Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002
Fréttir
r>v
Héraðsdómur:
Dæmdur fyrir
kynferðislega
hegoun
Maður á sjötugsaldri var fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir kynferðislega hegðun
gagnvart unglingsstúlku þegar þau
unnu saman á bensínstöð í ágúst sl.
Maðurinn og stúlkan voru bæði á
vakt á bensínstöðinni daginn sem
þetta gerðist. Samkvæmt framburði
stúlkunnar fór maðurinn inn á sal-
erni þar sem hún var að snyrta sig,
læsti hurðinni, kastaði af sér þvagi
og þvoði síðan kynfæri sín í vaskin-
um fyrir framan stúlkuna.
Maðurinn bar að hann hefði farið
inn á salernið án þess að gera sér
grein fyrir því að hún væri þar inni
og spurt hvort hann mætti kasta af
sér vatni. Við þingfestingu sagðist
hann hafa þvegið á sér kynfærin en
hann dró þann framburð síðan til
baka fyrir dómi. Hann neitaði að
hafa talað við hana á klámfenginn
hátt og að hafa snert hana.
Dómurinn telur það sannað mið-
að við framburð þeirra beggja og
annarra vitna að maðurinn hafi far-
ið inn á salernið og viðhaft
kynferðislega tilburði gagnvart
stúlkunni. Ekki þótti hins vegar
sannað að hann hefði snert hana.
Hæfileg refsing þótti tveggja mán-
aða fangelsi en refsingin fellur nið-
ur eftir työ ár haldi ákærði almennt
skilorð. Ákærði var einnig dæmdur
til að greiða stúlkunni 150 þús.
krónur auk vaxta í miskabætur og
til að greiða allan sakarkostnað.
-HI
Leigubílstjórafélagið Átak í stríð við Kynnisferðir:
Hefur kært fyrirtækið til
Ríkislögreglustjóra
- m.a. vegna þungaskattsbrota - framkvæmdastjóri vísar því á bug
Bifreiðastjórafélagið Átak, félag
óháðra og frjálsra leigubifreiðar-
srjóra í Reykjavík og nágrenni, hef-
ur sent efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra, Ríkisskattsrjóra, Sam-
keppnisstofnun og Vegagerðinni
kæru vegna meintra brota fyrirtæk-
isins Kynnisferða á lögum um
þungaskatt og brot á samkeppnis-
reglum. Kristján Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Kynnisferða, vísar
þeim ásökunum algjörlega á bug
Bifreiðasrjórafélagið Átak óskar
eftir rannsókn á því hvernig Kynnis-
ferðir komist hjá því að vera með
bifreiðir sínar, sem eru yfir 4 tonn
að þyngd, á þungaskattsmæli. Bent
er á að ákveðnar bifreiðir af Benz
Sprinter gerð séu yfir 4 tonn að
þyngd og eigi samkvæmt því að vera
á mæli en ekki föstu þungaskatts-
gjaldi. Þess vegna verði ríkissjóður
af miklum tekjum um leið og það
skekki samkeppnisstöðu á markaði.
Þá er líka bent á að Kynnisferðir
hafi fengið niðurfellingu á þunga-
skatti á leiðinni Keflavíkurflugvöll-
ur - Loftleiðahótel í Reykjavík. Telja
Átaksmenn niðurfellingu þunga-
skatts á þessari leið ekki samrýmast
lögum og benda á hagnaðartölur
Kynnisferða á síðasta ári. Þá er full-
yrt að Kynnisferðir noti þessar
sömu bifreiðar í akstri um allt land.
Átaksmenn hafa líka áhyggjur af
akstri hópferðabíla Kynnisferða um
höfuðborgarsvæðið. Þar séu kynnis-
ferðir að fara inn á starfssvið leigu-
irkirk'kirk'kirk'kirkirkirk
^Cítarinn ehf.
if Stórhöfda 27
WW sími 552-212S og 895-9376
•k
•k
www.gitarinn.is ,
gitarinn@gitarinn.is ^
Kynnisferoir reka m.a. annars Flugrútuna
Leigubílstjórar tejja sér mismunaö, m.a. vegna meintra brota Kynnisferða á lögum um þungaskatt.
bílstjóra í skjóli sérleyfis á leiðinni
til Keflavíkur.
Fráleitt
Kristján Jónsson, framkvæmda-
stjóri Kynnisferða, segir þetta erindi
Átaksmanna koma sér á óvart. Ekk-
ert óeðlilegt sé við notkun umræddra
Benz Sprinter bifreiða. Þær séu
skráðar af opinberum aðilum og beri
þungaskatt samkvæmt þeirri skrán-
ingu. Reyndar séu slíkir bílar notaðir
af fjölda aðila um allt land, m.a. af
leigubílstjórum. „Ég vísa því bara til
yfirvalda í þessu efni," segir Kristján.
