Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Úigáfufélag: Úlgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Frambjóðendur og vald Það er ekki sjálfgefið að bjóða sig fram til sveitarstjórn- ar. Að baki því liggur einatt erfið ákvörðun sem varðar innstu þætti í hverjum manni. Frambjóðendur tefla í tví- sýnu í einkalífi og fjármálum. í reynd leggja þeir æru sina að veði. Þeir opna hverjum manni aðgang að lífsskoðun- um sinum og einkahögum og eru oft á tíðum varnarlaus- ir gagnvart hvers konar umtali sem getur tekið á sig ógeð- felldar myndir. Það þarf hörku og eindregni til að stand- ast þessa naflaskoðun. Það er sjaldgæft að frambjóðendum sé þökkuð þessi virka þátttaka í lýðræðislegu samfélagi. Miklu fremur er til siðs að segja breytni þeirra likjast framapoti og firna- trú á eigið ágæti. Plagsiður íslendinga hefur verið að tala illa um stjórnmálamenn. Þeir eru sagðir atvinnumenn í orðsins brandi og eigi skilið að fá yfir sig háðsglósur og hélaða fyndni. Og engir samfélagsþegnar eru undir sterkara kastljósi þegar kemur að kjörum og starfsað- stöðu. Þar gildir að halda sig á mátulegri mottu. Það er ánægjulegt að afburðafólk fáist til þátttöku í stjórnmálum, fólk sem lætur hugsjónir fremur en eigin hag ráða gjörðum sínum. Á siðustu dögum hafa lands- menn kynnst fjöldamörgum frambjóðendum sem komið hafa fram af krafti og kynnt sín málefni, trúir á stefnu sina og sannfærðir um ágæti hennar. Þessu fólki ber að þakka. Ákvörðun þess að leita eftir umboði almennings i borg og bæjum er í reyndinni lykillinn og forsenda að því að hér á landi þrífst lýðræði. Frambjóðendur hafa á síðustu dögum staðið berskjald- aðir frammi fyrir alþjóð. Það er kúnst sem er ekki gefin hverjum manni. Pólitískur sjarmi skiptir þar miklu máli. Og ræður oft úrslitum. Frambjóðandi biður ekki um litið. Hann leitar eftir umboði samborgara sinna. Hann leitar eftir að fara með vald þeirra og að setja þeim reglur. Hann er að biðja um meira traust en gengur og gerist í sam- skiptum manna. Hann er að óska eftir því að fá að ráða. Og fara með vald sem varðar alla landsmenn. Mesta kúnst hvers stjórnmálamanns er að fara með vald. Og njóta trausts. Valdhroki og yfirgangur er ekki að- eins leiðinlegur þáttur í fari stjórnmálamanns heldur get- ur hann leitt menn út í verstu ógöngur. Valddreifmg get- ur líka farið út i öfgar og dregið úr nauðsynlegum áhrifa- mætti þeirra sem eiga að ráða. Best er að fara varlega með vald og viturlega. Og þar af leiðandi er alltaf best fyrir kjósendur að greiða þeim einum atkvæði sem þeir telja að fari með valdið af viti. Metaðsókn að Listahátíð Aðsókn að Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir hefur verið framar vonum. Það er vel. Viðtökurnar sýna sívaxandi áhuga fólks á metnaðarfullum listviðburðum. Þær sýna að stjórnendur Listahátiðar hafa staðið sig i starfi. Þeim hefur tekist að laða til landsins áhugaverða listamenn, en umfram allt tekist að færa hátíðinni fjöl- breytilegt yfirbragð. Listahátíðin í ár sýnir litróf þeirra menningar sem nú er að gerjast i heiminum. Hún er ætl- uð almenningi, en ekki þröngum hópi fólks. Listahátið í Reykjavík rekur sögu sína til 1974. Hún er orðin þáttur í menningarsögu íslendinga. Saga hennar sýnir að ísland er í leiðinni. Fjöldi afburða listamanna sem lagt hafa leið sína til