Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						+
FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002
17
Utgáfufélag: Utgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Sotning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugero og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Þjóðvegarúllettan
Liöin hvítasunnuhelgi var fyrsta ferðahelgi hins nýbyrj-
aöa sumars. Það viðraði vel og því voru landsmenn á far-
aldsfæti. En þessi fyrsta ferðahelgi kallaði á fórnir. Tveir
létu lífið í umferðarslysum þannig að alls hafa ellefu farist
af slysförum á vegunum það sem af er árinu. Þá eru ótald-
ir þeir sem slasast hafa meira eða minna.
Þetta ástand er ólíðandi. Fleiri hafa farist í umferðarslys-
um nú en á sama tíma undanfarin tvö ár. Reynslan hefur
kennt okkur að flest banaslysin verða á þjóðvegum lands-
ins og nú fer helsti ferðatíminn í hönd. Árangur næst ekki
gegn þessari vá nema með samstilltu átaki. Orsakir um-
ferðarslysa eru margar en flest verða þau vegna þess að
ekki er ekið miðað við aðstæður. Þjóðvegir á íslandi eru
mjóir og hlykkjóttir og víða einbreiðar brýr. Þrátt fyrir
þetta er hraði á þessum vegum oft allt of mikill og iðulega
verulega umfram það sem leyfilegt er.
Áróður og fræðslu verður að auka. Of litlu fé er varið til
þeirra mála. Nái fræðslan eyrum ökumanna er hún fljót að
borga sig enda er hvert slys dýrt einstaklingum og samfé-
lagi og þegar verst fer er tjónið óbætanlegt. Áróðrinum
verður að beina gegn gáleysi og hraðakstri. Flestir öku-
menn hafa orðið vitni að vítaverðum framúrakstri við
háskalegustu aðstæður. Oft er glönnunum ekki fyrir að
þakka að ekki fer verr. Sama gildir um notkun öryggisbún-
aðar eins og bílbelta. Þrátt fyrir að þau hafi margsannað sig
sætir furðu að hluti ökumanna og farþega skuli enn sitja
óspenntur í bílum. Þá ber ekki síst að fylgjast vel með ölv-
unarakstri. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hve dóm-
greind og hæfileikar til aksturs sljóvgast við áfengisneyslu.
Ástandið á vegum úti kallar á aukna löggæslu. Eftirlit
lögreglu og sýnileiki hefur áhrif á akstur manna. Þeir gæta
sín betur viti þeir að fylgst er með umferðarhraða, aksturs-
lagi og ástandi ökumanna. Sektir fyrir glannaskap og jafn-
vel ökuleyfissvipting hafa áhrif. Nauðsynlegt er að stöðva
ökuníðinga áður en þeir valda sér og öðrum skaða. Þetta
eftirlit kostar fé en þau fjárútlát borga sig fyrir samfélagið
ekki síður en aukinn áróður.
Slys fyrstu ferðahelgar sumarsins eru víti til að varast.
Kjarkur gegn kúgun
Það þarf kjark til þess að kæra fanta sem beita hótunum
og líkamsmeiðingum og það þarf ekki síður kjark til þess að
segja opinberlega frá lendi menn í klóm slíkra þrjóta. Slík-
an kjark sýnir Óskar Páll Daníelsson, ungur Hvergerðingur,
í viðtali við DV í dag. Hann hefur kært þrjá unga menn fyr-
ir mannrán, líkamshótanir og bílstuld en þeir réðust að
honum við hraðbanka, vöfðu hann límbandi og námu á
brott. Hvergerðingurinn slapp frá kvölurum sínum eftir
ógnanir og hremmingar. Hann segir sögu sína til þess að
aðrir sem lenda í svipuðu, sæta kúgunum og ofbeldi, þoli
ekki þá kúgun og ógnir heldur kæri og leiti réttar síns.
DV hefur árum saman hvatt til þessa. Mörg dæmi eru um
ofbeldismenn og lýð sem veður uppi, ógnar og meiðir. Sá
lýður heldur gjarnan fjölskyldum fórnarlambanna í gíslingu
og eru svokallaðir handrukkarar þekktir fyrir slíka hegðan,
menn sem einskis svífast. Gegn þeim dugar engin linkind
þótt skiljanlegur sé ótti þeirra sem fyrir verða.
