Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002
Skoðun
I>V
Mikilvæg störf
sveitarst j órnarmanna
Svanfríður
Jónasdóttir
þingmaöur
Það reyndist erfiöara að
manna framboðslista
fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar nú í vor
en oftast áður.
Þau eru fjölmennari, sveitarfélögin
þar sem enginn listi er í kjöri, og
býsna mörg þar sem einungis kom
fram einn listi og er því sjálfkjörið.
Upplýsingar mínar herma að sums
staðar hafi menn reynt að koma sam-
an listum en ekki tekist. Annars stað-
ar mat fólk stöðuna þannig að vegna
þeirrar varnarbaráttu sem byggðin
ætti í væri of mikil áhætta tekin með
því að íbúarnir skiptust upp í átök um
lista.
Vaxandi kröfur
Það hafa orðið miklar breytingar í
aðstöðu og möguleikum byggðanna
um allt landið á síðasta hálfum öðrum
áratugnum. Mikill samdráttur hefur
átt sér stað í landbúnaði og tækni-
breytingar hafa fækkað þeim sem
vinna beint við sjávarútveg. Störf
tengd landbúnaði og sjávarútvegi,
sem og ýmiss konar opinber þjónusta,
hefur flust í stærra þéttbýli. Og það
hefur fækkað á flestum stöðum utan
höfuðborgarsvæðisins, ekki slst hin-
um minni sem eiga allt sitt undir
frumframleiðslu í landbúnaði og sjáv-
arútvegi. Á sama tíma hafa verkefhi
sveitarfélaganna aukist og kröfur sem
gerðar eru til þeirra að sama skapi.
Það er snúin staða fyrir sveitarstjórn-
ir vlða um landið að vinna úr þeirri
staðreynd að samhliða vaxandi kröf-
um, bæði frá ríkisvaldinu og íbúun-
um, minnka tekjur og umsvif.
Störfin víða vanmetin
Störf sveitarstjórnarmanna eru
víða vanmetin og erfið, einkum í
millistóru sveitarfélögunum, þar sem
nálægðin er mikil og kröfur uppi um
sambærilega þjónustu og fæst í hin-
um stærri sveitarfélögum. Umbunin
er oft lítil þvi víðast er lítið greitt fyr-
ir vinnu sem sífellt verður þó flóknari
og gerir meiri kröfur. Lítið er um við-
urkenningarorð frá kjósendum ef þró-
unin hefur orðið sú að íbúum hefur
fækkað og samdráttur orðið í atvinnu,
jafhvel þó um sé að ræða atriði sem
sveitarstjórn gat ekki haft nokkur
áhrif á. Og það er oft lítið um hvatn-
ingu ef skuldir hafa aukist eða ekki
hefur orðið af vinsælum framkvæmd-
um á kjörtímabilinu. Það getur sem
sagt verið vandlifað fyrir ýmsa þá
sem taka að sér að stýra málum hinna
minni sveitarfélaga þar sem metnað-
ur hefur verið til þess að bjóða upp á
fjölbreytta þjónustu og atvinnu. Eftir-
spurnin eftir hlutverki sveitarstjórn-
armannsins er i samræmi við það.
Hvaö er tii ráða?
Það þarf að endurmeta tekju-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þró-
unin bendir eindregið í þá átt að mjög
halli á sveitarfélögin í þeim samskipt-
um. Það þarf lika að halda áfram að
sameina sveitarfélög þannig að til
verði stærri einingar sem ráða betur
við þau verkefni sem þegar eru á
verksviði þeirra og þau verkefhi sem
þangað munu færast.
Flestir eru sammála um að öll nær-
þjónusta við ibúana, málefni fatlaðra,
hjúkrun aldraðra og heilsugæsla eigi
að vera á verksviði sveitarfélaganna.
Ég tel líka eðlilegt að framhaldsskól-
arnir séu á verksviði sveitarsrjórn-
anna og þar með verði viðurkennt að
aðgangur að menntun sé einn af horn-
steinum velferðarkerflsins.
Fjölmennari sveitarfélög, með fjöl-
breyttari verkefhi, hljóta að vera
framtíðin hér eins og annars staðar á
Norðurlöhdunum. Fjölmennari sveit-
arfélög geta teflt fleira fólki fram til að
takast á við verkefnin. Þau hafa líka
efni á því að greiða sæmilega fyrir þá
vinnu sem það krefst að vera í sveit-
arsrjórn. Þannig er lýðræðinu betur
borgið.
