Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002
Utlönd
X>V
Róttæk stjórnarskipti í Kína:
Markaðstengt f lokksræði
og einkavædd spilling
Nýútneftidur formaður stjórnmála-
nefndar Kommúnistaflokks Kína, Hu
Jintao, á tröllaukin verkefni fyrir
höndum, því samkvæmt hefðinni mun
hann taka við öðrum valdamiklum
embættum, svo sem forsetaembættinu,
en því fylgir æðsta stjórn hersins og ut-
anríkisstefnunnar. En með mark-
aðsvæðingu og innstreymi erlends fjár-
magns og ítaka erlendra stórfyrirtækja
í landinu er dregið verulega úr alræði
Flokksins, þótt enn eigi að heita að
hann stjórni öllu stóru sem smáu í rík-
inu. Gamli flokksformaðurinn hefur
enn ekki sleppt öllum áhrifum á stjórn
mála og gömlu valdaklíkurnar eru var-
ar um sig og fylgjast vel með hvernig
allir nýgræðingarnir í stjórnmála-
nefndinni, sem nú er skipuð niu mönn-
um i staö sjö áður, standa sig.
Skemmst er að minnast að útnefning
Hu Jintao á nýafstöðnu flokksþingi
kom engum á óvart. Þótt hann hafl
ekki verið áberandi í stjórnmálum var
öllum sem fylgjast með málum ljóst að
hann var í miklu uppáhaldi hjá Jiang
Zemin forseta, sem var á ferð á íslandi
sl. sumar og var sýnd meiri áreitni en
einvaldur fjölmennasta ríki heims á að
venjast. En lengstum þóttu íslendingar
höföingdjarfari en góðu hófi gegndi
meðal einvalda nágrannaríkjanna og
bua enn að þeirri framhleypni. Fast-
lega má búast við að nýi flokksleiðtog-
inn verði einnig kjörinn forseti og
hljóti þar með sömu völd og forveri
hans í flokknum.
Hér eftir verður Kommún-
istaflokkurinn ekki einráð-
ur íKína. Markaðskerfið,
með tilheyrandi einka-
rekstri og aðstreymi er-
lends fjármagns og erlendu
eignarhaldi á fyrirtækjum
tékur við afflokkssam-
þykktum og einstrengings-
legu flokksrœði. En í end-
urnýjaðri stjórnmálanefnd
munu ungu mennirnir
bera fremur lítið skyn-
bragð á efnahagsmál sem
stjórnast af alþjóðlegu
markaðskerfi. Hvernig
þeim farnast í breyttum
heimi fer kannski eftir því
hve fljótir þeir verða að
átta sig á því að mark-
aðslögmálin og harðsnúið
flokksrœði fara illa saman.
Eftir að efnahagsumbæturnar hófust
1978 undir leiðsögn Kommúnistaflokks-
ins hafa orðið gífurlegar breytingar á
öllu fjármálalífmu. Landbúnaðar-
kommúnumar, sem Mao formaður var
frumkvöðull að, eru horfnar og tugir
þúsunda ríkisfyrirtækja heyra sögunni
til. Eina verðlagseftirlitið sem enn er
við lýði varðar nauðsynlegustu mat-
vælategundir og verð á gasi og raf-
magni er ákveðið af þvi opinbera. Á
milli 30 og 60% af umfangi efnahagslífs-
ins heyrir til einkarekstri, eftir því út
frá hvaða forsendum er reiknað, og
verslunin er tiltöhilega frjáls. Að öllum
líkindum munu erlendar fjárfestingar 1
Kína verða meiri i ár en í nokkru ríki
öðru og nema um 55 milh'örðum doll-
ara.
Efnahagurinn bágstaddur
Meginverkefni Hu Jintao og ungu
mannanna í stjórnmálanemdinni verð-
ur að stýra umbótaþróuninni áfram án
þess að ofbjóða kerfinu og steypa Kína
Hu Jlntao, nýskipaöur æðsti maöur stjórnmálanefndarinnar og valdamesti
maöur í Kína. Hans bíöa tröllaukln verkefni aö fást viö.
í efnahagskreppu. Og það er hægara
sagt en gert. Ríkisbankarnir fjórir eru
reknir meö halla, fyrirtækjum gengur
illa að gera sig gildandi á alþjóðamark-
aði og gífurlegar fjárhæðir streyma ár-
lega eftir ólöglegum leiðum úr landi.
Það er jafnvel álitið að meira fjármagn
streymi úr landinu en sem nemur er-
lendum fjárfestingum innan Kina. Það
ber efnahagsástandinu lélegt vitni.
Hvort Hu Jintao og félögum hans
átta í stjórnmálanefndinni tekst að
ráða bót á ástandinu leiðir tíminn einn
í Ijós. En vandamálin eru ekki búin til
af ungu mönnunum sem nú gegna for-
ystuhlutverkum í nýju og breyttu Kína.
