Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002
17
Össur sker refina
Steingrímur J.
Sigfússon
formaöíir Vinstri-
hreyfingarinnar
- græns fram-
boös.
Kiallari
DV í dag (gær) er nokkuð
skondin lesning. Á bls. 6
er fréttaskýring eftir Ólaf
Teit Guönason blaðamann
þar sem hann greinir úr-
slit kosninganna um helg-
ina og spáir í spilin. Nið-
urstaðan, studd tilvitnun-
um í tvo stjórnmálafræð-
inga, er að úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna nú
gefi litlar vísbendingar
um líkleg úrslit í þing-
kosningum. í opnu blaðs-
ins, á bls. 17, er hins
vegar heilsíðu grein eftir
Össur Skarphéðinsson
þar sem hann fer mikinn
og kemst að allt annari
niðurstöðu.
Nú er það í sjálfu sér ekki neraa
eðlilegt að Össur túlki úrslitin
Samfylkingunni í hag. Sá sem hér
heldur á penna hefur endurtekið
sagt að Samfylkingin getur vel við
sína útkomu unað og ber þar hæst
öfiuga útkomu hennar í nokkrum
sveitarfélögum á suðvesturhorni
landsins, umfram allt annað í
Hafnarfirði auðvitað. Samfylking-
in verður auðvitað fyrir sínum
áföllum líka, bæði þar sem hún
býður sjálf fram og einnig í
nokkrum tilvikum þar sem um
sameiginlegt framboð er að ræða.
Um það ræðir Össur ekkert í grein
sinni.
Blendin úrslit
Ekki hvarflar að mér að þrátta
við formann Samfylkingarinnar
um túlkun kosningaúrslita nú.
Hvað okkur í Vinstrihreyfingunni
- grænu framboði snertir er niður-
staðan blendin. Sums staðar urð-
um við fyrir vonbrigðum og viður-
kennum það hreinskilnislega.
Þannig vantar okkur herslumun-
inn að koma inn manni i Kópavogi
eða 1,1% atkvæða 1 viðbót, og mað-
ur er ekki langt undan í ísafjarðar-
bæ, á Akranesi og í Árborg. Ann-
ars staðar unnum við sigra eða átt-
um hlutdeild í þeim. Glæsilegur
sigur í Skagafirði, góð útkoma í
Grundarfirði, bæjarfulltrúi þrátt
fyrir útkomu undir væntingum á
Akureyri, ævintýrið á Húsavík,
fall gamla íhaldsmeirihlutans í
Ólafsfirði, meirihluti vinstri
manna á Siglufirði, úrslit á A-Hér-
aði, í Vesturbyggð, í Bolungarvík
o.s.frv. að ógleymdri sjálfri Reykja-
vík. í heild er ég þokkalega sáttur
við útkomuna og met flokkinn hik-
laust sterkari eftir en fyrir. Við
höfum eignast okkar fyrstu sveit
flokksmanna og stuðningsmanna í
sveitarstjórnum sem telur a.m.k.
vel á þriðja tuginn. Flokkurinn
hefur styrkst hvað varðar skipulag
og reynslu og félögum hefur fjólg-
aö umtalsvert. Við háðum mál-
efnalega og einarða kosningabar-
áttu og ég get glatt Össur og aðra
lesendur með því að upplýsa að
það er án undantekninga góður
andi og baráttuhugur í okkar fólki.
Þetta hef ég sannreynt með samtöl-
um við tugi félaga sem stóðu í eld-
linunni og með heimsóknum á
staðina, sem nú standa yfir.
Ef menn vilja leita skýringa á
okkar útkomu þá eru þær nærtæk-
ar og augljósar. Vinstrihreyfingin
- grænt framboð er nýr flokkur.
Við urðum til á landsvísu fyrir
rúmum þremur árum og á allra
síðustu mánuðiun og misserum
hvað skipulagt, staðbundið stjórn-
málastarf snertir. Við erfðum ekk-
ert flokksskipulag, ekki félagatöl,
hús, blöð eða annað þvíumlíkt.
Nær allir frambjóðendur okkar
voru nýir og óþekktir, en hinir
flokkarnir tefldu víðast hvar fram
reyndum, sitjandi sveitarsrjórnar-
mönnum. Á stöðum eins og í Hafn-
arfirði og Árborg lá fyrir að staða
okkar væri ekki sérlega sterk. Þar
og víðar, þar sem staöan var sam-
bærileg, brá svo við að Samfylk-
ingin var ekki til viðtals um sam-
starf. Annars staðar þar sem við
höfum sterka stöðu og höfum
mælst með mikið fylgi í könnun-
um erum við aðilar að samstarfi.
Dæmi um það gætu verið Reykja-
vík, Húsavík, A-Hérað, Ólafsfjörð-
ur o.s.frv. Með öðrum orðum, fara
verður mjög varlega í að draga víð-
tækar ályktanir af útkomunni og
ennþá hæpnara er að yfirfæra þær
á landsmálastöðuna.
