Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						r
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002
Menning
r>v
Margradda kór
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Á blómaskeiði módernism-
ans fólst aðdráttarafl myndlist-
arinnar ekki síst í bjartsýninni
og framþróuninni sem menn
töldu innbyggða í hana. Mynd-
listin var sífellt að bæta við sig,
jafnt aðferðafræðilega sem hug-
myndalega, auk þess sem hún
gaf sig út fyrir að vera hvort
tveggja í senn, greining og
skiljanleg einföldun á samfé-
lagsmyndinni og tilvistarlegum
vanda mannsins. Með því að
gaumgæfa myndlistina þótt-
umst við öðlast nýjan skilning
á sjálfum okkur og umhverf-
inu.
Myndlist
Póstmódernisminn hefur
kollvarpað þessari mjög svo
þægilegu tálsýn. Nú lifum við í
veröld þar sem myndlistin hef-
ur smogið inn í hvern krók og
kima mannlegrar upplifunar
og hyggjuvits í leit að viðfangs-
efnum; er raunar orðin hlut-
gervingur eða staðgengill
þeirra aðstæðna, hugsana og
kennda sem við teljum af-
marka hið „mannlega". Frómt
sagt vitum við ekki lengur
hvaða erindi hún á við okkur.
Við þessar aðstæður - og hvort
sem mönnum likar betur eða
verr - hefur sýningarstjórinn hafist til vegs og
virðingar. Við ætlumst til þess af honum að
hann grafist fyrir um þær merkingar og auka-
merkingar sem felast í verkum þess
margradda kórs sem myndlistarmenn eru og
láti þau kallast á opinberlega, þannig að óman
og angan þeirra nái skilningarvitum okkar. í
veröld þar sem allt hefur merkingu og allt er
tengt er ekki lengur boðlegt að setja saman
stórar sýningar imdir merkjum einskærrar
einstaklingshyggju og fjölbreytni.
Ekki ofsögum sagt af fjölbreytninni
I fyrra var óvenju sundurleitur hópur Is-
lenskra myndlistarmanna samt sendur undir
þeim merkjum til Henie-Onstad safnsins í ná-
grenni Óslóborgar: Ómar Stefánsson, Jón Ósk-
ar, Bjarni Sigurbjörnsson, Svava Björnsdóttir,
Þorvaldur Þorsteinsson, Anna Líndal, Birgir
Andrésson, Margrét Blöndal og Guðjón
Bjarnason. Sýningin kallaðist hvorki meira né
minna en „Mynd - Islandsk samtidskunst".
Að valinu stóðu Gavin Jantjes, listrænn
stjórnandi Henie-Onstad-safnsins, og Jón
Proppé heimspekingur. Af viðbrögðum
norskra fjölmiðla, þeirra fáu sem á annað
borð sinntu þessari sýningu, mátti ráða að
þeim kom sosum ekkert á óvart fjölbreytnin í
myndlistinni á íslandi. Þarna fór sem sagt fyr-
ir bí ágætt tækifæri til að stilla saman strengi
nokkurra íslenskra nútímalistamanna þannig
að skapaðist heildarsýn með erindi við Norð-
menn og okkur sem heima sitjum.
Það kom því á óvart að Listasafn Reykjavik-
Bókmenntir
Verk eftir Onnu Líndal á sýningunni Mynd.
Anna Líndal gerir þetta rými sérkennilega „heimilislegt" meö sam-
safni aöskotahluta og tilbúinna hluta úr mjúkum efnum.
ur skyldi hafa tekið þetta „sýningarkonsept"
hrátt upp á arma sér og gert að nelsta fram-
lagi sínu til Listahátíðar í ár. Og þótt lista-
mennirnir hafi bætt við nýjum verkum frá
Óslóarsýningunni er enn notast við bækling
Henie-Onstad safnsins en bætt inn í hann fjöl-
riti með íslenskum texta - sem mér þykir ekki
samboðið þessari stofnun.
Það er sem sagt engin leið að fá botn í það
hvers vegna einn listamaður er tekinn fram
yfir annan í þessari púlliu og því er sennilega
affarasælast að líta á framkvæmdina sem
samsafn níu einkasýninga. Mælikvarðinn er
þá sennilega hvernig verkin gera sig í þessu
erfiða sýningarhúsnæði.
