Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 116. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						-     26
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002

keppni í hverju orði
Kristján til Fram
Kristján Brooks, framlínumaður, gekk
í raðir úrvalsdeildarliðs Fram í knatt-
spyrnu í gær. Kristján lék á síðasta tíma-
bili með Breiðabliki en þar áður með
Keflvíkingum og ÍR. Kristján hafði upp-
haflega ætla sér að taka frí frá knatt-
spyrnuiðkun í sumar en snerist hugur
þegar Framarar settu sig í samband við
hann. Kristján hefur sýnt að hann er
skæður framherji þegar hann nær sér á
strik. í þannig formi mun hann eflaust
nýtast Framliðinu vel í sumar.      -JKS
Logi Ólafsson, aðstoðarþjálfari Lilleström, ræðir um norska og íslenska knattspyrnu:
Þroskandi og gaman
aö takast á við þetta
- Norðmenn segja niðurstöðuna í leiknum við íslendinga í Bodö afar sorglega
Logi Ólafsson, aðstoðarþjálfari hjá norska lið-
inu Lilleström, segir að Norðmenn séu mjög
daprir með jafnteflið við íslendinga í Bodö í
fyrrakvöld. Norðmenn segja niðurstöðuna í
raun sorglega og knattspyrnan sem landslið
þeirra leikur sé alls ekki árangursrík og þá sér-
staklega gegn þjóðum eins og Islendingum sem
draga lið sín mjög til baka á vellinum. Norð-
menn töldu sér trú um að þeir væru hrokknir í
gang eftir stórsigur á Japönum í síðustu viku en
þegar á reyndi hafi það alls ekki gefið rétta
mynd af liðinu.
Logi Ólafsson gerðist aðstoðarþjálfari Lille-
ström fyrir yfirstandandi timabil og ætti því að
hafa nú þegar nokkurn samanburð á islensku
og norsku knattspyrnunni.
Jafntefliö óásættanlegt
„Það má segja ótrúlegt að Norðmenn skuli
ekki fá meira út úr leik sínum. Þeir státa af
fimm framlínumönnum sem eru mjög góðir og
landsliðsþjálfarinn lætur undan pressu að leika
4-4-2 og hætta að leika 4-5-1. í raun skiptir engu
máli hvað þeir kalla þetta; á meðan þeir spila
svona fótbolta þá skiptir uppröðunin á vellinum
engu máli að mínu mati. Leikmennirnir hjá
okkur í Luleström, sem horfðu á leikinn í fyrra-
kvöld, segja það hreinan skandal hvernig
norska liðið leikur. Þeir nái að jafna gegn ís-
lenska liðinu sem í eru sumir leikmenn sem
eiga ekki fast sæti með sínum liðum i Noregi.
Þeir nái bara ekki upp i þetta, því miður. Við
getum í þessu sambandi bent á aö Bjarni Þor-
steinsson, Ólafur Stigsson, Gylfi Einarsson, Ind-
riði Sigurðsson og Jóhann Guðmundsson eru
menn sem ekki eiga fast sæti í sínum félagslið-
um í Noregi. Þeir séu að leika gegn norskum
leikmönnum sem margir hverjir eru að leika
með toppklúbbum í Evrópu. Þegar þetta er haft
til hliðsjónar fmnst Norðmönnum jafnteflið við
íslendinga algjörlega óásættanlegt. Á hinn bóg-
inn getum við hrósað okkar mönnum," sagði
Logi.
- Hvernig er norski boltinn í samanburði við
þann íslenska að þínu mati?
„Munurinn liggur fyrst og fremst í aðstöð-
unni en hér í Noregi er mönnum gert kleift að
æfa og spila við mjög góðar aðstæður. Enn frem-
ur gera leikmenn í efstu deild í Noregi ekkert
annað en að spila fótbolta. Frá því í janúar fram
i mars vorum við hjá Lilleström í sex vikur á
Spáni og þess á milli voru knattspyrnuhallirnar
nýttar sem eru hér úti um allt. Aðstöðumunur-
inn, sem snýr að þvi að verða betri knattspyrnu-
maður, er allur mun betri í Noregi. Leikmenn
þurfa ekki að hugsa um að fara til vinnu klukk-
an átta á morgnana og mæta síðan á æfingar
kllukan fimm að afioknum vinnudegi. Hjá öllum
liðum í efstu deild eru menn hreinir atvinnu-
menn í íþróttinni. Hvað annað áhærir er meiri
hraði í norska boltanum og menn fá minni tíma
með boltann. Það eru enn fremur fleiri sterkari
einstaklingar sem skipa liðin hér en heima. Við
getum auðvitað fundið leiki heima i íslensku
deildinni sem jafnaðist á við það sem gerist í
norsku deildinni. Ég hef lengi haft þá skoðun að
við getum ekki flutt út heilt lið í norsku deild-
ina til að standa sig vel. Ég er líka klár á því að
margir leikmenn á íslandi myndu standa sig vel
í norsku deildinni sem einstaklingar.
