Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvaimdastjóri:  Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jonas Haraldsson
Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlið 24,105 Rvik, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - A6rar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Satnlng og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Pútín og Nató
Líklega verður gamansemi Vladimírs Pútíns, forseta
Rússlands, lengi minnst þar sem hann sat með helstu leið-
togum Atlantshafsbandalagsins á mikilvægum fundi þess
á ítalíu í fyrradag. Þar var til umræðu nýtt og sögulegt
samstarfsráð Natós og Rússlands og lagði Pútín til nafn-
gift á ráðið, að því er virtist í fullri alvöru. Hann kvaðst
ekki geta bent á betra nafn en Sovét, sem er rússneska og
þýðir ráð. Menn litu á Pútín í forundran en áttuðu sig
fljótt á fyndninni.
Það er tímanna tákn að þessa dagana gantist menn með
samskipti gömlu Sovétríkjanna og Atlantshafsbandalags-
ins. Leiðtogar mestu hervelda heims hafa söguna í flimt-
ingum og segja hverjir öðrum brandara um leið og þeir
skrifa undir samkomulag sem markar ekki aðeins mikil-
væg þáttaskil í seinni tíma sögu heldur lýsir i reyndinni
lokunum á löngu og köldu stríði. Vladimír Pútín hefur á
síðustu misserum stigið skrefið sem fyrirrennari hans
hikaði við. Hann er kominn réttu megin striksins.
Ekkert lýsir betur þeim breytingum sem orðið hafa á
stjórnmálum heimsins á síðustu fimmtán árum en sæta-
skipanin á leiðtogafundinum í Róm. Þar sat forseti Rúss-
lands sem jafningi og samverkamaður helstu leiðtoga
Vesturlanda þar sem brugðist var við þeim ógnum við frið
og öryggi sem nú steðja helst að saklausum borgurum um
heim allan. Fyrir áratug hefði þessi sætaskipan þótt með
öllu vera óraunhæf. í því ljósi sést hversu mikil þáttaskil
eru að verða í alþjóðastjórnmálum.
Því hefur verið haldið fram af stjórnmálamönnum og
fréttaskýrendum að Atlantshafsbandalagið eigi við tilvist-
arvanda að stríða. Tilgangur Natós hafi orðið óljós í meira
lagi og markmið þess hafi riðlast verulega eftir að höfuð-
andstæðingur þess lagði niður sjálfan sig við sólarlag sið-
ustu aldar. Þetta er að mörgu leyti rétt. Aðgerðalítill er sá
hermaður sem á sér ekki óvin. Forvígismönnum Natós
hefur hins vegar tekist það óvænta - og sumpart vegna að-
stæðna - að verða sér úti um ný verkefni.
Samstarfsráð Rússlands og Natós er eðlileg afleiðing af
þeirri breyttu heimsmynd sem varð til við endalok Sovét-
ríkjanna. Samstarfsráðið er rökrétt afleiðing af atburðun-
um þann ellefta september á síðasta ári. Samstarfsráðið er
vitnisburður um sigur lýðræðis yfir ofríki og kúgun. For-
sætisráðherra Breta, Tony Blair, hefur bent á að með sam-
starfsráðinu fái Rússland i fyrsta skipti stöðu sem fullgilt
samstarfsríki með sama rétt og Nató-ríkin. Það sýnir best
að nýr kafli sögunnar er að hefjast.
Halldór í Landinu helga
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lét verða af því
að halda utan til ísraels og kynnast af eigin raun þvi raf-
magnaða andrúmslofti sem þar ríkir á milli nágranna-
þjóða. Efasemdum hafði verið lýst um tilgang ferðarinnar
en Halldór hefur haldið sínu striki, rétt eins og hann hef-
ur alltaf gert í ræðu og riti um málefni Miðausturlanda.
Þar hefur Halldór skapað sér sérstöðu meðal stjórnmála-
manna og talað án allrar tæpitungu um mikilvægi þess að
Palestínumenn öðlist sjálfstæði nú þegar.
Það er ekki sjálfgefið að málsmetandi stjórnmálamaður
tali með þessum hætti. Miklu fremur hefur verið til siðs á
meðal stjórnmálaleiðtoga á Vesturlöndum að fara í felur
með skoðanir sínar á grimmd og voðaverkum ísraels-
manna á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Engin
þjóð hefur brotið jafn marga samninga og ísraelsmenn
gegn Palestínumönnum. Enginn stjórnarher hefur á
seinni tímum framið jafn marga glæpi og ísraelsher. Hall-
dór hefur bent á það. Einn fárra leiðtoga.