Af tilfinningaböndum
Þar er Guðjón Bjarnason á grænni grein. Að
vísu eru sprengingar hans löngu hættar að
hreyfa við öðru en hh'óðhimnunni í manni, en
mikil lifandis ósköp taka járnin hans sig vel
út í portinu. Þar er einnig i öndvegi risastórt
plexímálverk Bjarna Sigurbjörnssonar. Inni í
húsinu eru það sennilega konurnar sem best
kunna að fara með rýmið. Einfaldar lágmynd-
ir Svövu Björnsdóttur, með ljósi á röngunni,
eru með því allra áhrifamesta á sýningunni,
ekki síst vegna þess að þær gera hvort tveggja
í senn að vinna „með" steypunni i sölunum og
leysa hana upp í frumeindir sínar. Anna Lín-
dal gerir þetta rými einnig sérkennilega
„heimilislegt" með samsafni aðskotahluta og
tilbúinna hluta úr mjúkum efnum; í þessum
verkum mætast hiö einkalega og utanaðkom-
andi þættir. Nýr sjónvinkill skapast á þrívíðu
verkin með Ijósmyndum listakonunnar sem
eru eins og mitt á milli þessara tveggja póla.
Mjúkir hlutir Margrétar Blöndal eru enn
einkalegri en þeir sem Anna teflir fram; þeir
virðast vísa bæði til æskuupplifana og imdir-
vitundarinnar. Ekki treysti ég mér til að segja
hverju þeir vilja hvisla að okkur, en einkenni-
lega ágengir eru þeir.
Hvað Jón Óskar varðar þá tel ég mig skih'a
þær forsendur sem hann leggur til grundvall-
ar bæði vídeóverki sínu og málverkum sínum,
en verð að játa að mér tekst ekki að tengjast
þessum verkum tilfinningaböndum. „Óskila-
munir" Þorvalds Þorsteinssonar eru llka æði
kunnuglegt verk úr nýlegri myndlistarsögu.
Ómar Stefánsson og Birgir Andrésson eru
meiri einfarar en aðrir á þessari sýningu;
Birgir brýtur undir sig rýmið með „íslenskum
litum" sínum en Ómar hristir af sér öll sýn-
ingarkonsept með urrandi sköpunarkrafti.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin Mynd - íslensk samtímalist, stendur til 11.
ágúst. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, er opiö dag-
lega kl. 11-18 en til kl. 19 á fimmtudögum.
Einstakt líf eða einfalt?
Neónsería Bjarts hefur á
undanförnum árum fært okk-
ur margt af því athyglisverð-
asta sem er á seyði í erlend-
um samtímabókmenntum í
ágætum íslenskum þýðing-
um. Ein nýjasta Neónbókin
heitir Sunnan við mærin,
vestur af sól og er eftir jap-
anska höfundinn Haruki
Murakami sem á sér fjölda
aðdáenda jafnt á íslandi sem
annars staðar. Murakami er
þekktastur fyrir ævintýraleg-
ar póstmóderniskar skáldsög-
ur með vísindaskáldsögu-
ívafi. Hér er eitthvað allt
annað á ferðinni.
Þrátt fyrir titilinn, sem
leiðir hugann að ævintýrum
og hinu framandlega eða exó-
tíska, er heimur sögunnar
lengi vel furðu kunnuglegur,
og sagan sjálf einnig. Sögu-
hetjan Hajime elst upp í
dæmigerðri miðstéttarfjöl-
skyldu. Hann gengur mennta-
veginn með hangandi hendi
og eftir nokkur ár í tilbreyt-
ingarsnauðu starfi hjá bóka-
útgáfu setur hann á stofn fyr-
irtæki með aðstoð tengdaföð-
ur síns. Hann er hamingju-
samlega giftur, á tvær dætur,
reksturinn gengur vel, í
stuttu máli: kjarnafjölskyldu-
líf, slétt og fellt á yfirborðinu.
En það vantar eitthvað og
minningar Hajimes um bernsku-
vinkonu sína, Shimamoto, og vin-
áttu þeirra í upphafi gelgjuskeiðs-
ins leita á hann. Vinátta þeirra
byggðist ekki síst á þeirri sér-
stöðu þeirra að vera einbirni í
umhverfi þar sem allir áttu systk-
ini. Þau eru einstök og sameigin-
leg reynsla þeirra sameinar þau.
Þegar Shimamoto birtist aftur í
lífi Hajimes taka þau upp stutt en ákaft samband
sem einkennist af óvissu, dulúð og erótík.
Sambandið við Shimamoto setur lif Hajimes
úr skorðum, hann verður að veh'a milli hins
einfalda og örugga lífs sem hann hefur byggt
upp og óvissunnar og hættunnar sem líf með
Shimamoto myndi færa honum. En sagan er
ekki þar með orðin að hefðbundinni pælingu
um miðaldrakrísu karlmanns. í endurkomu
Shimamoto rætast fyrirheit titilsins um hið
ævintýralega og óskiljanlega. Fortíð hennar er
leyndardómsfull og hegðim hennar vekur
grun um heim að baki þessum, heim sem er í
senn dularfullur og óhugnanlegur.
