Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 2002
Utlönd
1~>V
Aukinn ótti við hryðjuverk:
REUTERSMYND
Viö bílfiak
ísraelskur hermaður stendur við flak
bils Jihads Jibrils, sonar palestínsks
skæuruliðaleiötoga, eftir sprengjutil-
ræöi í Beirút ígær.
Leyniþjónusta
Jórdaníu bendluð
við bílsprengju
Palestínski skæruliðaleiðtoginn
Ahmed Jibril sakaði í morgun
leyniþjónustu Jórdaniu um að hafa
tekið þátt í því með ísraelum að
drepa son hans í bílsprengingu i
Beirút í gær. Það var arabiska sjón-
varpsstöðin al-Jazeera sem greindi
frá þessu.
ísraelar hafa vísað á bug vanga-
veltum um að þeir hafi staðið fyrir
morðinu.
Jihad Jibril, sonur skæruliðaleið-
togans, hefur verið sakaður um að
standa fyrir smygli á vopnum frá
Líbanon til palestínskra vígamanna
á Vesturbakkanum og Gaza.
Lögregla í Beirút lokaði götu þar
í morgun eftir að ábending barst um
að sprengja væri þar í bíl.
Harðir bardagar í
Kasmír í morgun
Indverskar og pakistanskar her-
sveitir beittu þungavopnum í átök-
um i hinu umdeilda Kasmír-héraði I
morgun. íbúar i landamærahéruð-
unum sáu þann kostinn vænstan að
flýja heimili sín vegna bardaganna.
Hermt er að fimm menn hafi fall-
ið í átökunum í morgun sem hafa
orðið til þess að auka enn á spenn-
una milli kjarnorkuveldanna Ind-
lands og Pakistans. Indverska lög-
reglan sagði að þrír óbreyttir borg-
arar og einn hermaður hefðu fallið
og Pakistanar sögðu að tíu ára
drengur hefði látið líflð.
Atal Behari Vajpayee, forsætis-
ráðherra Indlands, er væntanlegur
til Kasmírs í dag og heimsækir her-
stöð þar sem rúmlega þrjátíu féllu í
árás fyrir helgi.
Blair hvetur ESB
og BNA til að
jafna ágreiníng
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hvatti í morgun stjórn-
málamenn beggja vegna Atlants-
hafsins til að hætta að reka fleyg
milli Evrópu og Bandaríkjanna, á
sama tíma og George W. Bush
Bandaríkjaforseti leggur lokahönd á
undirbúning eríiðrar Evrópuferðar.
Bush leggur á morgun upp í sex
daga ferðalag til Þýskalands, Rúss-
lands, Frakklands og ítalíu. Búist er
viö að þúsundir manna muni nota
tækifærið og mótmæla hugsanleg-
um árásum á írak, svo og stefnu
Bush í viðskiptum, umhverfismál-
um og málefnum Mið-Austurlanda.
Blair, sem er dyggasti bandamað-
ur Bush í Evrópu, reyndi að róa
menn í báðum herbúðum.
Smáauglýsingar
5505000
Varað við sjálfsmorðs-
árásum á Bandaríkin
Robert Mueller, yfirmaður
bandarísku alrikislögreglunnar
FBI, segist nokkuð sannfærður
um það að sjálfsmorðsárásir verði
gerðar í Bandaríkjunum líkt og er
að gerast í ísrael. Þetta kom fram
í ræðu Muellers í gær, aðeins degi
eftir að Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir
að hann væri viss um að al-Qaeda-
samtökin væru með nýjar árásir á
Bandaríkin i undirbúningi. „Að
mínu mati er það ekki spurningin
um hvort af því verður, heldur
hvar og hvenær," sagði Cheney.
Mueller var á sama máli og
sagði: „Ég hefði frekar viljað færa
ykkur jákvæðari fréttir eftir það
sem á undan er gengið, en það er
því miður ekki hægt. Ég á frekar
von á að þetta muni gerast fyrr en
síðar og að skotmörkin verði opin-
berar byggingar og fjölfarnir stað-
ir. Það er mjög erfitt fyrir okkur
að fylgjast grannt með þvi hvað
öfgasamtök eins og al-Qaeda hafa í
hyggju og þess vegna verðum við
Robert Mueller
Robert Mueller, yfirmaöur alríkislög-
reglunnar FBI, varaöi ígær við hugsan-
legum sjálfsmorðsárásum í
Bandaríkjunum.
stöðugt að vera á varðbergi,"
sagði Mueller.
Aðrir áhrifamenn í Bandaríkj-
unum hafa tekið undir viðvaranir
þeirra Muellers og Cheneys og er
þingmaðurinn Bob Graham, sem
jafnframt er formaður leyniþjón-
ustunefndar þingsins, einn þeirra.
Hann segir að í raun séu Banda-
ríkin opin fyrir hvers kyns árás-
um allra mögulegra hryðjuverka-
hópa annarra en al-Qaeda.
„Al-Qaeda-samtökin eru ekki
okkar eini óvinur," sagði Graham
í sjónvarpsviðtali í gær og nefndi
til sögunnar samtök eins og Hez-
bollah og íslömsku Jihad-samtök-
in sem bæði hefðu það að tak-
marki sínu að ráðast gegn Banda-
rikjunum.
„Það eru nokkur alþjóðleg
hryðjuverkasamtök sem sett hafa
sér svipuð takmörk og al-Qaeda,
sem hafa meiri getu og styrk til
þess að ráðast gegn Bandaríkjun-
um," sagði Graham.
