Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002
Fréttir
i^^r
K-listinn í Bolungarvík sakar sjálfstæðismenn þar um smölun:
Sagðir hafa byrjað
smölun rétt fyrir lokun
K-listinn í Bolungarvík, sem tapaði
bæjarfulltrúa til sjálfstæðismanna á
hlutkesti, hefur sakað sjálfstæðis-
menn um að hafa byrjað að smala
fólki á kjörstaði á síðustu klukku-
stund kjörfundar þegar ljóst þótti að
staða þeirra væri slæm. Formaður yf-
irkjörstjórnar hefur neitað þessu og
sagt af og frá að talningarmenn hefðu
getað komist í farsíma á þessum tíma.
Eftir því sem DV kemst næst fengu
tveir talningarmenn að fara með far-
símann inn í talningarherbergi þar sem
slökkt var á þeim. Heimildarmaður DV
heldur því fram að klukkan 21.20 á
kosningakvöldi hafi mönnum þótt staða
sjálfstæðismanna vera slæm en þeir
voru þá 18 atkvæðum undir K-listanum.
Eftir þetta hafi smölun byrjað hjá D-list-
anum og í síðasta kjörkassanum, sem
byrjað var að setja kjörseðla í kl. 21,
hafl verið 24 atkvæði til D-lista og sex
atkvæði til K-lista. Þessar sveiflur
verða að teljast gríðarlegar miðað við
þá stöðu sem var uppi áður.
Tveir talningarmenn fóru á salern-
ið á þessum síðasta klukkutíma og
samkvæmt heimildum DV fór að
minnsta kosti annar þeirra með far-
símann sinn þangað. Auk þess fóru
þrír talningarmenn út að reykja þegar
nálgaðist lok kjörfundar en þeir voru
undir eftirliti kjörstjómar og því hæp-
ið að þeir hefðu notað símana þá.
Anton Helgason, formaður yfirkjör-
stjórnar í Bolungarvík, lýsir þessum
ásökunum sem andstyggilegum
áburði. „í talningarklefanum voru sjö
menn, tveir frá hvorum flokki og þrír
úr kjörstjórn. Við tókum það strax
fram að bannað væri að nota farsíma
meðan á talningu stæði en síðan
reyndust þrír vera með farsíma þar
inni. Það var hins vegar slökkt á þeim
þannig að þetta taldist vera í lagi."
Anton sagðist telja að hvorki þeir
sem hefðu farið út að reykja né þeir
sem hefðu farið á salernið hefðu getað
notað farsímana á meðan þeir brugðu
sér frá. „Þarna liggur heiðarlegt fólk
undir skítlegum áburði. Það eina sem
ég get gert er að láta símafyrirtækin
kanna hvort símar talningarmannanna
hafi eitthvað verið notaðir á þessum
tíma. Niðurstöðu úr því er að vænta eft-
ir nokkra daga," segir Anton.    -HI
Eigendur sport-kráa deila á Norðurljós:
„Fáránleg tímasetning"
Sjónvarpsstöðin Sýn, sem er í eigu
Norðurljósa, ætlar að innheimta sýn-
ingargjald hjá krám og óðrum stöð-
um sem hyggjast sýna leiki frá
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu sem og leiki frá enska boltan-
um á næsta keppnistímabili. Norður-
ljós krefjast greiðslu að andvirði 450
þúsund krónur á ári frá hverjum og
einum stað sem um ræðir, en þeir
eru um 60 talsins.
Fundur var haldinn í gær þar sem
samankomnir voru fulltrúar helstu
veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu
og Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa. Helsta ágreiningsefniö
snýst um hvort Norðurljós hafi yfir
höfuð rétt til að gripa til þessara að-
gerða. Fulltrúar kránna eru allir
sammála um að tímasetningin á þess-
um aðgerðum sé fáránleg. „Þeir
fengu sýningarréttinn í janúar en við
fáum erindið sent núna viku fyrir
HM," sagði einn af veitingahúsaeig-
endunum í samtali við DV í gær.
Samkvæmt heimildum DV er
Norðurljós með óskoraðan einkarétt
á heimsmeistarakeppninni en óvissa
ríkir með enska boltann. Heimildir
segja einnig að stjórnarmenn
kráanna skiptist í tvo hópa; annar
vilji semja við Norðurljós og greiða
einhvern hluta af upphæðinni en
hinn vilji ekki borga neitt, a.m.k.
ekki fyrr en réttur Norðurhósa hafi
verið staðfestur.
