Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FTMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002
Fréttir
x>v
Lúðvík
Geirsson.
I góbum höndum
Nemandi í Grandaskóla nýtur nærveru
ömmu sinnar eftir aö eldur kom upp í
Grandaskóla ígær. Taliö er aö kveikt
hafi veriö í klæöningu við anddyri
skólans og hlaust talsvert tjón af.
Slökkvilið náöi fljótt tökum á eldinum.
Undírbúningur í
fullum gangi
„Við erum farin
afstaðáfulluíund-
irbúningsvinnu fyr-
ir næsta bæjar-
stjórnarfund sera
verður haldinn 11.
júní. Það verður fé-
lagsfundur hjá okk-
ur á mánudag og
þar verða mótaðar
tillögur sem verða
lagðar fyrir á þess-
um bæjarstjórnarfundi," sagði Lúð-
vík Geirsson, oddviti Samfylkingar-
innar í Hafnarfirði, inntur eftir því
hvernig undirbúningur fyrir valda-
töku Samfylkingarinnar par gengi.
Lúðvík sagðist gera ráð fyrir því
að tillögurnar yrðu i þeim anda sem
kynnt hefði verið i kosningabarátt-
unni. Þar var m.a. á stefnuskránni
að lækka laun bæjarstjóra og fækka
í nefndum og ráðum í stjórnkerfi
bæjarins.                  -HI
Verkaskipting rædd
hjá R-listanum
Ekki liggur fyrir hver verður for-
seti borgarstjórnar í nýjum meiri-
hluta Reykjavíkurlistans. Árni Þór
Sigurðsson, efsti maður listans, seg-
ir að viðræður um verkaskiptingu i
borgarstjórn séu rétt að hefjast.
Margt nýtt fólk komi inn í borgar-
stjórnina og kanna þurfi hvert hug-
ur þess stefnir. Þá verði skoðað
hvort þeir reyndari vilji skipta um
vettvang.
Fyrir kosningar var rætt um það
innan R-listans að hugsanlega yrði
stöðu forseta borgarstjórnar ráðstaf-
að til tveggja ára í senn en niður-
staða liggur ekki fyrir um það.
Samningaviðræðum um þetta er
ekki markaður annar tímarammi en
sá, að niðurstaða fáist fyrir fyrsta
borgarstjórnarfund nýs meirihluta.
Hann tekur formlega við stjórninni
á aukafundi borgarstjórnar 13. júní.
-ÓTG
Bullandi svartsýni markaðarins á deCODE:
Gengi hlutabréfa
aldrei lægra
- vatn á myllu efasemdamanna um ríkisábyrgð
Stuttar fréttir
Hlutabréf í deCODE náðu sögu-
legu lágmarki í fyrradag og héldu
áfram að falla í gær. Við lokun
markaða í fyrradag var gengið
skráð á 4,92 dollara í viðskiptum
með 65.900 hluti. Opnunargengið í
gærmorgun var 5,05 dollarar og
um miðjan dag í gær var gengið
skráð á 4,5 dollara. í stað þess að
stiga á ný, eins og gerðist um
miðjan maí í fyrra, þá heldur
gengið áfram að falla. Við lokun
markaða í gær var gengið svo
skráð á 4,65 dollara í viðskiptum
dagsins með 128.600 hluti.
Hefur gengið fallið nær stöðugt,
með fáum undantekningum, frá
því er það reis hæst á umliðnum
misserum um síðustu áramót í
um 10,5 dollara. Þegar fyrirtækið
var fyrst skráð á Nasdaq-markaði
í júlí 2000 var upphafsgengið
skráð 18 dollarar. Komst það hæst
eftir skráningu í 31,5 dollara en
síðan hefur leiðin að mestu legið
niður á við, en þó með nokkrum
sveiflum.
Fyrirtæki Kára Stefánssonar,
deCODE  Genetics  hefur  verið
Genqi deCODE
Höfuöstöövar Islenskrar erföagreíningar
Þrátt fyrir mikiö tap og mjðg slakt gengi deCODE á hlutabréfamarkaði þá er fyr-
irtækinu eigi að síður spáð bata á þessu ári og ört batnandi gengi næstu ár.
áhættan allt of mikil. Virðast síð-
ustu tíðindi af Nasdaq-markaði
ekki vera til þess fallin að slá á
þær efasemdaraddir.
Mikið tap en bata spáð
DeCODE hefur tapað 15 millj-
örðum króna frá því það var stofn-
að og þar af um 10 milljörðum á
síðustu þrem árum. Þrátt fyrir
þetta slaka gengi spá greiningar-
fyrirtæki á borð við Morgan
Stanley því að afkoma deCODE
eigi að fara batnandi á þessu ári
og síðan ört stígandi fram á árið
2005, er það nái að sýna hagnað.
