Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002__________________________________________________________________________________________________ py Útlönd Aukin spenna fyrir botni Miðjarðarhafs: Tvær sjalfsmorðsarasir um hvítasunnuhelgina Israelsk stjómvöld halda því fram að Ahmed Saadat, leiðtogi palestínsku Alþýðufylkingarinnar, PFLP, sem nú er í gæslu breskra og bandarískra gæsluliða í bænum Jeríkó á Vestur- bakkanum, kunni að hafa skipulagt sjálfsmorðsárásina í gyðingabænum Netanya á simnudaginn, sem varð þremur óbreyttum borgurum að bana og hafa farið fram á að gæsla yfír hon- um og öðrum meintum hryðjuverka- mönnum, sem leystir voru úr gíslingu í höfuðstöðvum Yassers Arafats i RamaUah, verði aukin til muna. ísraelar segja að svo virðist sem beint samband hafi verið milli sjálfs- morðsliðans og Saadats þar sem hann dvelur í gæsluvarðhaldinu í Jeríkó, en hafa þó ekki enn lagt fram hald- bærar sannanir fyrir því eins og breska utanríkisráðuneytið hefur far- ið fram á, en bæði PFLP og Hamas- samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Zalman Shoval, helstu ráðgjafl Sharons forsætisráðherra Israels, hélt Af sprengjuvettvangi í Netanya Þrír létust þegar palestínskur sjálfsmorösliöi sprengdi sig í loft upp á f/öl- förnu markaðstorgi 1 miöbæ Netanya. því fram í viðtali í gær að Saadat hefði haft aðgang að farsíma allt þar til á laugardag og það hafi hann nýtt sér til að skipuleggja árásina. „Hann misnotaði velvild fangavarðanna til að halda áfram að skipuleggja árásir. ísraelsk stjómvöld höfðu farið fram á það að hann yrði settur í einangrun og mér skilst að það hafi loksins ver- ið gert, en allt og seint,“ sagði Shoval. Árásin í Netanya var gerð á fjöl- fómu markaðstorgi í miðbænum og mun tOræðismaðurinn hafa læðst inn á torgið íklæddur ísraeskum herbún- ingi. Sprengingin var mjög öflug og munu að minnsta kosti 50 manns hafa slasast, auk þeirra fjögurra sem lét- ust. Hættuástandi hafði þegar verið lýst i bænum eftir að óstaðfestar upp- lýsingar höfðu borist lögreglu um hugsanlega árás. Þetta er önnur sjálfs- morðsárásin í Netanya á síðustu þremur mánuðum, en í marsmánuði létust þar 29 manns í árás. í gær sprengdi annar sjálfs- morðsliði sig í loft upp við ísraelska eftirlitsstöð í nágrenni bæjarins Af- ula, en að sögn yfirvalda var það ætl- un hans að komast upp í fólksflutn- ingabifreið á leið tO bæjarins. Maður- inn vakti athygli tveggja lögreglu- manna og við það sprengdi hann sig í loft upp með þeim afleiðingum að annar lögreglumannanna slasaðist. Grænlendingar reiðir út í danskan ráðherra Grænlenskir stjómmálamenn hafa krafist þess að Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, setji ofan í við Svend Aage Jensby landvamaráðherra fyrir að vera hall- ur undir þær hugmyndir BandaríHja- manna um að gera herstöðina í Thule að hluta fyrirhugaðs eldflaugavama- kerfis. Danska blaðið Politiken sagði í gær að þeir Kuupik Kleist og Lars-EmO Jo- hansen, sem em fuOtrúar Grænlend- inga á danska þjóðþinginu, ásamt Jonathan Motzfeldt, formanni heima- stjómarinnar, hefðu sett fram kröf- una um að Jensby yrði skammaður. Það var danska blaðið Berlingske Tidende sem greindi frá því fyrir helgi að Jensby hefði sagt að Danir yrðu að heimOa bandarískum stjóm- völdum að nota Thule-herstöðina í hinu umdeOda eldflaugavamakerfí. Enda þótt landvamaráðherrann hafi lagt áherslu á að samþykki Græn- lendinga yrði að liggja fyrir, segir Politiken að orð hans gangi þvert á stefhu bæði fyrrverandi og núverandi stjómar Danmerkur. Hingað tO hafl dönsk stjómvöld þvertekið fyrir að tjá sig um eflingu ratsjárstöðvarinnar í Thule. Bæði danska þingið og græn- lenska heimastjórnin séu sammála um að taka ekki afstöðu tO þess fyrr en formleg beiðni berist þar um frá stjómvöldum í Washhigton. REUTERSMYND Loksins sjálfstæði Xanana Gusmao, forseti Austur- Tímors, flytur