Sigmundur Ernir
I>V
Skoðun
Er f jölmenningarsamfé-
lagið ójafnaðarsamfélag?
Armann
Jakobsson
íslensjufræöingur
Kjailari
Nýlega sýndi könnun aö
hérlend börn af asískum
uppruna flosna gjarnan
upp úr námi. Það er
áhyggjuefni því að í ís-
lensku samfélagi er góð
menntun lykill að vel-
gengni.
Ef þetta ér rétt stefnir í ójöfnuð í
samfélaginu og sá ójöfnuður er
kynþáttalegur. Hann er líka óþarf-
ur. Við vorum seinni til en grann-
arnir að taka við innflytjendum,
þeir eru hér miklu færri og við ætt-
um að geta lært af mistökum ann-
arra.
Standa höllum fæti
Innflytendur hljóta að standa
höllum fæti i nýju samfélagi, ekki
síst ef þeir kunna ekki mál nýja
heimalandsins. íslendingum finnst
erfitt að læra náskyld mál eins og
dönsku og þýsku. Hvað má þá segja
um asískar tungur þar sem mál-
kerfið er gjörólíkt? Og eins eru
indóevrópsk tungumál erfið fyrir
þá sem alast upp við málkerfi Aust-
urlanda fjær.
Sá sem er alinn upp við asískt
mál og lærir góða íslensku vinnur
ekki minna afrek en að klífa Ever-
estfjall. Eðli málsins samkvæmt er
málanám þó auðveldara fyrir börn
af asískum ættum sem flytja bráð-
ung til Islands eða eru fædd hér.
Hvers vegna flosna þau þá upp
úr skólakerfinu? í fljótu bragði
virðist líklegt að íslenskt skólakerfi
sé erfiðara fyrir börn sem koma frá
heimilum þar sem islenska er lítið
töluð, þó að þau kunni hana sjálf og
tali. Hér skiptir hvatningin frá
heimilunum kannski öllu máli. Þó
að asískir foreldrar vilji að börnin
læri íslensku eiga þeir óhægt um
vik ef þeir kunna málið ekki sæmi-
lega sjáifir.
Kennsla og uppeldi
Eins og flest annað í fjölmenning-
arsamfélaginu lýsir þetta ekki að-
eins stöðu innflytjenda hér heldur
einnig okkur sjáífum. í íslensku
samfélagi er æ meiri ábyrgð varpað
á skólakerfið. Nú er tekið að bera
saman skóla eftir árangri nemenda
á prófum. En er sá samanburður ef
til vill varasamur? Þegar allt kem-
ur til alls er sá árangur að óveru-
legu leyti háður „gæðum" skólanna
heldur „gæðum" heimila nemend-
anna (á nútímamáli!).
Þó að hægt sé að bera saman
börn eftir uppruna snýst vandinn
kannski ekki aðeins um innflytj-
endur. Vissulega standa börn inn-
flytjenda höllum fæti en það gera
fleiri börn, sem erfiðara er að festa
hendur á sem hópi. I nútímasamfé-
lagi er ætlast til að skólakerfið beri
ábyrgð á menntun nemenda en það
ræður ekki við það verkefni og get-
ur aldrei gert það. Nemendur þurfa
líka veganesti að heiman sem er
jafnmikilvægt á prófum og skóla-
námið.
Einsetning grunnskóla var mikil-
væg. Hún snýst hins vegar ekki síst
um það að börnin eigi samastað á
vinnutíma foreldranna. Ef skólinn
á að skipta máli þarf nú að huga að
öðru og einkum því aö kennarar fái
að sinna þeirri frumskyldu sinni að
mennta. Kennarar geta ekki bæði
menntað og tekið um leið að sér
þær uppeldisskyldur sem áður
hvildu á foreldrum.
Að eyöa ójöfnuði
Markmiðið á að vera að skóla-
kerfið eyði ójöfnuði í samfélaginu.
Enginn má sirja eftir. Jafn ljóst er
þó að skólakerfið getur ekki leyst
öll vandamál. Ábyrgðin á menntun
barna er ekki síst foreldra þeirra og
samfélagið verður því að koma til
móts við þá foreldra sem standa
höllum fæti, bæði innflytjendur og
þá sem eiga erfitt um vik af öðrum
orsökum. Það verður alltaf auðveld-
ara og ódýrara en að leysa þau
þjóðfélagsvandamál sem annars
verða til.
