Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002
Jréttir
I>V
I
Kosningarnar í
ísafjarðarbæ á laug-
ardaginn hafa trú-
lega sjaldan eða
aldrei verið í jafh
mikilli óvissu og nú.
Ekkert eitt kosn-
ingamál er öðru
framar í sviðsljós-
inu, en öll framboð-
in tala meira og
minna um að efla
þurfi atvinnulífið.
Fréttir nú í vikunni
um að viðræður
væru í gangi um að
höfuðstöðvar Orku-
bús Vestfjarða flytj-
ist til Akureyrar um
næstu áramót við
sameiningu þess við
RARIK og Norður-
orku, hafa þó hleypt
nýju lífi í pólitíkina
vestra.
Hefur Valgerður
^Sverrisdóttir stað-
fest að viöræður séu
í gangi um slíkan
samruna. I samtöl-
um við fólk vestra í
gær mátti ráða að
áhrifin af þessum
tíðindum yrðu mik-
il. Nefndi einn við-
mælandi t.d. að á
einni nóttu hefði
fasteignaverð á ísa-
fjarðarbæ fallið um
,.15% vegna þessa.
Það myndi þýða tap
fyrir fólk á svæðinu
um 1.600 milljónir
króna, sem er um
200         milljónum
króna meira en
bærinn fékk fyrir
sölu á sínum hlut í
Orkubúinu. Þótti
mönnum því tákn-
rænt að þegar tíð-
indin voru tiunduð í
Ríkisútvarpinu í há-
deginu í gær - þá
fór rafmagnið af
bænum.
iMoldviðri
óþarft
Oddviti Fram-
sóknarflokksins
vestra, Guðni Geir
Jóhannesson, sem
einnig er forseti
bæjarstjórnar, segir
óþarft að þyrla upp
moldviðri út af þess-
um tíðindum. Það
séu samningar í
gildi vegna sölu
sveitarfélaganna á
Guími Gelr
Jóhannesson.
Haildór
Jónsson.
Lárus G.
Valdimarsson.
Halldór Hall-
dórsson.
Lllja Rafney
Magnúsdóttir.
Magnús Reynir
Guðmundsson.
sínum hlutum í
Orkubúinu. Menn þurfi því ekki að ótt-
ast stórvægilegar breytingar þótt aðal-
stöðvarnar flytjist hugsanlega til Akur-
eyrar. „Þótt einhverjar þreifingar séu í
-^angi, þá er þetta ekkert sem verður að
veruleika á næstunni." Að öðru leyti
Mikil óvissa í
ísafjarðarbæ
segir Guðni að kosningaumræðan snú-
ist almennt um atvinnumál og skóla-
mál. Hann telur að þótt ágæt samstaða
hafi verið um fiest mál siðasta kjör-
tímabil, þá óttist hann að „óánægju-
framboð" kunni að hleypa illu blóði í
srjórn bæjarfélagsins. Það sé ekkert
fyrir sex framboð að slást um og hugs-
anlega geti þetta leitt til skrýtinnar nið-
urstöðu í kosningunum. „Þetta er það
sem við þurftum síst á að halda."
Orkubúsmáliö er skelfilegt
Halldór Jónsson, oddviti A-lista Nýs
afls, lýsti því svo í samtali við DV í gær
að með þessum fréttum af Orkubúinu
þá hafi öll önnur kosningamál skyndi-
lega sópast út af borðinu. Hann segir að
hart verði barist á móti þessum áform-
um. Það muni tapast þarna fjöldi starfa
og mest hjá fólki sem komið er um eða
yfir sextugt. Það fái hvergi vinnu.
„Þetta er því skelfilegt mál. Það sem
stendur upp úr er sú litilsvirðing sem
ríkissrjórnarflokkarnir sýna sínu fólki
hér. Þeir fórna þeim fyrir hagsmuni
flokkanna á Akureyri. Það sýnir að
raddir okkar hafa ekki náð i gegn hjá
flokkunum. Það er því miður valtað
yflr þetta fólk, ég vildi ekki vera í
þeirra sporum núna. Þetta er ömurlegt
hlutskipti."
