Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002
Fréttir
lö^yr
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra:
Við gerðum klar-
lega okkar mistök
- með því að mótmæla ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma
Ámi Mathiesen
sjávarútvegsráð-
herra segir að ís-
lensk stjórnvöld
hafi klárlega gert
mistök með þvi að
mótmæla ekki hval-
veiðibanninu á sín-
um tíma likt og
Norðmenn gerðu.
Alþjóða hvalveiði-
ráðið hafnaði á ráðstefnu í
Arni
Mathlesen
Yoko-
hama i gær umsókn íslendinga um
fulla aðild að ráðinu með fyrirvara
íslendinga um afnám hvalveiði-
bannsins. Ráðherra telur óliklegt
að íslendingar muni nokkru sinni
fá fulla aðild að ráðinu með ásætt-
anlegum fyrirvörum.
Fulltrúl Islands
Stefán Ásmundsson, formaður
íslensku sendinefndarinnar kynnir
málstað íslands meðal
blaðamanna ígær.
25 ríki greiddu atkvæði með til-
lögu Bo Fernholms, formanns
ráðsins, um að framlengja áheyrn-
araðild íslendinga án atkvæðis-
réttar. Þrír sátu hjá en 20 vildu
veita íslendingum fulla aðild. Árni
segir að bolabrögð hafi verið við-
höfð af hálfu formanns ráðsins en
óljóst sé til hvaða leiða islensk
stjórnvöld grípi í framhaldinu.
- Hver er afstöðumunur ráðsins
á annars vegar á veiðum íslend-
inga og hins vegar veiðum Norð-
manna?
„Norðmenn mótmæltu 1983 þeg-
ar hvalveiðibannið var sett á og
þess vegna eru þeir óbundnir af
banninu. Við erum að reyna að
vinna það upp sem við gerðum
ekki þá. Við erum búnir að vera
úti í tiu ár," segir sjávarútvegsráð-
herra.
Sorglegt að sjá
Árni segir afar sorglegt að sjá
hve langt menn séu tilbúnir að
ganga í brotum á fundarsköpum,
alþjóðalögum og stefnusáttmála
hvalveiðiráðsins til að koma í veg
fyrir fulla aðild íslendinga að ráð-
inu og það jafnvel eftir að íslend-
ingar hafi aðlagað fyrirvarann til
að koma á móts við ráðið. Telur
hann fullreynt með aðild íslend-
inga að ráðinu i ljósi niðurstöð-
unnar?
„Það verður a.m.k. mjög erfitt
að komast þarna inn með fyrirvar-
ann. Það hefur sýnt sig tvisvar að
menn eru reiðubúnir til að beita
hvaða ráðum sem er til að koma í
veg fyrir þetta og það er vafasamt
að okkur muni nokkru sinni
takast það," segir Árni. Á hinn
bóginn telur hann ekki útilokað að
veiðar á hval hefjist án þátttöku í
ráðinu.
ASBJORN BJORGVINSSON OG HELMUT LUGMAYR
**** hábær bók!
Hvalaskoðun
Stórkostleqar myndskreytinqar          •»  í-.|~-%-J
af öllum hvðlunum eftir Martln Camm  VI0  ISIðnQ
¦                 IASBJÖRN BjðRGVINSSON i  HELMUT LUSMAYR
¦o ?    Hvalaskoðun
Saqt á lifandi og aðgengilegan hátt frá lífsháttum hvala, atferli þeirra
og hegðun. Einnig yfirlit yfir nokkrar fugla- og selategundir sem sjást
í hvalaskoðunarferðurn. Bókin er ríkulega myndskreytt, einkar fróðleg
og nauðsynlegur ferðafélagi íhvalaskoðunarferð.
f bókinni eru
upplýsingar um öll
hvalaskoðunar-
fyrirtæki á íslandi
JjjO
jpv  útgAfa
Bræðraborgarstrgur 7
Slmi S75 5600
Stuttar frettir
Vísar ummælum á bug
Gunnar I. Birgis-
son, formaður bæj-
arráðs Kópavogs og
leiðtogi sjálfstæðis-
manna í Kópavogi,
vísar ummælum
Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur borg-
arstjóra um skipu-
lagsmál á bug. Borgarstjóri gagn-
rýndi skipulagsmál í Kópavogi í við-
tali við Morgunblaðið og sagði að
mörg mistök hefðu verið gerð.
Gunnar segir orð Dorgarstjóra sýna
öfund í garð Kópavogsbúa.
Aukatónleikar
Vegna gífurlegrar eftirspurnar á
tónleika sígaunasveitarinnar Taraf
de Haidouks hefur verið ákveðið að
sveitin haldi aukatónleika í kvöld.
Tónleikarnir verða sem fyrr haldn-
ir á Broadway og miðasala er í
Bankastræti 11.
Grafið í Skálholti
Viðamesta fornleifarannsókn sem
ráðist hefur verið í hérlendis er haf-
in í Skálholti og mun standa næstu
fimm árin. Fjöldi sérfræðinga, inn-
léhdra sem erlendra, vinnur að upp-
greftinum.
Formöur hvalveiöiráösins
Svíinn Bo Fernholm stýrir Alþjóða hvalveiðiráðinu og reyndist íslendingum
óþægur Ijár í þúfu um helgina sem kann að þýða veruleg eftirmál í
samskiptum íslands og Svíþjóðar. Bo er fyrir miðju á myndinni sem tekin
er á fundsinum í gærdag.
Mistök að mótmæla ekki
- En voru mistök að ganga úr
ráðinu á sínum tíma?
„Það hefur eiginlega ekkert með
þetta mál að gera. Ef við værum
enn þá í ráðinu hefðum við aldrei
haft fulla möguleika á að láta
reyna á hvort við gætum fengið
samþykktan fyrrvara. Hins vegar
er alveg klárt að við gerðum mis-
tök með því að mótmæla ekki þeg-
ar hvalveiðibannið var sett á.