Eitthvað ætti það að létta róðurinn að
Kína er orðið meðlimur Heimsvið-
skiptastofnunarinnar en höfuðverkur-
inn er ekki sist vaxandi skuldasöfnun
ríkisins.
Þátttakan í heimsviðskiptastofnun-
inni krefst þess að létt verði á við-
skiptahöftum og eftirliti á starfsemi er-
lendra fyrirtækja og fjárfestinga þeirra
í kínverskum atvinnuvegum. Það leið-
ir af sér aukið fjármagn og fieiri störf
en atvinnuleysi er yfirþyrmandi í
mörgum héröðum eða fylkjum lands-
ins.
Fjármagnsskorturinn er óleyst
vandamál. Endurfjármögnun bank-
anna og stórskuldugir eftirlaunasjóðir
eru verkefni sem ekki verða hrist fram
úr erminni eða leyst með tilskipunum
og fiokkssamþykktum.
Allir ungu mennirnir í stjórnmála-
nefndinni eru þar fyrir tilstyrk þeirra
sem hurfu af vettvangi á flokksþinginu
en halda samt fast við völd og áhrif.
Flestir voru og eru inn undir hjá Jiang
Zemin, fráfarandi flokksformanni, sem
enn er forseti og æðsti maður hers og
utanríkisstefnu. Það verður ekki auð-
velt fyrir þá sem eru að taka við völd-
um að mynda sjálfstæða stefnu. Einnig
ber að hafa í huga að i flokksræði fer
ávallt fram harðvítug valdabarátta og
passa þeir í srjórnmálanefndinni vel
hver upp á annan.
Oddur Olafsson
b/aðamaður
Fjölgaö var í hlnni allsráðandi stjórnmálanefnd á flokksþingi Kommúnistaflokks Kína og mikil endurnýjun átti sér
stað. Þessir menn eiga nú að leloa fjölmennasta ríki heims frá flokksræöi tll markaðshyggju.
ir bera fremur lítið skynbragð á efna-
hagsmál sem srjórnast af alþjóðlegu
markaðskerfi. Hvernig þeim farnast í
breyttum heimi fer kannski eftir því
hve fljótir þeir verða að átta sig á því
að markaðslögmálin og harðsnúið
fiokksræði fara illa saman.
Spillingin til trafala
Efhahagsumbæturnar í Kína eiga
sér dökkar hliðar. í skjóli þeirra við-
gengst spilling sem barist er gegn í orði
kveðnu en er svo víðtæk meðal flokks-
manna sem flestu eða öllu ráða að ill-
mögulegt er að fást við hana án þess að
skaða fiokkinn og hinar ráðandi stéttir.
Síðan markaðskerfið fór að virka að
einhverju leyti upp úr 1990 og einka-
rekstur að taka viö opinberum fyrir-
tækum og stofnunum notfærðu þeir
sem völdin höfðu sér ástandið og
kræktu sér í bita af stóru kökunum fyr-
ir lítið. Vinir og ættingjar nufu góðs af
og vel launaðar stöður og eignarhald á
fyrirtækjum færðist frá ríki og héröð-
um til fjölskyldna flokksgæðinganna.
Kínverskir hagfræðingar telja að frá
1990 hafi sem svarar 14% af landsfram-
leiðslu horfið árlega til hinna verðugu
án þess að fullnægandi greiðslur kæmu
fyrir.
Að þessu leyti er þróunin í Kína
áþekk því sem gerðist þegar Sovéfríkin
gufuðu upp og markaðskerfið tók við af
pólitikinni. Svona þróun á raunar við
um mörg efhahagslega iHa þróuð lönd
sem taka upp á að einkavæða ríkisfyr-
irtæki. 1 Kína er talið að umbreytingin
frá ríkisrekstri í einkarekstur hafi
kostað um 25 miiljónir manna atvinn-
una. En farið er með þetta eins og víð-
tæka „rauðflibbaglæpi" sem ríkis-
leyndarmál.
I ræðu sinni á flokksþinginu sagði
Jiang Zemin að ef ekki tækist aö
stemma stigu við opinberri spiilingu
mundu blóðböndin milli flokksins og
þjóðarinnar slitna og flokkurinn vesl-
ast upp af sjálfseyðingarhvöt. Þessum
ummælum var fagnað ákaflega af þing-
fulltrúum.
Spillingin er af mörgum talin mesta
ógnin við alþýðulýðveldið sem nú steðj-
ar að og verði ekki komið í veg fyrir að
hún nái enn að magnast mun illa farn-
ast. Einn af sérfræðingum um málefni
Kína orðar það svo að spillingin sé það
eldsneyti sem magnar upp önnur
vandamál. Ört vaxandi atvinnuleysi,
auknar kröfur um velferð og öryggi og
ömurlega illa statt bankakerfi eru
brýnustu vandamálin sem ný og fersk
stjórn i Kína þarf að khást við.
