Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						+
16
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002
ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 2002
25
Útgáfufélag: Utgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Adstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugcrö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fornni og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Boltinn rúllar
Fyrsta umferð úrvalsdeildar í knattspyrnu karla er
aö baki. Sumarið er fram undan og stuðningsmenn
helstu knattspyrnuliða landsins slá enn á ný skjald-
borg um sitt lið - sumir með háværar kröfur um ár-
angur.
Síðustu ár hafa verið íslenskri knattspyrnu hagstæð
í mörgu en erfið i öðru. Ljóst er að mörg félög hafa far-
ið of geyst í sakirnar og standa fjárhagslega veikburða
eftir. Knattspyrnan er hins vegar betri. Landslið karla
hefur náð ágætum árangri og á stundum glæsilegum.
Kvennalandsliðið hefur einnig vakið athygli fyrir ár-
angur, nú síðast fyrir að ná jafntefli við Rússa á
heimavelli þeirra fyrir nokkrum dögum.
Ljóst er að kröfurnar sem gerðar eru til íslenskra
knattspyrnumanna aukast ár frá ári. Með beinum út-
sendingum af leikjum flestra bestu knattspyrnuþjóða
heims hafa kröfurnar aukist enn frekar.
Því miður eru íslensk knattspyrnufélög ekki fjár-
hagslega í stakk búin til að bjóða leikmönnum upp á
þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til að þeir fái að
fullu notið sín og risið undir þeim væntingum sem
gerðar eru til þeirra.
íþróttir eru umfangsmikil atvinnugrein víða um
heim, hvort heldur um er að ræða knattspyrnu, akst-
ursíþróttir, körfubolta, golf eða frjálsrar íþróttir.
Hvort sem mönnum líkar það vel eða illa hefur þessi
þróun náð hingað til lands. Samþætting íþrótta og við-
skipta hefur þegar átt sér stað. Áhugamennskan er því
hægt en örugglega að víkja fyrir atvinnumennsku.
íslendingar verða seint stórveldi á sviði íþrótta þó
einstakir afreksmenn hafi gert garðinn frægan. En það
er kominn tími til að yfirvöld - sveitarstjórnir og rík-
isvald - viðurkenni íþróttir sem mikilvæga atvinnu-
grein en ekki aðeins sem mikilvægan þátt í uppeldi
þeirra sem yngri eru.
Hundruð íslendinga hafa atvinnu af iþróttum, jafnt
hér á landi sem erlendis. Verkefni komandi ára er að
styrkja ytra umhverfi íþróttafélaga enn frekar þannig
að þeim takist að þróast í takt við auknar kröfur. Þar
getur skipt máli að gripa til skattalegra aðgerða sem
gera það fýsilegan kost fyrir einstaklinga og fyrirtæki
að fjárfesta í íþróttum.
Sjálfstœtt ríki
Síðastliðinn sunnudag rættist langþráður draumur
íbúa Austur-Tímors þegar Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti landið sjálfstætt ríki.
Nauðugur viljugur hefur Xanana Gusmao, frelsishetja
Austur-Tímors, tekið við embætti forseta en hans bíða
gríðarleg verkefni, ekki aðeins að leiða landið inn í
nýja tíma framfara heldur ekki síður að græða þau sár
sem áralöng frelsisbarátta hefur skilið eftir.
Austur-Tímor var hertekið af Indónesum árið 1975,
skömmu eftir að landið fékk sjálfstæði frá Portúgal.
Indónesar stjórnuðu landinu harðri hendi og bældu
niður allar tilraunir til sjálfstæðis. Saga Indónesa á
Austur-Tímor var blóði drifin eins og heimurinn hefur
fengið að kynnast.
Mikið verk er að vinna á Austur-Tímor og mikilvægt
er að alþjóðasamfélagið styðji þétt við bakið á hinu
unga lýðveldi. Þar geta íslendingar lagt sitt á vogar-
skálarnar.
Óli Björn Kárason

Skoðun
Brjótum upp miðstýrt skólakerfi
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
frambjóðandi
Kialiari
Skólamálin eru meöal
mikilvægustu málaflokk-
anna sem kosiö veröur
um í borgarstjórnarkosn-
ingunum 25. maí nk.
Stefna okkar frambjóö-
enda Sjálfstæðisflokksins
er skýr í þeim málum.