Þá er spáð örum áframhaldandi
vexti til 2008. Eru þessar spár
byggðar á þeim samningum sem
gerðir hafa verið við öflug fyrir-
tæki í lyfjageiranum á borð við
Hoffman La Roche. Vonir manna
um að kaup á bandaríska lyfjaþró-
unarfyrirtækinu     MediChem
myndu fara að snúa dæminu snar-
lega við virðast þó enn ekki farin
að skila sér inn í huga hlutafjár-
kaupenda. Þar ríkir greinilega
bullandi svartsýni á gengi fyrir-
tækisins ef marka má viðskipti
síðustu daga.
-HKr.
mjög í umræðunni á íslandi und-
anfarin ár og þá ekki síst er sam-
þykkt var á Alþingi að gefa fjár-
málaráðherra heimild til að veita
fyrirtækinu ríkisábyrgð upp á 20
milljarða króna. Var það m.a. rök-
stutt með væntingum um að hægt
yrði að koma á fót deild úr hinu
nýkeypta MediChem-lyfjaþróunar-
fyrirtæki hér á landi. Höfðu marg-
ir uppi miklar efasemdir um þá
ráðstöfun og jafnvel hörðustu fylg-
ismenn ríksstjórnarinnar töldu
sértæka ákvörðun í þessa veru
ekki samræmast markmiðum
stjórnarflokkanna. Auk þess væri
Skagafjörður:
Meirihluti D og VG að fæðast
„Mér fmnst trúlegt að mönnum
lítist vel á samningsdrögin og er
nokkuð bjartsýnn á myndun
meirihluta," sagði Gísli Gunnars-
son, sóknarprestur og oddviti D-
listans í Skagafirði, við DV í
morgun.
Allar líkur eru á að meirihluti
D-lista Sjálfstæðisflokks og U-lista
Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs verði til í Sveitarfélag-
inu Skagafirði. Drög að málefna-
skrá listanna verða lögð fyrir
fundi í flokkunum í kvöld og að
þeim loknum verður gefm út yfir-
lýsing. Verði af meirihlutasam-
starfi er Skagafjörður eina sveit-
arfélag landsins þar sem þessir
listar eru í samstarfi. Vinstri
grænir unnu góöan sigur í Skaga-
firði, fengu tvo menn kjörna.
Framboð Vinstri grænna kom
annars illa út þar sem flokkurinn
bauð fram sérlista.         -hlh
Mjög óvenjulegt mál tengt yfirheyrslum lögreglu sem nú standa yfir:
Vitni í Valgeirsmálinu
skyldaö til að tjá sig
- fer fyrir dóm eftir að neita lögreglu - lögmanni gert að víkja úr yfirheyrslu
Lögmaður vitnis í máli sem lög-
reglan rannsakar vegna hvarfs Val-
geirs Víðissonar verður að víkja úr
dómsal þegar lögreglan yfirheyrir
vitniö. Um þetta er genginn dómsúr-
skurður. Vitnið kærði hins vegar
niðurstöðuna til Hæstaréttar og því
mun lögreglan ekki yfirheyra
manninn fyrr en eftir að Hæstirétt-
ur kveður upp dóm sem búist er við
að verði fyrir helgina.
Maðurinn neitar að tjá sig hjá
lögreglu en slíkt getur vitni ekki
fyrir dómi eins og á stendur. Auk
þess er ekkert í lögunum sem kveð-
ur á um að vitni skuli hafa lögmann
sér við hlið nema um sé að ræða
fórnarlamb í sakamáli - sakborn-
ingar, það er grunað fólk, á hins
vegar skýlausan rétt á slíku.
Hér er um mjög óvenjulegt mál að
ræða, ekki síst þar sem vitnið neit-
ar að tjá sig án lögmanns. Það getur
hins vegar ekki neitað að tjá sig fyr-
ir dómi þar sem lögreglan hefur
sýnt fram á það með rókstuddum
hætti að hún telur manninn búa
yfir vitneskju um mál Valgeirs Víð-
issonar.
í síðustu viku var 37 ára íslend-
ingur úrskurðaður í gæsluvarðhald
til mánudagsins 3. júní eftir að hafa
verið framseldur hingað frá
Hollandi. Hann er grunaður um að-
ild að hvarfi Valgeirs Víðissonar.
Lögreglan fékk manninn úrskurðað-
an í gæsluvarðhald til að fá svigrúm
til að yfirheyra hann og aðra sem
taldir eru búa yfir upplýsingum um
málið.
