Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002
19
¦um.....^ ~m£ "jp
Tilvera
•Tón 1 e ikar
¦Stefnumót á Gauknum
Hljómsveitin Mínus mun i
kvöld leika fyrir íslenska
aðdáendur sína á Gauki á
Stöng. Áður en kapparnir
sjálfir stiga á svið munu tvær
sveitir hita mannskapinn upp.
Önnur þeirra vakti á sér
talsverða athygli um og eftir
síðustu jól en forsprakkinn þar
kallast Ceres 4. Hin sveitin er
skipuð grunnskólanemum sem
hafa smám saman verið að
komast til metorða síðasta
árið. Það er hljómsveitin
Desidia sem inniheldur meðal
annars Sindra Eldon Þórsson,
son Bjarkar og Þórs Eldons.
Gamanið fer fram á Gauki á
Stöng í kvöld og verður húsið
opnað upp úr kl. 21.
• Le ikhús
¦Nemendaleikhúsið
Nemendaleikhúsið sýnir i
kvöld verkið Sumargesti eftir
Maxim Gorkí. Leiksýningin er
hluti af lokaverkefni nem-
endanna sem brátt halda út í
hinn stóra leikhúsheim. Sýn-
ingin hefst kl. 20 í kvöld en
sýnt er á Nýja sviði Borgar-
leikhússins.
Krossgáta
¦  Sellófon
Sellófon er kærkomin inn-
sýn inn í daglegt líf Elínar sem
hefur tekið að sér það hlutverk
í lifinu að halda öllum ham-
ingjusömum, nema ef til vill
sjálfri sér. Á gamansaman hátt
er skyggnst inn í lif Elínar sem
er tveggja móðir í ábyrgðar-
stöðu hjá tölvufyrirtæki á
milli þess sem hún tekur til
sinna ráða til þess að viðhalda
neistanum í hjónabandinu.
Björk Jakobsdóttir er eini
leikari sýningarinnar og hefur
hún hlotið mjög góðar
viðtökur áhorfenda.
• Krár
¦Góð kvöldganga með Úti-
vist
Góð kvöldganga í skemmti-
legum félagsskap að Jóru í
Jórukleif fer fram í kvöld.
Brottför á eigin bílum kl. 18.30
frá skrifstofu Útivistar. Ekkert
þátttökugjald.
• Svei t in
¦KK á Hellissandi
Hinn góðþekki tónlistarmað-
ur Kristján Kristjánsson, KK,
er á ferð sinni um landið og
mun í kvöld stoppa á Hell-
issandi þar sem hann kemur
til með að spila á Svörtu Lofti.
Þar munu allir helstu slagarar
kappans heyrast auk annarra
laga sem fólk úr öllum áttum
ætti áð kannast við.
•Sýningar
¦  Handprjónuð textílverk
Hulda   Jósefsdóttir   opnaði
um helgina sýningu á hand-
prjónuðum textílverkum í
Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, og
stendur sýningin nú yfir.
Hulda hefur unnið að textíl-
hönnun frá 1952 með aðal-
áherslu á prjón. Sýningin er
opin daglega frá 15-18 en henni
lýkur sunnudaginn 9. júní.
Lárétt: 1 máttlítil,
4 hamingju, 7 falskar,
8 lampi, 10 nöldur,
12 hræðslu, 13 æst,
14 kjökra, 15 bruðli,
16 slöngu, 18 tarfur,
21 hug, 22 hærra,
23 traustur.
Lóðrétt: 1 ákæra,
2 kraftar, 3 ólagnir,
4 þrálátt,
5 geislabaugur,
6 fjölda, 9 aflið,
11 lögmætu,
16 þannig, 17 hæðir,
19 leðja, 20 ferðalag.
Lausn nebst á síðunnl.
Hvitur á leik!
Hafi maöur áhuga á undarlegri
taflmennsku er kjöriö m.a. aö skoða
skákir Shirovs. Hann er nú staddur í
Sarajevo og vinnur hér fyrrum
heimsmeistara unglinga, Bogdan
Kurajica, í skemmtilegri skák sem ég
botna ekki of mikið í! En það er ým-
islegt á döfinni. Harpa Ingólfsdóttir
er nýfarin til Varna í Búlgaríu að
Lausn á krossgátu
Umsjón: Sævar Bjarnason
tefla á Evrópumeistaramóti kvenna.