Loks urðum við í nokkrum til-
vikum fórnarlömb þess að gert var
út á óvissuna um að við næðum
manni kjörnum og beinlínis reynt
að hræða fólk frá því að greiða
okkur afkvæði þar sem þau
myndu þá falla dauð. Jafnvel var
lagst svo lágt að segja að atkvæði
greitt okkur væri í reynd stuðning-
ur við, t.d. Sjálfstæðisflokkinn.
Skyldi hvergi vera óbragð í
munni?
Langt seilst
Það sem vekur sérstaka athygli
mín í grein Össurar um hina
glæstu sigra Samfylkingarinnar er
eftirfarandi:
Maðurinn sem talaði öðrum oft-
ar um að ekki mætti taka of mikið
mark á skoðanakönnunum og að
ekki væri hægt að taka kosninga-
sigra út fyrirfram, hvorutveggja
hárrétt, er nú búinn að afgreiða
framhaldið. Sá andi svífur yfir í
greininni að það sé næstum aðeins
formsatriði að innbyrða stórsigra
Samfylkingarinnar í framhaldinu.
Er nokkur að taka út fyrirfram?
í öðru lagi vekur athygli sú
ósvífni að eigna Samfylkingunni
framboð sem alls ekki eru á henn-
ar vegum frekar en annarra
flokka. Þetta gildir um t.d. Siglu-
fjarðarlistann og L-lista Samstöðu
í Dalabyggð, sem Össur telur upp í
greininni sem dæmi um Samfylk-
ingarframboð. Fullyrðingar um að
Samfylkingin leggi öðrum sam-
starfsaðilum fremur fram burða-
rása framboöa eins og á Ólafsfirði
eða Húsavík eru óviðeigandi og
reyndar rangar. Sama gildir um að
reyna að bókfæra hjá Samfylking-
unni einni persónulega framgöngu
borgarstjórans í Reykjavík, sam-
eiginlegs borgarstjóraefnis flokk-
anna allra. Loks sleppir Össur að
geta þess að á nokkrum stöðum
þar sem Samfylkingin bauð fram
varð það niðurstaða okkar félaga
að fara ekki út í framboð á vegum
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs að þessu sinni, oftast
vegna þess að of skammur tími
hafði gefist til undirbúnings. Það
liggur í augum upp að líklegasti
kosturinn fyrir þá, sem okkur
fylgja að málum á landsvísu, voru
framboð Samfylkingarinnar, eða
hvað skyldi okkar fólk á Suður-
nesjum hafa kosið. Það er hins
vegar mikill misskilningur að
Samfylkmgin hafi þar með eignast
sál þess og Össur eykur nú ekki
beinlinis á likurnar um að svo
verði með skrifum sínum.
Það þriðja og allra athyglisverð-
asta viö skrif Össurar er rauði
þráðurinn í grein hans, saman-
burðurinn við Vinstrihreyfinguna
- grænt framboð. Er það þá niður-
staðan eftir allt saman að Samfylk-
ingin hafi litið á okkur, félagana í
sfjórnarandstöðunni og hinn flokk-
inn til vinstri í íslenskum stjórn-
málum, sem sinn hófuðandstæð-
Gengið til kosninga. -
„Flokkurinn hefur
styrkst hvað varðar
skipulag og reynslu og
félögum hefurfjölgað
umtalsvert. Við háðum
málefnalega og einarða
kosningabaráttu og ég
get glatt Össur og aðra
lesendur með því að
upplýsa að það er án
undantekninga góður
andi og baráttuhugur í
okkar fólki."
ing? Getur verið að ljóst, en þó að-
allega leynt, hafi allt kapp verið
lagt á að klekkja á okkur, sam-
starfsflokknum í Reykjavík og víð-
ar, þar sem færi gáfust? Var ekki
borin gagnkvæm virðing fyrir því
að félagar okkar á einstókum stöð-
lun völdu sínar aðferðir, sumstað-
ar samstarf, annars staðar sjálf-
stætt framboð? Leiðinlegar eru
a.m.k. kveðjurnar frá Akranesi þar
sem helst er á Samfylkingarmönn-
um að skilja að VG hafi engan rétt
haft til að bjóða fram og kjósendur
þaðan af síður leyfi til að kjósa
okkur.
Löngunin til að ganga milli bols
og höfuðs á Vinstrihreyfingunni -
grænu framboði ber formann Sam-
fylkingarinnar greinilega ofurliði.
Hann missir alla dómgreind og leið-
ist út í ótímabær skrif um þríflokk-
inn. Flokkarnir á Alþingi eru fimm
og ekki fararsnið á neinum þeirra
það ég best veit. Frjálslyndir sem
þar standa veikast mega vel við úr-
slit helgarinnar una og því get ég
lofað Össuri Skarphéðinssyni sem
ég heiti Steingrimur Jóhann Sigfús-
son að Vinstrihreyfingin - grænt
framboð mun halda áfram sókn
sinni í íslenskum stjórnmálum. Það
gerum við glaðbeitt í trúnni á okk-
ar góða málstað og okkur sjálf,
blessunarlega laus við krumpur og
kalbletti úr fortíðinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32