Halldór Jónsson segir að sitt fram-
boð hafi lagt til að farið verði yfir alla
fyrirvara í samningunum og ef þar er
einhver útgönguleið, þá verði að rifta
sölunni á Orkubúinu og hugsa málið
upp á nýtt. Að öðru leyti sagði hann
varðandi stöðu sveitarfélags-
ins að þá væri alvarleg sú
mikla skuldaaukning sem átt
hafi sér stað á kjörtímabilinu.
Meirihlutinn hafi hins vegar
forðast að ræða það mál.
			
		^l'^rl	
1	?^» "*!	fmjföi	
			
Frá höfninni á Isafirði.
bæjarstjórn ef bæjarfulltrúarnir skipt-
ast niður á öll framboðin sex. Varðandi
málefni Orkubúsins, þá hafi hann vilj-
að fara aðra leið en nú virðist uppi á
borðinu. Við sameiningu Orkubúsins
og RARTK yrði nýju fyrirtæki skipt upp
í einingar eftir nýju kjördæmunum
með höfuðstöðvum á hverjum stað.
„Ekkert sem kemur frá þessum ráð-
herra byggöamála kemur mér þó leng-
ur á óvart," sagði Halldór Halldórsson.
Atvinnumálin á oddinn
Lilja Rafney Magnúsdóttir, efsti
maður á lista Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs, segir atvinnumálin
efst á baugi.
ISAFJARÐARBÆR
- úrslit kosninga 1998
Erfitt að spá um úrslit-
in
Lárus G. Valdimarsson,
efsti maður á lista Samfylk-
ingarinnar, segir skólamálin
vissulega enn vera í deiglunni
þótt meirihlutinn hafi ákveðið
að setja málið í salt fram yfir
kosningar. Það hafl mikið ver-
ið deilt um framtíðar upp-
byggingu grunnskólans fyrir
siðustu kosningar og enn eigi
eftir að klára það mál. Varð-
andi Orkubúsmálið visar hann fullri
ábyrgð á núverandi meirihluta.
„Flutningur aðalstöðvanna til Akur-
eyrar er klárt brot á samkomulaginu
sem gert var við sölu Orkubúsins, en
sá samningur er samt með ólíkindum.
Það er greinilegt að þetta mál liggur
mjög þungt á fuUtrúum meirihluta-
flokkanna í bæjarstjórninni." Lárus
segir mjög erfitt að spá í úrslitin á laug-
ardaginn og líklegt sé að mikið af at-
kvæðum falli dauð.
Kemur ekkert á óvart
HaOdór Halldórsson, bæjarstjóri og
oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir ekk-
ert eitt mál standa upp úr í kosninga-
baráttunni nú. Hins vegar óttast hann
að erfitt geti orðið að mynda starfhæfa
D
r
D- og B-listi mynda meirihiuta
Höröur
Kristjánsson
blaðamaöur
Fréttaljós
„Við höfum sett það á oddinn í okk-
ar baráttu. Við viljum að bæjarstjórn
kalli til hagsmunaaðila á svæðinu í
samvinnu við lánastofnanir og At-
vinnuþróunarfélagið. Þar verði mynd-
aður vinnuhópur sem komi með mark-
vissa aðgerðaráætlun. Maður heyrir að
almenningur vill fara að sjá eitthvað
gerast. Fólk sér ekki að sérstakur við-
snúningur verði í sjávarútveginum.
Því þurfi að leita fleiri tækifæra."
Varðandi Orkubúsmálið segir Lilja
Rafney að þar sé nú að ganga eftir ná-
kvæmlega það sem VG hefur allan tím-
ann haldið fram. Höfuðstöðvamar flytj-
ist til Akureyrar og störfin í kjölfarið.
Hún segir að menn hafi mátt vita að
svona færi þegar ákveðið var að selja
Orkubúið. Lilja segir varðandi úrslit
kosninganna að öll framboðin fái einn
mann og síðan verði hinum þrem skipt
bróðurlega á milli flokka.
Vilja kvótabanka
Magnús Reynir Guðmundsson er
oddviti Frjálslynda flokksins í ísafjarð-
arbæ. Hann segir höfuðáherslu flokks-
ins vera á atvinnumálin.