íslands á siðustu áratugum hef- ur haft á orði að hér á landi þrífist listalíf sem milljóna- þjóðir geti verið hreyknar af. Þeir nefna gjarna þrótt og virkni. í þessum efnum sem öðrum er gamla gests augað glöggt. Það segir okkur að landsmenn eiga að vera stoltir af listalifinu - og hæfum stjórnendum þess. Sigmundur Ernir DV Skoðun Reddingar rétt fyrir lokun skýringin er að stærstum hluta sú, að foreldrar bamanna fengu bréf um að síðar á þessu ári kæmist bamið þeirra að. Um leið og bréfið var sent hurfu bömin af biðlistanum. En þau hurfu ekki af heimilum okkar for- eldranna. Nei nei, bömin bíða þar enn eftir leikskólaplássi. Hókus-pók- us lausn R-listans felst í að færa börnin af biðlistanum yfir á bréf sem hangir á ísskápum bamafólks. Ein- hvem tíma var talað um pappalögg- ur, en þessi bréf má kannski kalla pappa-fóstrur, því ekki gagnast bréf- ið neitt í kennslu bamanna. Barbabrella Annað dæmi er Lína.Net. Reynt var að sýna borgarbúum hvað fyrir- tækið væri gott og eftirsótt með því að telja þeim trú um að erlend stór- fyrirtæki biðu í röðum eftir að geta keypt þetta gæluverkefni Alfreðs Þorsteinssonar. Þegar fulltrúar er- lenda fyrirtækisins tjáðu sig um mál- ið kom í ljós að enginn fótur reynd- ist fyrir þessum staðhæftngum. Þar með rann út í sandinn þessi tilraun R-listans til að fegra myndina af Línu.Neti, nokkram dögum fyrir kosningar. Enn eitt málið er Geldinganes. R- listinn hatði orðið var við vaxandi stuðning við hugmyndir sjáifstæðis- manna um glæsilega íbúðabyggð á svæðinu og fullyrtu í kjölfarið í aug- lýsingu, að ekki stæði til að hafa iðn- aðarsvæði í Geldinganesi. Þar með héldu þessir ágætu mótherjar okkar líklega að málið væri úr sögunni. En hvað kemur í ljós? Þegar nýtt aðal- skipulag Reykjavikur er skoðað stendur skýrum stöfum að á Geld- inganesi skuli vera iðnaðarsvæði. Þessi tilraun R-listans til að koma óvinsælu máli undir teppið mis- heppnaðist líka, rétt eins og hinar tvær. Allt í plati Enn einn málaflokkurinn, þar sem R-listinn ætlar að slá ryki í augun á kjósendum, rétt fyrir kosningar, era hjúkrunarrými fyrir aldraða. Aðsetur fyrirtœkisins Línu.Nets. - „Þegar fulltrúar erlenda fyrirtœkisins tjáðu sig um málið kom í Ijós að enginn fótur reyndist fyrir þessum staðhæfingum. Þar með rann út í sandinn þessi tilraun R-listans til að fegra myndina af Línu.Neti, nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Frammistaða R-listans í þeim efnum hefur þvi miður verið til háborinnar skammar. Mörg hundruð eldri borg- arar eru á biðlista eftir hjúkrunar- rýmum og síðan R-listinn tók við hef- ur hann ekki reist eitt einasta nýtt hjúkrunarheimili í borginni. Á öllu þessu kjörtímabili hefur R- listinn varið 102 milljónum í fjárfest- ingar í þágu aldraðra en á síðasta kjörtímabili D-listans vörðu sjálf- stæðismenn rúmum 2 milljörðum í þennan málaflokk. D-listinn varði með öðrum orðum meiri fjármunum í fjárfestingar í þágu aldraðra í hverjum einasta mánuði en R-listinn á heilu ári. Eftir þessa dapurlegu frammistöðu er dreginn fram heiðursmaðurinn Jón Kristjánsson og hann látinn skrifa undir viljayfirlýsingu um ný hjúkrunarrými, sem síðan er auglýst sem samkomulag i blöðunum. Þannig að heiðursmaðurinn Jón Kristjánsson þarf að fara i þessi sömu blöð og draga allt í land, segja að það eigi alveg eftir að samþykkja