Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 277. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Verulega aukin ásókn í viðbótarlán:
Umsóknir sveitarfé-
laga slá öll fyrri met
- lítið um vanskil en greiðsluerfiðleikalánum f jölgar hratt
íbúðalánasjóður hefur óskað eft-
ir viðræðum við sveitarfélögin og
félagsmálaráðuneytið um þróun
viðbótarlánakerfisins. Áætlanir
um að mettun yrði á fasteigna-
markaði eftir afar lífleg viðskipti
á árnum 1998-2001 hafa ekki geng-
ið eftir. Ástæður mikillar aukn-
ingar í útgáfu hús- og húsnæðis-
bréfa eru raktar til tveggja þátta -
annars vegar þróunar umsókna
sveitarfélaga um viðbótarlán, sem
slegið hafa öll fyrri met, og hins
vegar hefur verið mun meiri
hreyfing á félagslegu húsnæði en
gert var ráð fyrir í kjölfar afnáms
kaupskyldu sveitarfélaga.
Samkvæmt útgáfuspá íbúða-
lánasjóðs í október er áætlað að
gefin verði út húsbréf á þessu ári
fyrir 33,8 milljarða króna. Þar er
verið að tala um raunútgáfu, en
samþykkt skuldabréfaskipti munu
væntanlega nema hærri upphæð.
Þrátt fyrir mikla útgáfu eru van-
skil við sjóðinn enn í sógulegu lág-
marki. Námu vanskil til 3ja mán-
aða og eldri 0,3% í október af
Ræöa þróun viðbótarlánakerfisins
Áætlanir um aö mettun yröi á fasteignamarkaði eftir afar Iffleg viðskipti á
árnum 1998-2001 hafa ekki gengið eftir.
heildarúthlutuðum lánum sjóös-
ins.
Er það reyndar á skjön við þró-
un vanskila almennt í fjármála-
kerfinu. Virðist skýringuna að
einhverju leyti að finna i því að í
vandræðum virðist sem fólki sé
bjargað með greiðsluerfiðleikalán-
um. Hefur umsóknum vegna
greiðsluerfiðleikalána fjölgað
verulega. Árið 1999 voru umsókn-
irnar 149 en 233 árið 2000. Þeim
fjölgaði í 456 árið 2001. Innkomn-
um umsóknum um greiðsluerfið-
leikalán fjölgaði síðan stórlega á
þessu ári. Fyrstu tíu mánuði árs-
ins voru þær orðnar 776. Það er
mat innheimtustarfsmanna sjóðs-
ins að mál viðskiptavina sem í
vanskilum eru séu nú mun erfið-
ari en áður. Framhaldsuppboðum
fasteigna hefur fjölgað um 26%
milli áranna 2001 og 2002.
Útgáfa hús- og húsnæðisbréfa
fyrir þetta ár var áætluð í janúar
47,2 milljarðar króna. Búist er við
að hún geti farið yfir 50 milljarða,
en í október var leiðrétt áætlun
komin í 49,3 milljarða króna.
Áætluð útgáfa fyrir árið 2003 er
52,5 milljarðar króna. Þá mun
íbúðalánasjóður greiða lánveit-
endum sínum 40,5 milh'arða króna
á næsta ári.             -HKr.
Haldíð sofandi
Konunni sem slasaðist alvarlega
þegar bíll fór í Hólmsá, rétt austan
Reykjavíkur, á föstudag er haldið
sofandi í öndunarvél á Landspítala
- háskólasjúkrahúsi við Hring-
braut. Þegar að var komið var kon-
an meðvitundarlaus. í bílnum voru
einnig þrjú börn og önnur kona.
Eitt barnanna slasaðist og var á
sjúkrahúsi um helgina.       -Ótt
Með amfetamín
Lögreglan í Keflavík stöðvaði
ökumann um helgina sem reyndist
vera með eitt og hálft gramm af am-
fetamíni í fórum sinum. Maðurinn
var færður á lögreglustöð en var
sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
varð bílvelta á Hafnarvegi þegar
ökumaður missti srjórn á bíl sínum
og ók á staur. Ökumaður bílsins
slapp ómeiddur.            -Ótt
Bensínið lækkaði
Öll olíufélögin, Olíufélagið, Olíu-
verzlun Islands og Skeljungur, lækk-
uði verðið á lítra af bensíni um 1,70
krónur. Eftir lækkunina kostar litrinn
af 95 oktana bensini 96,30 krónur. Lítr-
inn af gasolíu, disilollu, flotaoliu og
svartolíu lækkaði um 50 aura.   -hlh
Kerlingarbeyglan hún Grýla er mætt
Börnin í Húsdýragaröinum hittu Grýlu íjólastemningunni ígær. Sú gamla fðr á kostum þegar hún gafselunum æti
með aðstoð barnanna. Glatt var á hjalla og aliir brostu út að eyrum.
Amerískur hvíldarsfóll
Ótrúlega þœgilegur!
