Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 21. MAI 2002
15
I>V
Menning
Leikhúsgaldrar
Verkefnaval íslenskra leik-
húsa er að jafnaði bundið við
hinn engilsaxneska menningar-
heim og þvi ávallt fagnaðarefni
þegar kynnt eru til sögunnar
leikskáld frá öðrum málsvæðum.
Fráfarandi leikhússtjóri Leikfé-
lags Akureyrar, Sigurður Hró-
arsson, kveður með slíkum
gjörningi því síðastliðið fimmtu-
dagskvöld var frumsýnt í Sam-
komuhúsinu verk eftir marg-
verðlaunað rúmenskt leikskáld.
Matéi Visniec er reyndar búsett-
ur í Frakklandi og skrifar á
frönsku og fékk t.a.m. heið-
ursverðlaun franska Rithöfunda-
og tónskáldafélagsins árið 1994
fyrir leikritið Saga um panda-
birni, sögð af saxófónleikara sem
á kærustu í Frankfurt
Leiklist
Persónurnar sem koma við
sögu í þessu verki eru tvær og
sögusviðið er íbúð í París árið
2002. Leikurinn hefst á því að
„hann" vaknar við hlið íðilfag-
urrar nakinnar konu sem hann
man alls ekki hvernig hann hefur
hitt, hvað þá að hann viti hvern-
ig hann fékk hana með sér heim.
„Hún" gengst inn á að dvelja hjá honum í níu
nætur svo þau geti kynnst og stendur við það
loforð. Fljótlega kemur í ljós að hún er meira en
lítið dularfull persóna, ef ekki rammgöldrótt, og
atburðarásin í samræmi við það. Það er ekkert
sem sýnist og eftir því sem lengra líður verður
veruleikinn sem birtist á sviðinu óræðari og
dularfyllri. Áhorfendum er hins vegar látið eft-
ir að túlka það sem fyrir augu ber og gera upp
við sig í leikslok um hvað verkið raunverulega
fjallar.
Sigurður Hróarsson er bæði skrifaður fyrir
prýðilegri þýðingu verksins og leikstjórn og er
Saga um pandabirni hans fyrsta leiksrjórnar-
verkefni. Hann stenst þá frumraun með glans
því uppsetningin er flókin þó verkið sé fámennt.
Skemmtileg sýning og veisla fyrir skilnlngarvttln.
Þorsteinn Bachmann og Laufey Bra Jónsdóttir i hlutverkum sinum.
Ýmiss konar brellur og sjónhverfingar gegna
mikilvægu hlutverki og voru þær undantekn-
ingarlítið vel lukkaðar. Lýsing sveipaði atburði
nauðsynlegri dulúð og leikmyndin þjónaði sýn-
ingunni vel líkt og hljóðmyndin sem var
skemmtilega útfærð. Kvikmyndir virðast mjög í
tísku í íslensku leikhúsi um þessar mundir og í
Sögu um pandabirni er þaö Þorsteinn Bach-
mann sem hefur unnið kvikmyndaefnið sem að
hluta er fengið að láni frá pólska leikstjóranum
Pawel Gula. Að sjálfsögðu er kvikmyndin ekki
til skrauts heldur gegnir hún ákveðnu hlutverki
innan leiksins og var vel heppnuð sem slík.
Þorsteinn Bachmann og Laufey Brá Jónsdótt-
ir hafa verið fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar
í vetur og komið að flestum uppsetningum leik-
ársins. Túlkun Þor-
steins nú er ekki jafn
eftirminnileg og í Slöv-
um! en persónusköpun
hans var engu að síður
sannfærandi og marg-
þætt. Helsti galli Lauf-
eyjar sem leikkonu er
takmarkað raddsvið og
setur það óneitanlega
mark á túlkunarmögu-
leika hennar. I meðför-
um Laufeyjar varð
„hún" því dálitið ein-
hæf og dró það úr heild-
aráhrifum sýningarinn-
ar. Á móti kemur að
Laufey býr yfir miklum
líkamlegum þokka -
sem dugir þó ekki til að
gæða perónuna dýpt. í
lok leiksins heyrast
raddir utan sviðs sem
hefði þurft að leggja
meiri vinnu í að þjálfa
því þær stóðust ekki
kröfur sem gerðar eru
til atvinnuleikhúss.
Þrátt fyrir ofan-
nefnda galla er Saga um
pandabirni skemmtileg
sýning og veisla fyrir
skilningarvitin. Það er óhætt að taka undir með
Sigurði Hróarssyni og vona að íslenskir leikhús-
gestir fái að sjá fleiri leikrit eftir þennan ágæta
höfund. Saga um pandabirni er mikil leikhús-
upplifun og, eins og öll góð leikrit, til þess fallin
að vekja fleiri spurningar en það svarar.