Norðmenn geta veitt núna af því
að þeir mótmæltu þá en Japanar
veiða aftur í vísindaskyni og eiga
þess vegna rétt á aðild að ráðinu.
Það^er nauðsynlegt fyrir okkur að
vera aðilar að ráðinu til að geta
selt afurðirnar, hvort sem um ræð-
ir veiðar í atvinnu- eða visinda-
skyni."
Aðspurður hvort líkur á hval-
veiðum íslendinga í atvinnuskyni
hafi ekki dofnað mjög játar ráð-
herra því en segir nauðsynlegt að
hafa í huga að þótt íslendingar
hefðu fengið fyrirvarann sam-
þykktan hefðu þjóðir getað mót-
mælt veiðum i atvinnuskyni með
sérsamningum. Það eigi hins veg-
ar ekki við um vísindaveiðarnar.
Sjá einnig bls. 6          -BÞ
Líkamsárás í Kaupmannahafnarflugi:
Ráðist í tvígang
á konu í f lugtaki
Hafnarfjörður fær mest
Hæsta framlag úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga vegna rekstrar grunn-
skóla á þessu ári fer til Hafnarfjarð-
ar, eða rúmar 206 miUjónir króna.
Akureyri fær 134 milljónir, sveitar-
félagið Skagafjörður fær 78 milh'ón-
ir, Mosfellsbær 78 milljónir og Ár-
borg 78 milljónir. Önnur sveitarfé-
lög fá minna.
B0KIN KEMUR UT A ÞREMUR TUNGUMALUM
Lögreglan á Kefla-
víkurflugvelli rann-
sakar nú líkamsárás
sem átti sér stað í
Kaupmannahafnar-
flugi Flugleiða í
fyrradag. Árásin
varð með þeim hætti
að maður veittist í
tvígang að farar-
stjóra íslenska lands-
liðsins í knattpyrnu,
Ingibjörgu Hinriks-
dóttur, en hún var á
heimleið eftir lands-
leik liðsins i Rúss-
landi.
Að sögn Ingibjarg-
ar var vélin í flug-
taki þegar maðurinn
veittist að henni í
fyrra skiptið. „Ég sé
allt í einu hvernig
maðurinn, sem situr
skáhallt fyrir framan
mig, rís upp og reynir að slá til mín
með þeim orðum að ég eigi að þegja.
Ég næ ásamt samferðafólki mínu að
stoppa hann og hann virðist róast.
Það leið hins vegar ekki löng stund
áður en maðurinn stökk upp og
æddi af stað aftur. Þá tókst Jörundi
Áka Sveinssyni, þjálfara landsliðs-
ins, að stöðva hann," sagöi Ingi-
Ingibjörg Hlnriksdóttir
Hún hlaut skrámur í andlit við
árásina og mun gefa lögreglu
skýrslu í dag.
björg í samtali við
DV.
Hún sagði að sér
og farþegum hefði
brugðið mjög við
árásina en flugliðum
hefði tekist með yfir-
veguðum hætti að
koma á ró í vélinni.
Flugfreyjur hefðu
haft gott auga með
manninum það sem
eftir lifði ferðar og
hann ekki verið til
frekari vandræða.
Ingibjörg     hlaut
nokkrar skrámur í
andlit við árásina.
Hún mun gefa rann-
sóknarlögreglunni
skýrslu um málið í
dag. í framhaldi af
því mun hún taka
ákvörðun um hvort
hún kærir manninn
fyrir líkamsárás.
Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli
var gert viðvart og beið hún manns-
ins við komuna. Guðjón Arngríms-
son, upplýsingafulltrúi Flugleiða,
sagði að atvik sem þetta væri litið
alvarlegum augum. Það væri hins
vegar lögreglu og yfirvalda að ljúka
málinu.                -aþ/BÞ
Ný vopnaleit
Um þessar mundir er unnið að
uppsetningu vopnaleitartækis á Eg-
ilsstaðaflugvelli. Tækið er sett upp
vegna áætlunarflugs þýska flugfé-
lagsins LTU en handfarangur far-
þega verður gegnumlýstur auk þess
sem þeir þurfa að ganga í gegnum
málmleitarhlið.
Hætt við undirritun
Aðeins þremur stundum fyrir
undirritun 170 milljóna samnings
um endurbætur á Sjúkrahúsi Akra-
ness var framkvæmdasrjóra stofn-
unarinnar tilkynnt að undirritun-
inni væri frestað. Ástæðan var sögð
sú að kveða þyrfti niður átök innan
ríkisstjórnarinnar. RÚV greindi frá.
Hittir Arafat
Halldór     Ás-
grímsson utanrík-
isráðherra heldur
til ísraels á næst-
unni og mun eiga
fund 29. maí með
Ariel Sharon, for-
sætisráðherra
ísraels, Simon Per-1
es utanríkisráðherra og Moshe
Qatzav, forseta landsins. Staöfest-
ing þessa efnis hefur borist frá
ísraelskum stjórnvöldum. Að
sama skapi hefur heimastjórn
Palestinu staðfest að fundur Hall-
dórs og Arafats verði tveimur dög-
um síðar eða 31. mai. Þeir munu
hittast í Ramallah.
Barn fram af kletti
Fimm ára barn setti bíl fram af
kletti við Álfaborgir í Grafarvogi á
átrunda tímanum í morgun. Barnið
var eitt i bílnum, foreldri ókomið,
og tókst því að koma bílnum af staö
og rann hann fram af kletti. Barnið
hlaut nokkur meiðsli og fjarlægja
þurfti bílinn með kranabíl.
-GG/aþ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40