DV hefur þráfaldlega hvatt til þess að skorin verði upp
herör gegn þessum hrottum. Því er fordæmi Óskars Páls
gott. Hann kemur fram og segir sína sögu í stað þess að
byrgja inni ótta sinn. Fjölmiðlum ber að segja frá þessum at-
burðum og lögreglu og um leið að veita þeim sem frá greina
vernd frá fóntunum og ekki sist að koma þeim undir manna
hendur.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Hlustið bara á fólkið
Birgír Tjörvi
Pétursson
lögfræöingur
„Réttara væri að R-listinn
gæfi borgurunum svör við
því hvernig stjórnkerfi
borgarinnar hefur verið
gert opnara og lýðræðis-
legra eins og talað hefur
verið um nú í tvennum
kosningum."
Þessa dagana keyrir R-listinn á því
að hættulegt sé að sjálfstæðismenn
komist til valda í Reykjavík af því_að
þá gegni þeir of víða ábyrgðarstöðum
i samfélaginu. Áhyggjurnar eru ekki
byggðar á því aö sjálfstæöismenn
geti ekki stýrt borginni. Þær byggj-
ast á því að lýðræði á íslandi sé
hætta búin ef R-listinn tapar.
Við eigum sem sagt ekki að kjósa
R-listann af því að hann sé besti kost-
urinn. Heldur út af ímynduðum ótta
við það að sjálfstæðismenn í Reykja-
vík muni ásamt sjálfstæðismönnum
um landið vítt og breitt brugga þjóð-
inni launráð í reykmettuðum bak-
herbergjum standi þeir uppi sem sig-
urvegarar.
En hvernig eiga stjórnmálasamtök
þá að haga framboðsmálum sínum?
Eiga þau einungis að bjóða fram ann-
aðhvort til sveitarstjórnar eða Al-
þingis? Eigum við kannski að setja
þak á fjölda þeirra sveitarfélaga sem
ein og sömu samtókin mega bjóða
fram í? Ef R-listinn sigrar í Reykja-
vík mega flokkarnir sem standa að
honum þá ekki sigra annars staðar?
Hefur lýðræðið kannski verið í stór-
hættu eftir að R-listinn komst til
„Árið 2002 virðist fólk hafa fylkt sér bak við sjálfstæð-
ismenn íflestum sveitarfélögum landsins. [...] Ef láta
á svo lítið að hlusta á fólkið kemur nefnilega í Ijós að
það kýs fólk og málefni til góðra verka en ekki upp-
hrópanir og samsœriskenningar."
valda í Reykjavík vegna setu Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks i ríkis-
stjórn á þeim tíma? Nei, ég skil þetta
ekki.
Að vera í sambandi viö
annað fólk
Mér fmnst þetta skrítin samsæris-
kenning hjá R-listanum. Réttara
væri að R-listinn gæfi borgurunum
Sandkorn
Vandaö val vandamanna
Framboðslisti Vinstri grænna í Ár-
borg þykir um margt sérstakur og hef-
ur orðið þar eystra mönnum tilefni til
hinna ýmsu sagna og brandara. Frægt
er að svili Steingríms J. Sigfússonar,
Valdimar Bragason, er oddviti listans
og annar svilinn til, Hilmar Björgvins-
son, er í flmmta sæti. í næstneðsta sæti,
því saufjánda, er Iðunn Gíslasdóttir,
kennari á Selfossi og gamalreynd valkyrja úr starfi Alþýðu-
bandalagsins á Selfossi á fyrri tíð. Sonur hennar, Sigfinnur
Snorrason jarðfræðingur, skipar fjórtánda sætið og dóttir
hans, Gyða, sem er nemi við Fjólbrautaskóla Suðurlands,
er í fjórða sæti. Það er því ekki að ástæðulausu að í Árborg
tali menn ekki um Vinstri græna heldur Vensla græna.
