Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2002, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 Islendingaþættir DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 90 ára__________________________ Stefán Sigmundsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. 95 ára__________________________ Annes Svavar Þorláksson, Álfabergi 4, Hafnarfiröi. Sigmann Tryggvason, Klettahlíö 14, Hverageröi. 80ára___________________________ Ingibjörg Árnadóttir, Mánavegi 1, Selfossi. 7$ ára__________________________ Þórdís Sólmundardóttir, Gullsmára 8, Kópavogi. 70 ára__________________________ Reynir Steingrímur Valdimarsson, Höfðahlíö 15, Akureyri. Svanhiidur Jónsdóttir, bóndi I Ratey á Breiðafiröi. Svana bóndi er T göngum þessa dagana og dvelst í bústöðum Starfsmannafé- lags Landhelgisgæslunnar í Djúpafirði í Gufudalssveit, ásamt dá- samlegum afkomendum sínum, ættingi- um og vinum. Anna Sigfinnsdóttir, Lagarási 2, Egilsstööum. Jóna Helgadóttir, Þrúðvangi 24, Hellu. Sigurgeir Magnússon, Hlíöarvegi 65, Ólafsfirði. 50 ára_________________________________ Benedikt K. Kristjánsson, Heiöarbrún 5, Bolungarvík. Rnnbogi G. Kjartansson, Hringbraut 94, Reykjavík. Freyja Theresa Ásgeirsson, Melagötu 14, Neskaupstaö. Guörún Rós Pálsdóttir, Lyngmóum 4, Garöabæ. Helgi Hauksson, Hlíöarhjalla 38, Kópavogi. Svanhildur I. Jóhannesdóttir, Kársnesbraut 85, Kópavogi. Vigdís Kristín Pálsdóttir, Hæðargaröi 54, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Franz Einar Kristinsson, BræöraborgarstTg 36, Reykjavík. Guömundur Bjarnar Guömundsson, Steinahlíö lh, Akureyri. Haukur Gunnlaugsson, Núpum 2, Árnessýslu. Kjartan Þór Ársælsson, Boöaslóö 24, Vestmannaeyjum. Logl Hjartarson, Skeljagranda 2, Reykjavík. Sigurlaug H. Stefánsdóttir, Þrastarima 2, Selfossi. Tien Lam Vu, Eyrarvegi 5, Grundarfiröi. Þóra Björg Álfþórsdóttir, Bollagörðum 67, Seltjarnarnesi. 60 ara Andlát Eufemla (Effa) Georgsdóttlr andaöist á Landspítala - Fossvogi aö morgni þriöjud. 17.9. Stelndór Ágústsson lést á gjörgæslu- deild í Las Palmas á Kanaríeyjum föstud. 13.9. Steingrímur Þórisson, fyrrv. kaupmaöur, Kópavogsbraut la, lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíö mánud. 16.9. Guöni Ingólfsson, Eyjum, Kjós, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánud. 16.9. Sextugur Carl Möller Carl Möller hljómllstarmaður og tónmenntakennari, Lambhaga 20, Bessastaðahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Carl fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavík 1983. Carl hefur leikið á píanó með fjölda danshljómsveita um áratuga skeið. Hann lék lengi með Hljóm- sveit Hauks Morthens, hér á landi, í Þýskalandi, í Rússlandi og víðar, lék með lengi Sextett Ólafs Gauks og var i hinum hressa hópi Ragnars Bjamasonar sem hélt uppi Sumar- gleðinni um landið þvert og endi- langt um árabil. Carl hefur lengi verið í hópi þekktustu jass-píanóleikara þjóðar- innar, leikið á ótal jasskvöldum í Reykjavík og leikiö með flestum ís- lenskum jassleikurum, hér á landi og erlendis. Siðustu tvo áratugi hefur Carl einkum stundað tónlistarkennslu, s.s. við Tónlistarskóla FÍH og Tón- listarskóla Hafnarfjarðar. Carl er nú tónlistarstjóri við Fríkirkjuna í Reykjavík, ásamt Önnu Sigríði Helgadóttur. Þá er hann organisti kirkjunnar. Carl kvæntist 6.1. 