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag Akureyrar sýnir í Samkomuhúsinu: Saga um
pandabirni, sögð af saxófónleikara sem á kærustu í
Frankfurt, eftir Matéi Visniec. Þýölng og leikstjórn: Sig-
urður Hróarsson. Leikmynd og oúningar: Þórarinn Blön-
dal. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóö: Gunnar Sigur-
björnsson. Aostoöarleikstjórn: Hrafnhildur Hafberg.
Lelkgervl, förðun og hár: Linda B. Óladóttir og Hall-
dóra Vébjörnsdóttir.
Tónlist
Kúbverskir galdrakarlar á Broadway
i
Listahátíð stóð fyrir grísaveislustemningu
um helgina þegar strákarnir í Vocal Sampling
frá Havana mættu með heila hljómsveit i munn-
inum og spiluðu á Broadway á prennum tónleik-
um. Meðlimir sönghópsins eru allir sprenglærð-
ir hljóðfæraleikarar. Munnleikfimin var í upp-
hafi eins konar skemmtiatriði innan hópsins en
eftir að belgískur umboðsmaður rakst á þá fé-
laga af tilviljun í skólaporti 1992 hefur a capp-
ella-listin verið þeirra aðalstarf. Þeir hafa flakk-
að vim heiminn, gefið út fjórar plötur og fengið
mikið lof hjá heimspressunni og mönnum eins
og Paul Simon, David Byrne og Peter Gabriel.
Á föstudagskvöldið var kúbverska vináttufé-
lagið mætt í heild sinni og síhressar kerlingar
og karlar sperrtu eyrun þegar ballið byrjaði.
Kúbverjarnir voru tengdir saman með Wjóð-
kerfi og heyrðu hver í öðrum með fréttamanns-
hátalara í eyrunum. Enda eins gott því flutning-
urinn er gífurlegt nákvæmnisverk. Lengst til
hægri stóð „trommusettið" Abel Sanabria og
hélt hann öruggur takti með munni og lófum, en
hann var sá eini sem fékk að klappa að stað-
aldri. Við hlið hans stóð bassinn Oscar Porro og
búmmaði bassalínur af miklum móð og hljóm-
aði eins og færasti kontrabassaleikari. Hinir
fjórir sáu um annan „hljóðfæraleik" og forsöng
og skiptu ótt um karakter. Gítarar, slagverk,
hljómborð og skærir lúðrar liðu úr munni
þeirra og alltaf sá einn um forsöng meðan hinir
hömuðust. Til að byrja með „váuðu" gestir og
glenntu upp glyrnurnar yfir ótrúlegri færni og
fáránlegu úthaldi Kúbverjanna en svo hætti
maður að spá í að hljómsveitin kæmi öll úr
kjöftunum og varð gegnsósa af salsastemmingu,
enda tónlistin ýmist ægihress og upplífgandi
eða ýtin og sefjandi.
Á dagskrá voru lög eftir foringja hópsins,
René Banos, flest af nýjustu plötu hópsins,
Cambio De Tempo, sem strákarnir voru óþreytt-
ir við að kynna að fengist í fatahenginu. Hljóm-
sveitin lagði mikið upp úr því að gera gott „sjó"
og hafði leikræna túlkun textanna í fyrirrúmi.
Stundum setti hún meira að segja upp heilu
leikþættina. í „El Cuarto de Tula" voru þeir fé-
lagar komnir i bæjarvinnuna í Havana og höm-
uðust á ósýnilegum lofíborum og steypuhræri-
vél. Svo brast á með ástarballöðu þar sem
súkkulaðistrákurinn Renato Mora fór svo mik-
Tónlistarhópurinn Vocal Sampllng frá Kúbu.
inn að skraufþurrustu hunangskollur döggvuð-
ust á ný. Laginu lauk á heh'arinnar „ruslatunnu-
endi" sem haföi svo góð áhrif á miðtaugakerfi
fullu kerlingarinnar fyrir framan mig að hún
stóð upp fagnandi og baðaði út öngunum eins og
hún ætlaði hreinlega að faðma sætakrúttið sem
þó var marga metra í burtu. Skömmu síðar tók
René þvílíkt munngítarsóló að Jimi Hendrix er
örugglega enn þá að velta sér við í gröfinni af
stuði einu saman. Allt í einu stóðu sex drunga-
legir munkar á sviðinu og tóku „Svo mælti
Zaraþústra" af gríðarlegum krafti. Eg trúi því
varla enn að þessar bassadrunur hafi komið úr
barkanum á Oscari.
