Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002
Rajpostur: dvsporWdv.is
	7zr~~------------1	
	^SBk    1	
	^B' V  *•   j	
		
		
	J*^ '  JÉKfll	
Keane ætlaði heim
Svo virðist sem eitthvert ósætti haíi
komið upp í írska landsliðshópnum í
knattspyrnu sem nú er kominn til Suð-
ur-Kóreu. Roy Keane frá Manchester
United og fyrirliði írska liðsins átti
erfitt með sig eftir æfingu í gær og hót-
aði því að fara heim og leika ekki með
liðinu á HM. Keane lenti í orðaskaki við
Pat Bonner aðstoðarþjálfara, en Mick
McCarthy aðalþjálfari náði að koma öll-
um á jörðina og Keane lagði hótanir sín-
ar til hliðar og andrúmsloftið er komið
í lag, eins og McCarthy orðaði það i
gærdag.                    -JKS
Bikarmeistarar Hauka 1 hand-
knattlelk eru að líta í kringum sem
eftir markverði í stað Magnúsar
Sigmundssonar sem gekk 1 raðir
FH á dögunum. Haukarnir hafa ver-
ið að leita á EES-svæðinu en utan
þess má einungis hafa tvo leikmenn
og það eru Shamkuts og Pauzoul-
is. Viðræður eru í gangi við Sham-
kuts um nýjan samning.
Finnar unnu Letta, 2-1, 1 vináttu-
iandsleik í Helsinki í gærkvöld.
Dómari leiksins var Kristinn Jak-
obsson og aðstoðardómarar voru
Pjetur Sigurðsson og Eyjólfur
Finnsson.
Luis Van Gaal, sem tók við stjórn-
inni hjá Barcelona í síðustu viku,
er sagður mjög hrifinn af landa sín-
um Jimmy Floyd Hasselbaink, fé-
laga Eiðs Smára hjá Chelsea. Aldrei
að vita nema að annar þessara
miklu markaskorara yfirgefi her-
búðir Chelsea í sumar.
íslenska kvennalandsliðið i blaki
tapaði fyrsta leik sínum á Evrópu-
mótinu fyrir San Marínó 1 Lúxem-
borg 1 gær. San Marínó vann allar
hrinurnar, 27-25, 29-27 og 25-11.
Ekki er víst að franski landsliðs-
maðurinn Thierry Henry leiki með
á heimsmeistaramótinu sem hefst
eftir viku. Henry fékk sýkingu í
hnéð og ætlar Roger Lemerre
landsliðsþjálfari að bíða með til
næstu helgar hvort hann velur ann-
an mann í stað Henrys.
Sven Góran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englendinga, hefur kallað
Kieron Dyer inn í landsliðshópinn
en hann átti við hnémeiðsli að
striða. Trevor Sinclair tók sæti
hans tímabundið en er farinn til
Englands á ný og veröur þar til
taks. Danny Murphy meiddist á
æfingu i gær og er ekki vitað
hversu alvarleg meiðslin eru
Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
Halldór B. Jónsson varaformaður
og Geir Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri halda utan til Suður-
Kóreu um næstu helgi þar sem þeir
munu sitja þing Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins (FIFA). Stóra
mál þingsins, sem allra augu munu
beinast að, er sjálft forsetakjöriö en
kosning um hann fer fram 29. maí.
Eggert Magnússon verður síðan
áfram úti eftir þingið þar sem hann
hefur verk að vinna samfara heims-
meistaramótinu en eins og kunnugt
er var Eggert kosinn i fram-
kvæmdastjórn UEFA.      -JKS
Atli Eövaldsson landsliðsþjálfari þakkar norska starfsbróður sínum, Nils Johan Semb, fyrir leikinn á blaoamannafundi.
DV-mynd Rygg Lunde/Böde
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kátur með frammistöðu liðsins:
Léku með hjartanu
Landsliðið sem
keppir í Belgíu
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
valdi í gær hópinn sem tekur
þátt í fjögurra landa móti sem
hefst í Belgíu á morgun. Mark-
menn liðsins eru Guðmundur
Hrafnkelsson,     Conversano,
Bjarni Frostason, Haukum, Birk-
ir ívar Guðmundsson, Torre-
vieja. Horna- og línumenn eru
Jón Karl Björnsson, Haukum,
Einar Örn Jónsson, Wallau
Massenheim, Gylfl Gylfason,
Diisseldorf, Sigfús Sigurðsson,
Val, Róbert Sighvatsson, Diissel-
dorf. Útileikmenn eru Dagur Sig-
urðsson, Wakunaga, Rúnar Sig-
tryggsson, Haukum, Halldór Sig-
fússon, KA, Halldór Ingólfsson,
Haukum, Heitnir Felixson, KA,
Snorri Steinn Guðjónsson, Val,
Gunnar Berg Viktorsson, Paris
St. Germain, Ragnar Óskarsson,
Dunkerque.
Auk íslands taka Danir, Svíar
og Júgóslavar þátt í mótinu. Eft-
ir mótið verður landsliðið valið
sem leikur gegn Makedóníu í
forkeppni heimsmeistaramóts-
ins. Þá koma til móts við liðið
leikmenn sem leika með liðum í
þýsku úrvalsdeildinni.    -JKS
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu, gat ekki leynt
ánægju sinni með liðið gegn Norð-
mönnum í Bodö í gærkvöld. Hann
sagði að þessi úrslit sýndu að hann
heföi úr mun breiðari hópi leik-
manna að velja en áður. Liðsheild-
in.hefði verið einstök, allir lögðust
á eitt og unnu vel saman.