Við munum eftia til stórátaks í
menntamálum með því að tryggja
reykvískum börnum í leik- og grunn-
skólum bestu menntun sem völ er á.
Skólinn er hjartað í hverju hverfi
borgarinnar, miðstöð mennta og
menningar.
Skólahverfi og skólanefndir
Samkvæmt lögum nr. 66/1995 um
grunnskóla er skólahverfi sú eining
sem stendur að einum grunnskóla
eða fleiri. Sveitarfélag sem rekur tvo
eða fleiri grunnskóla telst eitt skóla-
hverfi en þó er heimilt að skipta
sveitarfélagi í fleiri skólahverfi sam-
kvæmt nánari ákvörðun sveitar-
stjórnar.
í hverju skólahverfi skal vera
skólanefnd sem fer með málefni
grunnskðla eftir því sem lög og
reglugerðir ákveða og sveitarsrjórn
kann að fela þeim. Skólanefndin á að
sjá um að öll skólaskyld börn í skóla-
hverfmu njóti lögbundinnar fræðslu.
Hún staðfestir áætlun um starfstíma
nemenda ár hvert og fylgist með
framkvæmd náms og kennslu í
skólahverfinu. Þá gerir skólanefhd
tillögur til skólastjóra um umbætur í
skólastarfi og hún á að stuðla að
tengslum og samstarii leikskóla og
grunnskóla.
Færum stjórnkerfiö
Sveitarfélögin tóku við öllum
rekstri grunnskólans haustið 1996 að
undangengnum mikilvægum og
nauðsynlegum undirbúningi. Björn
Bjarnason, þáverandi menntamála-
ráðherra, lofaði óllum hlutaðeigandi
aðilum að tryggja sátt um flutning-
inn, lagði sig aUan fram og stóð við
gefið loforð. Markmið flutnings
grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga
var að dreifa valdi og færa yfirsrjórn
skólanna nær borgurunum. Það
markmið hefur ekki gengið eftir í
Reykjavík og því er nauðsynlegt að
gera breytingu á ytra stjórnskipulagi
grunnskóla Reykjavíkur, hverfa frá
gamaldags miðstýringu og færa til
nútímalegra horfs.
Við viljum að foreldrar, skóla-
srjórnendur og kennarar hafi meiri
ánrif þegar ákvarðanir eru teknar og
ég tel það í rauninni forsendu fyrir
framþróun í skólamálum borgarinn-
ar. Það er með öllu ósættanlegt fyrir
foreldra yfir 30 þúsund grunnskóla-
barna að eiga einungis einn fulltrúa
í skólanefnd (fræðsluráði) Reykjavík-
ur. Við boðum gjörbreytt skipulag
því við ætlum að skipta borginni í
skólahverfi og í hverju þeirra verði
skólaráð sem fari með málefhi leik-
og grunnskóla hverfisins. Þá leggjum
við auk þess til að allir fulltrúar í
skólaráðunum, þ.m.t. fulltrúar for-
eldra, kennara og skólastjóra, sitji
þar með atkvæðisrétt auk málfrelsis
og tiUöguréttar.
Samstarf leik- og grunnskóla
Við leggjum höfuöáherslu á að efla
innra starfið i leik- og grunnskólum.
Við ætlum að þróa samstarfið á milli
leikskóla og grunnskóla og brúa bil-
ið á milli þessara tveggja skólastiga.
Við ætlum aö efla innra starf leik-
skólanna með því að bjóða þar upp á
valfög sem tengjast listsköpun, hreyf-
ingu og tjáningu og með því að hefja
undirbúningskennslu í grunnfögum
á síðasta ári leikskólans. Kennarar í
leik- og grunnskólum gegna lykil-
hlutverki í þessu samstarfi sem verð-
ur að vera stöðugt en ekki bundið
við skólaheimsókn að vori. Þeir geta
laðað fram það besta á hvoru skóla-
stigi í þeim tilgangi að efla hitt. Við
„Eins og málum er nú háttað eru það eingöngu ísáksskóli og Landakotsskóli sem
bjóða 5 ára börnum kennslu. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að ekki hefur verið lögð
nægilega mikil rækt við duglega nemendur og við viljum gera stórátak í því að
koma til móts við afburða nemendur."
viljum þróa samstarfið enn frekar og   kennslu.  Alþjóðlegar  rannsóknir   eins og þarfir þeirra ólíkar. Þess
heimila grunnskólum að bjóða upp á
nám fyrir 5 ára börn.