Dýrt að aka fullur
(Þú veisf ekki tyrr en þú hefur prófaö!)
Það er dýrt spaug að aka undir
áhrifum áfengis. Sektirnar eru
háar, eins og meðfylgjandi tafla sýn-
ir, og svipting ökuréttinda vegna
fyrsta brots getur varað í allt að 12
mánuði. Neiti ökumaður að gefa
öndunarsýni er svipting ökurétt-
inda að lágmarki 12 mánuðir. En
það getur verið dýrt að öðru leyti
þar sem ölvaður ökumaður getur
skaðað líf og limi sjálfs sín og ann-
arra.
Nú stendur yflr mikið átak gegn
ölvunarakstri hjá Reykjavíkurlögregl-
unni og i því sambandi minnir hún á
að á síðasta ári hafi 939 ökumenn ver-
ið stöðvaðir af lögreglu vegna gruns
um ölvun við akstur.         -hlh
Siöumúla 24
siml 568 0606
fox 568 0604
www.kosy.is
Vínandamagn í blóöi í prómilium	Sektir	Svipting
0,50-0,60	50.000	2 mán.
0,61-0,75	50.000	4 mán.
0,76-0,90	60.000	6 mán.
0,91-1,10	70.000	8 mán.
1,11-1,19	80.000	10 mán.
1,20-1,50	100.000	12 mán.
Vínandamagn í lofti í mg/1	Sektir	Sviptlng
0,250-0,300	50.000	2 mán. 4 mán,____
0,301-0,375	50.000	
0,376-0,450	60.000	6 mán.
0,451-0,550	70.000	8 mán.
0,551-0,599	80.000	10 mán.
0,600-0,750	100.000	12 mán.
Stuttar fréttir
Guðni vinsælastur
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráð-
herra er langvin-
sælasti ráðherra
landsins samkvæmt
Þjóðarpúlsi Gallups
sem      kannaði
ánægju með fram-
sóknarráðherra.
Tveir af hverjum þremur lands-
manna eru ánægðir með störf hans.
Norðurlandameistarar
Jónatan Arnar Örlygsson og
Hólmfríður Björnsdóttir, Dansfélag-
inu Gulltoppi, urðu Norðurlanda-
meistarar unglinga í samkvæmis-
dansi þriðja árið í röð þegar þau
báru sigur úr býtum á Norðurlanda-
móti í Stavanger í Noregi í gær.
Mbl. greindi frá.
Kona ársins
Tímaritið Nýtt líf hefur valið Berg-
lindi Ásgeirsdóttur, aðstoðarforstjóra
hjá Efnahags- og framfarastofnun-
inni, OECD, konu ársins á Islandi.
Stór bygging
Líkur eru á að minjar um stóra
byggingu, sem fundust við fornleifa-
rannsóknir á Þingvöllum síðastliðið
sumar, séu frá upphafi þinghalds á
staðnum á 10. öld. RÚV greindi frá.
Of mikið af kjöti
í september og október varð fram-
leiðslan á kjúklingum og svínakjöti
meiri en salan. Birgðir söfnuðust
því fyrir í mánuðunum. Sala á
kindakjöti var 19,4% minni í októ-
ber en í sama mánuði í fyrra. Sala á
kjúklingum og svínakjöti var mjög
mikil í september, en salan í októ-
ber varð enn meiri. Mbl. greindi frá.
Tapa útsvarstekjum
Sveitarfélögin í
landinu tapa nú út-
svarstekjum vegna
mikillar fjölgunar
einkahlutafélaga, að
sögn Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, for-
manns Sambands
íslenskra sveitarfé-
laga. Hann telur að tekjurnar muni
á ári minnka um allt að einn milh'-
arð króna, frá síðasta ári. Mbl.
greindi frá.
Heiðra minningu Indriöa
Samtök um leikminjasafn heiðra
aldarminningu Indriða Waage í
samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur
og Þjóðleikhúsið með því að opna
vefsiðu um hann á slóðinni leik-
minjasafn.is.
Engir krókódíiar
Yfirdýralæknir mælir ekki með
innflutningi krókódíla vegna hættu
á salmonellusmiti. Landbúnaðarráð-
herra ætlar því ekki að leyfa krókó-
dílaeldi á Húsavik. RÚV greindi frá.
Friðarlogi um landið
Dreifmg á Friðarloganum frá
Betlehem um landið hófst í annað
sinn í gær. Friðarloginn er logi sem
færir boðskap friðar og vináttu
manna og þjóða og er geflnn hverjum
sem vill.
Eðlileg tekjuöf lun
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra
segir að hækkun
áfengis- og tóbaks-
gjalds sé eðlileg
tekjuöflun við nú-
verandi aðstæður í
ríkisfjármálum.
Afla þurfi tekna til
að standa undir nýjum útgjöldum.
Ríkisstjórnin beri ábyrgð á þessari
ákvörðun.                -hlh

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56