Það er snúin staða jyrir sveitarstjórnir víða um landið að vinna úr þeirri stað-
reynd að samhliða vaxandi kröfum, bœði frá ríkisvaldinu og ibúunum, minnka
tekjur og umsvif.
Bætt lýðræði
í borginni
Bryndís
Hlöðversdóttir
þingmaöur
I kosningabaráttunni um
borgina hefur verið tæpt
á ýmsu en eitt er það
sem ekki hefur farið
hátt, en það eru þær
miklu umbætur sem unn-
ar hafa verið á stjórn-
kerfi borgarinnar í tíð
Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra.
Ný hugsun hefur verið tekin upp
i stjórnun borgarinnar þar sem
áhersla er lögð á lýðræðislegri
stjórnarhætti, að færa þjónustuna
nær borgarbúum og innleiða þjón-
ustuhugsun í borgarkerfið. Verka-
skipting stjórnmálamanna og
stjórnsýslu hefur verið skýrð til
muna og dreifstýring tekin upp í
stað miðstýringar. Hlutur kynja
hefur verið jafhaður i stjórnunar-
stöðum þar sem helmingur yfir-
stjórnenda er nú konur. í tið sjálf-
stæðismanna í borginni voru aðeins
13% srjórnenda borgarinnar konur;
karlar voru tæp 87%. Borgin hefur
með þessum breytingum fengið á
sig allt aðra ásýnd sem byggist á
jafhrétti, gegnsæi og lýðræðislegum
stjórnarháttum.
Nær íbúum
Eitt af því sem nútíma stjórnar-
hættir kalla á er að færa valdið og
ákvarðanatökuna nær íbúunum og
margs konar aðferðir hafa verið
þróaðar til að koma til móts við
þessa kröfu.
Reykjavíkurlistinn hefur í sinni
valdatíð í borginni eflt svokallað
hverfalýðræði, með tilkomu tveggja
hverfamiðstöðva, Vesturgarðs í
Vesturbæ og Miðgarðs í Grafarvogi.
í þessum hverfum hafa íbúar bein
árírif á skipulag og ákvarðanir borg-
arinnar og þjónustan er fyrst og
fremst byggð upp með þarfir neyt-
enda hennar í huga. En Reykjavík-
urlistinn hyggst halda áfram á þess-
ari braut og nú hefur verið ákveðið
að skipta borginni upp í fjöra borg-
arhluta og átta hverfi með þessa
hugmyndafræði í huga. Við það er
miðað að hver borgarhluti myndi
heildstæðan þjónustukjarna og að
hvert hverfi innan borgarhlutanna
myndi eðlilegan ramma um þarfir
og daglegt líf ibúanna. í hverjum
borgarhluta verður svo starfandi
hverfisráð sem verður samstarfs-
vettvangur borgarfulltrúa og hverf-
isbúa.
Vakandi fyrir nýjum leiðum
Þaö er nauðsynlegt að stjórnvöld
séu jafhan vakandi fyrir nýjum leið-
um í stjórnsýslunni til að gera hana
lýðræðislegri og þannig úr garði
gerða að hún starfi í þágu borgar-
anna. Ella er hætta á að stjórnsýsl-
an staðni og fari að vinna gegn því
sem henni er ætlað að þjóna: lýð-
ræðinu og þörfum fólksins.
í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur sem borgarsrjóra hefur
Reykjavíkurborg sýnt kjark og
áræði í þessa átt og ásýnd borgar-
innar hefur verið breytt stórlega til
hins betra.
Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu áfram
til góðra verka og hvet alla borgar-
búa til að gera hið sama.
Skerum upp, ekki niður
Asgeir Hannes
Eiriksson
verslunarmaöur
Gamall sæhundur sigldi
um höfin sjö á fraktskip-
um í áratugi og sagðist
ekki hafa komið í svo las-
burða höfn að þar væri
ekki boðið upp á bæði
danska skinku og kaldan
bjór.
Útflutningur Dana nær inn í hvert
krummaskuð enda vel að honum stað-
ið með sendiráð og ræðismenn heims-
horna á milli til að styðja við bakið á
sölumönnum. í dag eru danskir hins
vegar að slá af nokkur sendiráð í fjar-
lægum hornum til að spara peninga
og selja húseignirnar til að fá peninga.