Eins og málum er nú háttað eru
það eingöngu ísaksskóli og Landa-
kotsskóli sem bjóða 5 ára börnum
Sandkom
Höfundur Islands
í splunkunýju hefti TMM (Tímarit um mannlíf
og menningu) fer Hallgrímur Helgason rithöf-
undur mikinn í langri grein sem stíluö er á Jón
Baldvin Hannibalsson og ber yfirskriftina
Vinstra megin við Washington. Þar lítur Hall-
grímur yfir hið pólitíska litróf á íslandi og kveð-
ur m.a. upp þungan dóm yfir Samfylkingunni og
segir: „Sjálfstæðisflokkurinn stal frá henni skyn-
seminni og Vinstri-grænir hirtu það sem eftir
var: Vitleysuna." Hallgrímur víkur líka að borg-
armálum: „Á næsta kjörtímabili mun R-listinn
sjálfsagt láta reisa Skuldasafn Reykjavíkur í
Tryggvagötunni, við hliðina á Listasafhi Reykja-
víkur. Það verður gaman að sjá hvort þar verður
frítt inn." Meginniðurstaða Hallgríms er að ís-
lendingar búi í hinu fullkomna velferðarríki
„handan við vinstri og hægri", þar sem öll bar-
átta sé afstaðin og öll mál í hófn. Óvissa ríkir
um framtíð TMM en menn vona að það lifi nógu
lengi til að Jóni Baldvini gefíst ráðrúm til að
svara Hallgrími.
Nóatún - Þverholt
Nýtt fyrirtæki, Blaðavinnslan ehf., var stofhað
í síðasta mánuði með aðsetur að Þverholti 11, en
þar eru Fréttablaðið og Frjáls fjölmiðlun einnig
til húsa. Tilgangur félagsins er „rekstur prent-
smiðju, útgáfustarfsemi, kaup og sala hlutabréfa
og annarra verðbréfa, rekstur fasteigna og skyld-
ur rekstur." Stofhandi er Saxhóll, eignarhaldsfé-
lag Nóatúns-fjólskyldunnar. Framkvæmdastjóri
Saxhóls er Einar Örn Jónsson, stjórnarmaður í
Frjálsri fjölmiðlun og æskuvinur Eyjólfs Sveins-
sonar, útgáfustjóra og stjórnarformanns Frétta-
blaðsins. Einar Örn vildi, aðspurður, ekkert rjá
sig um Blaðavinnsluna og því allt á huldu um
starfsemi hennar enn sem komið er.
Fjölnota ráðskona
Smáauglýsingar DV eru á köflum bráðgott les-
efni enda kennir þar ýmissa grasa. Svohljóðandi
auglýsing vakti athygli í síðustu viku: „Fjölnota
ráðskona óskast til starfa á blönduðu búi í fal-
legri sveit
við
Breiða-
fjörð sem
fyrst."
Orðið
„fjölnota" er ekki að finna í þeirri Orðabók
Menningarsjóðs sem Sandkornsritari hefur und-
ir höndum. Líkast því er orðið „fjölnýtur" sem
merkir „nothæfur til margs". Eðlilegasta skýr-
ingin er hins vegar að um sé að ræða andstæðu
„einnota", þ.e. að nota megi e-ð oftar en einu
sinni. Auglýsandinn var ekki viðlátinn þegar
Sandkornsritari hringdi í uppgefið númer en
þær upplýsingar fengust að einn hefði sýnt
áhuga á starfinu - til þessa.
sýna að ekki hefur verið lögð nægi-
lega mikil rækt við duglega nemend-
ur og við viljum gera stórátak í því
að koma til móts við afburða nem-
endur. Börnin okkar eru ekki öll
Ummæii
Franska martröðin
„Ég finn það að fólki er talsvert
brugðið. Það fer að sjá fram á það að
hugsanlega getum við vaknað upp
við frönsku martröðina, þ.e.a.s.
hægri sveiflu, í þessum kosningum.
Og það viljum við alls ekki, mjög
margir borgarbúar, þannig að ég
held að þetta muni gefa okkar stuðn-
ingsmönnum ansi mikið adrenalín
síðasta sprettinn."
