Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 17
DV-rayndir E.Ól LAUGARDAGUR IV. ÁGÚST 2002 / /1? I a rl> /cj ö DV Margir halda að ég sé klikkaður Jón Gnarr er umdeildur, margir elska hann en aðrir hata hann nógu mikið til að segja að það ætti að skjóta hann. Jón segir frá morðhótunum, hluti/erka- leikjum og wítisholunni sem lífið er. • Sjá næstu opnu JÓN GNARR ER AF MÖRGUM TALINN fyndnasti maður íslands. Hann átti stjörnuleik í íslenska draumnum og í kvikmyndinni Maður eins og ég sem frumsýnd var á fimmtudag sýndi hann að hann stend- ur framarlega í röð íslenskra leikara. Ég hitti Jón á Hótel Holti og ræddi við hann um kvikmyndina, leik- listina og trúarleg málefni. Sá Július sem þú leikur í Maður eins og ég er ekki sami Júlíus og þú lékst í íslenska draumnum? „Nei, enda var það aldrei hugmyndin. Að vísu heitir persónan sama nafni í báðum myndum og er leikin af mér. Þessir menn eru mjög ólíkir enda fannst mér sá karakter sem ég lék í íslenska draumnum ekki eiga neitt meira skilið en hann fékk þar; það var engin stærri mystería á bak við hann sem þurfti að koma fram. Ég braut mjög heilann um það hvernig ég gæti gert þessa nýju persónu af því að það er ríkjandi viðhorf að fyrst ég leik hann, hann heitir sama nafni og er hrifrnn af asísk- um konum að þetta sé sami gaurinn. Ég hafði smá áhyggjur af því hvort ég gæti gert hann nógu ólíkan þannig að fólk sæi að þetta væru ekki sömu karakterarn- ir. En þegar upp er staðið hefur það tekist mjög vel.“ Þeir hafa haft þig í huga þegar handritið var skrif- að? „Já, þeir gerðu það.“ Komstu eitthvað að handritsvinnunni? „Ósköp lítið. Ég vann mikið með Róberti og Árna Óla þegar ég var að búa til karakterinn. Ég ræddi mik- ið við þá um hvernig ég fyndi þennan karakter, sögu hans, áhugamál og hugmyndir um lífíð og tilveruna. Við unnum það í sameiningu en ég skipti mér ekkert af sögunni sjálfri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.