Hápunktur þessara stórskemmtilegu tónleika
var þó þegar gestir voru virkjaðir til þátttöku í
hinni glöðu sumarleyfislummu, „Mi Guantana-
mera". Þá stóðu allir á fætur og dilluðu sér og
skóku klappandi og sönglandi, enda hefði mað-
ur þurft að vera bæði daufdumbur og hlekkjað-
ur niður til að sitja kjurr undir þessu magnaða
fjöri. í lokin stóð trommusettið eitt eftir og tók
svo yfirnáttúrlegar rispur að maður var dauð-
hræddur um að hann færi úr kjálkalið. Til þess
kom blessunarlega ekki og kúbversku galdra-
karlarnir komu aftur og tóku nokkur róleg upp-
klappslög til að róa fólk.
Dr. Gunni
Gaman að lifa
Alveg veit maður þessa dagana ná-
kvæmlega hvernig kúnum líður þegar
þeim er fyrst hleypt út á vorin. Þegar
hlýir vindar blása um vanga manns eft-
ir langan vetur þá fær maður eigmlega
áfall. Getur virkilega vorað á íslandi?
Laufgast trén? Verður júni snjóléttur eft-
ir allt saman?
Ekki spillir gleðinni að hafa listahátíð
í bænum með viðburðum um allan bæ. í
Listaháskólanum lauk í gær stórri og
glæsilegri útskriftarsýningu nemenda
þar sem gestir gátu séð í sjónhending
hvert íslensk myndlist stefnir. Þar er
sófamálverkið orðið lifandi og/eða
háskalega tælandi...
Útskriftarsýningin er auðvitað árviss
viðburður og ekki tengd listahátið og
það var blöðrusleppingin ekki heldur.
En gaman var að vera á þéttskipuðu Ing-
ólfstorgi þegar Ingibjörg Sólrún sleppti
fordómum okkar upp í loftið í líki 3667
mislitra blaðra sem fuku upp i loftið eins
og fuglager og börnin urðu galin af gleði.
Þorlákur Ó.
gengur aftur
Á Árbæjarsafm var frumsýnd í gær
svolitil „skemmtun fyrir fólkið" i anda
Þorláks Ó. Johnsons, athafnamanns og
heimsborgara, í húsinu þar sem hann
bjó sjálfur fyrir hundrað árum, Lækjar-
götu 4. Þorlákur efndi til alþýðlegra
skemmtana heima hjá sér sem Árni P.
Reynisson leikari og Ágústa Skúladóttir
leikstjóri endurvekja nú í húsinu. Árni
er Þorlákur, kynnir sig fyrir gestum sín-
um og segir ofurlítil deili á sér og sínum,
syngur, sýnir skuggamyndir og endur-
segir ástarsögu Sire Ottesen og Dillons
lávarðar.
Þetta er skemmtileg hugmynd og er
ætlun forsvarsmanna Árbæjarsafns að
vekja fieiri þekktar persónur úr bæjar-
lífinu i gamla daga með þessum hætti.
Eftir „skemmtunina" dönsuðu svo
starfsmenn safnsins við saltfisk úti í
góða veðrinu, gestum til mikillar kátínu.
Rómantísk
söngkona
í gær voru líka fyrri tónleikar June
Anderson; hinir seinni verða annað
kvöld. Umsögn Jónasar Sen birtist ekki
hér í blaðinu fyrr en á morgun og ég
vona að hann fyrirgefi mér framígripið
en þessi kona er kraftaverk. Þegar hún
hvislar fyllir hún stóra salinn í Háskóla-
bíói - án hljóðmögnunar af nokkru tagi
-  og þegar hún beitir röddinni verður
salurinn strax of lítill. Þvílíkur kraftur
og þvilík raddfegurð.
Hún endaði á hinu dýrlega lagi,
Youkali, eftir Kurt Weill. Það lag var
sungið á Listahátíð 2000 í Salnum af
Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur svo að
seint gleymist, og gaman að segja frá því
að Guðrún Jóhanna, sem nú stundar
nám við óperudeild Guildhall-skólans í
London, hlaut á fóstudaginn var fyrstu
verðlaun í Schubert-keppni sem er hald-
in árlega við skólann. í fyrri umferð
voru 35 keppendur en 30 slegnir út svo
fimm söngvarar kepptu til úrslita. í dóm-
nefnd sátu breski píanóleikarinn Roger
Vignoles, einn þekktasti undirleikari
heims, og kanadíska sópransöngkonan
Nancy Argenta sem söng í óratóríunni
Jósúa eftir Hándel i Hallgrímskirkju á
kirkjulistahátíð árið 2001. Tók dóm-
nefndin sérstaklega fram að sigurvegar-
inn væri þeim sjaldgæfa hæflleika gædd
- fyrir utan frábæra söngrödd - að túlka
hvern texta eins og hann kæmi beint frá
hennar eigin hjarta.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40