þetta og fá peningana, sem er betra að hafa þegar maður ætlar að ráðast í svona verkefni. Alveg að loka Hér áður fyrr voru til menn sem kallaðir voru korter-í-þrjú-gæjar. Þeir birtust rétt fyrir lokun skemmti- staða, gerðu hosur sínar grænar fyr- ir öllum konum sem þeir sáu og spöruðu þá hvorki fögur orð né hæpnar fullyrðingar. Það sem þessir mætu menn buðu í raun entist þó sjaldnast nóttina alla. Nú er skammt þangað til kjörstöð- um verður lokað. Þeir stjómmála- menn sem birtast okkur nú með fogr- um fyrirheitum og linnulitlu sjálfs- hóli eftir að hafa látið allt reka á reiðanum í fjögur ár em litlu skárri en korter-í-þrjú-gæi, sem hringir ekki einu sinni daginn eftir. Gísli Marteinn Baldursson frambjóöandi í 7. sæti D-listans í Reykjavík Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið í borginni að við sem erum í minni- hluta gagnrýnum af krafti, en það er jafn nauðsynlegt að menn geti unnið saman að góðum málum og það vona ég að verði eftir kosningar, sama hvernig fer. Eitt af því sem við gagnrýnum af mikilli hörku í D-listanum er að í málaflokkum sem R-listinn hefur bragðist hefur hann reynt að breiða yfir frammistöðu sína nú rétt fyrir kosningar - eða korteri fyrir kosn- ingar, eins og stjómmálamenn þreyt- ast ekki á að segja. Hókus-pókus Um áramótin voru 1883 böm á biðlista eftir leikskólaplássi. Á síð- ustu dögum hafa hins vegar birst auglýsingar frá R-listanum um að 400 böm séu á biðlistanum. Hvað gerðist? Sprattu skyndilega upp nýir leikskólar? Hurfu þessi börn með einhverjum dularfullum hætti? Nei, Kosningabaráttan er nú brátt á enda og skammt þangað til kjörstöðum verður lokað í borgar- stjórnarkosningunum hér í Reykjavík. Það hefur verið gaman að mæta andstæðingum okkar og ræða við þá um málefnin sem eiga að ráða úrslit- um í þessari baráttu. Sandkom Flug og bíll Eins og DV hefur greint frá gætir mikillar óánægju hjá forsvarsmönnum sumra bílaumboða vegna leigu ríkisins á 30 BMW glæsibifreiðum í tengslum við utan- ríkisráðherrafund NATO á dögunum. Utanríkisráðu- neytið gekk til samninga við B&L án útboðs og fyrir- tækið fékk bílaleiguleyfi á undraskömmum tíma að margra mati. Gera má ráð fyrir að B&L hafi fengið bíl- ana á ágætum kjörum, auglýsingagildið er umtalsvert, leigutekjumar sömuleiðis og væntanlega ágæt hagnað- arvon í sölu bílanna á almennum markaði. Þeir sem hvað mest hafa klórað sér í kollinum yfir þessum framgangi mála þykjast nú hafa komið auga á hugsanlega skýringu: stjómarformaöur og aðaleigandi B&L er jafnframt stjómarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Utanríkisráðherra fer með eina hlutabréf- ið í Flugstöðinni og skipar þar með stjómina ... S tjómmálaskólinn DV berast oft áhugaverð fréttaskot sem ekki eiga endilega erindi í fréttir. Eitt þeirra, sem reyndist við eftirgrennslan vera talsvert orðum aukið, er hins vegar kostulegur vitnisburður um kosningaskjálftann undan- fama daga: „Handavinnukennarinn á [...] fær bömin til að saga niður spjöld eða eitthvað í þeim dúr til stuðnings [...]- listanum, en téður kennari er einmitt í framboði þar.