Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 29 DV Sport Júgóslavi til ÍR ÍR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir mæsta vetur og ætla sér greinilega stóra hluti í Epson-deild- inni. Þeir hafa gengið Alexandar Cucic. frá samningi við Alexandar Cucic frá Júgóslavíu og á sá að styrkja liðið inni í teig. Cucic er 204 cm á hæð og 105 kg. Hann lék í annarri deildinni í Júgóslavíu síðasta vetur og var með tæp 11 stig í leik og níu fráköst. Hann er 27 ára og kemur í gegnum landa sinn Branislav Bojovic sem leik- ur með Haukum. Þá hafa ÍR-ingar framlengt samning sinn við Eirík Önund- arson og eins og DV-Sport sagði frá fyrir skömmu er búið að semja við Bandaríkjamanninn Eguene Christofers sem er bak- vörður. -Ben ræður þjálfara ísfirðingar hafa gengið frá ráðningu þjálfara fyrir meistara- flokka félags- ins. Hrafn Kristjánsson mun þjálfa karlaliðið áfram en hann og Baldur Jónasson hafa þjáifað liðið saman. Þá mun Shiran Þórsson þjáifa kvennaliðið en KFÍ féll niður í 2. deild síðasta vetur. -Ben Lýður heim í heiðardalinn Lýðir Vignisson, sem leikið hefur með Haukum síð- ustu tvö ár, hefur sam- kvæmt heim- ildum DV ákveðið að leika með Snæfelli næsta vetur. Lýður er úr Stykk- ishólmi og lék með Snæfelli upp yngri flokkana og er núna kom- inn heim í heiðardalinn. Lýður var með 6,4 stig í leik síðasta tímabil. Það er ljóst að Haukar mæta með töluvert breytt lið en fyrir höfðu Jón Amar Ingvarsson, Guðmundur Bragason og Bragi Magnússon yfirgefið herbúðir Hauka. -Ben Mirko áfram í Breiðabliki Mirko Viri- jevic, sem lék með Breiða- bliki síðasta vetur, verður áfram í her- búðum liðs- ins. Mirko stóð sig vel með Blikum á síðasta timabili og átti stóran þátt í velgegni liðsins á sínu fyrsta áti í efstu deild. Mirko skoraði 13,4 stig í leik og tók 10 fráköst. Hann lék með Snæfelli í 1. deildinni áður en hann gekk til liðs vil Blika. Til stóö að hann léki í Bandarikjunum næsta vetur en hefur nú endumýjan samning sinn við Blika. -Ben Hrafn Kristjáns- son. KR semur við Flake - var með 70% skotnýtingu síðasta vetur Guðbjörg ekki meira með - þarf að fara 1 aðgerð Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður FH í knattspyrnu, leikur ekki meir með liðinu í sumar. Guð- björg fór úr axl- arlið í leik með 17 ára landslið- inu gegn Hollandi í þriðja sinn á ferlinum og þarf að fara í aðgerð. Guðbjörg er án efa efnilegasti markvörður landsins og því mikill missir fyrir FH að missa hana út tímabilið. Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir hefur staðið sig með prýði í fjarveru Guðbjargar. -Ben Tore Andre Flo: Nefið í lagi Eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega af stuðningsmönnum Glasgow Rangers á síðasta keppnistímabili virðist Norð- maðurinn Tore Andre Flo tilbú- inn að gefa allt sitt í næsta tíma- bil. Hann gekk nefnilega nýverið undir aðgerð á nefi þar sem hann hafði átt i öndunarörðug- leikum sem gerði það að verkum að hann gat ekki gefið sig 100% í leikinn. „Mér líður sífellt betur og get loksins andað eðlilega," sagði Flo við Daily Record. „Þetta hef- ur hrjáð mig lengi en ég fékk aldrei tækifærið til aö láta fram- kvæma aðgerðina á mér í fyrra. Stærsta vandamálið var að ég var sífellt kvefaður og gat í raun ekki hrist það af mér í heila 6 mánuði,“ sagði Flo. -esá Epson-deildarlið KR hefur samið við erlendan leikmann fyrir næsta tímabil. Sá heitir Darrell Flake og er 192 cm á hæð og spilar inni í teig. Hann útskrifaðist í vor frá McKendree-háskólanum í Banda- ríkjunum sem leikur í NAIA-deild- inni þar í landi og var Flake valinn i úrvalslið deildarinnar. McKendree-skólinn fór I undanúr- slit sl. vetur. Fáheyrð skotnýting Flake var með 23,7 stig í leik og var næststigahæstur í NAIA ásamt því að taka 9,0 fráköst í leik líka. Hann nýtti skot sín einstaklega vel utan af velli og var með 70% nýt- ingu sem er fáheyrt og var með bestu skotnýtinguna í NAIA deild- inni. Ingi Þór Steinþórsson sagðist ánægður með að vera búinn að ganga frá erlendum leikmanni fyr- ir næsta vetur. „Þetta er maður sem er sterkur inni í teig og það er það sem við höfum verið að leita að. Ég hef trú á því að hann styrki okkur þar. Hann er með fínar töl- ur, úr góðum skóla og á eflaust eft- ir að hjálpa okkur mikið næsta vet- ur. Hugur í mönnum Við höfum fengið Magnús Helga- son frá Stjörnunni