Stefán Jón Hafstein um niðurstööur
skoöanakannana á Útvarpi Sögu
Netið og nálægð
tímans
„Netið hefur þann stóra kost að
geta brugðið sér í allra fjölmiðla líki.
Dagblað getur aldrei orðið útvarp
eða sjónvarp, útvarp ekki dagblað
eða sjónvarp, en Netið getur verið í
senn dagblað, útvarp og sjónvarp.
Gildi Netsins sem fréttamiðils liggur
vitaskuld i nálægðinni í tíma við at-
burðina sem gerast. Útvarp og sjón-
varp hafa að sönnu sömu nálægð
þegar stórir atburðir gerast en að
öllu jöfnu eru fréttatimar í þeim
miðlum á fyrir fram ákveðnum tíma
þegar Netið er sivakandi og unnt að
serja inn nýjar fréttir öllum stund-
um, stórar sem smáar. Dagblöðin
liða fyrir það að flyrja gamlar fréttir
í vaxandi mæli, fréttir sem fólk hef-
ur séð eða heyrt annars staðar. Hlut-
verk dagblaðanna hlýtur því smám
saman að aukast á sviði fréttaskýr-
inga."
Gunnar Salvarsson á heimasíöu
Aco-Tæknivals
Óvenjulegar ógöngur
[R-listinn]  gerir  heilbrigðisráð-
herra, Jóni Kristjánssyni, þann óleik
vegna eigutn við ekki að steypa þau
öll í sama mótið, heldur leyfa hæfi-
leikum þeirra að blómstra.
að gera hann ómerkan gagnvart sam-
starfsmönnum sínum í ríkissrjórn.
Ég veit það, sem fyrrverandi ráð-
herra, að menn úr þeim hópi setjast
ekki niður með pennann á lofti og
skuldbinda ríkið með viljayfirlýs-
ingu eða samningi nema hafa að
minnsta kosti rætt það í ríkissrjórn
og fengið vitneskju þar um, að gjörn-
ingurinn mæti ekki andstöðu. Hvað
sem líður einlægum vilja Jóns lét
hann Ingibjörgu Sólrúnu og Helga
Hjörvar leiða sig í óvenjulegar
ógöngur með fyrirheiti um skuld-
bindingar af hálfu ríkissjóðs til fjár-
festinga í hjúkrunarheimilum fýrir
aldraða [...]
Björn Bjarnason á heimasíðu sinni
Samkeppni
í trúmálum
„Vissulega má rökstyðja að það sé
andstætt trúfrelsi að reka ríkiskirkju
en það sem okkur býðst í stað henn-
ar er miklum mun verra. Það sem
við fengjum í staðinn væri sam-
keppni í trúmálum; ekki kyrrlátar
virðulegar kirkjur heldur kirkjustarf
sem væri í stíl norska heimatrúboðs-
ins eða sjónvarpstrúboða Bandaríkj-
anna og í kaupbæti óskemmtileg fjár-
plógsstarfsemi allra safhaða. Ég er
vissulega að lýsa hér þeim veruleika
sem íslenskir sértrúarsöfhuðir búa
við og það er einmitt sá veruleiki
sem þeir vilja gera almennan í land-
inu. Það segir okkur svolítið um sér-
trúarsöfhuði í landinu að þrátt fyrir
að þeim bætist stóðugt fólk þá fjöígar
ekkert í þeim. Ástæðan er sú að afar
fáir, utan prédikararnir, staldra við í
þessum undarlega heimi ofstækis og
alræðishyggju."
Bjarni Harðarson í Sunnlenska frétta-
blaðinu
Ingibjörg Sólrún eða Björn
Ossur Skarp-
héðinsson
formaöur
Samfylkingarinnar
Á opnum fundi í vetur
upplýsti Gísli Marteinn
Baldursson, sem þá var
notaleg sjónvarpsstjarna,
að níu af hverjum tíu
kosningum í Bandaríkjun-
um ynnust af þeim sem
eyddu í þær meiri
peningum.
íslendingar eru í hjarta sinu lýð-
ræðissinnar. Þeir hafa alltaf talið að
niöurstöður kosninga ættu að ráðast
af málefhum en ekki fjármagni og
ítökum í stórfyrirtækjum. Upplýs-
ingar Gísla Marteins, sem nú er orð-
inn frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins, vöktu því hroll með fólki þó fáir
hafi líklega átt von á því að amer-
íski stíllinn ryddi sér til rúms með-
al íslenskra stiórnmálaflokka. En
lengi skal manninn reyna.