REUTERSMYND
Clinton geröur að heiðursdoktor
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, vargerður að heiðursdoktor við Nihon-háskóla íJapan í morgun fyrirþátt sinn í
vexti og viðgangi bandarísks efnahagslífs og fyrir forystuhlutverk sitt í að koma á friði í heiminum. Á myndinni tekur
Clinton í hönd Miwako Ando, sem stundar nám við Nihon-háskólann, þann stærsta ÍJapan.
Kúbverjar saka Bandaríkjaforseta um atkvæðaveiðar:
Bush neitar að slaka á við-
skipabanninu gegn Castro
Kúbversk stjórnvöld sökuðu Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseta um
að vera á atkvæðaveiðum í Flórída
og um að virða að vettugi skoðanir
flestra Bandaríkjamanna með því
að herða á viðskiptabanninu á
Kúbu.
Bush hét því í gær að beita neit-
unarvaldi sínu gegn öllum tilraun-
um til að slaka á viðskiptabanninu
þar til stjórnvöld á Kúbu innleiddu
markaðshagkerfi og lýðræði. Með
afstöðu sinni gengur Bush þvert á
stefnu margra stórfyrirtækja og ým-
issa samflokksmanna sinna sem að-
hyllast frjálsa verslun.
„Ég vil að þið vitið hvað það þýð-
ir að eiga í viðskiptum við harð-
stjóra. Það þýðir að við ábyrgjumst
harðstjórn og við getum ekki látið
það gerast," sagði Bush í ræðu sem
REUTERSMYND
Bandaríkjaforsetl í ham
George W. Bush sagði á fundi með
kúbverskum útlögum í Miami að
hann væri alfarið á móti því að
slaka á viðskiptabanninu á Kúbu.
hann hélt á hátíð kúbverskra
Bandaríkjamanna sem upp til hópa
eru andstæðingar Castros.
„Og ég vil líka að þið vitið að ég
mun ekki líða það að skattfé banda-
rískra borgara fari í að auðga stjórn
Castros. Og ég er reiðubúinn að
beita neitunarvaldi mínu," sagði
Bandaríkjaforseti enn fremur.
Bandaríkjamenn settu viðskipta-
bann á Kúbu fyrir fjórum áratug-
um. Jimmy Carter, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, var á Kúbu i síðustu
viku og hvatti hann meðal annars
til þess að slakað yrði á viðskipta-
banninu. Sú skoðun nýtur vaxandi
fylgis á Bandaríkjaþingi og meðal
kaupsýslumanna sem sjá hag sinn í
viðskiptum við Kúbverja. Kúb-
verskir útlagar í Bandaríkjunum
eru andvígir öllum tilslökunum.
Stuttar fréttir
Fékk ekki meirihluta
Bertie Ahern, for-
sætisráðherra ír-
lands, og flokkur
hans náðu ekki
hreinum meiri-
hluta á írska þing-
inu, þrátt fyrir
glæsilegan sigur í
þingkosningunum
sem haldnar voru á írlandi um helg-
ina. Niðurstaðan þýðir að Ahern
muni að öllum líkindum halda
áfram samvinnu sinni við fram-
sækna demókrata.
Engin áhrif á HM
Yfirvöld í Suður-Kóreu sögðu í
morgun að þau hefðu náð tökum á
gin- og klaufaveikifaraldri sem
kominn er upp í landinu og að hann
hefði engin áhrif á heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu.
Sögðu ekki forsetanum
John Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, og Robert S.
Mueller, forstjóra FBI, var sagt
skömmu eftir árásirnar 11. septem-
ber frá minnisblaði þar sem varað
ér við að öfgamenn kynnu að vera í
flugnámi vestra. Þeir létu Bush for-
seta ekki vita, að sögn New Yórk
Times i morgun.
Bankaræningjar út á land
Bankaræningjar í Danmörku láta
í æ meiri mæli til skarar skriða í
litlum bankaútibúum úti á lands-
byggðinni þar sem löggæslan er
ekki jafnmikil og i Kaupmannahöfn.
Sammála um NATO
Laura Bush, for-
setafrú í Bandarikj-
unum, ræddi við
Vaclav Havel Tékk-
landsforseta i Prag
í gær, síðasta
áfangastað Evrópu-
ferðar sinnar. Þau
voru sammála um
að Rússar gætu orðið bandamenn
NATO, en ekki endilega aðilar að
bandalaginu.
Japanar gefa eftir
Japönsk stjórnvöld gáfu til kynna í
morgun að þau væru að gefa eftir í
deilu sinni við Kínverja um fimm
norður-kóreska flóttamenn sem voru
dregnir burt úr japanskri ræðis-
mannsskrifstofu fyrir nærri tveimur
vikum.
Aznar styöur breytingar
José Maria Aznar,
forsætisráðherra
Spánar, bættist i gær
í hóp þeirra sem
hvetja til að gerðar
| verði breytingar á
formennsku i Evr-
ópusambandinu. Að-
ildarríkin gegna nú
formennsku hálft ár í senn en ljóst er
að það muni ekki ganga í framtíðinni
eftir stækkun ESB.
Vísindamaöur látinn
Bandaríski steingervingafræðing-
urinn Stephen Jay Gould, prófessor
við Harvard-háskóla sem best er
þekktur fyrir að breyta kenningum
Charles Darwins, lést í gær, sextugur
að aldri.
Valdbeiting er úrelt
Dalaí Lama, útlægur trúarleiðtogi
Tíbeta, sagði í morgun að valdbeiting
Bandaríkjamanna í samskiptum sín-
um við aðra væri úrelt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40