Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
FIMMTUDAGUR 30. MAI 2002

Sigur gegn Grikkjum
íslenska landsliðið í handknattleik
bar sigurorð af Grikkjum, 28-25, í æf-
ingaleik í Þessalóníku í gærkvöld. Stað-
an í hálfleik var 15-10, íslendingum í
vil.
Ólafur Stefánsson átti frábæran leik
með íslenska liðinu og skoraði 11 mörk,
Einar Örn Jónsson skoraði 4 mörk,
Patrekur Jóhannesson og Ragnar Ósk-
arsson skoruðu 3 mörk hvor, Dagur Sig-
urðsson, Sigurður Bjarnason og Guðjón
Valur Sigurðsson skoruðu 2 mörk hver
og Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark
-ósk
0 N
? * SÍMA
DEILDJN
Keflavík
Grindavík
Þór, Ak.
Fylkir
KR
ÍBV
FH
KA
Fram
ÍA
0  6-3
0  6-4
0  h-i
1   5-4
1  5-4
1  2-3
1115-7
0  2  0  2-2
0  2
0  0
3-4
2-7
Markahæstir
Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak.....3
Grétar Hjartarson, Grindavík .... 3
Sigurvin Ólafsson, KR...........3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 3
Næstu leiklr
KA-Þór Ak......Fira. 30. maí 20.00
ÍA-FH..........lau. 1. júní 14.00
Grindavík-ÍBV___lau. 1. júni 14.00
Þór Ak.-Keflavík .. sun. 2. júní 19.15
KR-KA.........sun. 2. júni 19.15
Fylkir-Fram ___mán. 3. Júní 19.15
Fyrsta mark leiks ÍA og Grindavíkur kom eftir aðeins 12 sekúndur:
Aftur brenna
- Grétars Hjartarsonar sem sá um Skagamenn - íslandsmeistararnir enn án stiga
„Ég vaknaði snemma i morgun og
horfði á leikinn frá síðasta sumri,
bara rétt til að koma mér í rétta gír-
inn," sagði markaskorarinn Grétar
Hjartarson eftir að hafa endurtekið
leikinn begar hann skoraði þrennu
gegn Skagamönnum, þá í Grindavík.
Þeim leik lauk með 3-0 sigri heima-
manna og aftur nú skoraði Grétar öll
mörk manna sinna en annar Grétar,
sem er Steinsson, klóraði í bakkann
fyrir Skagapilta.
Fyrsta markið var ekki flókið.
Gestirnir byrjuðu á miðju. Hár bolti
barst til Sinisa Kekic sem fleytti bolt-
aniun áfram inn fyrir varnarlínu IA
og þar var Grétar mættur og vippaði
yfir Ólaf.
Næsta mark kom eftir góðan undir-
búning Rays Jónssonar og aðeins 10
mínútum síðar. Við það færðist örlítil
ró yfir leikinn og eftir rúman hálf-
tímaleik fóru heimamenn að komast
betur inn i leikinn með þremur fær-
um sem Ellert Jón Björnsson skapaði.
Fyrir og eftir hálfleikinn komst
Scott Ramsay í góð færi en ekkert
varð úr þeim. Þegar Ólafi Þórðarsyni,
þjálfara IA, leist ekkert á blikuna í
byrjun hálfleiksins skipti hann
tveimur mönnum inn á og breytti
leikkerfmu í 4-4-2. Þá kom enn eitt
kjaftshöggið. Grétar skoraði þriðja
markið en Skagamenn voru þó fljótir
að svara fyrir sig með finu skalla-
marki Grétars Rafns.
Það sem eftir lifði leiks fengu bæði
lið nokkur færi sem þau nýttu ekki.
Sérstaklega fengu Grétar og Óli Stef-
án úr Grindavik góð færi sem þeir
hefðu aö öllu jófnu átt að hafa nýtt.
Grindvíkingar komu greinilega
ákveðnir til leiks og eru vel stemmd-
ir þrátt fyrir að hafa aðeins uppskor-
ið 2 stig úr fyrstu tveimur umferðun-
um. Þeir léku firnavel og hættan sem
þeim tekst að skapa með sóknartriói
sínu er stórhættuleg. Skagamenn
voru hins vegar varla skugginn af
sjálfum sér og var áberandi hvað lyk-
ilmenn hðsins voru slakir. Grétar
Rafn og Ólafur í markinu voru lang-
bestu menn Uðsins.
„Leikurinn breyttist um leið og
fyrsta markið kom svona snemma,
því að þá þurftum við að fara að verja
þrjú stig," sagði Ólafur Örn Bjarna-
son. „En sem betur fer féllum við
ekki i þá gryfju og héldum áfram að
sækja. Skagamenn skorti hins vegar
sjálfstraust og þótt þeir séu kannski
ekki að spila verr en í fyrra þá vant-
aði allan sigurglampa i augu þeirra.
Og nú er það okkar að fylgja eftir
þessum stigum sem við fengum i
kvöld, annars var sigurinn í kvöld
einskis virði," sagði Ólafur Örn.
-esá
Ólafur Þórðarson, ÍA:
Skandall
„Það er alveg ljóst að þetta var al-
gjör skandall að tapa þessum leik
svona illa. Menn voru steinsofandi i
byrjun leiks og engan veginn tilbún-
ir til að taka á móti þeim og þeir
keyra einfaldlega yfir okkur á
grimmdinni.
Við erum svo aðeins að komast
aftur inn í leikinn þegar mark núm-
er tvö kemur og það setur okkur
enn þá meira út af sporinu og við
sáum aldrei til sólar í þessum leik.
Við náðum reyndar að setja á þá
mark en engu að síður verður að
segjast eins og er að frammistaðan
var fyrir neðan allar hellur.
Slakur liösandi
Mér sýnist að liðsandinn í dag sé
ekki til fyrirmyndar en það er von-
andi að það lagist. Við reiknuðum
með að þetta yrði mjög erfitt tímabil
og við erum búnir að missa sjö leik-
menn frá síðasta ári en fáir virðast
gera sér grein fyrir því. Fyrir þetta
unga lið, sem vann titilinn i fyrra,
er þetta mjög stórt skarð sem
hoggið var og við verðum einfald-
lega að gefa okkur tíma, vera þolin-
móðir og líta björtum augum á
framtíðina," sagði Ólafur Þórðar-
son, þjálfari ÍA, eftir leik.     -esá
Olafur sa besti ;T
annað árið í röð %
Olafur Stefánsson er
besti leikmaöur þýsku
Bundesligunnar tvö síö-
ustu tímabil, aö mati
Handball Magazin. Hann
f fékk 74 stig, 23 stigum
fleiri en næsti maöur.
Ólafur Stefánsson,
handknattleiksmaður
hjá Magdeburg, var
annað árið í röð val-
inn besti leikmaður
þýsku deildarkeppn-
innar af þjálfurum og
fyrirliðum liða í deild-
inni.
Auk þjálfaranna og
fyrirliðanna greiða
landsliðsþjálfarar
Þjóðverja í karla- og
kvennaflokki atkvæði
i valinu sem þýska
tímaritið Handball
Magazin stendur fyrir.
Ólafur fékk 74 stig í
kjörinu,  23  stigum
fieiri en Svíinn Stefan
Lövgren hjá Kiel sem
hreppti annað sætið.
Sænski landsliðsmark-
vörðurinn og leikmað-
ur Nordhorn, Perter
Gentzel, varð þriðji
með23stig. Fjórðivar
Oleg Velykky hjá
Essen með 16 stig og
Glenn Solberg hjá
Nordhorn fékk 11 stig.
í fyrra fékk Ólafur 79
atkvæði og vann þá
með 36 stiga mun.
Ólafur var lykilmað-
ur liðs Magdeburg sem
varð meðal annars
Evrópumeistari meist-
araliða  en  hann
varð    fimmti
markahæsti
leikmaður
deildarinnar,
gerði    217
mörk  í  34
leikjum.
Auk  þess
átti  Ólafur
351 stoðsend-
ingu í þess-
um 34 leikj-'
um  og  kom
Ólafur því að  V
16,7  mörkum  |
að  meðaltali  í
leik í þýsku deild-
inni í vetur.    -ÓÓJ
—,