Hryggileg þróun
í Bandaríkjunum hafa srjórnmál
illu heilli þróast með þeim hætti að
málefhi og staðreyndir skipta ekki
lengur mestu máli. Sannleikurinn
er teygður og togaður, svo fremi
það þjóni málstaðnum. Annað ein-
kenni á bandarískri pólitík er að
kosningabaráttan hefur að veru-
legu leyti færst yfir í auglýsinga-
tíma sjónvarpsins. Heilu auglýs-
ingatímarnir eru keyptir upp og
Nóaflóði af neikvæðri síbylju er
sturtað yfir kjósendur.
Þetta er hryggileg þróun, sem ís-
lendingar eiga að forðast. Hún felur
í sér að kosningar vinnast ekki
lengur eða tapast á grundvelli mál-
efha. Þær ráðast ekki af þvi hvort
stefna framboðanna er góð eða
slæm fyrir land og þjóð. Það eru
peningarnir sem ráða niðurstöðu.
Hér á landi höfum við alltaf litið
svo á að það sé ein af burðarstoðum
lýðræöisins að menn hafi þokka-
lega jafha möguleika á að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
Þessi burðarstoð brotnar ef aðgang-
ur að fjármunum og stórfyrirtækj-
um fær að ráða hvort rödd flokka
og frambjóðenda nær að hljóma.
Þróun af þessu tagi er skrumskæl-
ing á lýðræðinu. Hun flytur völd til
fjármagnsaflanna á kostnað venju-
legs fólks, kjósenda eins og okkur.
Fjáraustur Sjálfstæðisflokks
í þessu felst veruleg hætta fyrir
lýðræðið. Hópar peningamanna og
stórfyrirtækja, ekki síst í verktaka-
iðnaði, geta með þessum hætti fjár-
fest í stjórnmálaflokkum og keypt
sér aðgang að ákvörðunum. Þetta
er andstætt hugsun og vuja ís-
lenskra kjósenda. íslendingar hafa
alltaf vUjað að málefni, en ekki að-
gangur að peningum, ráði úrslitum
kosninganna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur samt
kosið að innleiða bandaríska mód-
elið í íslensk stjórnmál. Botnlaus
fjáraustur og neikvæð kosningabar-
átta einkenna framkomu hans í höf-
uðborginni. Venjulegt fólk stendur
agndofa andspænis ótrúlegu auglýs-
ingamagni sjálfstæðismanna. Það
er sama hvort opnuð er sjónvarps-
stöð eða dagblað. Alls staðar er
Sjálfstæðisflokkurinn að auglýsa
fýrir fáheyrðar upphæðir. Ég full-
yrði að Sjálfstæðisflokkurinn eyðir
mörgum sinnum meira í kosninga-
baráttuna en Reykjavíkurlistinn.
Hvaðan kemur allt þetta fjár-
magn? VManrinirnir í forsrjóra-
stólunum skammta ekki naumt
þegar mikið liggur við. ítök Sjálf-
stæðisflokksins hjá stórfyrirtækj-
unum eru öllum kunn.
Talað gegn Reykjavík
Neikvæð kosningabarátta reyk-
viskra sjálfstæðismanna hefur
óneitanlega vakið eftirtekt. Reykja-
vík er orðin að fallegri stórborg,
með auðuga menningu, margbrotið
atvinnulíf, og iðandi veitinga- og
skemmtistaði fyrir fólk á öllum
aldri. Útlendingar standa agndofa
gagnvart hinum alþjóðlega blæ
borgarinnar.
Sjálfstæðismenn sjá hins vegar
bara svart þegar Reykjavík er ann-
ars vegar. Þeir finna höfuðborginni
allt til foráttu. Björn Bjarnason níð-
ir skóinn af miðbænum og talar
eins og þar sé ekkert að finna nema
búllur og betlandi róna. Hann og fé-
lagar hans á D-listanum tala eins og
í Reykjavík riki uppnám í leik-
skólamálum, lóðaskortur, neyðar-
ástand í málefnum aldraðra, og
fjármálin séu i rúst. Ekkert er fjær
sanni.