Hver á sínum bás
Mikið flóð auglýsinga birtist nú frá framboðslistum í
sveitarstiómarkosningunum, ekki síst stóru framboðunum
tveimur i Reykjavík. Þannig birtust í gær tvær auglýsing-
ar með fyrirsögnunum „Við styðjum Ingibjörgu Sólrúnu"
og „Við treystum Birni best". Þesssar auglýsingar eru orðn-
ar fastur liður í kosningabaráttunni í borginni en gamlir
Ummæli
Nútímalegir stjórnarhættir
I nokkrar vikur hefur [nágranni minn] hringt
eldsnemma á þriðjudagsmorgnum, en þá eru teknar nið-
ur pantanir um viðtal við borgarsrjóra. Margir eru
greinilega sömu erinda og nágranni minn, því erfiðlega
hefur gengið að ná sambandi. Þegar það loksins tekst,
eru ýmist allir tímar fullir eða engir fundir bókaðir skv.
ákvörðun borgarstjóra - viðtalstímar eru felldir niður
þá vikuna. Þetta kallast sérkennilegur stjórnunarstíll
hjá stjórnanda og stjórnmálamanni, sem vill kenna sig
við nútímann. [Björn Bjarnason] var fyrstur srjórnmála-
manna til að opna heimasíðu og bjóða almenningi upp á
bein og milliliðalaus samskipti. Hann hefur jafnframt
verið þekktur fyrir að svara erindum sem honum berast
gegnum Netið og greitt úr eða leiðbeint um lausn mála.
Þá voru biðlistar eftir viðtölum við menntamálaráð-
herra ekki til í ráðherratíð Björns. [...] Ólíkt væri ná-
granni minn betur staddur, ef hann æfti að reka erindi
sín við Björn Bjarnason sem borgarstjóra. Herslumun-
pólitískir refir tóku eftir því að í þetta sinn voru engar póli-
tískar bombur i undirskriftalistunum undir myndunum
eins og yfirleitt áður. Þar er enginn óvæntur gestur, enginn
Bubbi Morthens eða viðlíka fræg persóna að koma á óvart.
Fréttin er því að engin frétt var í þessum auglýsingum. Það
er hver á sínum bás ...
Syngur Logi?
Sjónvarpið hefur, eins og kunnugt er,
sent Loga Bergmann Eiðsson til Tallinn
í Eistlandi þar sem hann mun fylgjast
með og greina frá söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva. Er hann þar
kominn í fótspor hins orðhvata Gísla
Marteins Baldurssonar. Þeir sem hafa
gaman af tölum og úrslitakeppnum geta
því hitað upp fyrir kosningasjónvarpið.
Fyrst koma tölur frá London og síðan nýjustu tölur frá ísa-
firði. Logi var sendur utan á mánudag og mun víst eiga
náðuga daga í Tallinn. Þegar spurðist af langdvölum Loga
ytra átti góðvinur Sandkorns ekki aðra skýringu en þá að
Logi hlyti að eiga að syngja. Fyrir hönd hverra er enn óljóst
inn vantar til að tryggja þá framtíðarsýn og þar skiptir
hvert atkvæði máli.
Ásta Möller alþingismaður í pistli á hetmasíöu sinni
Lýðræðið ekki til sölu
Um næstu helgi á sér stað úrslitaorusta í höfuðborginni.
Þar takast á annars vegar Reykjavíkurlistinn, hreyfing
fólksins og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkurinn
sem flestu ræður. Þá ræðst það hvort við fáum áfram að
njóta krafta Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra
eða hvort við eftirlátum Sjálfstæðisflokknum borgina líka.
Flokknum sem ræður fjármagninu, fyrirtækjunum, sfjórn-
arheimilinu og hluta fjölmiðlanna. Það er ógnvekjandi til-
hugsun að hann nái borginni líka í krafti peningavaldsins.
Fjáraustur flokksins í baráttunni um borgina er fordæma-
laus. Hann er einfaldlega að reyna að kaupa kosiúngarnar.
Komum í veg fyrir það, enda lýðræðið ekki til sölu, eins og
þeú* halda.              Bjórgvin G. Sigurðsson! Málinu á Skjá einum
svör við því hvernig stjórnkerfi borg-
arinnar hefur verið gert opnara og
lýðræðislegra eins og talað hefur ver-
ið um nú í tvennum kosningum. Ég
finn ekki að þessi sé raunin og hef
áhyggjur af lýðræðisþróun i Reykja-
vík.