“ Pylsur og te Það stefhir í mann- þröng mikla á Ráðhús- torginu á Akureyri í dag enda efna framboð- in þar til hátíðar daginn fyrir kjördag. Fram- sóknarmenn höfðu fyrir nokkru tryggt sér hljóð- kerfi bæjarins og sviðsvagninn - töldu sig þess vegna eiga sviðið. Hins vegar þótti þeim sem köttur , væri kominn í ból bjarnar þegar spurðist að á sama stað og stund ætluðu sjálf- stæðismenn að halda hátíð, bara á hinum enda torgsins. Samfylkingin mun einnig ætla að blanda sér í leikinn á torginu, þannig að segja má að þríheilagt verði þar. Mun samkeppni flokkanna þá væntanlega snúast helst um hver þeirra bjóði börnun- um bestu pylsumar. Vinstri grænir verða hins vegar i göngugötunni og bíða gárangar spenntir eftir að þiggja hjá þeim fjallagrasate ... Hetjur um héruð Forystumenn Framsóknarflokksins hafa verið iðnir við að styðja sitt fólk fyrir austan fjall í verðandi Rangárþingi-eystra. Mörgum andstæðingnum er órótt vegna þessa, enda mun m.a. einn ráðherra flokksins hafa „varað við“ óháðum framboðum í dreifiriti. í gær fóru Halldór Ásgrímsson og ísólfur Gylfi Pálmason á milli vinnustaða með frambjóðendum flokksins. Starfs- maður á einum stað settist niður eftir fundinn og orti: Maddaman fer vitt um völl og vinnustaöi spænir. í halarófu hiröin öll hrifin á þaö mœnir. Ummæii Ameríska módelið „Fjármunina sem eytt er í auglýs- ingamar fær Sjálfstæðisflokkurinn meðal annars frá stórfyrirtækjum og þarf hvergi að gera grein fyrir hagsmunatengslum sínum við gef- endur. Á hvaða leið era íslensk stjórnmál? í Bandaríkjunum eiga þeir mesta möguleika á sigri í kosn- ingum sem eyða mestu i auglýsing- ar. Við íslendingar þurfum að hug- leiða vel hvort við viljum taka am- eríska módelið upp hrátt einsog Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert í þessum kosningum. Við þurfum að gera eftirfarandi upp við okkur: Eiga íslenskir stjómmálaflokkar að komast upp með að afla hárra upp- hæða hjá stórfyrirtækjum til að eyða í kosningabaráttu, án þess að það komi nokkurs staðar fýrir al- menningssjónir? Er það æskilegt...“ Össur Skarphéðinsson á Samfylking.is Eins og hreppstjóri við niðursetninga „Á öllu þessu kjörtímabili hefur R-listinn varið 102 milljónum króna í fjárfestingar í þágu aldraðra. Á síðasta kjörtímabili undir stjóm D- listans vörðu sjálfstæðismenn rúm- um tveimur milljörðum í þennan málaflokk. Þeir vörðu með öðrum orðum meiri fjármunum í fjárfest- ingar í þágu aldraðra á hverjum einasta mánuði en R-listinn gerði á heilu ári, það árið sem þeir þó settu mestan pening i málaflokkinn! Geir H. Haarde er ekki að níðast á veik- um og gömlum en það hefur Ingi- björg Sólrún gert og hagar sér raun- ar eins og hreppstjóri við niðursetn- inga hér áður fyrr á öldum.“ Andrés Magnússon á Frelsi.is Lýðræðið og ábyrgðin „Stundum er sagt að lýðræðið sé dýrt. Ég myndi segja að það sé miklu dýrara að kunna ekki að nýta sér það. Lýðræðið leggur þá ábyrgð á herðar sjálfstæðra ein- staklinga að þeir kynni sér málin frá öllum hliðum. Myndi sér sjálf- stæða skoðun. Kjósi ekki bara það sem pabbi og mamma segja, eða flokkurinn. Veri ekki eins og vilja- lausar skepnur sem láta segja sér að standa eða sitja. Þegar kemur að því að greiða atkvæði um helgina snýst málið um það að hafa sjálfs- virðingu. Menn þurfa að doka að- eins við og spyrja sig hvað þeir sjálfir raunverulega vilja. Menn þurfa sem sagt að eiga við sína eig- in samvisku ... Atkvæði greidd út í loftið eru glötuð atkvæði i mínum huga.