Þurfa Reykvíkingar á svona fólki
að halda í borgarsrjórn? Við erum
að eðlisfari bjartsýnt fólk. Okkur
hentar ekki borgarsrjórn sem aldrei
sér til sólar fyrir svartsýni.
Áræði og bjartsýni
ísland þarf á alþjóðlegri stórborg
að halda, sem getur keppt við stór-
borgir heimsins um ferðamenn og
fyrirtæki. Árangur Reykjavíkur á
þvi sviði gagnast öllu landinu. Upp-
bygging Reykjavíkur er þess vegna
partur af jákvæðri byggðastefhu.
Til að byggja upp hófuðborgina
þarf áræði, bjartsýni og fram-
kvæmdagleði. Mér blandast ekki
hugur um hvort þeirra Björns eða
Ingibjargar Sólrúnar hefur þessa
kosti í ríkari mæli.
Frábært dæmi um framsýni Ingi-
bjargar Sólrúnar er uppbyggingin á
Nesjavöllum, ný orkuver, kaup á
veitum í nágrenni Reykjavíkur, og
hagsýni sem speglast í lægra orku-
verði. Dæmin eru ótal mörg.
Björn Bjarnason hefur sér ýmis-
legt til ágætis. Óbrotgjarnasti
minnisvarðinn eftir ráðherratið
hans er þó Þjóðminjasafhið, sem
enginn hefur séð árum saman, grip-
ir þess liggja vandlega pakkaðir
niður í kassa, og þetta gamla þjóð-
arstolt íslendinga er nú öllum lok-
að. Áætlanir um kostnað og opnun
fyrir löngu roknar út í veður og
vind. Vilja Reykvíkingar leiða slík
vinnubrögð til öndvegis við srjórn
borgarinnar?
Festa í fjármálum
Reykvíkingar þurfti trausta fjár-
málasrjórn eftir eyðsluskeið Sjálf-
stæðisflokksins. Ingibjörg Sólrún
tryggði hana. Hún kom festu á fjár-
mál Reykjavíkur. Undir srjórn
hennar dúxaði Reykjavik þegar fé-
lagsmálaráðuneytið gaf sveitarfé-
lögunum einkunnir fyrir fjármála-
stjórn. Reykjavík fékk 8. Af kurteis-
isástæðum nefhi ég ekki einkunnir
ýmissa sveitarfélaga sem Sjálfstæð-
isflokkurinn srjórnar.
Ingibjörg Sólrún stöðvaði
skuldasöfnun borgarinnar. Hún
kom böndum á útgjaldaþensluna
sem var arfleifð sjálfstæðismanna.
Borgarsjóður er í dag rekinn með
drjúgum rekstrarafgangi. í stíl við
amerísku leiðina hans Gísla Mart-
eins hafa sjálfstæðismenn þó eytt
milljónum í auglýsingar um að
fjármál Reykjavíkur séu í ólestri.
En eftirfarandi tölur segja allt sem
segja þarf:
Þegar Ingibjörg Sólrun varð
borgarstjóri voru heildarskuldir
Reykjavikur 123% af skatttekjum
borgarinnar. Sex árum síðar, árið
2000, höfðu skuldirnar lækkað í
67%. Þarf meira til að skilja hin
gagngeru umskipti sem orðið hafa
fyrir tilstilli Ingibjargar Sólrúnar?
Gleymdu ekki Þjóðminjasafni
Frambjóðendur beggja lista eru
öflugir. Stefhur beggja liggja fyrir.
Kosningar til borgarsrjórnar eru
hins vegar þess eðlis að við erum
ekki sist að kjósa á milli tveggja
borgarstjóraefha. Sumir velta því
fyrir sér að kjósa Björn Bjarnason
af því Ingibjörg Sólrún er þegar
búin að vera borgarsrjóri í átta ár.
En við vitum hvers konar borgar-
srjóra við höfum í henni. Hún hefur
reynst frábær. Hugsaðu þig því vel
um áður en þú kýst annan en Ingi-
björgu. Gleymdu ekki Þjóðminja-
safhinu.
Björn Bjarnason lét pakka því
niður í kassa fyrir nokkrum árum.
Þar liggur það enn.
„Til að byggja upp höfuðborgina þarf áræðni, bjartsýni og framkvæmdagleði.
Mér blandast ekki hugur um hvort þeirra Björns eða Ingibjargar Sólrúnar hefur
þessa kosti í ríkari mæli."
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40