Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2002, Blaðsíða 4
Unglingum fylgja unglingavandamál. Þegar þúsundir þeirra koma saman er því vissara að hafa varann á. Um verslunarmannahelgar er hefð fyrir því að ungmenni safnist saman á útihátíðir og af því hlýtur að skapast stórhætta. Fjölmiðlar færa okkur svo fregnir af hátíðunum og fjalla um allt sem úrskeiðis fór hvort sem það var óhófleg neysla vímuefna, lélegt veður, ofbeldi eða léleg skipulagning. En hverj- ir standa upp úr hvað slæma umfjöllun varðar? Við tíndum til það helsta. Umdeildor útihótíðir Eldborc 2001 Flestir ættu nú að muna eftir þessari útihátíð, nema kannski þeir sem voru viðstaddir, enda var mikið rætt og ritað um hana. Það fyrsta sem kem- ur upp í huga fólks þegar minnst er á Eldborg 2001 er mikið fyllerí, nauðganir og smjörsýra. Drykkjan sem fram fór kom nú ekkert á óvart og því miður ekki nauðgunarmálin heldur. Hins vegar komu óvenju mörg slík mál upp og lög- gæslan var mikið gagnrýnd. Inn í þetta allt sam- an dróst svo blessuð smjörsýran. Fyrir Eldborg var varla nokkur maður sem vissi hvað smjörsýra yfirhöfuð var en einhverijr óprúttnir náungar reyndu að selja þetta sem vímugjafa og/eða not- uðu þetta til að sljóvga fólk með fyrrgreind ætl- unarverk í huga. Ekki sér enn fyrir endann á af- leiðingum þessarar hátíðar en nú hefúr aðstand- endum útihátíða hvarvetna verið gert skylt að greiða fyrir löggæslustörf meðan á hátíð stendur og má rekja það beint til umræðunnar sem skap- aðist í kringum Eldborg í fyrra. ^VlÐEY ‘84 \ Þessi hátíð hefur í seinni tíma verið kölluð Veislan sem aldrei varð sökum þess að búist var við um 2500 manns á svæðið en tæplega 400 létu sjá sig. Margar af helstu hljómsveitum landsins stóðu þó við sitt og léku fyrir þessar örfáu hræður sem létu siá sig en meðal þeirra voru Kukl og SH Draumur. Á sama tíma og rokið og rigning gerði mönnum lífið leitt í Viðey skemmtu 8Ö00 ungmenni sér konunglega þegar bít- illinn Ringo Starr barði bumbur með Stuðmönnum í Atlavík. Hátíðin í Viðey verður því skráð sem eitt stórt klúður sem verður skrifað á veðurguðina og Bítlana. Saltvík ‘71 Hippatískan var komin til landsins og eftir Wood- stock ætluðu íslendingar að leika leikinn eftir Saltvík. Ást og friður var hins vegar ekki kjörotí hátíðarinnar heldur bar mikið á þjófhaði og slags- málum. Þá fjölmenntu landasölumenn á svæðið og munu þeir hafa þénað þónokkuð þessa helgi. Fjölmiðlar fjölluðu í kjölfarið mikið um málið of skrifaði Mörður Ámason, þá blaðasnápur á Þjóð- viljanum, m.a. um málið: „Munurinn á Wood- stock ‘69 og Saltvík ‘71 var aðallega sá að á Woodstock var hálf milljón steindrs en í Saltvík tíu þúsund fyllibyttur Fjöldi kannabisneytenda landinu er kannski of 1 írilU til að svona hátíð get| heppnast?“ rn UXI ‘95 UXl er líklega eina alvöru „festivalið" sem haldið hefur verið á íslandi. Stórstjömur utan úr heimi líkt og Prodigy, Aphex Twin, Bobbie Gillespie og Attari Teenage Riot mættu á svæðið ásamt Björk og íslenska popplandsliðinu. Hátfðin var mjög vel heppnuð hvað skemmtiatriði varðar auk þess sem mæting var mjög góð og veðurblíða var með eindæmum. Hins vegar var hátíðin mikið gagnrýnd fyrir óhóflega áfengis' og eiturlyjaneyslu ungmennanna. Um þetta leyti var E-pillan að ryðja sér til rúms hér á landi og mikið fjölmiðlafár upphófst í kringum það. Einhverjir fóru illa út úr pilluátinu og þurftu að leita sér læknis. Fyrir vik- ið var búin til ný kynslóð, X-kynslóðin, og eins og nafnið gefur til kynna voru allir sem tilheyrðu henni dæmdir pilluhausar, a.m.k. um tíma. Seinni tíma sagnfræðingar minnast UXA þvf sem E-pilluhátíðarinnar sem ól af sér mikla fordóma gagnvart unga fólkinu og herferðir gegn eiturlyfjum. hi. Þjórsárdalur ‘63 Þessi hátíð er ekki þekkt en var ein sú fyrsta sem vakti mikið umtal í fjölmiðlum. Um 2000 ung- menni söfnuðust saman í Þjórsárdal eina helgina til að skemmta sér en ekki voru allir sammála um hvað væri skemmtun og hvað ekki. Á þessum tfma voru engin skemmtiatriði í boði heldur var fólk einfald- lega komið til að drekka. Hamagangurinn varð það mikill að nærliggjandi bændur þurftu að kalla til lögreglu frá Reykjavík. Alþýðublaðið lýsti aðkom- unni eitthvað á þessa leið: „Smá krakkar, sem voru óvanir drykkju, lágu eins og hráviði um allar triss- ur, nokkrir tugir voru að slást á meðan að aðrir kepptust við að æla út staðinn. Unglingamir urðu svo óðir að þeir tættu af sér fötin og gengu um ber- sm'paðir. Þá fann lögregla sprautu við hliðina á ung- lingi sem var í dái.“ Hurðir eru merkileg uppfinning. Áður fyrr átti fólk til að detta út úr húsum og detta I heimsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.