Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 116. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002
15
r>v
Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
horft tímunum saman og ekki vitað hvar hann er
staddur í tíma myndarinnar. „Það er engin saga
sem byrjar og heldur áfram heldur aðstæður sem
endurtaka sig'á ýmsan hátt," segir Mik, „og áhorf-
andinn missir allt tímaskyn. Þess vegna er ég ekki
kvikmyndagerðarmaður í venjulegum skilningi og
hef engan áhuga á að vera það heldur er ég
vídeóskúlptúristi."
Að finna fyrir augnablikinu
- Hvernig áhrif viltu hafa á fólk með verkum þín-
um?
Mik vefst timga um tönn. „Auðvitað vil ég að fólk
upplifi eitthvað þegar það horfir á verkin mín, og
þá á ég ekki endilega við eitthvað spennandi eða
æsilegt heldur líka að þaö hugsi stöðu sína í veröld-
inni upp á nýtt. Að það finni fyrir augnablikinu í
líkama sínum og huga. Þetta er það merkilegasta
sem hægt er að gefa fólki og ég get að sjálfsögðu
engu lofað um að mín verk hafi slík áhrif en þetta
er það sem ég stefni að."
Mik sýnir fjögur myndbandsverk á fimm stórum
skjáum á sýningunni í Nýló, þannig að ef við horf-
um á allar myndirnar og reynum að átta okkur á
hvar þær byrja og enda þá nægir varla dagurinn.
Þetta sýnir talsvert sjálfstraust listamannsins því
venjulegar listsýningar rennir maður í gegnum á
fáeinum mínútum. En Mik fullyrðir að það sé vel
Öfgarnar mætast
Myndbandsverk Aernouts Mik sýna mannlífið í fáránleika sínum og dramatík
Framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar 2002 er
spennandi vídeóinnsetning Aernouts Mik, fertugs
myndlistarmanns sem býr bœöi í heimalandinu
Hollandi og Berlín og hefur gert garöinn frœgan
undanfarin ár, veriö fulltrúi þjóðar sinnar tvívegis á
Tvíœringnum í Feneyjum, 1997 og 2001, einnig á Sao
Paulo tviœringnum 1991, og var valinn inn á Yoko-
hama þríœringinn árið 2000.
Þegar komið var í nýja sýningarsalinn í Nýlista-
safninu voru smiðir þar að störfum við að stúka af
helming rýmisins en ekki fá sýningargestir að fara
á bak við veggina því þar búa sýningarvélarnar. Þó
að hávaxið fólk geti kíkt á þær yfir veggina vill Mik
að myndin sjálf sé aðalatriðið. „Ég vil ekki að sýn-
ingarvélin sé raunveruleikinn og myndin aðeins
fiökt á skjá," segir hann. „Kvikmyndin er veruleik-
inn. Þess vegna læt ég rjaldið renna saman við um-
hverfið þannig að áhorfandinn verði hluti af mynd-
inni."
Fyndnin ekki í fyrirrúmi
Mik hóf feril sinn sem skúlptúristi og honum
finnst hann enn þá vera skúlptúristi. „Það skiptir
hófuðmáli hvernig videóverkin mín eru sett upp,
hvernig rýminu er breytt til að taka á móti þeim.
Skjáirnir eru felldir inn í nýju veggina og verða
óaðskiljanlegir hlutar af þeim, og þeir ná niður að
gólfi þannig að myndln fær ákveðna þyngd í stað
þess að fljóta um í þyngdarleysi."
í greinum í erlendum blöðum og tímaritum verða
lýsingar á myndbandsverkum Miks hreinn
skemmtilestur og hann er spurður að því hvort það
sé markmið hans í verkum sínum að vera fyndinn.
„Nei, fyndnin er ekki í fyrirrúmi hjá mér, held
ég," segir Mik, „en málið er að þessi verk eru svo-
lítið einkennileg og þess vegna verða lýsingar á
þeim fyndnar. En verkin eru aldrei bara fyndin
heldur alltaf líka átakanleg og dramatísk. Ég hef
áhuga á aðstæðum í lífi fólks þar sem öfgarnar
mætast, og þær verða kannski fremur fyndnar í
merkingunni fáránlegar en hlægilegar."
Aernout Mik býr til sínar eigin leiknu kvikmynd-
ir; þó liggur ekki fyrir skrifað handrit enda eru all-
ar myndir hans hljóðlausar heldur gefur hann leik-
urunum aðstæður sem þeir spinna síðan inn í.
Þetta eru um það bil 20 mínútna myndir sem
hvorki hafa upphaf né endi, áhorfandinn getur
hægt að átta sig á aðstæðum á myndbandinu á álíka
langri stund og það taki að skoöa venjulegt málverk
og okkur sé í sjálfsvald sett hvort við horfum leng-
ur. „En auðvitað hafa kvikmyndir ákveðið aðdrátt-
arafl því þær geyma alltaf í sér möguleikann á að
eitthvað gerist!" segir Mik og hlær stríðnislega.