Alfreð Þorsteinsson virðist t.d.
kæra sig kollóttan um skoðanir
Reykvíkinga þegar hann ráðskast
með Orkuveituna. Þá er ekki mjög
lýðræðislegt að þrjátíu þúsund for-
eldrar barna í 44 grunnskólum í
Reykjavík eigi einn áheyrnarfulltrúa
í Rræðsluráði. R-listinn er á móti til-
lógum sjálfstæðismanna um að
skipta borginni í skólahverfi þar sem
staifi nefndir sem foreldrar skóla-
barna eigi fulltrúa í.
Ég fæ ekki séð að lýðræði í Reykja-
vík sé hætta búin af þessum tillögum
sjálfstæðismanna. Hins vegar hafa
fáir srjórnmálamenn, ef nokkur, ver-
ið í jafnmiklu sambandi við fólkið og
einmitt Björn Bjarnason. Ekki bara
augliti til auglitis heldur líka með
aðstoð tækninnar. Það er aðdáunar-
vert hvernig honum hefur t.d. tekist
að vera í sambandi við þúsundir
manna í gegnum tölvupóst. En R-list-
inn óttast lýðræðið verði Björn borg-
arstjóri. Hafiði reynt að ná í Ingi-
björgu Sólrúnu?
Fólk og málefni.
Árið 2002 virðist fólk hafa fylkt sér
bak við sjálfstæðismenn í flestum
sveitarfélögum landsins. Ég get ekki
gefið mér annað en ástæðan sé sú að
fólk treystir þeim. Ef láta á svo lítið
að hlusta á fólkið kemur nefnilega í
ljós að það kýs fólk og málefni til
góðra verka en ekki upphrópanir og
samsæriskenningar. í hinni nei-
kvæðu kosningabaráttu R-listans
hefur glumið: „Frakklands-hrylling-
urinn", „varaborgarstjórinn Hannes
Hólmsteinn", „flokksskírteinin",
„auglýsingamaskínan" og nú síðast
þessi kenning um lýðræðið. Sú kenn-
ing er kjánaleg, fyrst og fremst vegna
þess að landsmenn velja þann kost
sem er með réttu málefnin og er best
er til þess fallinn að vinna að þeim.
Þeir velja fólk sem hægt er að
treysta.
Verkin tala og tala
Mörður
Árnason
íslenskufræöingur
„Meðan Islensk erfða-
greining reisti hús sitt í
Vatnsmýrinni á nokkrum
mánuðum gengur hvorki
né rekur með byggingu
Náttúrufræðihússins. Há-
skólinn er kominn í vand-
ræði með bygginguna en
menntamálaráðherrann
hefur ekki talið að málið
komi sér við."
Björn Bjarnason hefur gefið
tvær merkar yfirlýsingar. Önnur
er sú aö Sjálfstæðismenn fari betur
en aðrir með opinbert fé. Hin er sú
að Björn Bjarnason láti verkin
tala. Fyrri fullyrðinguna er ekki
alveg kurteislegt að ræða opinber-
lega þessa daga vegna þess að lög-
regla, saksóknari og dómstólar eru
núna að kanna sérstaklega hvernig
Sjálfstæðismenn fara með opinbeft
fé. Flest þeirra mála snerta einmitt
Björn Bjarnason, sem meðal ann-
ars bar sem ráðherra ábyrgð á
flestum afrekum Árna Johnsens.
En sjálfsagt er að hlusta á verk
Björns Bjarnasonar tala.
Þjóðminjasafnið talar
Þjóðminjasafnið hefur nú verið
lokað fyrir íslenskum og erlendum
gestum í tæp 4 ár. Ekki er ljóst
hvenær á að opna aftur sýningar í
húsinu. Óljóst er hvað viðgerðin á
að kosta en hins vegar vitað að
byggingarnefnd ráðherrans er
komin langt fram úr upphaflegri
áætlun.
Sjálfur lofaði Björn fyrst að
verkinu lyki árið 2000, síðan að
húsið yrði opnað 17. júní 2001. Svo
hætti hann að lofa, en hefur reynt
á þingi og i sjónvarpsþætti að
skrökva sig út úr fyrri loforðum.