Jón Ingi Baldursson, annar af eig-
endum Players í Kópavogi, segir aö
mikil óvissa riki um hvert framhald-
ið verður.
DV-MYND GVA
Kráarelgendur mættir á Lynghálslnn í gær
Forráöamenn Norðurljósa neituðu DV um að taka mynd á fundinum sjálfum.
„Það verður annar fundur á aUra
næstu dögum og ég á von á að heyra frá
þeim mjög fljótlega," segir Jón Ingi.
í dag greiða eigendur sportkráa
eingöngu áskriftargjald af sjónvarps-
stöðvum Norðurljósa, alveg eins og
almenningur gerir, og finnst þeir
ekkert skyldugir til að greiða neitt
meira. Sigurður G. Guðjónsson var
hógvær þegar DV náði tali af honum
í gær.
„Þetta eru allt sómamenn, held ég,
og ég hef enga trú á öðru en að þetta
leysist áður en HM hefst."
Ríkislögreglustjóri í máli tveggja Nígeríumanna og eins Kongómanns:
Stimplar sig inn sem atvinnuglæpamaður
- einn er á félagslegum bótum og þykist umboðsmaður knattspyrnufélags, segir ákærandi
Sakborningar og verjendur þeirra
segja ákærðu saklausa af refsiverðri
háttsemi en sækjandi ríkislögreglu-
stjóraembættisins lýsir yfir full-
sannaðri sekt í máli ákæruvaldsins
gegn tveimur Nígeríumönnum og
Kongómanni. Þeir fyrrnefndu fara
fram á sýknu og þess að milljóna-
bótakröfum verði vísað frá dómi -
ákæruvaldið fer fram á að mennirn-
ir fái eins til tveggja og hálfs árs
fangelsi - að annar Nígeríumann-
anna, sem áður hefur verið dæmdur
fyrir auðgunarbrot hér á landi, fái
þyngstu refsinguna.
„Hann ítrekar fyrri brot og er bú-
inn að stimpla sig inn sem atvinnu-
glæpamaður," sagði Helgi Magnús
Gunnarsson, sækjandi af hálfu rík-
islögreglustjóra, í gær.
Fjársvik, skjalafals og tilraunir til
slíks, sem nemur samtals um 16
milrjónum króna í málinu.
Það er þegar orðið mjög umfangs-
mikið og gífurlega kostnaðarsamt
samkvæmt   upplýsingum   DV.
Þannig er t.a.m kostnaður við túlka
fyrir alla mennina a.m.k. mörg
hundruð þúsundir króna.
Styrkþegi á bótum
„Hann er styrkþegi á félagslegum
bótum og þykist vera umboðsmaður
knattspyrnufélags," sagði Helgi
Magnús í sóknarræðu sinni í héraðs-
dómi í gær. „Það hefur ekkert verið
lagt fram sem skýrir þessa reikn-
inga," sagði Helgi Magnús og vísaði
þar í bankareikning i SPRON við
Skólavörðustíg sem ákæruvaldið
segir að Kongómaðurinn hafi stofn-
að gagngert til að taka við peningum
sem sviknir voru út úr bönkum á
Bretlandseyjum með því að leggja
fram falsaðar millifærslubeiðnir -
beiðnir sem litu út fyrir að kæmu frá
eigendum reikninganna ytra.
Fótbolti var umræðuefni
Eins og fyrr segir neita mennirn-
ir sök. Þegar fjölmargar greiðslur
voru millifærðar yfir á ýmsa reikn-
inga hérlendis, sem mennirnir
höfðu aðgang að, kom á daginn að
innbyrðis-símhringuigum Nígeriu-
mannanna og Kongómannsins fjölg-
aði snarlega - allt upp í 16 símtöl á
dag. Þetta kortlagði lögreglan ná-
kvæmlega við rannsóknina. Þegar
þetta var borið undir sakborning-
ana sögðu þeir einfaldlega að þeir
I dömsalnum
Ottar Sveinsson
blaðamaður
hefðu verið að ræða saman um dag-
inn og veginn - aðallega fótbolta þó,
því hann væri sameiginlegt áhuga-
mál þeirra, ekki síst meistara-
keppni Evrópu.
Þetta segir ákæruvaldið argasta
fyrirslátt. „Það kom símtal á milli
mannanna 6 mínútum eftir hverja
úttekt," sagði Helgi Magnús.
Aöstoð eða lygar
Annar  Nígeríumannanna,  sem
býr með íslenskri konu og hefur
stundað sjómennsku hér um árabil,
hefur sagst hafa lánað forsprakkan-
um í hópnum, landa sínum, banka-
reikning sinn til að millifæra fé -
peninga sem hann segist ekki hafa
vitað að tengdust svikum.
