Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 116. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002
21
I>^
Tilvera
Afmæiisbamiö
Bob Dylan 61 árs
Frumkvöðull allra
trúbadora, Bob Dyl-
an, öðru nafni Ro-
bert Allen Zimmer-
man, er 61 árs í dag.
Hann fagnar einnig
40 ára útgáfuafmæli
sínu í ár en árið 1962
kom hans fyrsta
plata á markaðinn og síðan þá hefur
hann framleitt ógrynni af efni;
meira en flestir aðrir tónlistar-
menn. Hann hefur alltaf verið ötull
baráttumaður mannréttinda en lík-
legast er hann hvaö frægastur fyrir
að hafa tengst beat-kynslóðinni
sterkum böndum.
Vorhátíð Valhúsaskóla:
Nýtt merki og upplýsingasjónvarp
Stiörnuspá
Gildir fyrir laugardaglnn 25. maí
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
I Vinir þinir standa eink-
f ar vel saman um þessar
mundir og gætu verið að
undirbúa ferðalag eða
einhverja skemmtun. Þú tekur full-
an þátt í þessari skipulagningu.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Einhver reynir að fá
^L^gþig til að taka þátt í
^^T^; einhverju sem þú ert
ekki viss um að þú
viljir taka þátt í. Stattu fast á
þínu.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
fVReyndu að eiga stund
f^^m'^fyrir sjálfan þig, þú
Vfc^M  þarfnast hvíldar eftir
^^ erfiðið undanfarið.
Nautið (20. apríl-20. maí):
l      Vinur þinn biður þig
^^^^ að gera sér greiða og
f       er mikilvægt að þú
Sa^    bregðist vel við. Eitt-
hvað óvænt og skemmtilegt gerist
á næstunni.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúni):
\^   Eitthvað sem hefur
^^''breyst í fjölskyldunni
^ £   hefur truflandi áhrif á
^C   Þigog
áform þín. Þú þarft að skipuleggja
þau upp á nýtt.
Krabblnn (22. iúní-22. iúm:
Sjálfstraust þitt sem
| venjulega er í góðu
lagi er með minna
móti þessa dagana.
Taktu fagnandi á móti þeim sem
eru vinsamlegir í þinn garð.
Ljónia (23. iúlí- 22. áaúst):
I Þú mátt vænta gagn-
legrar niðurstöðu í
máli sem lengi hefur
beðið úrlausnar. Þú
þarft að hvíla þig og góð leið til
þess er að hitta góða vini.
Mevian (23. áaúst-22. sept.l:
^y\<y  Ekki dæma fólk eftir
>1^^S^ fyrstu kynnum, hvorki
^^W^Jhþví sem það gerir eða
'  segir. Athugaðu þess í
stað hvern mann það hefur að
geyma.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
J Þú syndir á móti
€**^r  straumnum um þessar
V^r   mundir og ert fullur
^jr     orku og finnst engin
vandamál þér ofviða. Eitthvað
skemmtilegt gerist í félagslifinu.
Sporodrekinn (24. okt.-2l. nóv.):
_jj\   Þér var farið að leiðast
*Y\ \   tilbreytingarleysi hvers-
\ YVjdagslífsins og eru þessir
- ~  |f dagar þvi mjög til að
kæta þig þar sem þeir eru harla
óvenjulegir.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
|Þú ert yfirleitt mjög
Fduglegur en núna er
Seins og yfir þér hangi
"eitthvert slen. Þetta
gæti verið merki um það að þú
þarfnist hvíldar.
Steingeitln (22. des.-19. ian.l:
^ ^  Þú verður fyrir ein-
ISJ  hverri heppni og liiið
•^rj virðist brosa við þér.
•^J**~ Breytingar gætu orðið
á búsetu þinni á næstunni.
Á vorhátíð sem var haldin í Val-
húsaskóla á Seltjarnarnesi í gær
voru kynntar ýmsar nýjungar í
skólanum. Tekið var í notkun nýtt
merki, upplýsingarsjónvarp form-
lega opnað og rafrænu greiðslukerfi
komið á í mötuneytinu. Tvö síðar-
nefndu atriðin eru nýnæmi í ís-
lenskum grunnskólum. Þá var sýn-
ing á þeirri upplýsingatækni sem
þróuð hefur verið í skólanum af
kerfisstjóranum, Frosta Heimissyni,
og undirritaður samstarfssamning-
ur við hugbúnaðarfyrirtækið Voice
Era um þróun hjálparbúnaðar með
aðstoð talgervils. Nemendur buðu
upp á söng, dans og hljóðfæraslátt
og hátiðinni lauk með kaffi og vöffi-
um sem þeir reiddu einnig fram.