Ríkisútvarpið talar
Ríkisútvarpið hefur búið við
fjárhagslega spennitreyju allt ráð-
herraskeið Björns Bjarnasonar.
Hann hefur minnkað fé til RÚV að
raungildi af útvarpsgjöldunum og
att því út á auglýsingamarkað í
bullandi samkeppni. Þegar þar
hallar undan fæti er RÚV bara rek-
ið með halla og hefur gengið svo á
eigið fé á tíma Björns að venjulegt
fyrirtæki væri að missa lánstraust
sitt hjá bönkunum og stefndi í
þrot.
Náttúrufræöihúsið talar
Meðan íslensk erfðagreining
reisti hús sitt í Vatnsmýrinni á
nokkrum mánuðum gengur hvorki
né rekur með byggingu Náttúru-
fræðihússins. Háskólinn er kom-
„Þjóðminjasafnið hefur
nú verið lokað fyrir ís-
lenskum og erlendum gest-
um í tæp 4 ár. Ekki er
Ijóst hvenær á að opna
aftur sýningar í húsinu."
inn í vandræði með bygginguna,
en menntamálaráðherrann hefur
ekki talið að málið komi sér við.
Menningarhúsin tala
í síðustu þingkosningum lofaði
Björn Bjarnason svokölluðum
menningarhúsum á landsbyggð-
inni. Niðurstaðan vorið 2002: Ekk-
ert menningarhús.
Þróunarsjóöur tónlistariön-
aðarins talar
í ráðuneytinu stóð Björn í vegi
fyrir tilraunum tónlistarmanna af
öllum gerðum til að efla þróun og
útflutning á tónlist. Þótt einkenni-
legt sé hefur málið mætt meiri
skilningi í viðskiptaráðuneytinu
en hjá menntamálaráðherranum.
Þjóðleikhúsið talar
Sussu, sussu. Og þegiðu, Þjóð-
skjalasafn! Og þú líka, Þjóðmenn-
ingarhús!
Og enn talar hann
Björn naut þess að stjórna
menntamálaráðuneytinu í 7 ár,
lengur en nokkur annar í yfir þrjá
áratugi, og á miklum góðæristim-
um. Auðvitað gerðist ýmislegt í
menntum og menningu á þessum
tíma. Það er hins vegar athyglis-
vert hvað verkin eru mörg sem
tala þvert á orð Björns Bjarnason-
ar um eigin snilli við framkvæmd-
ir og uppbyggingu. - Að maður
minnist nú ekki á hvað Sjálfstæð-
ismenn fara vel með opinbert fé.
Afgangur á f jórða ári
Jónas
Bjarnason
efnaverkfræöingur
„Áætlað hefur verið að
peningaleg staða „sam-
stæðureiknings" hafi ver-
ið 11,5 milljörðum verri
2001 en áætlun gerði ráð
fyrir og heildarskuldir 34
milljarðar. „3,3 milljarðar
eru vegna gengisbreyt-
inga," segir borgarstjóri.
- Jæja, hver er talan þá
nú eftir að krónan hefur
styrkst?"
Fyrir skömmu voru reikningar
Rvíkur lagðir fram og borgarstjóri
fékk DV-viðtal af því tilefni og taldi
umræðu um skuldir „vera út úr óllu
korti". Það er þó skömminni skárra
að hlusta á borgarstjóra en Alfreö
Þorsteinsson sem virðist haldinn
einbeittum blekkingarásetningi
hvað sem hann fjallar um, hvort
sem það eru skuldir Rvíkur og fyrir-
tæki hennar eða stefha minnihlut-
ans.
Bæði tvö telja við hæfi að ræða
um skuldir Landsvirkjunar til að
rökstyðja blekkingar um færslur
skulda borgarsjóðs yfir á Orkuveitu;
Landsvirkjun sem selur ekki heitt
vatn kemur þessu máli ekkert við.
Orkuveitan er gullmoli sem þjónar
öllu höfuðborgarsvæðinu og á ekki
að vera „stuðpúði" fyrir glæfra og
stjórnleysi. Margir hrukku í kút við
að heyra að taprekstur hefði orðið á
Orkuveitu á síðasta ári; ef öll sveit-
arfélög á svæðinu hefðu getað ská-
skotið skuldum með sama hætti yfir
á veituna væru þær um 30 milljarð-
ar og hreinar drápsklyfjar.