Á þriðjudag átti að yfirheyra
framangreint vitni. Það neitaði hins
vegar að tjá sig hjá lögreglu. Var þá
farið með manninn fyrir dómara
sem taldi að honum væri skylt að
tjá sig þar. En vitnið neitaði að gera
slíkt nema hafa lögmann sinn sér
við hlið. Því mótmælti lögreglan,
meðal annars á þeim forsendum að
lögmaðurinn vinnur undir sama
þaki og verjandi framselda manns-
ins - hins grunaða. Einnig er það
vegna rannsóknarhagsmuna, það er
að vitneskja berist ekki um fram-
burð mannsins meðan á rannsókn-
inni stendur.
Þar sem maðurinn neitaði að
vitna nema hafa lögmann úrskurð-
aði dómarinn að lögmaðurinn
skyldi víkja. Þessi niðurstaða hefur
nú verið kærð til Hæstaréttar.
Reiknað er með að hann kveði upp
dóm í þessu ágreiningsmáli fyrir
helgi.                    -Ott
Sýknaður af ákæru
Héraðsdómur Vestfjarða hefur
sýknað karlmann á fertugsaldri af
ákæru fyrir að hafa ekið ölvaður á
Flateyri í lok síðasta árs. Talið var
að maðurinn hefði ekið bíl frá veit-
ingahúsi heim til sin seint um nótt
en fyrir dómi bar bróðir mannsins
að hann hefði ekið bílnum og taldi
héraðsdómari að ekkert hefði kom-
ið fram sem hnekkti þeim fram-
burði. Hringt var til lögreglunnar á
ísafirði aðfaranótt laugardagsins 29.
desember og sagt að viðkomandi
maður hefði ekið ölvaður frá veit-
ingastaðnum Vagninum á Flateyri.
Þjónusta við fatlaöa
Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra
og Kristján Þór Júl-
íusson, bæjarstjóri
á Akureyri, hafa
undirritað samning
um framhald á
þjónustu Akureyr-
arkaupstaðar við
fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu. Báðir
aðilar eru ánægðir með að samning-
ur hafi náðst enda tryggir hann
áframhald þeirrar nærþjónustu sem
notendur þjónustunnar hafa notið
undanfarin ár. Frá árinu 1996 hefur
verið í gildi samningur milli félags-
málaráðuneytis og Akureyrarkaup-
staðar um framkvæmd þjónustu við
fatlaða sem er á vegum ríkisins
samkvæmt lögum um málefni fatl-
aðra.
Vorþing í Eyjum
Vorþing skólaskrifstofa á landinu
verður haldið í Eyjum á fóstudag.
Vorþingiö sækir starfsfólk hinna
ýmsu skóla og fræðsluumdæma.
Fjallað verður um ýmis mál sem ber
hæst í umræðunni hverju sinni og
brenna hvað mest á starfsfólki
skólaskrifstofanna. Að þessu sinni
er þingið helgað sérfræðiþjónustu
sveitarfélaganna við börn með sér-
þarfir eða sem þarfnast stuðnings á
einhvern hátt. Um fimmtíu manns
sækja þingið. M.a. fjallar Tómas
Jönsson sérkennslufulltrúi um
hvaða upplýsingar þarf til að
kennsla nýtist nemendum með mis-
munandi sérþarfir.
Milljón í minnisvarða
Hjónin Marías Þ.
Guðmundsson og
Málfríður Finns-
dóttir hafa lagt
fram eina milljón
króna í sjóð til að
koma upp minnis-
varða um Jón Sig-
urðsson forseta.
Minnisvarðinn mun standa á lóð
Menntaskólans á Isafirði. Gjöfin er í
tilefni af áttræðisafmæli Maríasar
fyrr í mánuðinum. Undirbúnings-
og framkvæmdanefnd skipa Ólina
Þorvarðardöttir skólameistari,
Gunnar Jónsson, Gunnlaugur Jón-
asson, Jón Páll Halldórsson og Kon-
ráð Jakobsson.
Ekki í símanum
Talningarmenn í sveitarstjórnar-
kosningunum i Bolungarvík töluðu
ekki í farsima meðan á kjörfundi
stóð. Anton Helgason, formaður
kjörstjórnar í Bolungarvík, segir
þetta sannreynt. Titrings hefur gætt
í Bolungarvík vegna gruns um að
þrír talningarmenn, sem viku úr
talningarherbergi meðan á kjör-
fundi stóð, hafi reynt að hafa áhrif á
kosningarnar.
HvarFjarðargöng lokuð
Hvalfjarðargöng hafa verið lokuð
undanfarnar nætur vegna vorhrein-
gerningar og nauðsynlegrar við-
haldsvinnu. Þeim er lokað á mið-
nætti en opnuð aftur klukkan 6 á
morgnana. ökumenn njóta því feg-
urðar Hvalfjarðar aö næturlagi - til-
neyddir.                  -GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32