“ Kristján Þorvaldsson I Séð og heyrt Kærleikurinn og lífsgleðin „Ég veit bara að með því að brosa, kyssa og knúsa oft þá sem manni þykir vænt um, gefa sér tíma til að sinna fjölskyldu sinni, um- hverfi sínu og vinum, ræða við ná- granna (hvað er ömurlegra en að búa við hliðina á fólki í langan tíma og vita ekki hvemig það lítur út?), taka þátt i líftnu með brosi og um- hyggju - þá líður manni afar vel. Brosið færir manni vellíðan - vellíð- an færir manni kærleika og kær- leikurinn færir manni lífsgleði. Guörún S. Jakobsdóttir á vef Bústaða- kirkju. Réttindi í hœttu Jóhanna K. Eyjólfsdóttir form. íslandsdeildar Amnesty International Frá því aö Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948 hafa mannrétt- indi verið miðlæg í alþjóð- legri orðræðu. Með Mann- réttindayfiriýsingunni bundust aðildarrfki Sam- einuðu þjóðanna samtök- um um að efia almenna virðingu fyrir mannréttind- um. Yfiriýsingin er notuð sem mælistika á fram- ferði ríkisstjórna og jafn- vel á réttmæti þeirra. Engin ríkisstjóm getur nú orðið horft fram hjá þeim viðmiðum sem sett era fram i yfirlýsingunni og allar ríkisstjómir sem brjóta mann- réttindi geta átt von á andstöðu bæði heima og heiman. „Stríðið gegn hryðjuverk- um“ Hið mikilvæga starf, sem unnið hefur verið á undanfomum fimm- tíu árum í þágu mannréttinda, er i dag í nokkurri hættu. Eftir árásim- ar á New York hinn 11. september á síðasta ári hafa margar ríkisstjóm- ir vanvirt ýmsar grundvallarreglur mannréttinda í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum". Mannréttindasam- tök, þ.á m. Amnesty Intemational, hafa á síðustu mánuðum beitt sér til að hindra lagasetningar sem brjóta í bága við mannréttindi. Einnig hafa samtökin gagnrýnt handahófskenndar handtökur, með- ferð fanga, og heftan aðgang flótta- fólks að umsóknum um hæli. í kjöl- far árásanna hafa fjölmörg ríki sett ný lög um öryggi og nýjar reglur fyrir lögreglu. í þau rúmu 40 ár sem mannrétt- indasamtökin Amnesty Intemational hafa starfað hefur eitt af meginviðfangsefnum samtak- anna verið að fylgjast með öryggis- löggjöf og aðferðum yfirvalda til að tryggja öryggi. í mörgum tilfellum hefur verið um „stríð" gegn póli- tiskum andstæðingum yfirvalda að ræða, og oft hafa mannréttindi ver- ið vanvirt við slikar aðstæður. Fólk hefur sætt pyntingum, verið sett í fangelsi án dóms og laga, eða hrein- lega tekið af lífi. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á slíkri löggjöf eru oftar en ekki einstaklingar sem ekki hafa gerst sekir um neina glæpsamlega starfsemi. Dæmi um víðtæka misbeitingu eru t.d. frá löndum eins og Chile og Argentínu á sjöunda og áttunda áratug siðustu aldar, Suður-Afriku á tímum aðskilnaðarstefnunnar, og gott dæmi um misnotkun öryggis- laga í dag er ísrael þar sem mann- réttindi eru gróflega brotin á fólki af palestinskum uppruna. Það ber að viðurkenna skyldur ríkja sam- kvæmt alþjóðlegum mannréttinda- lögum til að vemda þegna sína gegn ofbeldisglæpum. Þó verða all- ar slíkar ráðstafanir að vera innan þess ramma sem mannréttindi setja. Mannréttindi eru nauðsynleg lágmarksviðmið til að vernda ör- yggi einstaklinga og koma í veg fyr- ir misnotkun valds. „Oryggi“ á kostnað mann- réttinda Sú áskorun sem ríki standa frammi fyrir í dag er að tryggja að allir njóti mannréttinda, ekki að auka svokallað „öryggi" á kostnað mannréttinda. Það er mjög alvar- legt þegar því er haldið fram að mannréttindi standi