„Þess vegna fær vídeóverk yfirleitt aðeins lengra
áhorf en venjulegt málverk eða ljósmynd."
- Ertu búinn að finna þína aðferð í listinni sem
þú heldur þig við framvegis?
„Nei, það vona ég ekki!" segir Mik hiklaust. „Ég
vona að ég eigi eftir að breytast og þróast. Það eina
sem ég veit er að ég verð áfram listamaður - og þó
myndi ég ekki segja að það verði ég að eilífu. Mér
flnnst nauðsynlegt að ímynda mér að það sé líka
hugsanlegt að vera ekki listamaður. Ef manni
flnnst að maður sé nauðbeygður að gera eitthvað þá
dregur það úr manni kjarkinn. Ég held að það
skipti miklu máli að geta séð fyrir sér að gera hlut-
ina ekki."
Sýningin verður í nýjum sal safnsins að Vatns-
stíg 3 og verður opnuð á morgun kl. 16. Hún stend-
ur til 30. júní og safnið er opið alla daga nema
mánud. kl. 12-17.
Ferskir og frumlegir flaututónleikar
Tónar Shakuhachi-flautunnar sameina himneskan innblástur jarðneskum ástríðum
Japanski flautusnillingurinn Teruhisa
Fukuda er kominn til landsins ásamt eigin-
konu sinni, shamisenkikaranum Shiho Kin-
eya. Á sunnudagskvöldið verða tónleikar
þeirra Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og
meistara Fukuda í Hafnarhúsinu á vegum
Listahátíðar og þar verður Shiho Kineya sér-
stakur gestur.
Tónleikarnir bera heitið „Shakuhachi og
fleiri flautur" og þar mætast austrið og
vestrið á sérstæðan hátt þvi meðal flautanna
sem leikið verður á er hin ævaforna Shaku-
hachi bambusflauta sem rekur sögu sína
meira en þúsund ár aftur í tímann. Á tón-
leikunum verða leikin fjögur tónverk sem
Fukuda pantaði hjá japönsku tónskáldunum
Atsuki Sumi, Ken Nunokawa, Yoshihiro
Nakagava og Koji Kaneta fyrir shakuhachi
og vestrænar flautur. Þau verk frumfluttu
Kolbeinn og Fukuda í Tókíó árið 2000, en
núna frumflytja þeir verk eftir íslenskt tón-
skáld, „Rökkrið hneig og nú er nándin fjar-
læg" - Grand Duo Concertante IV fyrir fiaut-
ur, shakuhachi og rafhljóð eftir Atla Heimi
Sveinsson. Auk þess flytja þeir verk eftir
Doina Rotaru, eitt virtasta tónskáld Rúmena
þar sem rúmenska hjarðflautan „fluier"
kemur við sögu, og hefðbundna japanska
tónlist fyrir shakuhachi og shamisen.
Munúðarf ullir og rakir tónar
„Einhver spurði mig að því um daginn
hvernig væri að stilla svona saman hinni há-
þróuðu   silfur-þverflautu   og   frumstæðri
bambusflautu," segir Kolbeinn Bjarnason. „Því er
til að svara að okkar vestræna flauta er afar frum-
stætt hljóðfæri miðað við japönsku shakuhachi-
DV-MYND GVA
Kolbelnn Bjamason, Shoho Klneya og Teruhlsa Fukuda
Kolbeinn ætlar aö gera allt sem í hans valdi stendur til aö veröa ekki
troðinn undir...
flautuna, en á tónleikunum mun ég gera allt sem í
mínu valdi stendur til að verða ekki troðinn und-
ir..."
Saga Shakuhachi bambusflautunnar teng-
ist andlegri iðkun búddamunka en nær aftur
til upphafs hirðhljómsveita keisaranna á átt-
undu öld. Árið 1967 frumflutti Fílharmoníu-
hh'ómsveitin í New York hið fræga tónverk
„November Steps" fyrir shakuhachi, biwa
(japanskt strengjahljóðfæri) og hljómsveit eft-
ir Toru Takemitsu. Síöan pá hafa dáleiðandi
tónar Shakuhachi-flautunnar heillað Vestur-
landabúa. Aðalsmerki hennar eru dýnamísk
breidd og ótrúlegustu litbrigði. Sannur
shakuhachi-leikur sameinar himneskan inn-
blástur jarðbundnum ástríðum, tónar flaut-
unnar eru fjarrænir, dularfullir, grófir,
ágengir.