IA-Grindavík 1-3 (0-2)
0-1 Grétar Hjartarson (12 sek., skot utan teigs, skallasending Sinisa Kekic).
0-2 Grétar Hjartarson (11., skot úr teig, fyrirgjöf Rays A. Jónssonar).
0-3 Grétar Hjartarson (59., skot utan teigs, sending Vignis Helgasonar).
1-3 Grétar llafn Steinarsson (66., skalli innan teigs, aukaspyrna Sturlaugs H.)
IA (4-3-3)
Ólafur Þór Gunnarsson ... 4
Sturlaugur Haraldsson .... 2
Reynir Leósson .........2
Gunnlaugur Jónsson.....2
Sturla Guðlaugsson......1
(57., Hermann G. Þórsson . 3)
Baldur Aðalsteinsson.....1
Grétar Rafn Steinsson .... 4
Guðjón Sveinsson .......2
(57., Garðar Gunnlaugsson . 2)
Ellert Jón Björnsson.....3
(63., Jón Pétur Pétursson .. 2)
Hjörtur Hjartarson  ......1
Jóhannes Gíslason.......2
DómarU Bragi Bergmann
(2).
Áhorfendur: 1252.
Gul spjöld:
Gunnlaugur,
Hermann (IA) -
Vignir
(Grindavík).
Rauð spiöld:
Engin
Skot (á mark):
17 (5) - 11 (8)
Horn:
4-5
Aukaspyrnur:
9-14
Rangstðður:
3-2
Varin skoL-
Ólafur 5 - Atli 4.
Grindavík (4-4-3)
Atli Knútsson .........4
Ray A. Jónsson........3
Guðmundur A. Bjarnas.  . 2
Ólafur Örn Bjarnason ... 5
Gestur Gylfason  .......4
Óli Stefán Flóventsson ... 2
Paul McShane.........4
Vignir Helgason .......3
(85., Eysteinn Hauksson .. -)
Grétar Ólafúr Hjartarson . 5
Sinisa Kekic ..........4
Scott Ramsay..........4
Maður leiksins hjá DV-Sport:
Grétar Hjartarson, Grindavík

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32