1979 Ólöfu Kristínu Magnúsdóttur, f. 24.4. 1943, sjúkraliða í Reykjavík. Hún er dótt- ir Magnúsar Andréssonar, f. 6.10. 1904, d. 15.12.1966, stórkaupmanns í Reykjavík, og Stefaníu Ólafar Möll- er, f. 14.3. 1910, d. 19.10. 1976, hús- móöur. Fósturdóttir Carls og Ólafar Kristínar er Hrafnhildur Jóna Þór- isdóttir, f. 14.5. 1967, húsmóðir, gift Magnúsi Jóni Kristóferssyni slökkviliðsvarðstjóra og eru dætur hennar Ólöf Karla, f. 18.11.1988, Sól- veig Katla, f. 27.10. 1993, og Dagný Kára, f. 6.3. 1996. Hálfbróðir Carls, samfeðra, er Birgir Möller, f. 14.10.1922, hagfræð- ingur, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrv. sendifulltrúi í utanríkis- þjónustunni. Albróöir Carls er Jón Friðrik Möller, f. 29.11. 1939, hljómlistar- maður. Foreldrar Carls voru Tage Möller, f. 15.1. 1898, d. 20.10. 1987, stórkaup- maður og tónlistarmaður í Reykja- vík, og Margrét Jónsdóttir Möller, f. 6.1. 1911, d. 29.8. 1995, húsmóðir. Tage var sonur Frederiks Christ- ians Möller, kaupmanns í Reykja- vík, og Önnu Möller, f. Nielsen. Carl ætlar að taka á móti ættingj- hljómlistarmaður og tónmenntakennari Fjölskylda um, vinum og samstarfsfólki í Fjörugarðinum í Hafnarfirði sunnud. 22.9. milli kl. 15.00 og 18.00. Þeim sem vUdu gleðja Carl á þess- um tímamótum er vinsamlega bent á að láta Dýraspítalann í Víðidal njóta þess á bankareikingi 319-26-59, kt.: 6608-99-2789, vegna tækjakaupa. Fertug Una María Óskarsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs Una María Óskars- dóttir frá Laugiun, verkefnisstjóri nefnd- ar um aukinn hlut kvenna í stjórnmál- um, og formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs í Kópa- vogi, Hjallabrekku 34, Kópavogi er fertug í dag. Starfsferill Una María fæddist í Reykjavík, en ólst upp á Laugum í Þingeyjarsýslu. Hún var í Grunnskóla Reykdæla og Héraðsskólanum á Laugum, lauk stúdentsprófi frá MH og er uppeldis- og menntunarfræðingur frá Félags- vísindadeild HÍ. Una María hóf snemma að vinna við verslunar- og þjónustustörf. Hún afgreiddi á vetrum í Verslun Óskars Ágústssonar á Laugum og í pósthúsinu á Laugum, vann á sumr- in öll venjuleg hótelstörf við sumar- hótelið á Laugum sem foreldrar hennar ráku fyrir skólanefnd Laugaskóla. Una María dvaldi um tíma í Englandi og Þýskalandi við nám og vann um tima í Landsbanka íslands við erlendar bréfaskriftir. Þá var hún ritari hjá UMFÍ og rit- aijuii Skinfaxa, mál- gagns Ungmennafé- lags íslands. Una María er nú verkefnisstjóri nefnd- ar um aukinn hlut kvenna í stjómmál- um og hefur veriö for- maður íþrótta- og tómstundarás Kópa- vogs frá 1998. Hún er formaður Þingeyinga- félagsins í Reykjavík og nágrenni og hefur setið I stjóm um- hverfís- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og í kvennahlaupsnefnd ÍSÍ, áð- ur í stjóm íþrótta fyrir alla. Þá var hún fyrsti formaður SAMKÓP, sam- taka foreldra- og kennarafélaga við grunnskóla Kópavogs og varafor- maður foreldrafélags Kársnesskóla. Una María er varaformaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, og formaður LFK, Lands- sambands framsóknarkvenna og sit- ur í stjórn kjördæmissambands Suðvesturkjördæmis. Fjölskylda Una María giftist 13.7. 