Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002
13
I>V
Utlönd
Stuttar fréttir
Formenn ekki samstiga
Leiðtogi Fólka-
flokksins i Færeyj-
um, Anfinn Kalls-
berg, lögmaður eyj-
anna, og Jóannes
Eidesgaard, leiðtogi
ÉU Jafnaðarflokksins,
9 eru ekki sammála
— '•':- ™ um hvernig stjórn-
armynstur færi best að láta reyna á.
Kallsberg vill mynda stjórn með nú-
verandi landstjórnarflokkum og
jafnaðarmönnum en Eidesgaard viU
fá Sambandsflokkinn í stað hins
sjálfstæðissinnaða Þjóðveldisflokks
sem nú er í stjórn.
Mannfall í Kasmír
Fjórir Pakistanar féllu og um tólf
særðust þegar indverskar hersveitir
skutu á þorp við vopnahléslinu í
hinu umdeilda Kasmir-héraði og
inni i Punjab-héraði. Mikil spenna
er milli Indlands og Pakistans og
óttast margir að stríð brjótist út.
Sendiráð Israels brann
Sendiráð ísraels í París gjöreyði-
lagðist í eldsvoða í nótt og þykir lík-
legt að eldurinn hafi komið upp af
slysni. Verið var að gera endurbæt-
ur á húsnæðinu. Rannsókn á þó eft-
ir að fara fram á orsökum brunans.
Bin Laden ekki í haldi
Bandaríski herinn bar í gær til
baka orðróm á fjármálamörkuðum
að hryðjuverkaforinginn Osama bin
Laden hefði verið handtekinn.
Sammála gagnrýni
Leiðtogar dönsku stjórnarand-
stöðunnar tóku í gær undir gagn-
rýni sænskra ráðherra á útlend-
ingapólitík dönsku stjórnarinnar,
gagnrýni sem hefur farið mjög fyrir
brjóstið á dönskum ráðamönnum.
Lik Chöndru fundið
Lík ungrar banda-
I rískrar      konu,
Chöndru Levy, sem
hvarf fyrir meira en
ári fannst i gær í al-
menningsgarði í
Washington. Chand-
ra var vön að skokka
í garði þessum.
Hvarf hennar vakti mikla athygli þar
sem hún hafði átt vingott við þing-
manninn Gary Condit.
Páfi vaknar á hóteli
Jóhannes Páll páfi syngur í dag
messu fyrir fámennan söfnuð kaþ-
ólskra í Aserbaídsjan. Páfi gisti í nótt
á hóteli en það hafði hann aldrei gert
á ferðalögum sínum erlendis i þau 23
ár sem hann hefur verið í embætti.
Niðurskurðartillögur Sharons samþykktar í ísraelska þinginu í annarri tilraun:
Tveir ísraelar létust í
sjálfsmorðsárás í gærkvöld
Palestínskur      sjálfsmorðsliði
sprengdi sjálfan sig í loft upp í bæn-
um Rishon Letzion í nágrenni Tel
Aviv í gærkvöldi með þeim afleiðing-
um að tveir óbreyttir borgarar, eldri
maður og unglingur, létust og allt að
27 slösuðust. Þetta er önnur sjálfs-
morðsárásin í bænum á siðustu
tveimur vikum en þann 7. maí létust
fimmtán ísraelskir borgarar þegar
sjálfsmorðsliði sprengdi sig í loft upp
á billiardstofu í bænum.
Árásin í gær var gerð í skemmti-
garði þar sem fjöldi fólks var við
skákiðkun og hafði sjálfsmorðsliðinn
litað hárið á sér ljóst til að villa um
fyrir öryggisvörðum.
Al-Aqsa-samtökin hafa þegar lýst
ábyrgð á árásinni, en hún var gerð
stuttu eftir að ísraelsk skriðdreka-
sveit hafði gert innrás í Balata-
flóttamannabúðirnar í nágrenni Nab-
lus á Vesturbakkanum, þar sem fjórir
Palestinumenn voru skotair til bana.
Þar á meðal var Mahmoud Titi, einn
Slasaðir fluttir á brott
Tveir ísraelskir borgarar létu lífiö og aö minnsta kosti 27 slösuöust þegar
palestínskur sjálfsmorösliði lét til skarar skríöa i skemmtigaröi í bænum
Rishon Letzion í nágrenni Tel Aviv ígærkvöld.
helsti foringi al-Aqsa-samtakanna, en
hann hafði áður lýst því yfir í viðtali
að helsta takmark hans væri að stofna
palestínskan her sem hefði það að
markmiði að elta uppi og drepa
ísraelska hermenn og landnema. Ekki
er óljóst hvort sjálfsmorðsárásin í gær
var til að hefna morðsins á Titi.
Palestínsk yfirvöld voru fljót að for-
dæma sjálfmorðsárásina í gær og það
gerði Bush Bandaríkjaforseti einnig
og beindi að venju orðum sinum til
Arafats um að beita sér gegn síendur-
teknum sjálfsmorðsárásum.
Israelska rikisstjórnin kom saman
í morgun til að ræða hugsanleg við-
brögð og bárust fréttir snemma í
morgun um að innrás skriðdreka-
sveita í bæinn Hebron á Vesturbakk-
anum væri hafin.
ísraelska þingið samþykkti í gær
niðurskurðartillögur Sharons, þegar
hann lagði þær fyrir í annað skipti
eftir að þær höfðu verðið felldar í
þinginu í fyrradag.
Cheney óttast
upplýsingaleka
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær að hann óttað-
ist að ný rannsókn á atburðunum
11. september, eins og leiðtogi
demókrata í öldungadeild Banda-
ríkjaþings hefur lagt til, yrði til þess
að leynilegar upplýsingar lækju út.
Það gæti síðan grafið undan við-
leitni stjórnvalda til aö koma i veg
fyrir frekari árásir.
Demókratinn Tom Daschle sagð-
ist ætla að þrýsta á að óháð rann-
sókn færi fram eftir að fréttir
hermdu að stjórnvöld hefðu ekki
áttað sig á fjölda vísbendinga um yf-
irvofandi árásir á síðasta ári og að
ef til vill hefði verið hægt að koma í
veg fyrir þær.
Láttu þér líða
vel!
REUTERSMYND
I lausu lofti eftir langa súlustöbu
Fjöllistamaðurínn David Blaine stekkur hér niður af 25 metra hárri og 56 sentímetra breiðrí súlu í Bryant Park \ New
York ígær, eftir að hafa staðið á toppi súlunnar í meira en 34 klukkustundir. Blaine lenti mátulega mjúkrí lendingu í
pappakassahrúgu sem komið hafði verið fyrir við súluna.
húsgögn
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
Sfmi 552 5757 www.serhusgogn.is
pláss
BLITZ fataskápur, B91 x D57 x H197
Fæst í kirsuberja og beyki.
36.120
l8«230
BLITZ fataskápur, B181 x D57 x H197. Fæst í beyki og kirsuberja .
KENT fataskápur, kirsuberja. B225x D61 x H222.
Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavik
simi 510 8000 • www.husgagnahollin.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32