Mun nú reyna á hvort ungu meim-
irnir í stjórnmálanefndinni eru aldir
upp sem eintrjáningar flokksræðis sem
grundvallað er á ófrjóum hugsunum
Maós eða hvort þeir eru menn nýs tíma
þar sem markaðshyggjan er tekin við
stjórnartaumum og lætur tilskipanir
og fiokkssamþykktir lönd og leið.
(Heimildir m.a. Guardian og Newsweek.)
Hér eftir verður Kommúnistaflokk-
urinn ekki einráður í Kína. Markaðs-
kerfið, með tilheyrandi einkarekstri og
aðstreymi erlends fjámagns og erlendu
eignarhaldi á fyrirtækjum, tekur við af
flokkssamþykktum og einsrrengings-
legu flokksræði. En í endurnýjaðri
stjórnmálanefnd munu ungu mennirn-
Undraveröld
Lausnargjald fyrir köttinn
Cristina Gonza-
lez í Cosquin í
Argentínu þurfti að
reiða fram sem
svarar hálfu fjórða
þúsundi íslenskra
króna til að fá
síamsköttinn sinn
aftur úr klóm
kattaræningja. Svo
fékk ræninginn
nýja kafflvél í kaupbæti.
Að sögn fréttastofunnar Telam var
kettinum rænt úr garðinum heima
hjá Cristinu Gonzalez og skömmu sið-
ar var hringt i hana og lausnargjalds
krafist. Ræninginn fór í fyrstu fram á
sem svarar sautján þúsund krónum
fyrir kisu. Cristina var hins vegar
ekki á þvi að greiða svo mikið fyrir
dýrið og tókst að fá þjófinn til að
lækka sig, gegn því að kaffivélin
fylgdi með.
Rúmlega þrjátíu lögregluþjónar
tóku þátt í rannsókn málsins og kött-
urinn komst heilu og höldnu aftur til
sins heima, eigandanum til óbland-
innar ánægju.
Veit ekki barna sinna tal
Indverski ættbálkahöfðinginn
Mudda Moopan telur engum vafa und-
irorpið að langlífi sitt eigi hann að
þakka leynilegri lyfjagrasablöndu sem
hann tekur þrisvar á dag. Karlinn er
sagður vera 120 ára og þvertekur fyr-
ir að kjafta frá því hvaða grös eru í
blöndunni.
Mudda á 23 eiginkonur en hann
man ekki nöfnin nema á sextán
þeirra. Hann hefur hins vegar ekki
hugmynd um hve mörg börn hann á.
Vitað er aö nýjasta eiginkonan er á
fertugsaldri og yngsta barnið er ellefu
ára.
Mudda þykir vita lengra nefl sinu
þegar lækningajurtir eru annars veg-
ar og sækja vísindamenn mikið til
hans eftir upplýsingum. Hermt er að
eitt sinn hafi karli tekist að róa kol-
brjálaðan fíl með einhverju lyfjagras-
inu.
Handjárnaði rolluna
Nýsjálensk-
ur lögreglu-
þjónn, Stuff að
nafni, greip
nýlega til þess
ráðs að hand-
járna, eða rétt-
ara sagt fót-
járna rollu eft-
ir að hún hafði
ráðist á félaga hans. Að hans sögn var
ekki hlaupið að því að koma
járnunum á hana og tókst það ekki
fyrr en Stuff hafði glímt við hana um
stund og náö að fella hana.
Ástæðan fyrir rolluslagnum var sú
að þeir félagar höfðu verið kallaðir til
þegar fjárbóndi nokkur hringdi til lög-
reglunnar og bað um hjálp vegna kol-
vitlausrar rollu sem hann réð ekkert
við. Þegar þeir mættu á staðinn færð-
ist rollan öll í aukana og réðst um-
svifalaust að félaga Stuffs sem hljóp
með hana á hælunum inn í næsta úti-
hús. Þar náði rollan honum og hafði
hann undir með þeim afleiðingum að
buxurnar rifnuðu áður en Stuff kom
félaga sínum til hjálpar eins og áður
hefur verið lýst.
Sjúkleg ást á prestinum
Dómari í Belgíu hefur bannað
hinni 47 ára gömlu Nadiu De Boeck
frá bænum Opwijk, að sækja messur
í kaþólskri kirkju þar sem hún sé
haldin sjúklegri ást á prestinum sem
heitir Philippe Merten.
Presturinn sagði að í fyrstu hefði
hann veitt henni alla þá þjónustu sem
ætlast sé til að prestar veiti sóknar-
börnum sínum en síðan hafi farið að
bera á þessari sjúklegu ástleitni henn-
ar. „Hún lét ekki þar við sitja heldur
fór hún að senda prestinum tölvupóst
og hringja í hann á öllum tímum sól-
arhringsins, jafnt á nóttu sem degi,"
sagði lögfræðingur prestsins.
Þegar konan var kölluð fyrir
dómara sagðist hún vera að hefha sin
á prestinum af því hann hefði verið i
ástarsambandi við frænku hennar en
hefði ekki viljað líta við sér.
Dómsorðið var að hún mætti aldrei
koma nálægt prestinum eða hafa
samband við hann.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32