1991 Helga Birgissyni, f. 17.11. 1962, hrl. Hann er sonur Birgis Ólafs Helgasonar, f. 15.10. 1923, d. 22.1. 1992, birgðavarö- ar hjá SVR á Kirkjusandi, og Elsu Kristínar Guðlaugsdóttir, f. 26.3. 1924, sem síðast starfaði sem mat- ráðskona í mötuneyti fyrir nemend- ur MH. Böm Unu Maríu og Helga eru El- ín Ósk, f. 20.2. 1984, nemandi í MH og nú skiptinemi í Argentínu; Birg- ir Ólafur, f. 18.10. 1992, nemi í Snæ- landsskóla; Diljá, f. 11.7. 1994, nemi í Snælandsskóla. Systkini Unu Maríu eru Ágúst, f. 13.5. 1949, stórkaupmaður í Mos- fellsbæ, en kona hans er Helga Sig- urðardóttir f. 2.5. 1960, skrifstofu- stjóri; Hermann, f. 7.2. 1951, dr. i fé- lagsfræði, dósent við HA, en kona hans er Karín Sveinbjömsdóttir, f. 24.10. 1951, framhaldsskólakennari; Knútur, f. 23.2. 1952, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Dest- ination Iceland, búsettur í Mosfells- bæ, en kona hans er Guðný Jóns- dóttir, f. 11.2.1953, yfirsjúkraþjálfari á Landsspítalanum í Kópavogi. Foreldrar Unu Maríu eru Óskar Ágústsson, f. 8.11. 1920, íþróttakenn- ari, hótelstjóri og póstmeistari á Laugrnn í Þingeyjarsýslu, og Elín Friðriksdóttir, f. 8.8.1923, hússtjóm- arkennari á Laugum. Þau eru nú búsett í Reykjavík. Ætt Óskar er sonur Ágústs, b. á Sauð- holti í Holtum í Rangárvallasýslu, Jónssonar, b. á Læk og á Heiði í Holtahreppi Jónssonar. Móðir Ágústs var Björg Eyjólfsdóttir. Móðir Óskars var María, systir Jóhönnu, móður Bergþórs, foður Jó- hanns forstjóra. Bróðir Maríu var Sigurjón bólstrari, afi Ingólfs Mar- geirssonar, ritstjóra Vesturbæjar- blaðsins. Annar bróðir Maríu var Finnbogi Amdal, kennari og skáld. María var dóttir Jóhanns, b. í Ós- gröf á Landi, bróður Jónasar, langafa Þórs veðurfræðings og rit- höfundanna Svövu og Jökuls Jak- obsbarna. Jóhann var sonur Jóns, b. í Mörk á Landi, Finnbogasonar, b. á Reynifelli á Rangárvöllum. Móðir Maríu var Sigríður Eiríks- dóttir frá Stokkseyri Höskuldsson- ar, b. á Kirkjulæk, Eiríkssonar, b. á Ægissíðu, Bjamasonar, ættfoður Víkingslækjaættar, Halldórssonar. Elín er dóttir Friðriks Kristjáns, b. á Sunnuhvoli í Blönduhlíð, Hall- grímssonar, b. í Úlfsstaðakoti, bróð- ur Þorbjargar, móður Bernharðs Stefánssonar alþm. Hallgrímur var sonur Friðriks, b. í Syðra-Gili í Eyjafirði, Vigfússonar, hreppstjóra á Myrká, Gíslasonar. Móðir Frið- riks Kristjáns var Helga Jóhanns- dóttir, b. og smiðs í Stóra-Dal, Jó- hannessonar. Móðir Elínar var Una Sigurðar- dóttir, b. á Vindhæli, frá Höfnum á Skaga, Davíðssonar. Una María og Helgi taka á móti fjölskyldu og vinum i Félagsheimili Kópavogs á afmælisdaginn, 19.9. kl. 18.00-20.00. Jaröarfarir Inglmar Jónsson, Kaldrananesi, lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík föstud. 13.9. Útförin fer fram frá Kaldrananeskirkju fimmtud. 19.9. kl. 14.00. Helga Halldórsdóttir, Hulduborgum 15, ReykjavTk, veröur jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtud. 19.9. kl. 13.30. Útför Ólafíu G.E. Jónsdóttur, Vífilsgötu 17, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstud. 20.9. kl. 13.30. Útför Halldóru Ingibjargar Kristjánsdótt- ur, Löngumýri 1, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 20.9. kl. 13.30. Ásmundur Jón Pálsson, Laufskálum 5, Hellu, veröur jarösunginn frá Oddakirkju, Rangárvöllum, föstud. 