Með því móti tefla þeir í tvísýnu for-
skoti sínu í þeim heimshlutum. ís-
lendingar skulu forðast að feta í fót-
spor Dana i sparnaði, í þetta sinn að
minnsta kosti.
Utanrikisþjónusta íslenska ríkisins
byggist á sendiráðum í helstu sam-
skiptaborgum þjóðarinnar og neti
kjörræðismanna í haldminni plássum.
Ræðismenn þiggja ekki laun heldur
njóta vegsemdanna sem nafnbótinni
fylgja og er það afbragðsgott kerfi fyr-
ir rikissjóð. Hægt er samt að stórauka
hlut sendiráða í utanríkisþjónustunni
án frekari kostnaðar fyrir ríkissjóð og
efla útflutning þjóðarinnar að sama
skapi.
Bjóða skal íslenskum athafhamönn-
um titil sendiherra og samning um að
reka sendiráð fyrir eigin reikning á
betri verslunarstöðum heimsins. Nýju
sendiráöin einbeiti sér að íslenskum
útflutningi og þiggi sölulaun frá selj-
endum til að mæta kostaaði. Áfram er
því hægt að halda kostnaði utanríkis-
þjónustunnar í skefjum enda kemur
sparnaður þjóðarbúinu vel um þessar
mundir.
Og ekki nóg með það: Rekstur
sendiráðanna er ekki bundinn við ís-
lenska ríkisborgara og vel má semja
við erlenda kaupmenn á feitum versl-
unarstöðum um sendiráðin og titilinn.
Jafhframt má fjölga kjörræðismönn-
um verulega og þétta með þeim bilin á
milli sendiráöanna. Nafnbætur af
þessum toga opna samkvæmisljónum
eftirsóttan selskap í betri heimsborg-
um svo varla mun skorta umsækjend-
ur. Á þessum nótum er hægt að ríða
þétt net sjálfbærra sölumanna, eins og
þeir kalla það, um alla heimsbyggðina
án frekari ríkisútgjalda.
Lærum af Rússum
Skilmálar af þessum toga eru engin
nýlunda í heiminum og hafa tíðkast
víða um lönd í margar aldir. Stór-
merkileg viðarrista er til i Rússlandi
frá sextáhdu öld af skrúðklæddum
Moskóvítum með fjölbreytt höfuðföt á
leið með trúnaðarbréf sín til Maximil-
ians n Austurríkiskeisara. Á eftir
diplómötunum fylgir hópur kaup-
manna með loðskinn í sekkjum til að
greiða kostaaðinn af rekstri sendi-
ráðsins, enda átti rússneska utanríkis-
þjónustan ekkert reiðufé eins og fleiri.
En nýju sendisveitirnar verða líka
gömlu utanríkisþjónustunni að liði á
nýjum tímum.
Ný viðhorf blasa við landsmönnum
með þenslu Evrópusamfélagsins í all-
ar áttir og Islendingar verða að fylgj-
ast vel með framvindu mála á fasta-
„Áfram er því hœgt að halda kostnaði utanríkisþjón-
ustunnar í skefjum enda kemur sparnaður þjóðarbú-
inu vel um þessar mundir." -Á íslenskri sjávarút-
vegssýningu árið 2000.
landinu. Stöðugt fjölgar NATO-lönd-
um i álfunni sem Islendingar eiga
saman við að sælda. íslensk fyrirtæki
leita samvinnu og markaða um allar
trissur og þurfa stundum opinberar
nafhbætur til að opna dyr sem annars
standa þeim læstar. Nauðsynlegt er
því að hafa einn diplómat hið minnsta
í hverju sendiráði í Evrópu og víðar
til að leggja við hlustir og stunda sam-
kvæmislífið. Utanríkisþjónustan getur
ýmist greitt sjálf kostaað af starfi
diplómatans eða fellt kostaaðinn inn í
samninginn   um   sendiráðið.   Rúss-
neska vöruskiptaleiðin góða er líka í
fullu gildi.
Danir liggi í því
íslendingar hafa stundum apað
ýmsa ósiði eftir Dönum og átt mis-
jöfnu láni að fagna. Látum Dani eina
um að skera niður að svo komnu máli
og skerum sjálf upp á erlendum mark-
aði með nýrri uppfærslu á gamalli
hugmynd. Markmiðið er að islenskur
útflutaingur sé boðinn í hverju
krummaskuði þar sem danska ölið
freyðir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40