„Varðandi niðurfellingu þunga-
skatts á leiðinni Keflavíkurfiugvöll-
ur Hótel Loftleiðir þá er fráleitt að
halda því fram að sú leið sé rekin
með hagnaði. Það er bara hluti af
þungaskattinum felldur niður og þá
einungis af farþegaakstrinum. Nið-
urfellingin tekur eingöngu til akst-
urs á þessari leið og því er ekkert
óeðlilegt að sömu bílar geti verið á
öðrum leiðum líka.
Varöandi innanbæjarakstur á
höfuðborgarsvæðinu segir Krisrján
að það sé verið að reyna að láta hót-
el og gististaði sitja við sama borð.
„Við lágum undir ámæli fyrir að
mismuna stöðunum með því að
vera eingöngu með akstur frá Hótel
Loftleiðum. Þá fórum við út í það að
láta alla sirja við sama borð og
sækja farþegana á hótelin. Fyrir það
tökum við ekkert gjald. Samkeppn-
isyfirvöld hafa áður úrskurðað um
sama mál 1998 þar sem þetta var
talið fuUkomlega lögmætt," sagði
Krisrján að lokum.        -HKr.
Ríkisendurskoðandi annast verkefni fyrir Reykjavíkurborg:
Endurskoðar reikninga leikskóla borgarinnar
- borgarendurskoðandi er vanhæfur vegna skyldleika
iti?ikiziti?ikizi?ikici?i?i?i?i?ik
Sigurði Þórðarsyni ríkisendur-
skoðanda hefur verið falið að end-
urskoða ársreikninga leikskóla
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2001.
Venjulega sér Borgarendurskoðun
um þessa vinnu en ástæðan fyrir
því að það er ekki gert núna er sú
að borgarendurskoðandi er van-
hæfur vegna skyldleika.
Þannig er mál með vexti að fjár-
málasrjóri leikskóla Reykjavíkur
er nú í fæðingarorlofi og sá sem
gegnir starfinu í fjarveru hans er
sonur Símonar Hallsonar borgar-
endurskoðanda. Þar með er borg-
arendurskoðandi og allt
hans starfsfólk vanhæft í
málinu. Þvi varð að fá ann-
an aðila til að annast þessa
endurskoðun og var Sigurð-
ur fenginn til þess.
Símon sagði í samtali við
DV að þetta væri gert í sam-
ræmi við lög um endurskoð-
endur sem kveða á um að
srjórnendur megi ekki vera
skyldir þeim sem endurskoða
reikninga stofhunarinnar. „Það
var samþykkt á fundi borgarsrjórn-
ar í síðasta mánuði að fela Sigurði
Sigurður
Þóröarson.
þessa vinnu. Mér finnst það
aukaatriði hvort sá sem
vinnur þetta sé ríkisendur-
skoðandi eða einkaaðili.
Þetta er iðulega gert þegar
um vanhæfi er að ræða,"
segir Símon.
Ef fundargerðir eru skoð-
aðar kemur fram að Sigurði
sjálfum er falið að annast
þessa vinnu en Ríkisendur-
skoðun er að öðru leyti ekki nefnd
á nafh. Ekki náðist í Sigurð í gær
vegna málsins þar sem hann er
staddur erlendis.          -HI
Þar sem gengi krónunnar er hagstætt
lag getum við boöið þér frábært verð á þessum Renault bílum.
Renault Laguna II
fólksbdl
Bflalán, alborgun á mán.
Rekstrarleiga: 39.351
Veröáður 2.090.000
Verð nú 2.006.000
Renault Scénic
fólksbni
Bilalán, afborgun á mán.
Rekstiarleiga: 38.665
Veröáður 2.050.000
Verðnú 1.968.000
Renault Mégane Berline
fólksbill
Bílalán, alborgun á mán.
Rekstrarleiga: 31.758
Verðáður 1.630.000
Verðnú 1.564.800
Grjóthóli 1 • Sími 575 1200
Söludaild S75 1220-www.bl.ia
Rekstrarleiganertil 36 nián., m.v. við 20.000 lunááriogerieiidamynlkDffu.Rckstrarleigaeraðeu^                     fyrirtBkja).
Bilalan miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur eru með vsk.
DV-MYND E.ÓL
I fótbolta í Fífunnl
Einn af efnilegustu fótboltamónnum yngri kynslóbarinnar sýndi snilldartakta
við opnun Fifunnar, nýs fjölnota íþrótta- og sýningarhúss í Kópavogsdal. Hús-
iö var formlega opnað fyrir helgina. Fífan er byggð af Kópavogsbæ og hófust
framkvæmdir 3. júli á síðasta ári. Byggingartíminn er því óvenju skammur. I
húsinu er góð aðstaða til margvíslegrar íþróttaiðkunar. Heildarkostnaður við
byggingu hallarinnar er rösklega hálfur milljarður króna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40