Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR__________________________________277. TBL. - 92, ÁRG. - MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Knappar fjárveitingar neyða Leikskóla Reykjavíkur til róttækra aðhaldsaðgerða: • • Ollum leikskólunum verði lokað í mánuð „Þetta er mjög miður og ekki hluti af þeirri þjónustu sem við ættum að bjóða. Þetta kemur sér auðvitað mjög illa fyrir foreldra sem til þessa hafa getað valið hvenær þeir taka börnin sín af leikskólunum og miðað það við sín frí. Þarna er fólk sett upp að vegg og það sér það hver maður hversu mikil óþægindi þetta hefur í för með sér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og fulltrúi i leikskóla- ráði, um þá ákvörðun að Leikskólum Reykjavíkur verður lokað í einn mánuð í sumar. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, stað- festi við DV í gærkvöld að tillaga Guölaugur Þór Bergur Felixson. Þóröarson. þessa efnis yrði tekin fyrir í borgar- stjórn á fimmtudaginn. „Það er ekki búið að taka endan- lega ákvörðun um þetta, hún liggur hjá borgarstjórn. Þá verður starfs- áætlun okkar tekin fyrir og inni í henni er fjárhagsáætlunin. Við fáum skammtað ákveðið af fjármunum og sáum okkur ekki kleift að láta enda ná saman nema með þessum hætti,“ segir Bergur. Hann bendir á að við- líka lokanir hafi lengi tíðkast í ná- grannasveitarfélögum og aö skólum sé lokað í þrjá mánuði á ári. Það sé börnunum eflaust hollt að fá frí í einn mánuð á ári. Bergur segist þó hafa skilning á að þetta geti skapað vandræði fyrir foreldra en nú verði kannað á hverjum leikskóla fyrir sig hvenær henti best að loka. Ekki þarf að efast um að þetta komi sér illa fyrir þúsundir heimila í . Reykjavík. Hingað til hefur mikið verið kvartað yflr því þegar sumum leikskólum hefur verið lokað í skamman tíma á sumrin en nú virð- ist eiga að stíga skreflð til fulls og skerða þjónustu tfl að fjárhagsáætlun haldi. „Þetta er hluti af því sem við í minnihlutanum höfum verið að benda á, það er verið að hækka gjöld og skerða þjónustu, og leikskólaráð fær ekki tækifæri til að fjalla um málið. Borgarstjóri hefur tekið það hlutverk af því og fært í nefnd ein- hverra embættismanna og er þar af leiðandi ábyrgur fyrir þessu.“ -hdm Barist við eldinn Framganga slökkviliðs til fyrir- myndar Óljóst er með hvaða hætti kviknaði í bílaþvottavél í svokölluðum þvottaklefa í hinu stóra húsnæði hjá Ingvari Helgasyni síðdegis í gær. Fram- ganga Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, sem hringdi út „stórt útkall" þegar ljóst var að eldur var kominn í þakið, þótti til fyrirmyndar og ljóst að því tókst að koma í veg fyrir gríðar- legt tjón í húsnæðinu. Starfs- fólk Ingvars Helgasonar þótti einnig hafa sýnt snarræði og liðkaði það mjög fyrir slökkvi- starfi að reynt var að færa sölu- bíla til þannig að þeir væru ekki fyrir. Eldurinn komst í vegg og síð- an upp í þakið. Leist þá mönn- um ekki á blikuna og stórhætta var á að eldurinn breiddist út um alla bygginguna. Bílaþvotta- Með snarrœði starfsfólks og slökkviliðsmanna tókst að koma í veg fyrir gríðarlegt tjón af völdum eldsvoða hjá Ingvari Helgasyni. stöðin er baka til í húsnæðinu. Eldurinn komst ekki í steinol- íubirgðir. Slökkviliðsmenn urðu að rjúfa þak til að komast að eldinum en slökkvistarf gekk vel. Reykur barst í bílasali þar sem mikill fjöldi af bílum stend- ur. Að sögn Þórðar Þórmunds- sonar hjá Ingvari Helgasyni var ekki talið að þeir bílar sem stóðu með lokaðar rúður hefðu orðið fyrir tjóni. Hins vegar gæti verið hætta á að nýir bílar, sem stóðu tilbúnir til afhend- ingar, hefðu orðið fyrir ein- hverjum reykskemmdum - það ætti þó eftir að koma í ljós. Reiknað er með að starfsemi verði með nokkuð eðlilegum hætti hjá Ingvari Helgasyni í dag. Reykjarlykt var í húsinu en talið var að hægt yrði að losna jafnvel við hana með þrif- um eða framkvæmdum sem ekki hefðu mikinn kostnað í för með sér. -Ótt DÚI LANDMARK: Fendsæl rjupna- skytta 40 SÍÐNA DV-SPORT: Háspenna í körfunni 17-40 BILASFRAUTUR QG RÉTTINGAR » AUÐUNS M Tjðnaskoðun • Bílaréttingar •Bílamálun Þú fsrð bílaleigubíl á meðan viðgerð stendui þjónusta Sími 554 2510 Nýbýlavegi 10 • Kópavogi Við hliðina á Toyota umboðinu • www.bilasprautun.is Tökum poö með. . . trukki Landflutningar /sÁMSKIP Aóalskrifstofa: Skútuvogi 8 104 Reykjavík Sími 569 8400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.