Raunalegar skýringar
Borgarstjórinn vill endilega fá að
skýra út allt tapið í rekstri: „Vær so
god"! Áætlað hefur verið að pen-
ingaleg staða „samstæðureiknings"
hafi verið 11,5 milljörðum verri 2001
en áætlun gerði ráð fyrir og heildar-
skuldir 34 milljarðar. „3,3 milljarðar
eru vegna gengisbreytinga," segir
borgarstjóri. Jæja, hver er talan þá
nú eftir að krónan hefur styrkst?
„Óvarlegt er að sjálfsögðu að ræða
um samstæðureikning," segir Ingi-
björg en hann sýnir allt klabbið
saman; betra er að ræða um einstak-
ar stofnanir svo unnt sé að fela sig
bak við gjálfur og streymi milli
sjóða og fjárfestingar með gúmmí-
skilgreiningum. Borgarstjóra er
annað betur géfið en að tala um fjár-
mál eins og t.d. að tala flálglega og
„imponera" í kaffistofum hjúkrun-
arheimila og sjúkrastofnana. Skuld-
ir borgarinnar eru komnar upp i
166% af árlegum skatttekjum en
voru 60% 1994 og nú þarf meira en
Ingibjórgu Sólrúnu eða Alfreð hinn
talnaglögga til skýra ráðslagið.
„Það erþó skömminni skárra að hlusta á borgarstjóra
en Alfreð Þorsteinsson sem virðist haldinn einbeittum
blekkingarásetningi hvað sem hann fjallar um, hvort
sem það eru skuldir Reykjavíkur og fyrirtœki hennar
eða stefna minnihlutans."
Orsakir eða afleiðingar
Borgaryfirvöld eru tvístígandi um
flugvóllinn og hafa stefnuna „haltu
mér, slepptu mér", en þá þarf fólk að
lesa bæði í veður og tölfræði ef það
hyggst fljúga frá landsbyggð til
Rvíkur; veður getur verið óljóst en
þá segir tölfræðin að 18% líkur séu
á því að lent verði i Keflavík; farþeg-
ar fá bara tilkynningu meðan á flugi
stendur hvar lent verður; Árni segir
þetta bara spurningu um rekstur en
fagfólk um flugöryggi.
Á fieiri sviöum verður að beita
tölfræði. Lóðaúthlutanir eiga að ger-
ast með uppboðum en þar sem lóða-
skortur er viðvarandi í borginni get-
ur fólk þurft tölfræði til að leiðbeina
sér og þá sést að best er að sækja
strax um lóð í nágrannabæjum í
stað þess að verða undir í uppboð-
um. Borgina skortir fé og lóðir, en
þetta hangir einhvern veginn sam-
an; með lóðum koma íbúar, pening-
ar og umsvif, en peninga þarf til að
útbúa lóðir. Þetta er eins og með
Höfuösmanninn frá Kópernick;
hann fékk ekki passa af því að hann
hafði ekki vinnu, hana fékk hann
ekki því hann hafði ekki passa.
Leiðinlegri loforð
Loforðalisti R-listans er stór, en
Ingibjörg hefur ekki reiknað út
hvað hann kostar því púðrið fór í að
reikna út samning D-listans; hún
taldi þó loforð lista síns rúmast inn-
an áætlana borgarinnar fyrir næstu
3 ár og alveg sérstaklega á því 4. því
þá væri afgangur! Þetta er augljóst
miðað við nákvæmni í áætlunum
borgarinnar að undanförnu og
skuldasöfnun út úr öllu korti.
Með tölfræði má líka setja upp
hlutfall af efndum afrekum deilt
með loforðum. Með sama hætti má
virða fyrir sér Laugaveginn og
Bankastræti ásamt Austurstræti
sem nú eiga verða stærstu verslun-
argötur landsins og framlengja sýni-
lega þróun. Með því að reikna út af-
rek sem hafa verið unnin á þessu
svæði á undanförnum átta árum má
gjörla sjá hvað gerast muni næstu
fjögur ár ef hjakkað verður í sama
fari.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32