20.9. kl. 14.00. Þórarinn Stefánsson, fyrrv. kennari á Laugarvatni, Dalbraut 20, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Grafarvogskirkju föstud. 20.9. kl. 13.30. Steinunn Carla Berndsen, veröur jarö- sungin frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugard. 21.9. kl. 13.30. Þorvaldur Örn Vlgfússon frá Holti, Vest- mannaeyjum, veröur jarösunginn frá Grafarvogskirkju laugard. 21.9. kl. 13.30. Attræöur Theodór Johannesen fyrrv. sjómaður og bifreiðarstjóri Theodór Johannesen, fyrrv. bif- reiðarstjóri, er áttatíu ára í dag. Starfsferill Theodór fæddist í Funningi í Færeyjum. Hann fór snemma til sjós og var við veiðar á færeyskum skútum, m.a. á skútunni Rut við ís- land. Theodór var á norsku skipi við strandsiglingar við ísland frá 1941, síðar á olíuflutningaskipinu Colpeper frá Panama til 1946, sem var birgðaskip fyrir flota banda- manna við ísland á stríðsárunum. Theodór var svo á ýmsum skipum og bátum til 1950. Theodór tók minna stýrimannapróf frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1989. Hann gerði m.a. út eigin báta undir nafninu Skarfaklettur RE, ásamt öðrum, af og til aflt til 1989. Með sjó- mennskunni rak Theodór sendbif- reiðar á sendibílastööinni Þresti til 1989 er hann hætti atvinnuakstri fyrir aldurssakir. Fjölskylda Theodór kvæntist 9.12. 1950 Huldu Kjerúlf Jörgensdóttur, f. 21.3. 1919. Hún er dóttir Guðrúnar Bjargar Elisabetar Jónsdóttur f. 1882, d. 1972, og Jörgens Eiríkssonar Kjerúlfs, f. 15.6. 1876, d. 27.5. 1961, bónda á Húsum í Fljótsdal. Böm Theodórs og Huldu eru Kol- brún, f. 10.7.1945, verslunarmaður á Akureyri, en maður hennar er Birg- ir Valdimarsson, f. 27.4. 1941, raf- vélavirki og vélstjóri á Kaldbak EA, og eru böm þeirra Björgvin, stýri- maður á Hákoni ÞH, Þóra Guðný smur- brauðsdama, og Harpa, deildarstjóri í New York; Sóley, f. 27.8. 1950, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Helgi Guð- mundsson, f. 12.9.' 1948, sölustjóri í Reykjavík og eru böm þeirra Daníel Thor rafvirki, Hafþór fram- kvæmdastjóri og Sús- anna Eva verslunar- maður; Dögg, f. 11.3.1953, gæðaeftir- litsmaður í Reykjavík, en maður hennar er Valur Kristinsson, f. 15.3. 1950, bifreiðarstjóri, og eru börn þeirra Elísabet fórðunarfræðingur, íris afbrotafræðingur og Davíð nemi; Úlfar, f. 19.2. 1956, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, en kona hans er Ágústína Eiríksdóttir, f. 20.7. 1960, húsmóðir, og eru börn þeirra Kári Öm bifreiðarstjóri, Jörg- en Páll nemi, Haukur Jens nemi, Eiríkur Tómas nemi og Sig- ríður Viktoría. Bamabamaböm Theodórs og Huldu eru nú orðin ellefu talsins. Systkini Theodórs voru Jógvan; Oli Andreas; Marsanna Susanna. Foreldrar Theodórs vom Danial Johannesen, f. 4.11. 1895, d. 30.5. 1988, bóndi og sjómaður í Funningi, og k.h., Julianna Dahl Johannesen, f. 7.12.1887, d. 19.10. 1969, húsfreyja. Afmælisbamiö dvelst nú á Hrafn- istu í Reykjavík við góða heilsu, ásamt eiginkonu sinni. Kveðja til allra ættingja og vina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.