„Sá sem er alinn upp við asískt mál og lærir góða íslensku vinnur ekki minna
afrek en að klífa Everestfjáll. Eðli málsins samkvæmt er málanám þó auðveld-
ara fyrir börn af asískum œttum sem flytja bráðung til íslands eða eru fædd
hér." - Á íslenskunámskeiði.
Ummæli
Margvíslegar línur
brotnar
„Hins vegar fer því víðs fjarri að
úrslit sveitarstjórnarkosninganna
hafi ekki þýðingu fyrir landsmálin,
þó ekki væri fyrir annað en það að
þeir leiðtogar sem sveitarsrjórnirn-
ar skapa láta oft að sér kveða í
landsmálunum. Um síöustu helgi
voru brotnar margvíslegar línur í
landsmálunum. Til að mynda ætti
slæm útreið Vinstri grænna víða
um landið að vekja flokkinn til um-
hugsunar... Líkur hafa aukist á því
að Frjálslyndir lifi fram yfir næsta
kjörtímabil ... Úrslitin verða enn
fremur að teljast fremur ánægjuleg
fyrir Framsóknarflokkinn sem
virðist hafa unnið sig upp úr þeirri
kreppu sem hann var í fyrir ári síð-
an - ef marka má skoðanakannan-
ir. Tap fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
borginni var nær alltaf fyrirséð, þó
munurinn hafi verið mun meiri en
búist var við."
Úr leiðara Viöskiptablaösins.
Birtingarmyndir
breyttrar heimsmyndar
„Hver hefði trúað því fyrir örfá-
um árum að Rússland yrði með ein-
hverjum hætti aðili að Atlantshafs-
bandalaginu? Alveg örugglega ekki
Rússar sjálfir. Fátt sýnir betur
breytta heimsmynd en það sam-
komulag sem var undirritað í Róm
... Samhliða því er samningur
Bandarikjanna og Rússlands um
tvíhliða afvopnun með stðrfelldri
fækkun kjarnaflauga sögulegur. Má
með sanni segja að George W.'Bush
sé - mörgum að óvörum - að skipa
sér á bekk með helstu forsetum
Bandaríkjanna í utanríkis- og ör-
yggismálum."
Eyþór Arnalds á heimasíöu sinni.
Móður og sár í valnum
„Sjálfstæðisflokk-
urinn liggur móður
og sár í valnum eftir
afhroðið. Félags-
hyggjufrakkinn fór
flokknum illa og sáu
kjósendur í gegnum
tvískinnunginn og
höfnuðu honum þrátt fyrir pen-
ingaflóðið í auglýsingabaráttunni.
Sjálfstæðisflokkurinn stormaði inn
á miðjuna og taldi sig trúverðugan
valkost við Reykjavíkurlistann með
félagslegum yfirboðum. Árangur
flokksins í ríkissrjórn talar hins
vegar sínu máli um hið sanna eðli
hans og hver man ekki eftir hrotta-
skapnum í garð öryrkja þegar hinn
frægi öryrkjadómur féll? En hverju
skipta þessir sigrar félagshyggju-
fólks þegar til lengri tíma er litið?
Mjög miklu. Þeir gefa tðninn fyrir
kosningarnar á næsta ári og gefa til
kynna að sðknarfæri vinstrimanna
séu mörg."
Björgvin G. Sigurðsson í Málinu á
Skjá einum.
Titringur og spenna
„Það er furðulegt
að telja að úrslit
þessara kosninga
gefi tilefni til forspár
um næstu alþingis-
kosningar. Framboð
Samfylkingar mun
hvorki teljast trú-
góður kostur fyrir
kjósendur ef Ingibjargar Sólrúnar
nýtur ekki við. En af þessum um-
mælum [Össurar Skarphéðinssonar
um að úrslitin sýni að Samfylking-
in sé trúverðugri en VG i augum
kjósenda] má ráða, að búast megi
við titringi og spennu milli hreyf-
inga á vinstri væng íslenskra
srjórnmála, a.m.k. fram að næsta
vori. Þá er spurning hvort slíkt hafi
áhrif á samstarf innan R-listans."
Jón Hákon Halldórsson á Frelsi.is
verðugur,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32