„Það er grunnurinn að allri tilveru
hér. Við viljum reyna að verjast svo við
verðum ekki fyrir enn meiri áfóllum
en orðið er og reyna síðan að sækja
fram."
Magnús segir að sala orkubúsins sé
staðreynd þótt flokkurinn hafi verið á
móti þeirri aðgerð. Því vilji þeir nýta
um 20% af sölutekjum vegna Orkubús-
ins, um 280 milljónir króna, og mynda
með því kvótasjóð. Við hefðum verið að
gæla við hugmynd að fá þar á móti
framlag frá Byggðastofnun. Sjóðurinn
gæti orðið um 400 milljónir króna og
fyrir hann yrðu keyptar varanlegar
aflaheimildir í smábátakerfinu. Það
væru um 800 tonn sem ráðstafað yrði
til útgerðarmanna á svæðinu sem
leggðu þá jafn mikið á móti í sjóðinn.
Aflanum yrði síðan öllum landað i bæj-
arfélaginu til vinnslu.
Magnús segir að fréttir af tilfærslu á
höfuðstöðvum Orkubúsins til Akureyr-
ar séu skelfilegar. Fyrir nokkrum vik-
um svaraði Magnús spurningu blaðs-
ins BB um sölu OV þannig að um væri
að ræða skammsýni bæjarstjórnar.
„Orkubúið verður sameinað RARIK og
RARIK rennt inn í Norðurorku hjá
Kristjáni Þór Júlíussyni. Við missum
fjölda starfa ef af líkum lætur." - Þarna
virðist Magnús hafa verið æði forspár,
en tíðindin komu fyrst fram í RÚV í
fyrrakvöld þegar 'ísafjarðarframboðin
héldu sameiginlegan kosningafund á
Þingeyri.
Ekkert sjálfgefið í pólitíkinni vestra
Pólitikin í ísafjarðarbæ hefur löng-
um þótt einkennast af mikilli hörku og
hafa úrslit kosninga þar oft komið á
óvart. Frægast er þar trúlega hægt að
nefna stórsigur Fönk-listans um árið,
sem var óánægjuframboð ungra
menntaskólanema og kom tveim mönn-
~fim í bæjarstjórn. Það þykir því ekkert
sjálfgefið um úrslit í pólitíkinni vestra.
íbúafjöldi í ísafjarðarbæ var þann 1.
desember sl. samtals 4.181. Hafði þeim
þá fækkað úr 4.403 1. desember árið
1997. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn er 9,
en við kosningarnar 1998 voru þrír list-
ar í framboði. Þar fékk B-listi Fram-
sóknarflokks 379 atkvæði og 1 fulltrúa
í bæjarstjórn. D-listi Sjálfstæðisflokks
fékk 936 atkvæði og 4 fulltrúa og K-listi,
Bæjarmálafélag ísafjarðarbæjar, fékk
858 atkvæði og 4 fulltrúa. Meirihluta-
samstarf komst á með Framsóknar-
flokki og Sjálfstæðisflokki.
í stað þriggja framboða í kosningun-
um 1998 eru nú boðnir fram sex listar í
ísafjarðarbæ. Auk hefðbundinna fram-
boða Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks ber það nú til tíðinda að A-listi
Nýs afls býður fram lista. Þar er um að
ræða lista undir forystu eins fyrrver-
andi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hall-
dórs Jónssonar. Varlegt er þó að skil-
greina þennan lista sem klofningsfram-
boð úr Sjálfstæðisflokki eingöngu þar
sem á listanum er líka fólk sem bendl-
að hefur verið viö aðra flokka á liðnum
árum, eins og krata.
í stað K-lista, sem var eins konar
sambræðingur fólks úr gamla Alþýðu-
flokknum og Alþýðubandalaginu,
koma nú fram tveir listar. Það er S-listi
Samfylkingarinnar og U-listi Vinstri-
hreyfingarinnar, græns framboðs.
Auk áðurnefndra afla býður F-listi
Frjálslynda flokksins svo fram krafta
stna. í forystu þessa framboðs er Magn-
ús Reynir Guðmundsson, fyrrverandi
framsóknarmaður.