í vegi fyrir skilvirkum aðgerðum gegn „hryðjuverkum“. í nóvember á síð- asta ári birtist grein í vikuritinu Newsweek, sem hét „Time to think about torture" þar sem rætt er um að pyndingar geti verið réttlætan- legar í „stríðinu gegn hryðjuverk- um“. Álíka skoðanir hafa birst í fleiri bandarískum fiölmiðlum. En bannið við pyndingum er grund- vallaratriði í alþjóðlegum mann- réttindalögum. í kjölfar árásanna á New York hefur fólk víða um heim verið handtekið, granað um aðild að „hryðjuverkum". Nægir þar að nefna lönd á borð við Bandaríkin, Egyptaland, Kína, Zambíu, Malasíu, Rússland, ísrael og Simbabve. í öllum þessum löndum hefur fólk verið handtekið í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum“. Þessar handtökur vekja upp spumingar um réttláta málsmeðferð við slíkar kringumstæður. Hættan á mannréttindabrotum í því andrúmslofti sem nú ríkir hef- ur aukist. Hugtakið „hryðjuverka- maður“ er illa skilgreint og engin alþjóðlega samþykkt skilgreining á hugtakinu er til. - í þeim öryggis- lögum sem sett hafa verið er skil- greiningin bæði óskýr og víð. Þar sem enn er deilt um hvemig skil- greina skuli hugtakið „terroristi" eða „hryöjuverkamaður" er mikil hætta á að friðsamlegar aðgerðir fólks verði skilgreindar sem „hryðjuverk". Slíkar lagasetningar geta alvarlega skert tjáningar- og fundarrétt fólks. Jafnræðisreglan er grundvallarviðmið í öllum mannréttindasáttmálum og í flest- um stjómarskrám. Hún kveður á um bann við mismunun. Þessi regla hefur verið brotin í setningu nýlegra laga, t.d. í Bandaríkjunum. Hinn 13. nóvember á síðasta ári skrifaði Bush forseti Bandaríkj- anna undir lög sem heimila að rétt- að sé yfir erlendum rikisborgurum í sérstökum herdómstól, en þessi dómstóll uppfyflir ekki alþjóðlegar kröfur um réttláta málsmeðferð. Hann heimilar ekki að hægt sé að áfrýja dómum til hærra dómstigs og hefur auk þess umboð til að fella dauðadóma. Mannréttindi varða alla Starf Amnesty International grandvallast á þeirri einföldu hug- mynd að mannréttindi varði okkur öll. Samtökin telja mikilvægt að tryggja að mannréttindi verði ekki fyrir borð borin í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum". Samtökin hafa for- dæmt árásimar á New York en mótmæla öllum lagasetningum sem grafa undan mannréttindum. Það mikla starf sem unnið hefur verið í þágu mannréttinda er í hættu. Engin ríkisstjóm má kom- ast upp með að setja lög sem ekki samrýmast alþjóðlegum mannrétt- indaskuldbindingum. Hlutverk mannréttindasamtaka er í dag eins og áöur, að þrýsta á yfirvöld að hvika hvergi frá grandvallarregl- um mannréttinda, því aðeins þannig verður komið í veg fyrir hermdaraðgerðir og endi bundinn á mannréttindabrot. Það er hlutverk okkar aflra að sameinast í þeirri baráttu. Einungis aukin virðing fyrir mannréttindum tryggir betra mannlíf og kemur í veg fyrir átök og ofbeldi. * „Starf Amnesty Intemational grundvallast á þeirri einföldu hugmynd að mann- réttindi varði okkur öll. Samtökin telja mikilvœgt að tryggja að mannréttindi verði ekki fyrir borð borin í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum“. Samtökin hafa fordœmt árásimar á New York en mótmæla öllum lagasetningum sem grafa und- an mannréttindum.“ mtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmSi'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.