Teruhisa Fukuda er einn helsti núlifandi
meistari shakuhachi-flautunnar, hefur gefið
út fjölda geisladiska, leikið einleik með
hljómsveitum í Evrópu og Asíu og verið full-
trúi lands síns á tónlistarhátíðum víða um
heim. Kolbeinn Bjarnason er heldur ekki
ókunnugur japanskri nútímatónlist eins og
þessi orð Sigfríðar Björnsdóttur hér í DV um
flutning hans á henni sýna: „Kolbeinn lék af
ólýsanlegu listfengi og í glaðvakandi vitund
manns hvarf hinn efnislegi heimur, leystist
upp. Veggirnir hurfu og imdir fótum manns
var ekki grunnur, aðeins seiðandi bylgjur ...
Þetta var frábær flutningur og erfltt að
ímynda sér að annað eins og þetta verði
nokkurn tíma endurtekið."
Það er því með nokkurri vissu sem Kol-
beinn segir nú: „Shakuhachi-flautan ræður
yfir ótrúlegum rjáningarmætti og Teruhisa
Fukuda er einn snjallasti shakuhachiblásari
sem nú er uppi. Af fullkomnu hlutleysi og
mikilli hógværð tel ég að tónleikarnir þann 26.
verði þeir ferskustu og frumlegustu á yfirstandandi
Listahátíð!"
	
	Im
• í á : . ¦¦¦'•¦¦	
Birgir í Eden
Birgir Schiöth myndlistar-
kennari heldur nú sína 26.
myndlistarsýningu i Eden í
Hveragerði. Þar sýnir hann 47
pastelmyndir og teikningar
með fjölbreyttu myndefni.
Sýningin stendur til 2. júní.
Debuttónleikar
Á sunnudagskvöldið kl. 20
heldur Elín Halldórsdóttir
sópran sína fyrstu einsöngs-
tónleika hér á landi í nýjum
sal Tónlistarskólans í Garða-
bæ. Meðleikari hennar er Ric-
hard Simm píanóleikari. Á
efnisskrá eru íslensk og þýsk
ljóð eftir Sigfús Einarsson,
Jón Þórarinsson, Atla Heimi
Sveinsson, Schubert, Schu-
mann og Strauss og óperuarí-
ur eftir Mozart, Gounod,
Verdi, Wagner og Puccini.
Söngurinn
í skóginum
Á morgun kl. 17 frumsýnir
barnakórinn Heimsljósin í
Tjarnarbíói nýjan söngleik,
„Söngurinn í skóginum", sem
er byggður á ævintýri frá Ví-
etnam. Söngvarnir eru frá Ví-
etnam og eru sungnir bæði á
íslensku og víetnömsku en að
öðru leyti er sóngleikurinn á
íslensku. Tónlistina samdi og
útsetti John Speight fyrir
barnakór, strengjakvartett,
flautu og slagverk, kennarar
og nemendur við Tónskóla
Sigursveins leika undir, tón-
listarstjórn annast Júliana
Rún Indriðadóttir en leikgerð
og leikstjórn annast Þórey
Sigþórsdóttir. Verkefnið er
styrkt af Menningarborgar-
sjóði.
Heimsljósin er fjölmenning-
arlegur kór 7-13 ára barna
sem hefur starfað frá því vor-
ið 1999. í kórnum hafa verið
18-26 börn sem eiga rætur sín-
ar að rekja til Víetnams,
Taílands, Albaníu, Tyrklands,
Þýskalands, írlands, Banda-
ríkjanna, Japans, Rússlands
og Filippseyja. Verkefhi kórs-
ins hafa verið lög frá þessum
löndum og fleiri, sungin yfir-
leitt bæði á frummálinu og ís-
lensku. Kórinn hefur komið
fram við fjölmörg tækifæri og
hvarvetna vakið athygli.
Markmiðið er að stuðla að
samvinnu barna af ólíkum
uppruna í skapandi starfi og
veita þeim innsýn í aðra
menningarheima.
Önnur sýning er sunnudag-
inn 26. maí kl. 14.
Gítartónleikar
Sendiráð Spánar og Salur-
inn í Kópavogi standa fyrir
tónleikum í Salnum á sunnu-
dagskvöldið kl. 20. Þar leikur
gítarleikarinn Josep Hen-
ríquez verk eftir spænsk tón-
skáld, meðal þeirra Gaspar
Sanz, Joaquín Rodrigo, Val-
entín Bielsa, Delfín Colomé,
Enrique Granados og Isaac
Albéniz, auk eigin verka.
Ætlunin er að nota tækifær-
ið til að blása nýju lífi í menn-
ingarfélag hins spænskumæl-
andi heims, Hispania, en til-
gangur þess er að standa fyrir
menningarviðburðum sem
snerta þau fjölmörgu lönd
sem hafa spænsku að þjóð-
máli. Sendiherra Spánar, rit-
höfundurinn             Eduardo
Garrigues, verður viðstaddur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32