Stoltur af þessum hópi
„Það er ekki sjálfgeflð að gefa
ungum leikmönnum tækfæri gegn
jafnsterku liði og Norðmenn hafa á
að skipa. Ungu strákarnir stóðu
sig í einu orði frábærlega og ég er
stoltur af þessum hópi. Þeir stóðu
allir fyllilega undir væntingum og
gott betur," sagði Atli Eðvaldsson.
Atli sagði að liðið hefði leikið
með hjartanu og það hefði verið
unun á köflum á sjá hvernig liðið
vann sig áfram.
„Norska liðið reyndi mikið að
koma háum boltum inn í teiginn
enda flestir höfðinu hærri en mín-
ir menn. Islenska vörnin hafði á
móti hugrekki að vinna sig út úr
vandanum þegar hann kom upp
hverju sinni. Það var alveg ótrú-
legt að sjá hvað óreyndir leik-
menn, sem ég notaði í þessum leik,
komust vel frá sínu. Þeir voru alls
óhræddir og báru enga virðingu
fyrir andstæðingnum. Liðsheildin
var einstök," sagði Atli.
Atli bætti við að Rúnar Kristins-
son, Marel Baldvinsson, Indriði
Sigurðsson og Heiðar Helguson
hefðu skilað mikilli vinnu. ívar
Ingimarsson og Bjarni Þorsteins-
son hefðu leikið eins og greifar og
Gylfl Einarsson hefði enn fremur
átt frábæran leik.
- Þessi leikur hlýtur að vera gott
veganesti í þau verkefni sem bíða
liðsins?
„Það er ekki nokkur spurning að
liðið fékk ómetanlega reynslu með
þessum leik og þetta er tvímælaust
gott veganesti fyrir framhaldið."
Varnarleikur íslenska
liösins vel skipulagður
„Þetta var mikill baráttuleikur
og mér fannst varnarleikur íslend-
inga mjög vel skipulagður. ís-
lenska liðið varðist vel og Norð-
menn fengu ekki mörg tækifæri.
Úrslitin verða að teljast mjög góð
fyrir íslendinga. Atli Eðvaldsson
var að reyna nýja menn í nýjum
stöðum og þeir leystu það vel úr
hendi. Gylfi Einarsson stóð sig vel
í hægri bakverðinum og Bjarni
Þorsteinsson og tvar Ingimarsson
voru sterkir í miðvarðarstöðunum.
Þrír af fjórum leikmönnunum
voru að leika í fyrsta sinn í öftustu
línu og komust vel frá sínu. Norð-
menn eru sterkir og þegar það er
haft í huga má íslenska liðið vel
við una," sagði Logi Ólafsson, að-
stoðarþjálfari norska liðsins Lille-
ström, í samtali við DV eftir leik-
inn.
Logi bætti við að honum hefði
fundist Rúnar Kristinsson leika
mjög vel í fyrri hálfleik og um
hann skapaðist gott spil eins og
honum er eihum lagið þegar hann
nær sér á strik. Logi sagði að Norð-
menn væru fúlir með niðurstöðu
leiksins en þeir hafa eflaust haldið
að þeir væru komnir á strik eftir
stórsigur á Japönum í síðasta leik.
-JKS
Winterthur á eftir Hilmari
Svissnesku meistararnir Pfadi Winterthur í
handknattleik eru á höttunum eftir Hilmari Þór-
lindssyni landsliðsmanni, en hann lék með
ítalska liðinu Modena á síðasta keppnistímabili.
Hilmar lék mjög vel á ítalíu og varð næst-
markahæsti leikmaður deildarinnar. Pfadi
Winterthur hefur um árabil verið eitt sterkasta
félagslið í Sviss og hefur margsinnis unnið titil-
inn þar í landi. Liðið vantar skyttu fyrir næstu
leiktíð og hefur af þeim sökum sett sig í sam-
band við Hilmar Þórlindsson.
„Mér fmnst það mjög spennandi kostur að
fara til Sviss og leika með þessu sterka félagi. Ég
stefni að því að leika áfram erlendis næsta vet-
ur og set það raunar á oddinn. Ef hins vegar að
mál þróast með þeim hætti að ekkert verði úr
því þá mun ég leika með Gróttu/KR," sagði
Hilmar Þórlindsson.
Hann hélt utan til Belgíu i morgun með lands-
liðinu sem tekur þar þátt í fjögurra landa móti
sem hefst á morgun. í ferðinni ætlar Hilmar að
hitta umboðsmann sinn og er hann að vonast
eftir að hægt verði þá að loka málinu og komast
síðan í sumarfrí.
Barakaldo sýnir áhuga
Hilmar staðfesti það í samtalinu við DV að
spænska 1. deildarliðið Barakaldo hefði verið í
sambandi við umboðsmann sinn og liðið fylgdist
með hvað kæmi út úr viðræðunum við Pfadi
Winterthur. Spænska
liðið vantar einnig til-
fmnanlega skyttu en
þó nokkur breyting
verður á liðinu á
næsta tímabili, en lið-
ið lenti í 14. sæti i vor
og var ekki fjarri því
að falla í 2. deild.
„Ég er spenntari fyr-
ir svissneska liðinu þó
ég útiloki ekkert í
þessum efnum," sagði
Hilmar.
-JKS
Hilmar Pórlindsson
lék vel með Modena á
ítalíu á sl. vetri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32