
Álit mitt á X er að hann er hvorki haldinn meiri
háttar geðsjúkdómi né vanti vit heldur að hann hafi
afbrigðilegan persónuleika, sé mjög áberandi kleyf-
hugi þ.e. á fagmáli kallað schizioid psychopatia."
Þaö var niðurstaða í héraöi að ákærði skyldi
dæmdur í 12 ára fangelsi og til þess að greiða állan
sakarkostnað. Þannig endaði þráhyggjukennd ástsýki
unga mannsins með því að leggja líf tveggja mann-
eskna í rúst þótt enginn væri sviptur lífi.     -PÁÁ
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80