-Gun.
DV-MYND HARI
Kaffitíminn
Tómas Ingi Olrich menntamálaráð-
herra gæddi sér á vöfflum hjá
krökkunum í Valhúsaskóla.
Sýningin Konur í borginni í
Galleríi Reykjavík:
Hef
pottana
og
draslið
með
- segir listakonan Alda
„Eg er lengi búin að vera að daðra
við konumálverkið," segir Alda Ár-
manna Sveinsdóttir brosandi, en hún
opnar sýninguna Konur í borginni í
Galleríi Reykjavík, við Skólavörðustig
16, í dag, kl. 16. Þar eru olíumálverk
sem unnin eru á þessu ári og við-
fangsefnið er konur og ýmislegt sem
þær hafa fengist við í gegnum tíðina,
svo sem matarstúss, ávextir og blóm.
Inn í þetta blandast svo draumar og
sitthvað úr hugarheimum. „Ég næ yf-
irleitt góöu sambandi við módelin
mín og spjalla mikið við þau. Kvenna-
menningin er mér hugfólgin og ég hef
gaman af að blanda saman uppstill-
ingum og einhverju úr daglega lífmu
- sveigja fram hjá hátíðleikanum og
hafa pottana og draslið með," segir
Alda Ármanna glettnisleg á svip. Sjálf
er Alda Ármanna frá Norðfíröi og
kveðst hafa byrjað í myndlistarnámi
þar eystra, en eftir að hún flutti til
Reykjavíkur með börnin fjógur hafi
hún drifið sig í Myndlistarskólann í
Reykjavík. Sýningin hennar verður
opin virka daga frá 12-18 og laugar-
daga frá 11-16 út mánuðinn.
-Gun
Krúttakór
og kosn-
ingakaffi
Krúttakórinn, Litli kórinn og Stóri
kórinn eru allir barnakórar í Selja-
kirkju í Breiðholti. Þeir ætla að taka
lagið á morgun, laugardag, í kirkj-
unni sinni en á mismunandi tímum.
Krúttakórinn byrjar kl 14, Litli kór-
inn kl. 15.30 og Stóri kórinn kl. 17.
Foreldrar elstu barnanna verða með
kaffisölu í safnaðarheimilinu eftir
hverja tónleika til fjáröflunar í ferða-
sjóð Stóra kórsins sem þegar hefur
gert garðinn frægan, söng m.a. í Dóm-
kirkjunni við upphaf Kirkjuþings og
við setningu Ljósahátíðarinnar á
Lækjartorgi.
Listakonan
„Kvennamenningin er mér hugfólgin," segir Alda Ármanna.
Dagskrá Lista-
hátíðar á morg-
un og hinn
Hafnarhússkvöld
Tónleikar verða í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsi bæði á
laugardags- og sunnudagskvöld.
Danski fiðluleikarinn Kristian Jörg-
ensen, gítarleikarinn Björn
Thoroddsen og kontrabassaleíkar-
inn Jón Rafnsson leika á kosninga-
kvöldi og byrja kl. 21.
Japanski flautuleikarinn Teru-
hisa Fukuda og Kolbeinn Bjarnason
mætast svo á sunnudagskvöldið kl.
20 í tvíleik á flautur af austrænum
og vestrænum uppruna. Meðal
þeirra er hin ævaforna Shakuhachi
bambusflauta.
Sápukúlusýning
Tveir spænskir trúðar leika sér
með litskrúðugar sápukúlur og gera
með þeim ótrúlegar myndir í sýn-
ingunni Ambrossía sem verður i ís-
lensku óperunni bæði á laugardag
og sunnudag kl. 14 og einnig kl. 17 á
sunnudag.
Aernout Mik í Nýló
Hollenski listamaðurinn Aernout
Mik opnar myndlistarsýningu í Ný-
listasafninu kl. 16 á sunnudag. Sér-
grein hans er vídeóinnsetningar.
Enn flýgur Hollendingurinn
Fimmta sýning á Hollendingnum
fljúgandi eftir Richard Wagner er í
Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld
kl. 20.
Breyting á dagskrá
Örleikverkið Fótabað sem átti að
sýna á Ingólfstorgi kl. 17.05 í dag
færist yfir í FQgetagarðinn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32