Sunnan við mærin, vestur af sól er nær-
göngul og opinská saga. Hún er frábærlega vel
skrifuð, blátt áfram en svolítið ísmeygileg. Að
sama skapi er íslensk þýðing Ugga Jónssonar
fyrirtak.
Jón Yngvi Jóhannsson
Harukl Murakaml: Sunnan viö mærin, vestur af sól.
Uggi Jónsson þýddi. Bjartur 2001.
Stravinsky
í Listasafninu
Á morgun kl. 12.30 mun Eþos-strengja-
kvartettinn flytja tvo strengjakvartetta
eftir Stravinsky í Listasami íslands á
vegum tónlistarhátíðarinnar Fyrir augu
og eyru á Listahátíð. Kvartettinn skipa
Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadótt-
ir, Guömundur Kristmundsson og Bryn-
dís Halla Gylfadóttir.
Geysilega góð aðsókn hefur verið að
þessari tónleikaröð sem fer fram á lista-
söfnum borgarinnar í hádeginu. Geta
gestir þá notið þess líka að sjá sýning-
arnar í sölum safnanna, en í Listasafni
íslands hangir nú Hin nýja sýn - rúss-
nesk list frá raunsæi til framúrstefnu.
Til að koma í veg
fyrir misskilning...
Örleikritin á Listahátíð, sem leikin
eru víðs vegar um borgina og útvarpað
beint á rás 1 kl. 17.05 á virkum dögum,
hafa líka vakið athygli og hefur viða orð-
ið örtröð kringum leikarana á óvæntustu
stöðum. Á morgun verður leikið í einum
af hitaveitutönkunum undir Perlunni og
heitir verkið Til að koma í veg fyrir mis-
skilning ákvað mamma að best væri að
þegja. Það er eftir Árna Ibsen leikskáld
og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur myndlistar-
mann og segist vera verk fyrir karla og
konur, slatta af leirtaui, fortíð, nútíð,
enduróm og Jim Reeves ... Harpa Arnar-
dóttir leikstýrir.
Kynlífssiðferði
Aðalefni nýútkom-
innar Veru er kynlífs-
siðferði ungs fólks.
Meðal annars segir
Dagbjört Ásbjörnsdótt-
ir frá niðurstöðum
mastersritgerðar sinn-
ar um efnið og ræðir
við fjóra unglinga um
afstöðu þeirra til kyn-
lífs.
Einnig er í heftinu viðtal við Hrönn
Sveinsdóttur sem þekktust er fyrir heim-
ildarmynd sem enginn hefur enn fengið
að sjá um Ungfrú íslands.is, viðtal við
Halldór K. Lárusson um nauðganir og
„heilalausa tilla" og við Bjarneyju Frið-
riksdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóða-
húss, sem nýlega var opnað á Hverfis-
götu 18 og er þegar orðið áberandi í fé-
lagslífi borgarinnar. Einnig er grein um
konur í rappi, silíkonfegurð, kvikmynd-
ir, leikhús og barnleysi samkvæmt
ákvörðun, viðtal við netskáldið Birgittu
Jónsdóttur og fjölmargir stuttir pistlar
og svipmyndir af frásagnarverðum ein-
staklingum.
Fjallræðufólkið
Bjartur í Sumarhús-
um og Ásta Sóllilja,
Ólafur Kárason, Salka
Valka og Sigurlína, Jón
Hreggviðsson, Snæfríð-
ur islandssól, Álfgrím-
ur og séra Jón Prímus -
stundum finnst manni
þessar persónur og
fieiri sem Halldór Laxness skapaði meira
lifandi i islensku þjóðlífi en ýmsir af
holdi og blóði. Þær eru sífelld uppspretta
hugleiðinga og heilabrota um eöli tilver-
unnar, hegðun mannanna, ástina, dauð-
ann - og guðdóminn.
I bókinni Fjallræðufólkið eftir Gunnar
Kristjánsson, prófast á Reynivöllum í
Kjós, sem Mál og menning hefur gefið út,
eru nokkrar þekktustu persónurnar í
verkum Halldórs Laxness í brennidepli,
einkum lífsviðhorf þeirra og lífsspeki.
Gunnar varpar á þær nýju ljósi með því
að sýna fram á hvernig kristln trúar-
heimspeki, sem mótaði heimsmynd Hall-
dórs Laxness á æskuárum, birtist í
skáldverkum hans og setur mark sitt á
persónusköpunina. Halldór bjó lengi að
þeirri menntun og reynslu sem hann
hlaut meðal kaþólikka snemma á þriðja
áratug 20. aldar, og í verkum hans endur-
ómar alla tíð samúð með lítilmagnanum
og virðing fyrir lífinu - grundvallarþætt-
irnir í mótun svipmikilla og ógleyman-
legra persónanna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40