Um næstu helgi byrjar ný bikar-
keppni FIDE í Moskvu og það þykja
mikil tíðindi að Kasparov ætlar að
vera með. Og Ponomariov einnig. Svo
kannski er Kaspi þá að reyna að
sættast við FIDE í alvöru?
Hvítt: Alexei Shirov (2704)
Svart: Bogdan Kurajica (2555)
Sikileyjarvörn.
Sarajevo (2), 23.05. 2002
1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. c3 g6 4. d4
cxd4 5. cxd4 d5 6. exd5 Rf6 7. Rc3
Rxd5 8. Bc4 Rxc3 9. bxc3 Bg7 10.
h4 Dc7 11. Db3 e6 12. Bd3 Rc6 13.
h5 Bd7 14. Rg5 Hc8 15. Re4 0-0 16.
hxg6 hxg6 17. Bg5 f5 18. Rc5 Ra5
19. Db4 Hf7 20. Hbl Bf8 21. Kfl
Bc6 22. Kgl e5 23. dxe5 Dxe5 24.
Be3 Dd5 25. Bfl Dxa2 26. Dh4 Hg7
27. Hdl Bd5 (Stöðumyndin) 28. Hd2
Dxd2 29. Bxd2 Hxc5 30. Dd8 Hf7
31. Be3 Rc6 32. Dh4 Hg7 33. Bxc5
Bxc5 34. Bc4. 1-0.
Dagfari
Kosningar og jól
Jæja! - Þá eru kosningarnar
gengnar um garð. Fyrir þá sem
tóku þátt í baráttunni af líf'i og
sál eru fyrstu dagarnir eftir
kosningar svolítið eins og fyrstu
dagarnir eftir jól og áramót. Og
sama er að segja um aðdragand-
ann. Kosningabaráttan og jóla-
undirbúningurninn eiga líka ým-
islegt sameiginlegt.
Kosningar mynda spennu
vegna möguleikans á breytingum
og umskiptum á valdhöfum -
breytingum sem sumir óttast en
aðrir fagna. Að vísu hafa kosn-
ingaúrslit sjaldan í för með sér
mjög róttækar breytingar, eða
eins og stjórnleysingjar orða það:
„Það er sama hvern maður kýs -
maður kýs alltaf stjórnvöld."
Glatt á hjalla í frímínútum í ísaksskóla.
En þó við getum ekki kosið
milli stjórnar og stjórnleysis
myndar kosningabarátta sívax-
andi spennu. Svo líður stóra
stundin hjá og þegar öllu er á
botnin hvolft, hefur furðu lítið
áunnist - eða tapast. Menn sitja
eftir, svolítið dasaðir, fara að
tína niður áróðursspjöldin eins
og jólaskrautið í janúar og setja
sig aftur í hversdagslegar stell-
ingar. Hinir flokkshollu finna
sér ný umræðuefni og fyrrver-
andi frambjóðendur geta hætt að
brosa og farið að kinka kolli í
stað þess að heilsa öllum með
handabandi.
Nú kynni einhver að reyna
eyðileggja þessa fallegu samlfk-
ingu og benda á að ólíkt jólunum
þegar allir sigra, þá sigri bara
sumir í kosningum - hinir tapi.
DV-MYND HILMAR ÞÖR
En þetta er auðvitað ekki rétt:
Að kosningum loknum eru
málsvarar allra framboða sann-
færðir um að einmitt þeirra
framboð sé eini sigurvegarinn
þótt það liggi ekki alltaf í augum
uppi. Hinir hafa í mesta lagi
unnið varnarsigra.
„En til hvers er þá verið að
kjósa," kynni einhver að spyrja.
Jú, einmitt til þess að „allir fái
eitthvað fallegt" - og geti unað
glaðir við sitt - alveg eins og á
jólum.
Kjartan Gunnar
Kjartansson
blaðamaöur
Myndasögur
¦Jtu 02 'JllB 61 'bsb ii 'oas 9T 'npriS n
'UB5JJO 6 '§aes 9 'bjb g 'iuutaSubi f 'jisjsmBpi g 'no z '5{os 1 :uajoor[
¦jp £Z 'JBjo 22 'rtuuis \z 'ttiBU 81 '5f?us 91 'io's si
'bioa n 'JQJTB El '22n zi 'SSbu 01 'BI05{ 8 '-ibbtj l 'subi f '^ojs x :uajir[
m
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32