Mikill samdráttur
Fækkun starfa í sjávarútvegi og
fækkun íbúa hefur dregið tekjur bæjar-
félagsins verulega saman og hefur því
verið háð hörð varnarbarátta til að
reyna að ná tökum á erfiðum rekstri.
Þetta hefur einnig sett sinn svip á póli-
tíkina og undanfarin ár hefur þótt gæta
þar vissrar þreytu og stöðnunar. Virð-
ist sem íbúar vUji nú hrista af sér slen-
ið með því að tvófalda framboð flokka i
kosningunum á laugardaginn.
ísafjarðarbær
Framboðs-
listar
Nýttafl
1. Halldór Jónsson, fiskverkandi
2. Gylfi Þór Gíslason, lögreglumaður
3. Ingibjörg Snorradóttir,
skrifstofumaður
4. Gróa Stefánsdóttir, fulltrúi
5. Albert Haraldsson, yflrverkstjóri
6. Eyrún Eggertsdóttir, flugnemi
7. Eiríkur Jóhannsson, verkstjóri
8. Jóhanna Fylkisdóttir, hársnyrtinemi
9. Hermann Óskarsson, rafvirki
Framsóknar-
flokkur
1. Guðni Geir Jóhannesson,
bæjarfulltrúi
2. Svanlaug Guðnadóttir,
hjúkrunarfræðinemi
3. Björgmundur Örn Guðmundsson,
byggingatæknifræðingur
4. Jón Reynir Sigurvinsson,
aðstoðarskólameistari
5. Guðríður Sigurðardóttir,
íþróttakennari
6. Maria Valsdóttir, húsmóðir
7. Sigriður Magnúsdóttir, forstöðukona
8. Þorvaldur Þórðarson, bóndi
9. Elías Oddsson, framkvæmdastjóri
'*4wJ*
I
I
V
Sjárfstæois-
flokkur
1. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
2. Birna Lárusdóttir,
fjölmiðlafræðingur
3. Ragnheiður Hákonardóttir,
svæðisleiðsögumaður
4. Ingi Þór Ágústsson, sundþjálfari
5. Elías Guðmundsson, ferðaþjónn
6. Jón Svanberg Hjartarson,
lögregluvarðstjóri
7. Áslaug Jóhanna Jensdóttir,
ferðaþjónn
8. Jónas Þór Birgisson, lyfjafræðingur
9. Bryndís Ásta Birgisdóttir,
framkvæmdastjóri
Frjálstyndir
ogóhaðir
1. Magnús Reynir Guðmundsson,
framkvæmdastjóri
2. Ásthildur Cecil Þórðardóttir,
garðyrkjustjóri
3. Kristján Andri Guðjónsson, sjómaður
4. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir,
dýralæknir
5. Magnús Sigurðsson, verktaki
6. Vilhelmína H. Guðmundsdóttir,
verslunarmaður
7. Magnús Sigurður Jónsson, skólastjóri
8. Kristín Auður Eliasdóttir, kennari
9. Þröstur Ólafsson, vélstjóri
I
I
I
Samfylkingin
1. Lárus G. Valdimarsson,
bæjarfulltrúi
2. Bryndis Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi
3. Sæmundur Kr. Þorvaldsson, bæjar-
fulltrúi
4. Kolbrún Sverrisdóttir, verkakona
5. Björn Davíðsson, kerfisfræðingur
6. Jónína Emilsdóttir,
sérkennsluráðgjafi
7. Sturla Páll Sturluson, tollvörður
8. Guðrún Anna Finnbogadóttir,
sjávarútvegsfræðingur
9. Friðrik Hagalín Smárason, nemi
I
^jjJf
Vinstrihreyfingin
grænt framboö
I
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir,
varaforseti ASV
2. Elfar Logi Hannesson, leikstjóri
3. Dorothee Katrin Lubecki,
ferðamálafulltrúi
4. Anton Torfi Bergsson, bóndi
5. Ágústa Guðmundsdóttir, verkamaður
6. Kjartan Halldór Ágústsson, kennari
7. Herdís Magnea Hiibner, kennari
8. Björn Birkisson, bóndi
9. Guðrún Snæbjörg Sigurþórsdóttir,
húsmóðir
I
+-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32