Sækjandinn segir að þessi maður
eigi að njóta þess að hafa aðstoðað við
að upplýsa málið - hinir hafi reynt að
ljúga sig út úr svikunum. Meira að
segja hafi þeir neitað að gefa rifhand-
arsýni við rannsókn málsins. „Það
eitt sýnir á hvaða nótum hegöun
þeirra var," sagði Helgi Magnús.
Þremenningarnir eru grunaðir
um að hafa komið á áttundu milljón
króna undan, sennilega til útlanda.
Lögreglan lagði hald á yfir þrjár
milljónir króna við rannsókn máls-
ins. Tilraun var gerð til að svíkja
meira fé út en það tókst ekki.
Kongómaðurinn var framseldur
hingað til lands frá Svíþjóð í mars.
Hann situr í gæsluvarðhaldi en hin-
ir tveir eru í farbanni.
Nýr meirihluti
á Akureyri
„Það er helst að frétta að við höf-
um náð samkomulagi í öllum megin-
atriðum. Hins vegar er ekki hægt að
upplýsa um það mál frekar. Það þarf
staðfestingu fulltrúaráðsfunda flokk-
anna sem væntanlega verða haldnir
jafn fljótt og hægt er," sagði Jakob
Björnsson, oddviti framsóknar-
manna, í samtali við DV í morgun.
Ljóst er því nánast að sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn munu
mynda nýjan meirihluta á Akureyri
með 7 bæjarfulltrúa af 11 alls. Krist-
ján Þór Júlíusson verður bæjar-
stjóri skv. heimildum DV en líklegt
er að framsóknarmenn fái stöðu for-
manns bæjarráðs. Meirihlutasam-
komulag bæjarfulltrúanna liggur
fyrir í öllum meginatriðum.
Áframhald í Kópavogi
Meirihlutaviðræður í Kópavogi
halda áfram milli Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks. Niður-
staða líggur ekki fyrir en framsókn-
armenn og sjálfstæðismenn hafa
rætt saman síðan á mánudag. Þar á
undan höfðu Gunnar I. Birgisson,
leiðtogi sjálfstæðismanna, og Flosi
Eiriksson, leiðtogi Samfylkingar-
innar, rætt óformlega saman.  -BÞ
Fjarðabyggð:
Nýr meirihluti
fyrir helgi
Formlegar meirihlutaviðræður á
milli Framsóknarflokks og Fjarðalista
hefjast eftir hádegi í dag. Þorbergur N.
Hauksson, forystumaður framsóknar-
manna, og Smári Geirsson, oddviti
Fjarðalistans, vildu ekki tjá sig opin-
berlega um hvaða skilyrði yrðu sett
fyrir meirihlutasamstarfi er DV ræddi
við þá í gærkvöld. Þorbergur fullyrti
þó að lítið skildi fylkingarnar að í
flestum málum og samningaviðræðum
yrði lokið fyrir helgi.         -jká
Flestir fá laun í
sex mánuði
Bæjarstjórar sem láta af stórfum
nú eftir sveitarstjórnarkosningar
verða flestir hverjir á launum í sex
mánuði eftir að þeir láta af störfum.
Misjafnt er reyndar hvort formlega
séð sé um biðlaun að ræða eða ein-
ungis hefðbundinn uppsagnarfrest.
Þeir bæjarstjórar sem hætta
sjálfviljugir eru allir með sex mán-
aða uppsagnarfrest. Þetta á við um
Sigurgeir Sigurðsson á Seltjarnar-
nesi, Ólaf Kristjánsson i Bolungar-
vík og Ellert Eiríksson i Reykjanes-
bæ. Enn er óljóst hvernig verður
með Guðjón Hjörleifsson í Eyjum
þar sem deilt var um það í kosn-
ingabaráttunni hvort bæjarsrjóri
ætti rétt á biðlaunum eða ekki.
DV hefur fengið staðfest hjá bæjar-
stjórunum Magnúsi Gunnarssyni í
Hafnarfirði og Karli Björnssyni í Ár-
borg að þeir eigi báðir rétt á sex mán-
aða biðlaunum. Sá sem heldur laun-
um sínum styst er bæjarstjórinn í
Mosfellsbæ, Jóhann Sigurjónsson. í
ráðningarsamningi hans er kveðið á
um að ef hann verður ekki endurráð-
inn að loknu kjörtímabili haldi hann
launum í fimm mánuði.       -HI
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Ný vefsíoa: www.i-t.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32