og Baldur Ólafs- son verður með okkur ef hann fer ekki í atvinnumennsku. Annars lítur þetta bara vel út og við erum bjartsýnir á næsta vetur. Við erum aö æfa á fullu og það er hugur í mönnum að standa sig,“ sagði Ingi Þór í gærkvöld. -Ben Gamalt og nýtt á Tour de France Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong hjólar hér á Tour de France í gær fram hjá manni sem leiðir gamalt tvímenningshjól. Armstrong vann sig upp í 2. sætið í gær og þykir ansi sigurstranglegur en næstu daga taka við fjallaleiðirnar þar sem hann hefur vanalega mikla yfirburði. Spánverjinn Igor Gonzalez Gaideano er þó í 1. sæti sem stendur, 26 sekúndum á undan Arm- strong. Reuters ákveða sig í dag Rio mun Öll spjót standa á enska vamar- manninum Rio Ferdinand en mikið hefur verið fjallað um hugsanlega sölu hans frá Leeds til Manchester United. Talið er að mál þetta hafi leikið stórt hlutverk í því að David O’Leary lét af störfum sem stjóri liðsins fyrir nokkrum vikum. Gamli jaxlinn Terry Venables hefur tekið við stjórn liðsins. Ferdinand, sem er einungis 23 ára, á enn eftir 4 ár af samningi sín- um við Leeds en hann þótti standa sig afar vel með enska landsliðinu á HM í knattspymu í sumar. Síðan hafa raddir þess efnis að risalið eins og Manchester United muni bjóða metfé í kappann, um 30-35 milljónir punda (4-4,6 milljarðar króna) orðið sífellt háværari. Aldrei hefur slík upphæð verið greidd fyrir vamar- mann. Kappinn sagði 1 viðtali við The Sun í gær að hann mundi gera grein fyrir ákvörðun sinni í dag. „Þetta er risaklípa sem ég er i og ég þarf að hugsa málið vel áður en ég tek ákvörðun," sagði Ferdinand sem kom upphaflega til Leeds frá West Ham í nóvember árið 2000. -esá Tveir á HM ung- linga á Jamaíku I dag hefst heimsmeistarmót ung- linga, 19 ára og yngri, í frjálsum íþróttum í Kingston, höfuðborg Jamaíku. ísland sendir tvo keppend- ur á mótið, þau Björgvin Víkings- son, sem keppir í 400 metra grinda- hlaupi, og Sigrúnu Fjeldsted spjót- kastara. Bæði keppa fyrir hönd FH hér á landi og bæði hefja keppni á mótinu í dag. -esá Btand í poka Bandarikjamaóurinn Landon Donov- an, ?em gerði það gott á HM1 knatt- spymu í sumar, hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að snúa aftur til Bayer Leverkusen þegar lánssamn- ingi hans hjá San Jose Earthquakes lýk- ur. Að hann kjósi fremur að vera hjá fjölskyldu og vinum en að snúa aftur til BayArena-leikvangsins þar sem hann hefur hingað til engin tækifæri fengið með byrjunarliðinu. Knattspyrnusamband Norður-, Miö- Ameríku og Karibahafs, CONCACAF, hefur farið fram á að sambandið fái tjórða sætið á heimsmeistaramótinu í knattspymu, í ljósi frammistöðu þeirra þriggja þjóða, Bandartkjanna, Mexíkó og Kostaríku, sem sóttu mótið í sumar. Bandaríkjamönnum vegnaði best en þeir komust í fjórðungsúrslit eftir að hafa lagt Mexíkó í 16-liða úrslitum. Roque Santa Cruz hefur aftur náð sér í meiðsl á fæti eftir að hafa meiöst í leik með paragvæska landsliðinu á HM í knattspymu. Hann meiddist í æfmga- leik með Bayem Múnchen gegn U-19 landsliði Þjóðverja og verður frá í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Middlesborough er enn vongott að fá Brasilíumanninn Juninho til liðs við sig, þá í þriðja sinn síðan 1995. Hann er nú samningsbundinn Atletico Madrid og hefur gengið á ýmsu í samningaferl- inu en nú virðast báðir aðilar nálægt því að ná ásættanlegu samkomulagi. Villareal mun mæta Torino frá Ítalíu í 3. umferð Intertoto-keppninnar en eins og kunnugt er unnu Spánverjamir FH í 2. umferöinni. Annar stórleikur umferö- innar er viöureign Perugia frá Ítalíu og Stuttgarts frá Þýskalandi. Japaninn Junichi Inamoto hefur nú fengið sín mál á hreint eftir að hafa ver- ið leystur undan samningi hjá Arsenal fyrir skömmu. Hann gekk til liðs við Gamba Osaka í Japan en mim leika á næsta tímabili meö Fulham í Englandi samkvæmt lánssamningi sem félögin gerðu með sér. Inamoto gerði þaö gott á HM og skoraöi tvö mörk en hann fékk þó aldrei tækifæri með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktlð. Alex Manninger, markvörðurinn frá Austurríki, hefur fest sig í sessi hjá spænska liöinu Espyanol og mun leika þar næstu íjögur árin. Hann var áður samningsbundinn Arsenal en var á síðasta tímabili lánaður til Fiorentina á Italíu. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.