Það hefur komið i ljós að leikmönnum sem
koma frá íslandi finnst æfmgaálagið meira í
Noregi, en reyndin er að hér í Lilleström erum
við að æfa 10-12 slnnum í viku. Islensku leik-
mennirnir hafa haft þá tilhneigingu að verða
þreyttir og um leið að meiðast eins og reyndar
norsku leikmennirnir lenda einnig í. Það tekur
yfirleitt svona um eitt ár fyrir islensku leik-
mennina sem hingað koma að aðlagast aðstæð-
um hér. Indriði Sigurðsson, Lilleström, sem
ekki lék mikið á fyrsta ári, lítillega meira i
fyrra, er nú orðinn fastamaður og i mikilli fram-
för. Gylfi Einarsson var meiddur i fyrra og þeg-
ar hann var orðinn klár var annar búinn að
taka stöðu hans. Hannes Sigurðsson, Viking, er
hins vegar að byrja hér mjög vel og svona mætti
telja. Yfirleitt er það nú þannig að þegar maður
kemur beint úr íslensku deildinni hingað þá er
um eitt ár í aðlögun að ræða."
Gefur manni ákveöin tækifæri
- Hvað með sjálfan þig? Finnst þér þetta vera
góður skóli og þá um leið þroskandi fyrir þig
sem þjálfari?
„Já, ég er klár á því að þetta er góður skóli.
Að vera hér gefur mér ákveðin tækifæri til að
Loga Ólafssyni tfkar dvölln vel í Noregi en hann segir aö norska landslifiifi sé ekki afi leika árangursrfka knattspyrnu nú um stundir.
róa mann niður. Mitt starf býður upp á það að
ég þarf ekki að vera í frontinum og bera ábyrgð
á öllu saman. Það gefur manni tækifæri á að
velta þessu meira fyrir sér og ég hef þegar lært
býsna mikið á þeim tíma sem ég hef verið hér
úti. Mitt starf byggist á því að ég hef ábyrgð á
einstaklingnum og er í ráðleggingum hvernig
hann geti bætt sig og orðið betri leikmaður i
okkar leik. Fyrir utan það að vera á æflngum
með þjálfaranum og aðstoða hann. Þetta er
þroskandi og mjög gaman að takast á við þetta."
Einbeiti mér aö starfinu
- Er þetta stökkpallur i eitthvað enn stærra?
„Ég er ekkert að hugsa um þá hluti. Ég gerði
við félagið tveggja ára samning í þessu starfi
sem þeir kalla aðstoðarþjálfari og samhliða því
sé ég um varalið félagsins sem leikur í 3. deild.
Ég hef einbeitt mér að því að standa mig i því
starfi sem ég sinni í dag. Það eru engin áform
um að fara eitthvað ofar."
- Sérðu það fyrir þér að þú eigi eftir að ílengj-
ast í Noregi?
„Maður veit aldrei hvað gerist í þessum efn-
um. Knattspyrnuþjálfun er ekki verndaður
vinnustaður þannig að ég læt hverjum degi
nægja sína þjáningu. Mér líður ágætlega í Nor-
egi og fæ að fara til íslands með ákveðnu milli-
bili og svo fæ ég heimsóknir."
- Finnst þér þú njóta þín betur í knattspyrn-
unni i Noregi en heima á íslandi?
„Það er sama hvað varðar þjálfara og leik-
menn að aðstöðumunurinn er feikilega mikill.
Ég hef fundið það lengi að það á vel mig að
stunda knattspyrnuþjálfun. Það er mikill mun-
ur fyrir mig að vera hér og getað stundað eitt
starf heldur en að þurfa kannski að kenna fulla
kennslu á daginn og þjálfa síðan á kvöldin. Of-
an á þetta bættist jafnvel síðan að lýsa leikjum
uppi á Stöð 2. Þannig að oft var dagurinn ansi
langur, farið út klukkan hálfátta og ekki komið
heim fyrr en klukkan hálftólf um kvöldið. Að
því leytinu til er það ákveðinn draumur."
Hugurinn hjá félagsliöunum
- Heldur þú að Norðmenn eigi eftir að draga
einhvern lærdóm af leiknum við íslendinga?
„Þeir hafa verið að reyna að draga lærdóm af
leikjum sem þeir hafa leikið undanfarið. Þeir
gerðu þrjú mörk gegn Japönum og þá héldu þeir
að vandinn við að skora væri að baki. Ég held
að eftir leikinn við íslendinga séu þeir komnir
niður á núllpunkt aftur en aftur á móti eiga
Norðmenn að vera með sterkari einstaklinga en
áður. Það sem vantar hins vegar í þetta er, eins
og Atli Eðvaldsson komst að orði í norsku blöð-
unum, að ef norska liðið hefði leikið með hjart-
anum eins og það íslenska hefði það eflaust
skorað 4-5 mörk. Hluti af skýringunni er að það
er ekki eins gaman að vera í norska landsliðinu
núna og það var á meðan hluti leikmanna var
að koma sér fyrir hjá bestu liðum í Evrópu. í
dag er hugurinn meira þar og þeir verða að
hugsa meira um Manchester United, Leeds og
Liverpool. Það eru ýmis teikn á lofti um það að
þeir séu farnir að velja sér verkefni með lands-
liðinu og fá félög sín til að senda inn meiðsla-
vottorð þegar leikir eru. Þetta kann ekki góðri
lukku að stýra. Ég get nefnt það að fyrir stuttu,
eða í leiknum á undan Japan, voru 11 af 18 leik-
mönnum sem tilkynntu forfóll vegna meiðsla.
Félagi minn og gamall landsliðsmaður og knatt-
spyrnusérfræðingur hjá norska sjónvarpinu,
Jan Age FJortoft, sagðist ekki vera viss um að
þeir hefðu allir verið meiddir þessir piltar ef
þeir hefðu verið að fara að leika gegn Argent-
ínu," sagði Logi Ólafsson í spjallinu við DV.
-JKS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32