ávarp eftir að landiö hlaut formlega sjálfstæði í fyrrinótt. SÞ fagna aðildar- umsókn A-Tímors Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fagnaði í gær umsókn Austur- Tímors um að verða 190. aðOdarríki samtakanna. Umsóknin var form- lega lögð fram aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Austur- Tímor öðlaðist sjálfstæði á miðnætti aðfaranótt mánudagsins. Rúmlega þrjátíu ræðumenn ósk- uðu íbúum Austur-Tímors tO ham- ingju með þennan merka áfanga. Landið var í aldir portúgölsk ný- lenda en Indónesar lögðu það undir sig árið 1975 og stjómuðu því með harðri hendi tO ársins 1999, þegar íbúamir ákváðu að landið skOdi lýsa yfir sjálfstæði. Bandaríkin og Kina hafa þegar tekið upp stjómmálasamband við Austur-Tímor og hefur bandarískt sendiráð þegar verið opnað í DOi. Kallsberg ræðir við samherjana Anfmn KaOsberg, lögmaöur Fær- eyja, hefur boðað helstu leiðtoga flokks síns, Fólkaflokksins, tO fund- ar í dag tO að ræða þráteflið sem kom upp í færeyskum stjórnmálum eftir lögþingskosningarnar i aprO- lok. Þá fengu fylkingar stjómar og stjómarandstöðu jafnmarga menn kjöma og allar tOraunir Kallsbergs tO að mynda meirihlutastjórn hafa farið út um þúfur. KaUsberg sagði í viðtali við blað- ið Sosialurin að hann myndi ekki taka neinar ákvarðanir um stjórn- armyndun fyrr en eftir fundinn. REUTERSMYND Konungleg heimsókn á blómasýningu í Chelsea Þau mæðginin, Elísabet Bretadrottning og Karl ríkisarfi, heimsóttu árlega blómasýningu í Chelsea um helgina, en Karl var meðal hönnuða sýningarinn- ar og er hér á myndinni að sýna móður sinni sköpunarverkið. Fjórir drepnir í Noregi JsPOMÚR MURKLÆÐNING SMIÐSBÚÐ 3, 210 GARÐABÆ S. 565-8826 F. 565-8824 Fjórir menn voru drepnir í Nor- egi um helgina, auk þess sem sá funmti lét lífið er drukkinn sigl- ingamaður sigldi á fuilri ferð á bát hans. Fyrsta atvikið átti sér stað aðfara- nótt laugardags í bænum Vormsund eftir að tveimur mönnum sem biðu eftir leigubO sinnaðist. Slagsmálum þeirra lauk með þvi að annar lést af sárum sínum. Á hvítasunnudag fannst síðan lík af manni á bóndabýli í Nome i Þela- mörk. Rannsókn á líkinu leiddi í ljós að maðurinn hafði verið skot- inn. Maður grunaður um verknað- inn gaf sig fram í gær. Þá var 27 ára gamaO lögreglumaður skotinn tO bana utan við skemmtistað í Ósló aðfaranótt mánudagsins. Lögreglu- maðurinn var ekki á vakt heldur að skemmta sér með félögum sínum á skemmtistaðnum GaOeriet í mið- borg Óslóar. Fjórði maðurinn fannst síðan lát- inn við bæinn Kopervik á Karmeyju á sunnudaginn. Lögreglan veit ekki hvemig maðurinn hefur látist en telur víst að líkið hafi verið flutt tO staðarins sem það fannst. 1 ISPO-múrkerfið samanstendur af einangrun sem sett er utan á húsið, líni, glertrefjaneti og múr úr hvítu Portland- sementi, möluðu kvarsefni og akrýlblöndu. Hægt er að fá margar áferðir og mismunandi grófleika. • ISPO-MÚR á ný hús og þú þarft ekki að óttast,frost- eða alkalískemmdir. ISPO-MÚR hleypir ekki frostinu inn í veggina.- • Ef þú velur ISPO-MÚR á nýja húsið jpitt sparar þú bæði sement og járnbindingu því steyptir veggir mega vera þynnri.- • Einangrun utan frá - betri kostur > ISOP-MÚR er einnig hægt að nota innanhúss, bæði til skrauts og viðgerða. • Ef húsið er ekki mjög illa farið er hsegt að gera við það með ISPO- MUR, án þess að einangrun sé nauðsynleg. > Ódýrasti kosturinn. Laugavegur 105, - ISPO-múr ræður við öll form 4f AERO LLOVÐ ODYRT FLUG BERLIN Fímmtudaga 13. júní-30 ágúst Flugsæti 29.500kr. röst aukagjöltí innifalin FRAMKFURT Fimmtudaga 13. júní-30. ágúst Fiugsæti 28.500kr, Föst aukagjöiti ínnlfaJin Ævintýraheímar Mið-Evrópu TERRA NOVA á mann m.v. 2 fulloröns og 2 börn 2-11 ára, innifaliö: Flug, bíll í E-fiokki i viku og föst t aukagjölti -SPENNANDI VALKOSTUfí- I Stangarhyl 3A • HOReykjavík • Síini: 591 9000 • terranova.ls j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.